Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 48
OPENOFFICE UPPFÆRT OpenOffice, hinn ókeypis ritvinnslu-
pakki frá openoffice.org hefur verið uppfærður í útgáfu 3.2. Það var
árið 2002 sem almenningur gat fyrst sótt þennan vinsæla pakka en
í honum má finna ritvinnslu, töflureikni og kynningarforrit. Pakkan-
um hefur verið halað niður af netinu í um 300 milljón skipti frá upp-
hafi en hann hefur þótt ágætis mótsvar við Office-pakka Microsoft.
Þess má geta að með OpenOffice er hægt að opna öll skjöl úr Offic-
e-pakkanum og vista þau með sömu sniðum og Microsoft notar.
HÆKKANDI BÓKA-
VERÐ VEGNA IPAD
Eftir að iPad-tölva Apple-fyrirtækis-
ins leit dagsins ljós er ljóst að
Amazon hefur eignast verðugan
keppinaut. Apple hefur þegar gert
samninga við fjórar bókaútgáfur
með þeim hætti að fyrirtækið fær
sölulaun af verði hverrar netbókar
(e-book) en bókaútgáfan ákveður
verðið sjálft. Flestir titlar munu kosta
$12,99 og $14,99 í iBookstore Apple
sem er hærra verð en gerist og
gengur á amazon.com sem kaupir
hvern titil í miklu magni á
heildsöluverði og selur síðan á
lægra verði en þekkist annars staðar.
Útgáfufyrirtækin eru mun ánægðari
með samningana við Apple og herja
nú á amazon.com að breyta
samningum sínum að sama marki
en almenningur er að vonum
óánægður með hækkandi bókaverð.
Verð netbókanna er í raun orðið hið
sama og á prentuðum bókum og
almenningi blöskrar að þær séu ekki
ódýrari miðað við að þeim fylgi ekki
kostnaður vegna prentunar og
dreifingar.
IE6 VAFRA KASTAÐ
ÚT AF GOOGLE
Google mun í næsta mánuði hætta
stuðningi við notendur Internet
Explorer 6 sem nýta sér Docs og
Sites þjónustu. Á næstu mánuðum
munu svo önnur þjónusta Google,
svo sem Gmail og Calendar einnig
hætta stuðningi við þessa útgáfu
vafrans. IE6-notendur telja enn um
einn fimmta af vafranotendum í
heiminum þrátt fyrir að vafrinn sé
kominn til ára sinna en þessi útgáfa
Internet Explorer leit fyrst dagsins
ljós árið 2001.
GATES VILL LYKLA-
BORÐ Á IPAD
Stofnandi Microsoft-fyrirtækisins, Bill
Gates, lætur sér fátt um finnast
varðandi iPad, nýjustu afurð Apple.
Gates segir iPad vera ágætis lestölvu
við fyrstu sýn en að sínu mati þurfi
slíkar tölvur að hafa raunverulegt
lyklaborð, raddskipanir og
stýripenna. Disney-forstjórinn
Robert Iger má þó vart vatni halda
yfir iPad eins og hún er og segir
hana vera spennandi tækifæri til að
koma afþreyingarefni til almennings
með öðru sniði en til þessa.
UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is
Google kynnti í vikunni Buzz, sam-
skiptakerfi sem er samofið Gmail-
-póstþjónustu fyrirtækisins. Buzz
gerir notendum kleift að deila inn-
an ákveðins hóps, stöðuskilaboð-
um, ljósmyndum, kvikmyndum og
öðrum upplýsingum, svipað því sem
samskiptasíður eins og Facebook
bjóða upp á. Google segist vera rétt
að byrja, möguleikarnir til að þróa
Buzz og tengja við aðra þjónustu fyr-
irtækisins og netið eru fjölmargir.
Rökrétt skref
Um hundrað og fimmtíu milljónir
manna nota nú þegar Gmail-þjón-
ustu Google og ef fyrirtækinu tekst
að sannfæra almenning um ágæti
Buzz gæti það orðið annað stærsta
samskiptakerfið í heiminum á
skömmum tíma. Það er eftir miklu
að sækjast fyrir Google, samskipta-
síðan Facebook, sem fagnaði sex
ára afmæli í síðustu viku, státar nú
af 400 milljón notendum og ekkert
virðist hægja á örum vexti Twitter.
Viðskiptalega séð er þessi markað-
ur því rökrétt skref fyrir Google til að
laða að nýja notendur, enginn ann-
ar hluti netsins státar af slíkum vexti
eða vinsældum.
Einfalt í notkun
Buzz er tiltölulega einfalt í notkun,
notandinn er í byrjun beðinn um
að gera einfaldan persónuprófíl og
velja þá aðila sem hann vill vera í
samskiptum við en Buzz notar póst-
fangaskrá Gmail-aðgangsins sem
grunn fyrir notendur kerfisins. Buzz
fær síðan sinn eigin flipa líkt og póst-
hólf í viðmóti Gmail. Þar má meðal
annars breyta ýmsum stillingum og
velja hvaða þjónustu þú vilt bæta við
kerfið, eins og er má tengja Flickr,
Picasa, YouTube, Google Reader,
Google Talk og Twitter við Buzz.
orkut.com
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Goog-
le heldur innreið sína í þennan geira.
Árið 2004 setti fyrirtækið á laggirnar
orkut.com, samskiptasíðu sem náði
aldrei verulegu flugi í Bandaríkjun-
um eða Evrópu. Sjálft nafnið virðist
fáránlegt fyrir síðu sem þessa enda
heitir hún í höfuðið á skapara sínum,
Tyrkjanum Orkut Büyükkökten sem
er einn starfsmanna Google. Það
kæmi á óvart ef margir hér á landi
könnuðust við orkut.com en hún
hefur þó verulegan fjölda notenda
í Brasilíu, á Indlandi og í Eistlandi.
Heildarfjöldi virkra notenda orkut.
com telur nú um hundrað milljón-
ir á heimsvísu og ekki ólíklegt að
Google reyni að fá þá yfir í Buzz.
pallidv.is
48 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ
Það virðist rökrétt skref fyrir Google að reyna að tryggja sér sneið af risastórri köku
samskiptavefjanna Facebook og Twitter. Fyrirtækið hefur áður reynt fyrir sér á þessum
markaði, þó ekki með þeim árangri sem það sóttist eftir í Bandaríkjunum og Evrópu.
SAMSKIPTAKERFIÐ
BUZZ FRÁ GOOGLE
Byggir veldi sitt á ýmiss konar ókeypis nettengdri þjónustu og hugbúnaði sem síðan
er tengt við auglýsingar. Fyrirtækið gerðist einnig vélbúnaðarframleiðandi á þessu ári
er það hélt innreið sína á símamarkaðinn með snjallsímanum Nexus One sem keyrir á
Android-stýrikerfi fyrirtækisins.
n Stofnað: 1998
n Starfsmenn: Tæplega 20 þúsund
n Staðsetning: Kalifornía, Bandaríkin
n Helstu vörur: Nexus One, YouTube, Picasa, Search, Google Apps
(fyrirtækjapakki), Gmail, Calendar, Reader, Android, iGoogle, Chrome, Talk,
Wave, Docs, Sites, Analytics, Gears, Earth, orkut
n Heildareignir: 31,768 milljarðar bandaríkjadala (2008)
n Gmail: 150 milljónir notenda
n orkut.com 100 milljónir notenda
Google -fyrirtækið