Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ VONARSTJÖRNUR ÍSLANDS Ísland á ungt og efnileg t fólk á ýmsum svið- um. Fólk sem á e ftir að h alda á l ofti nafn i og merki ís lensku þ jóðarinn ar á kom andi áru m og jafnv el bæta ímynd landsin s sem h efur skaðast út á við eftir efn ahagsh runið. D V tók saman l ista yfir nokkra r af von arstjörn um landsin s á hinu m ýmsu sviðum . Sem b etur fer er a f nógu a ð taka. Gísli Örn Garðarsson Gísli hefur um nokkurt skeið verið á meðal fremstu leikara landsins. Einnig hefur hann fyrir löngu sannað sig sem handritshöfundur og leik- stjóri en sigrar hans gætu orðið í Hollywood í framtíðinni. Gísli landaði nefnilega hlutverki í stórmyndinni Prince Of Persia og ef vel tekst til gæti það hlutverk opnað fyrir honum ýmsar dyr í landi tækifæranna. Víkingur Heiðar Ólafsson Þykir einn besti ef ekki allra besti píanisti landsins þrátt fyrir að vera rétt tæplega 26 ára gamall. Það sem meira er það eru þó nokkur ár síðan Vík- ingur náði að komast á þann stall. Hann hefur verið kallaður undrabarn í heimi klassískrar tónlistar og vakið mikla athygli um heim allan. Hera Björk Er vonarstjarna Íslands í Eurovision þetta árið. Íslendingar bera ávallt miklar væntingar til keppninnar og eru engar breytingar nú þar á. Hera er reynslumikil söngkona og komst næstum því í keppnina í fyrra. Nú er hún loksins komin á áfangastað og bara spurning hvort hún fari alla leið. Stefán Sölvi Pétursson Eitt orð yfir þennan unga kraftajötun: hrikalegur. Stefán Sölvi er eitthvert mesta efni sem Ísland hefur alið af sér í kraftaíþróttum um árabil. Hann hefur allt til brunns að bera og binda menn vonir við að hann muni í framtíðinni landa titlinum sterkasti maður heims sem Íslendingar hafa átta sinnum unnið. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkonan magnaða sem sló í gegn í Evrópu með frammistöðu sinni í Eurovision. Hefur hamrað járnið meðan það er heitt og nýtir sér þær dyr sem hafa opnast henni. Evrópa hefur tekið henni opnum örmum og ef allt gengur upp verður hún alheimsstjarna. Katrín Jakobsdóttir Stjórnmálaleiðtogi framtíðarinnar. Vinsæl meðal þjóðarinnar þrátt fyrir að taka erfiðar ákvarðanir. Hún er vel máli farin, skilur litla manninn og ekki skemmir útlitið. Hefur allt sem stjórnmálaleiðtogi þarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.