Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR Margir toppar toppa Jóhönnu Ríkisforstjórar verða áfram með hærri laun en forsætisráð- herra þó lög hafi verið sett til að tryggja að forsætisráðherra yrði launahæsti ríkisstarfsmaðurinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að rík- isforstjórarnir fá flestir greitt fast álag eða yfirvinnu á grunnlaun sín. Það álag nemur allt að rúmri hálfri milljón króna á mánuði. Stefán Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hækka hefði átt laun forsætisráðherra en ekki lækka laun forstjóra og embætt- ismanna hjá ríkisstofnunum eins og kjararáð ákvað á föstudag. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að enginn embættismaður eða ríkisforstjóri fái hærri laun en for- sætisráðherra. Laun ríkisforstjóranna HÖRÐUR ARNARSON, forstjóri Landsvirkjunar 1.339.552 KR. BJÖRN ZOËGA, forstjóri Landspítala 1.339.552 KR. MÁR GUÐMUNDSSON, seðlabankastjóri 1.266.847 KR. ÁSMUNDUR STEF- ÁNSSON, bankastjóri Landsbankans 1.158.614 KR. GUNNAR Þ. ANDERSEN, forstjóri Fjármálaeftir- litsins 1.083.133 KR. PÁLL MAGNÚSSON, útvarpsstjóri 1.082.744 KR. BJÖRN ÓLI HAUKSSON, forstjóri Keflavíkurflugvallar 1.032.553 KR. INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON, for- stjóri Íslandspósts 1.032.553 KR. PÁLL GUNNAR PÁLSSON, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins 1.032.553 KR. TRYGGVI ÞÓR HARALDSSON, forstjóri RARIK 1.006.874 KR. GUÐMUNDUR BJARNASON, forstjóri Íbúðalánasjóðs 982.063 KR. KRISTJÁN HARALDSSON, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða 958.092 KR. SJÖFN SIGURGÍSLADÓTTIR, forstjóri Matís 934.932 KR. KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar 884.352 KR. ÞÓRHALLUR ÓLAFSSON, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar 859.062 KR. STEFÁN HERMANNS- SON, framkvæmdastjóri Austurhafnar 840.353 KR. ÞORGEIR PÁLSSON, forstjóri Flugstoða 831.642 KR. FINNBOGI JÓNSSON, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs 806.352 KR. EIRÍKUR HILMARSSON, fram- kvæmdastjóri Vísindagarða HÍ 682.032 KR. SVEINBJÖRG SVEINSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna 617.144 KR. JÓN INGI EINARSSON, fram- kvæmdastjóri Rannsókna- og háskólanets Íslands 602.751 KR. PÉTUR BJARNASON, framkvæmda- stjóri Vísindagarðsins 522.827 KR. „Það eru að finnast sprautunálar og þá reynum við að gera föngunum grein fyrir því hvað það getur þýtt að nota sömu nálarnar,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla- hrauni. Áhyggjufullir fangar settu sig í samband við DV þar sem þeir segja að undanfarið hafi verið að finnast í fangelsinu sprautunálar með HIV- veirunni. Margrét segir að reglulega finnist nálar þar sem grunur er um að fangar hafi verið að deila. Hún hefur undanfarið verið að ræða þessi mál við fangana á Litla-Hrauni og vara þá við að deila sprautunálum. Á næst- unni heimsækir fulltrúi frá Alnæm- issamtökunum fangelsið til að ræða málin við fangana. „Það er eðlilegt að fangarnir séu áhyggjufullir því ég er nýbúin að fara inn á allar deildir og biðja menn um að gæta varúðar. Við höfum aftur á móti ekki verið að finna fleiri nálar nú heldur en áður. Við höfum alltaf áhyggjur af því að fangarnir séu að nota sömu nálarnar og það er aldrei of oft brýnt fyrir þeim að gera það ekki,“ segir Margrét. „Ef við finnum nálar, sem grunur er um að hafi verið notaðar af fleiri en einum, þá ræðum við við fangana á deildunum. Nú erum við að herða á öllum varúðarráðstöfunum í þessa veru. Við höfum þannig ekki áhyggj- ur af faraldri hjá okkur en viljum vekja menn til umhugsunar.“ trausti@dv.is Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri varar fanga við að nota sömu sprautunálar: Áhyggjur af HIV á Litla-Hrauni Varað við Á Litla-Hrauni er verið að herða varúðarráðstafanir og brýna fyrir föngum að deila ekki sprautunálum. Forsvarsmenn tryggingafélagsins Sjó- vár þrýstu á Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra að breyta lögum um fjárfestingaheimildir vátrygginga- skuldar hjá tryggingafélögum árið 2006. Þetta sést á minnisblaði sem Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, og Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs, kynntu á fundi í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 2006. Í minnisblaðinu kemur fram að fjárfestingaheimildir tryggingafélaga til að ávaxta vátryggingaskuld sína, eða bótasjóðinn eins og þessi skuld er oftast nefnd, hafi verið óbreytt- ar í 11 ár, frá árinu 1995, og að margt hafi breyst á þessum tíma sem kalli á breytingar. „Margt hefur breyst frá þessum tíma og teljum við þörf að endurskoða fjárfestingaheimild- ir og færa þær í nútímalegra horf 11 árum síðar... Óbreytt ástand í nær 11 ár hlýtur að kalla á að þörf sé á breytingum,“ segir í minn- isblaðinu en breytingarnar voru rökstuddar með því að einfalda þyrfti fjárfestinga- heimildir tryggingafélaga svo þær yrðu líkari þeim heimildum sem lífeyris- sjóðir höfðu til fjárfest- inga. Sjóvá rannsakað út af bótasjóðnum Þór hafði tekið við forstjóra- starfi Sjóvár í desember 2005 í kjölfar þess að eignarhaldsfé- lag Karls og Steingríms Werners- sona, Milestone, hafði eignast 66 prósent hlut í félaginu. Skömmu áður hafði Friðjón verið ráðinn til að sjá um fjárfestingar tryggingafélags- ins, meðal annars að ávaxta bótasjóð- inn. Í yfirheyrslunum yfir Steingrími Wernerssyni hjá sérstökum sak- sóknara í fyrra segir hann að Karl og Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, hafi losað sig við Friðjón um mitt ár 2006 og ákveðið að sjá sjálfir um fjárfestingar Sjóvár. Steingrímur gekk svo langt að segja að bótasjóði Sjóvár hefði eftir það verið stýrt frá skrifstofu Guðmund- ar í Milestone-húsinu á Suður- landsbraut 12. Verið er að rannsaka Mile- stone og Sjóvá vegna þess hvern- ig bótasjóður tryggingafélagsins var notaður til fjárfestinga er- lendis eftir að Milestone eign- aðist félagið. Talið er að Sjóvá hafi farið út fyrir þær heimild- ir sem tryggingafélög hafa til fjárfestinga fyrir vátrygging- arskuldina. Vildu auknar erlendar fjárfestingar Í minnisblaðinu kemur fram að ein helsta breytingin sem Þór og Friðjón vildu ýta eftir hjá ráðherra var að vátryggingafé- lög hefðu rýmri heimildir til að fjárfesta erlend- is. Ein af til- lögum þeirra var sú að ráðherra ætti að heimila að allt að 50 prósent af fjárfestingum tryggingafélaga væru í erlendum gjaldmiðlum en á þeim tíma máttu 20 prósent af fjárfesting- um þeirra vera í erlendum myntum. Um þetta segir í minnisblaðinu: „Skoða þarf hvort hindranir á erlend- um fjárfestingum vátryggingafélaga samræmast reglum um innri mark- aðinn og jafnframt hvaða svigrúm Ís- lendingar hafa samkvæmt reglum til þess að heimila erlendar fjárfestingar í ríkara mæli...“ segir þar. Þessi krafa sem fram kemur í minnisblaðinu er rökstudd með því að mikilvægt sé að tryggingafélög dreifi áhættu sinni, fjárfesti ekki of mikið á sama markaðnum. Gagn- rýnin sem fram kom í minnisblað- inu gekk þá út á að það væri of mikil áhætta fólgin í því fyrir tryggingafélög að vera með of mikið af fjárfesting- um sínum á Íslandi. Rökin fyrir því að heimila auknar erlendar fjárfesting- ar voru svo aftur þær að slíkar fjárfestingar væru ekki áhættusamar: „Er- lend fjárfesting í skráð- um félögum er ekki ÞRÝSTU Á VALGERÐI ÚT AF BÓTASJÓÐNUM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þór misnotaður Í minnisblaðinu frá Þór og Friðjóni kemur fram að óbreytt ástand í fjárfestingaheim- ildum vátryggingafélaga í ellefu ár hljóti að kalla á breytingar. Óbreytt ástand í nær 11 ár hlýtur að kalla á að þörf sé á breytingum. Sjóvá kynnti hugmyndir um breytingar á fjárfestingaheimildum tryggingafélaga fyrir Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra árið 2006. Hugmyndirnir fólu í sér að trygg- ingafélög hefðu rýmri heimildir til að fjárfesta með bótasjóðum erlendis. Minnisblað vegna fjárfestingah eimilda vátryggingarskulda hj á tryggingafélögum. Fundur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti nu 2006. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Fjármálaeftirlitið Sjóvá Fjárfestingaheimildir vátryggi ngaskuldar Fjárfestingaheimildir sem trygginga félaga til að jafna eignum á móti (ávaxta) vátryggingaskuld hafa verið nær óbre yttar frá árinu 1995 en þá tók í gild i reglugerð nr. 646/1995. Margt hefur breyst frá þessum tíma og teljum við þörf að endurskoða fjárfestingaheimildir og færa þær í nútím alegra horf 11 árum síðar. Skynsamleg dreifing innlendra, erlen dra, skráðra og óskráðra verðbréfa er lykillinn að árangursríkri fjárfestingastefnu. Mikil vægt er að búa við einfaldar leikre glur varðandi fjárfestingar sem eru í samræmi við þa ð sem helst er að gerast á fjárfestingam arkaði sem er í stöðugri þróun. Óbreytt ástand í nær 11 ár hlýtur að kalla á að þörf sé á breytin gum. Í þessu sambandi má benda á að frá þ ví að reglurnar voru settar hefur Ísland gerst aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og undirge ngist skyldur um innleiðingur tilskipan na sem gilda á sviði vátryggingarstarfsemi og jafnfram t skuldbundið sig til að ryðja úr vegi hindrunum á frjálsum fjármagnsflutningum og opn a fyrir þjónustufrelsi. Skoða þarf hv ort hindranir á erlendum fjárfestingum vátryggingaf élaga samræmast reglum um innri markaðinn og jafnframt hvaða svigrúm íslendingar hafa samkvæmt reglum til þess að h eimila erlendar fjárfestingar í ríkara mæli og eftir atv ikum með því að verja sig gegn gen gisáhættu með öðrum hætti. Að mörgu leyti má líkja ávöxtun á vát ryggingaskuld við ávöxtun á lífeyrissjó ðum því hér er um áunnin réttindi einstaklinga og fyr irtækja að ræða sem gæta þarf að rýrn i ekki í vörslu tryggingafélaga eða lífeyrissjóða. Ólíkt fjárfestingaheimildum lífeyrissjóð a má segja að þessar heimildir hafa ekk i að neinu leyti breyst hjá tryggingafélögum frá því þæ r voru fyrst settar. Á móti hafa aðil r p assað upp á að aðlaga fjárfestingaheimildir lífeyrissjóð a reglulega til samræmis við þær brey tingar sem átt hafa sér stað í fjárfestingaumhverfi u. Við teljum brýna þörf á endurskoðun í það minnsta til samræmis við þær heimildir sem lífeyri ssjó ir hafa. Hér fyrir neðan er tafla þar sem núverandi fjárfestingaheimildir trygg ingafélaga og lífeyrissjóða eru borin saman í stórum d ráttum: Tryggingafélög Lífeyrissjóðir 1. Verðbréf m/ábyrgð ríkisins, 100% 1. Sama 2. Innlánum í bönkum og sparisjóðum, 100% 2. Sama 3. Veði í líftryggingum 3. Á ekki við 4. Verðbr. m/ábyrgð sveitafélaga, max 50% 4 Sama

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.