Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 17 Áfrýjun Suu Kyi hafnað Hæstiréttur Mjanmar hafnaði á föstudag áfrýjun Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna, um að úrskurður um stofufangelsun hennar yrði ógiltur. Aung San Suu Kyi á eitt úrræði enn til áfrýjunar og það er fyrir sérstökum dóm- stól í Naypidaw, nýrri höfuðborg Mjanmar. Aung San Suu Kyi hefur verið í fangelsi, stofufangelsi eða ann- ars konar, mestan hluta síðustu tveggja áratuga síðan lýðræðis- flokkur hennar vann afburðasigur í kosningum árið 1990. Herforingja- stjórnin hefur aldrei viðurkennt þau úrslit, en hefur heitið að halda kosningar á þessu ári þótt engin dagsetning hafi verið tilkynnt hvað þær varðar. Suu Kyi mun ekki geta boðið sig fram þegar þar að kemur því hún var gift útlendingi. TigerText fyrir iPhone Ný viðbót fyrir iPhone-síma gerir sendanda smáskilaboða kleift að ákvarða endingu sendra skilaboða og að þeim tíma loknum þurrkast skilaboðin út í síma bæði sendanda og viðtakanda. Það er skemmtileg „tilviljun“ að viðbótin kallast Tiger- Text og segja gárungarnir að kylfing- urinn Tiger Woods hefði hugsanlega óskað þess að TigerText hefði verið til staðar þegar hann sendi hinum ýmsu hjákonum sínum safarík skila- boð. Í tilkynningu frá framleiðanda forritsins var nafn þess tilkomið áður en raunir Woods hófust, að hluta til vegna smáskilaboða. Sekt vegna sjálfs- vígstilraunar Dómstóll í Omsk í Síberíu hefur úrskurðað að rússneskur karl- maður verði að greiða yfir 100.000 rúbl ur, um 430.000 krónur, í lækniskostnað og skaðabætur til foreldra stúlku sem hann lenti á þegar hann reyndi að svipta sig lífi með því að stökkva út um glugga byggingar. Stúlkan, sjö ára, sem hann lenti á þurfti að vera á sjúkrahúsi í fleiri mánuði eftir atvikið. Maðurinn stökk út um glugga á níundu hæð eftir deilur við fyrr- verandi eiginkonu sína. Hann ætl- aði að svipta sig lífi, sem fyrr segir, en hafði greinilega ekki erindi sem erfiði. Eftir stendur að maðurinn er enn á lífi, og vonandi sáttur við það, en vissulega 430 þúsund krónum fátækari en hann hefði verið hefði lífsviljinn ekki gefið sig. Um tíu þúsund Ítalar mótmæltu í Róm um helgina því sem þeir kölluðu tilraunir af hálfu Silvios Berlusconi til að sniðganga lög og rétt. Réttað er yfir Berlusconi í tveimur málum en á þingi lands- ins eru reifuð ný lög sem myndu koma í veg fyrir að réttarhöldum yfir honum yrði fram haldið. Mót- mælendurnir sökuðu Berlusc- oni um að grafa undan réttarkerfi landsins. Silvio Berlusconi lítur málið eðlilega öðrum augum og hefur fullyrt að hann sé fórnarlamb of- sókna af hálfu réttarkerfisins sem hann bar nýlega saman við réttar- kerfi talibana. Á föstudaginn sagði Berlusconi stuðningsmönnum sínum að við lýði væri „markvisst takmark“ að steypa ríkisstjórn hans sem væri „í höndum talibanagengis“. Ummæli Berlusconis fóru fyr- ir brjóstið á Angelo Bonelli, leið- toga græningja, sem sagði þjóðina búa við „svelti“ með tilliti til rétt- arkerfisins. „Í dag er Berlusconi hinn raunverulegi talibani sem vill binda hendur dómaranna,“ sagði Bonelli. Landsamband ítalskra dómara fordæmdi ummæli Silvios Berlus- coni og sagði að um væri að ræða „óþolandi stigmögnun móðgana og árásargirni“. Forseti landsins, Giorgio Napolitanu, sá sér ekki annað fært en að biðja aðila að hemja sig. Réttarhöldin, sem hvíla líkt og skuggi yfir Silvio Berlusconi, varða annars vegar meintar mútur sem hann á að hafa borið á breska lög- fræðinginn David Mills svo sá síð- arnefndi bæri ljúgvitni í fyrri rétt- arhöldum, og hins vegar skattsvik sem tengjast viðskiptum Berlusc- onis áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálum. Ef þau tvö nýju lagafrumvörp sem eru til umræðu í þinginu ná fram að ganga yrði bundinn endi á fyrrnefnd réttarhöld gegn Silvio Berlusconi. Silvio Berlusconi er „hinn raunverulegi talibani“ segir leiðtogi græningja: Mótmæli gegn Berlusconi í Róm Ég á mér draum… Lítill vafi er á vilja þessa mótmælanda í Róm. MYND AFP HUNDRUÐ LÁTIN VEGNA JARÐSKJÁLFTA Bílar á hvolfi Í höfuðborginni Santiago voru bílflök og fallnir rafmagnsstaurar um allar götur. MYND AFP metra suðvestur af miðju skjálftans og hundruð manna þurftu að eyða nóttinni úti við í tjöldum eða bráða- birgðaskýlum. Borgin var meira eða minna án rafmagns og eyðilagðir bílar, falln- ir rafmagnsstaurar og glerbrot fylltu götur borgarinnar. Fimmtán hæða íbúðahús hrundi til grunna og talið er að fjöldi manns hafi misst lífið eða lokast inni í rústunum. Michelle Bachelet sagði að enn og aftur hefðu náttúruöflin „látið reyna á getu okkar til að glíma við erfiðleika og haft betur“. Hún sagði að ærin verkefni væru fram undan og allra leiða væri leitað til að koma á allri grunnþjónustu í landinu. Nú þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum í Chile. Manntjón víða Að minnsta kosti 85 manns létust í í grennd við Maule og vitað er um þrettán dauðsföll í höfuðborginni þar sem nokkrar byggingar hrundu, þeirra á meðal bílastæðahús. Einn- ig hafa borist fregnir af dauðsföllum í O’Higgins, Biobio, Araucania og Val- paraiso. Í bænum Chillan tókst yfir tvö hundruð föngum að flýja úr fangelsi en í gær hafði tekist að handsama um sextíu þeirra. Aðrir fangar fangelsisins voru fluttir til Concepcion. Sögufrægur miðbær í Talca, sem er aðeins um eitt hundrað kílómetra frá skjálftamiðjunni, hrundi að mestu leyti. Veikbyggðustu húsin, sem aðal- lega voru úr leir og stráum, hýstu flest- öll verslun af einhverju tagi og voru að mestu mannlaus þegar skjálftinn reið yfir, en að minnsta kosti fimm mans var bjargað úr rústum þeirra. Mörg hundruð sinnum öflugri skjálfti Jarðeðlisfræðingurinn Robert Willi- ams hjá Geological Survey í Banda- ríkjunum sagði að jarðskjálftinn sem reið yfir Chile hafi verið mörg hundr- uð sinnum öflugri en jarðskjálftinn sem reið yfir Haítí í janúar, þrátt fyrir að upptökin hafi verið dýpra í iðrum jarðar og manntjón engan veginn sambærilegt. Chile liggur á mótum Kyrrahafs- og Suður-Ameríkuflekanna og er því einstaklega berskjaldað gagnvart jarðskjálftum. Öflugasti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir sama svæði í Chile mældist 9,5 stig á Richterskala og átti sér stað 22. maí 1960. Sá skjálfti varð 1.655 manns að bana og tvær milljón- ir manna misstu heimili sitt. Jarðskjálftinn á laugardag var jafnöflugur og jarðskjálfti sem varð undan ströndum Ekvador árið 1906 og telst vera sjöundasti öflugi jarð- skjálftinn síðan skráning hófst. Við erum að und-irbúa okkur fyrir viðbótarverkefni, verk- efni sem var ekki inn í áætlunum ríkisstjórn- ar minnar: að ábyrgj- ast enduruppbyggingu lands okkar. Valdivia í Chile 1960 Öflugasti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir Chile var 9,5 stig á Richterskala. MYND WIKIMEDIA Hallandi hús Í Conc- epcion hrundi fimmtán hæða íbúðahús nánast til grunna. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.