Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 20
Bensínlaus krossaraleikur LEIKLESTUR Á AKUREYRI Leiklestur verður haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri næsta miðvikudag en það eru leikarar úr Leikfélagi Akureyrar sem lesa upp úr verkum eftir Böðvar Guðmundsson, Hallgrím Helgason, Ingibjörgu Hjartardótt- ur og Dario Fo og Fröncu Rame. lesturinn hefst klukkan 21. Á MÁNUDEGI 20 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FÓKUS RISASÝNING Í REYKJADAL Leikdeild Eflingar í Reykjadal frum- sýndi nýtt leikverk, Ólafíu, nú um helgina. Höfundur er heimamað- urinn Hörður Þór Benónýsson og leikstjóri er Arnór Benónýsson. Í sýningunni eru sautján frumsamin lög eftir Jaan Alavere sem jafnframt er tónlistarstjóri sýningarinnar. Alls koma tuttugu og þrír leikarar fram í sýningunni og þá sér fimm manna hljómsveit um tónlistarflutn- ing. Þessi fjölmenni leikarahópur er samsettur af nokkrum reyndum leikurum sem hafa verið burðarásar og kjölfesta leiklistarlífs í Reykjadal síðasta áratuginn, í bland við ungt og efnilegt fólk sem sumt hvert er komið með góða reynslu af því að stíga á svið. MAMMA GÓGÓ MEÐ ÞRJÚ TILBOÐ Kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar Mamma Gógó er í útrás en myndin hefur hlotið góðar undir- tektir hjá erlendum sölufyrirtækj- um jafnt í Evrópu og Bandaríkj- unum eftir kvikmyndahátíðina í Berlín sem haldin var nú á dög- unum. Nú þegar liggja fyrir til- boð frá þremur sölufyrirtækjum í Evrópu og einu í Bandaríkjun- um en fagaðilar þar í landi hafa gefið myndinni sérstakan gaum eftir velgengni heimildarmyndar Friðriks Þórs, Sólskinsdrengsins, í Bandaríkjunum.  Mamma Gógó hefur hlotið góða aðsókn og feiknagóða dóma á heimamarkaði en myndin verður bráðlega frumsýnd í kvik- myndahúsum í Noregi og Þýska- landi. Aðstandendur myndar- innar bíða nú eftir svörum frá kvikmyndahátíðinni í Cannes en vonast er til að þar verði myndin frumsýnd fyrir alþjóðlegan mark- að í vor. VINALJÓÐ Í SALNUM Söngkonan Hera Ólafsdóttir heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 3. mars næstkom- andi. Plata hennar, Vinaljóð, kom út fyrir síðustu jól og er samansafn af fjórtán sænskum vísum og þjóðlög- um sem þýdd hafa verið á íslensku. Með henni verða Daði Birgisson á píanó, Börkur Birgisson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, Scott McLemore á slagverk, Monika Abendroth á hörpu og Roland Hart- well stjórnar strengjasveit. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Nýjasta útspil THQ-tölvuleikjafram- leiðandans í MX vs. ATV-seríunni er leikurinn Reflex. Hér er spilurum og áhugamönnum um krossara og utanvegaakstur gefinn kostur á að skella sér á bak ótal farartækjum og reyna sig í einni líkamlega erfiðustu íþrótt veraldar. Þrátt fyrir að ökumaðurinn sem þú stjórnar virðist í toppformi og láti lætin ekki á sig fá þá reynir leikurinn ekki síst á spilarann sjálfan. Og þá helst þolinmæðina, gagnvart hinum fjölmörgu göllum og vanköntum sem á leiknum er að finna. En byrjum á því jákvæða. Stjórn- un hjólanna hefur verið tekin í gegn frá fyrri leikjum og er krefjandi og skemmtileg þegar spilarinn nær tök- um á grunnatriðum. Leikurinn býður upp á ótal keppnir, mót og skemmti- lega hannaðar brautir. Sérstaklega þykir raunverulegt hvernig brautin sjálf afmyndast eftir því sem kepp- endur aka um hana oftar. Undirrit- aður var spenntur fyrir þessum leik enda áhugamaður um góða kapp- akstursleiki. Verður að segjast að leik- urinn veldur miklum vonbrigðum. Fyrir það fyrsta er grafíkin eigin- lega skref aftur á bak miðað við að leikurinn sé spilaður á Playstation 3. Hljóðið er heldur ekki beinlínis til út- flutnings, og þá meina ég vélarhljóð- in. Ég er ekki frá því að ég hafi feng- ið raunverulegra og betra hljóð úr sláttuorfinu sem ég handlék í gamla daga í vinnuskólanum. Ófyrirgef- anlegt í leik sem þessum og spillir stemningunni. Heilt yfir myndi ég segja að leik- urinn ætti að geta enst spilurum ansi vel í ljósi þeirra fjölmörgu möguleika sem eru í boði. Fanatískir áhuga- menn um mótorkrossíþróttir og allan þann bransa ættu að geta fengið eitt- hvað fyrir sinn snúð. En ég fullyrði að það hljóti að vera til betri svona leik- ir þarna úti en þessi. Prófið demóið fyrst, sjáið síðan til hvort þessi sé fyrir ykkur. Sigurður Mikael Jónsson MX VS. ATV: REFLEX Tegund: Mótorkrossleikur Spilast á: PS3, Xbox 360 TÖLVULEIKIR Clarice Precious Jones lifir ömurlegu lífi, svo ömurlegu að orð fá því vart lýst. Hún er sextán ára gamall offitu- sjúklingur sem er nær ólæs, hún býr við ógeðslegar heimilisaðstæður þar sem hún er niðurlægð og barin auk þess að eiga eitt barn eftir nauðgun föður síns og annað á leiðinni eft- ir aðra nauðgun. Hana dreymir um betra líf og reynir með dagdraum- um sínum að flýja grimman og kald- an veruleikann sem bíður hennar í hvert skipti sem hún opnar augun. Í myndinni fylgjum við Precious í gegnum skammt tímabil í lífi henn- ar þar sem hún kemst inn í sérstakan skóla fyrir stelpur sem eru á röngum vegi í lífinu en þar eignast hún í raun sínar fyrstu vinkonur. Hún hittir fólk sem vill hjálpa henni í fyrsta skiptið eins og kennarann sinn, fröken Rain, og félagsmálafulltrúann, fröken Weiss, sem leikin er af Mariuh Carey og gerir hún það vel. Söguþráðurinn er ekkert ýkja flókinn, þetta er ein- faldlega hádramatík þar sem áhorf- andinn er þvingaður til þess að horfa upp á algjöran viðbjóð. Viðbjóð sem Precious þekkir ekki sem neitt annað en raunveruleikann. Precious er leikin af hinni ungu Gabourey Sidebe sem var mönuð í hlutverkið af vinum sínum þeg- ar illa gekk að finna leikkonu. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að hún standi sig stórkostlega. Þrátt fyrir að vera nauðgari og aumingi er faðir hennar þó ekki illmennið á heimilinu, ótrúlegt en satt. Illmenn- ið er móðir hennar, Mary, leikin af Mo’Nique. Mary er aumingi í orðsins fyllstu merkingu. Hún situr heima allan daginn, reykir sígó og horfir á spurn- ingaþætti á milli þess sem hún læt- ur Precious steikja handa sér mat og niðurlægir hana með barsmíðum og andlegu ofbeldi. Þegar féló kemur svo í heimsókn setur hún upp spari- hárkolluna og spariandlitið og lætur sem ekkert sé að. Sjálf varð Mo’Nique fyrir svipuðu ofbeldi í æsku og nýtir hún sér það í hlutverkið. Hún skil- ar því líka á stórfenglegan hátt eins og verðlaunin sem hún hefur hlotið sýna. Þeir sem horfa á myndina vilja ekkert annað en meiða móðurina eftir áhorfið, svo vel skilar hún sínu. Í rauninni er ekkert endaplott þannig séð í myndinni. Áhorfand- inn fær í henni innsýn inn í veruleika sem leikstjórinn, Lee Daniels, nær að stjórna vel. Hann treður ekki inn í myndina einhverri óþarfa dramatík heldur lætur leikarana sjá um að bera hana uppi sem tekst vel. Hún skilur á endanum lítið eftir sig nema eymd og atriði sem í raun ég hefði ekki vilj- að sjá. Það verður samt ekki hlaupið frá því að Precious er einstaklega vel leikin mynd á alla kanta, vel leikstýrt, einföld og gífurlega áhrifamikil. Tómas Þór Þórðarson ÖMURLEGT LÍF UNGRAR STÚLKU PRECIOUS Leikstjóri: Lee Daniels.  Aðalhlutverk: Gabourey „Gabby“ Sidibe, Paula Patton, Mo‘Nique,  Mariah Carey, Sherri Shepherd,  Lenny Kravitz. KVIKMYNDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.