Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR „Það hringdi í mig maður, hafði frétt af bíla- veseninu hjá mér, og hann dró bílinn minn inn í skúr hjá sér og ætlar að hjálpa mér með hann. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að svona fólk væri ekki lengur til,“ segur Þóra Arnórsdóttir, sjónvarpsmaður ársins, en bíllinn hennar bilaði skömmu fyrir Edduhá- tíðina þar sem Þóra fór heim með tvær stytt- ur. Merkilegt að vinna Boga Þóra sagði að stemningin á Eddunni hefði verið mjög góð, allir voru í sínu besta skapi og ljóst að kreppan og allur sá niðurskurð- ur sem boðaður hefur verið hefur þétt kvik- myndagerðarfólki saman. „Þetta var alveg ferlega skemmtilegt. Það er ekki hægt að segja annað þegar maður kemur heim með tvær styttur af þremur mögulegum. Ég átti ekkert sérstaklega von á því að vinna sjón- varpsmaður ársins ef ég á að segja alveg eins og er. Fólk hefur náttúrlega kannski ekki al- veg komist hjá því að sjá mig ekki því ég var í Kastljósinu, Útsvari og með þættina Hrunið. En þegar maður er að keppa í sama flokki og Bogi Ágústsson - mér finnst mjög merkilegt að vinna mann eins og hann og alla hina í rauninni,“ segir Þóra. Stytturnar sem gefnar eru sigurvegurun- um eru umdeildar, deilt er um fegurð þeirra. Þóra segist hins vegar stolt af styttunum og þær sem hún hafi unnið séu mikil stofu- prýði. „Ég set þessar við hliðina á þeim sem ég átti fyrir. Á maður ekki að hampa verð- launum sem maður fær. Það er samt nóg pláss á skenkum ennþá,“ segir Þóra og hlær. Vaktirnar og Bjarnfreðarson = Sex Eddur Fangavaktin og Bjarnfreðarson unnu flest- ar Eddur í ár eða sex Eddur hvort. Meðal annars fyrir bestu bíómyndina, besta leikna sjónvarpsefnið, besta leikara í karlhlutverki, Jón Gnarr, og besta meðleikara í karlhlut- verki, Björn Thors. Þóra vann sjónvarpsmann ársins og þátt- urinn hennar Útsvar vann besta skemmti- þátt ársins. Báðir þættirnir hans Egils Helga- sonar, Silfrið og Kiljan, unnu til verðlauna. Mamma Gógó vann þrjár Eddur, fyrir tónlist, leikmynd og Kristbjörg Kjeld fyrir aðalhlutverk myndarinnar. Algjör Sveppi og leitin að Villa vann besta barnaefnið, Draumalandið bestu heimild- armyndina og íslenska þjóðin vann heið- ursverðlaunin fyrir að styðja vel við íslenska framleiðslu. ENN NÓG PLÁSS Á SKENKNUM SIGURVEGARAR Heiðursverðlaun 2010: Íslenska þjóðin Kvikmynd ársins: Bjarnfreðarson Leikið sjónvarpsefni ársins: Fangavaktin Stuttmynd ársins: Njálsgata Barnaefni ársins: Algjör Sveppi og leitin að Villa Skemmtiþáttur ársins: Útsvar Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Silfur Egils Menningar- eða lífstílsþáttur ársins: Kiljan Sjónvarpsmaður ársins: Þóra Arnórsdóttir Heimildarmynd ársins: Draumalandið Leikkona ársins í aðalhlutverki: Kristbjörg Kjeld (Mamma Gógó) Leikari ársins í aðalhlutverki: Jón Gnarr (Bjarnfreðarson og Fangavaktin) Meðleikkona ársins: Guðrún Gísladóttir (Desember) Meðleikari ársins: Björn Thors (Fangavaktin) Handrit ársins: Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason (Bjarnfreð- arson) Kvikmyndataka ársins: Bergsteinn Björgúlfsson (Bjarnfreðarson) Tónlist ársins: Hilmar Örn Hilmarsson (Mamma Gógó) Leikmynd ársins: Árni Páll Jóhannsson (Mamma Gógó) Búningar ársins: Helga Rós V. Hannam (Bjarnfreðarson og Fangavaktin) Gervi ársins: Ragna Fossberg (Áramóta- skaupið 2009) Hljóð ársins: Gunnar Árnason (Hamarinn) Klipping ársins: Sverrir Kristjánsson og Guðni Halldórsson (Fangavaktin) Leikstjóri ársins: Ragnar Bragason (Bjarn- freðarson og Fangavaktin) Tvær styttur Þóra fékk þessa styttu fyrir Útsvar. Flottur Baltasar sló í gegn sem kynnir. MYNDIR EGGERT Tómhentur heim Karl Berndsen fékk engin verðlaun. Allt að gerast Það var mikið stuð á sviðinu þegar Egill Helga- son fékk Edduna fyrir Silfur Egils. Flott par Ragnhildur Magn- úsdóttir Djúpu laugar-drottn- ing ásamt Mikael Torfasyni. Í sparigallanum Vera og Þorsteinn Blær voru sæt saman. Grín og glens Pétur Jóhann mætti með kærustuna sína, Sigrúnu Halldórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.