Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 18
BÆJARSTJÓRA SLÁTRAÐ n Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, fékk slæma útreið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins og varð ekki á meðal þeirra efstu. Gísli var þingmaður Samfylkingar en gekk af trúnni á sínum tíma og gerðist sjálfstæð- ismaður. Var því þá spáð að það væri einungis tímaspursmál hvenær liðhlaupinn yrði sleginn af. Víst er talið að for- ysta Sjálfstæðisflokksins á Skagan- um hafi plottað hann út. Nú er Gísli landlaus í pólitík. STYRKUR AGNESAR n Agnes Bragadóttir, blaðamaður Moggans, var hin grimmasta í pistli um helgina þegar hún upplýsti að útgefandi sinn, Þór Sigfússon, forstjóri Sjó- vár, hefði log- ið að blaðinu um bótasjóð tryggingafé- lagsins. Sveinn Andri Sveins- son hæstarétt- arlögmaður greip boltann á lofti og skoraði á Agnesi í Pressupistli að upplýsa um þá styrki sem hún sjálf hefði þegið frá auðmönnum. Nefndi hann ferðastyrki og styrki til dvalar á heilsuhæli. Þar vísar hann vænt- anlega til styrks á vegum Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og FL-Group til Agnesar. HÚMORISTI Í VG n Björn Valur Gíslason, þingmaður vinstri-grænna og fyrrverandi skip- stjóri, er einn mesti bardaga- maður Alþing- is. Og húmor- inn er gjarnan skammt undan. Forsíðufrétt Moggans um helgina snerist um „djúpstæð- an klofning“ innan VG. Var þar full- yrt að Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson töluðust ekki lengur við. Björn Valur setti inn bloggfærslu, væntanlega af þessu tilefni, sem er ein sú stysta sem sést hefur. „Það má alltaf treysta Mogg- anum“ var fyrirsögnin. Enginn texti var fyrir neðan. BALTASAR Í STUÐI n Leikstjórinn Baltasar Kormákur var í feiknastuði sem kynnir á Edd- unni. Þar hraunaði hann yfir stjórn- völd og útvarpsstjóra vegna þess sveltis sem allur kvikmyndageirinn stendur and- spænis vegna niðurskurðar. Nefndi hann þó þann kjark sem Katrín Jakobs- dóttir mennta- málaráðherra sýndi með því að mæta á há- tíðina. Baltasar stóðst ekki mátið að senda Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur blaðamanni pillu en hún hafði í pistli fagnað því að Ríkisútvarpið væri hætt að senda út frá glyssam- komunni. Vildi Baltasar að Kolbrún fengi þá styttu sem var afgangs. Hefurðu ekki séð stríðs-fyrirsagnirnar? Hefurðu ekki séð árásirnar og hefurðu ekki séð gaura- ganginn?“ spurði Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, Evu Bergþóru Guðbergsdóttur fréttamann 24. apríl 2004 eftir að stjórnarþing- menn höfðu samþykkt lagafrum- varp um eignarhald á fjölmiðlum. Eva Bergþóra svaraði forsæt-isráðherra neitandi og tók hann þá fram að hún þyrfti að fá sér gleraugu. Davíð sagði í sama viðtali að blaðamenn á fjölmiðlum í eigu Norðurljósa, nú 365, hefðu ekkert frelsi. Spurður um dæmi þess að eigendur misnotuðu fjölmiðla sína svaraði Davíð: „Öll blöðin í dag, öll.“ Á Davíðstímanum þótti sjálfstæðismönnum fátt ógeðfelldara en fjölmiðlar í eigu Baugs. Ástæðan var að þeim fannst fjölmiðlarnir fjalla á jákvæðan hátt um Jón Ásgeir Jó- hannesson, en á neikvæðan hátt um sjálfstæðismenn. Davíð Oddsson er nú rit-stjóri Morgunblaðsins. Í blaðinu er lítið fjallað um einn ríkasta Íslend- inginn, Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu og milljarðamæring í Vestmannaeyjum. Eina dæm- ið á undanförnum mánuðum er frétt sem snerist um að Guðbjörg væri saklaus af því að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar þegar hún seldi milljarðahlut í Glitni dagana fyrir hrun. Guðbjörg er aðaleigandi Morgunblaðsins. Svarthöfði setur núorðið alltaf upp gleraugun þegar hann les Morgunblaðið. Þar kennir ýmissa grasa. Nánast undantekningalaust er umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn jákvæð, en neikvæð um ríkisstjórnarflokkana. Umfjöllun um eigendur blaðsins er aldrei neikvæð. Umfjöllun um hagsmunamál eigenda blaðsins er alltaf hliðholl hagsmunum eigend- anna. Morgunblaðið er neikvætt gagnvart Evrópusambandinu og afnámi kvótakerfisins og neikvætt gagnvart ríkisstjórninni. Leiðari Morgunblaðsins á föstudag fjallaði um efna-hagsskýrslu ASÍ og nauðsyn þess að stofna til stóriðju- framkvæmda. Hann endaði á orð- unum: „Mikið hefur vantað upp á skilning á þessu samhengi, ekki síst hjá hinni svokölluðu velferðarstjórn sem nú situr verklítil við völd.“ Pistill í viðskiptahluta Mogg-ans á fimmtudag sem byrjaði á umfjöllun um efnahagserfiðleika Grikkja endaði síðan í árás á íslensku ríkis- stjórnina: „Því miður bendir ekk- ert til þess að stjórnmálaleiðtogar landsins hafi framsýni og dug til að átta sig á þessari staðreynd.“ Agnes Bragadóttir blaða-maður hefur árum saman verið yfirlýstur pólitískur stuðningsmaður Dav- íðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri hennar. Hún skrifar nú frétta- röð um ríkisstjórnina. „Samfylk- ingin tuktar þingmenn vinstri grænna til“ var forsíðufyrirsögn- in á fimmtudag. „Fullreynt að ná samkomulagi við Breta og Hollend- inga“ var forsíðugrein Agnesar á föstudag. Fyrirsögnin var höfð eftir nafnlausum viðmælanda Agnes- ar, sem sagði efnislega það sama og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sagt undanfarna daga. Ekki er vitað hvort fyrirsögnin var höfð eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni eða Bjarna Benediktssyni. Það er bara vitað að nafnlausa skoðunin var gerð að aðalfyrirsögn á forsíðu. Og Davíð ræður forsíðunni. Kannski er miklu heil-brigðara að Morgunblaðið sé misnotað í pólitískum tilgangi en að Fréttablað- ið og Stöð 2 séu notuð til að hygla matvörubúðum. Í það minnsta hef- ur Davíð ekkert verið að gagnrýna Morgunblaðið og sjálfstæðismenn- irnir halda bara áfram að vara við misnotkun Jóns Ásgeirs. Hverjum þykir sinn mis-notari fagur. MOGGINN MISNOTAÐUR „Það er alltaf pressa á kallinum,“ segir Sigurjón Kjartansson handritshöf- undur. Vinna er nú hafin við aðra syrpuna af spennuþáttun- um Pressa sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Þættirnir fjalla um blaðamenn á Póstinum og raunir þeirra en þættirnir voru mjög vinsælir og fengu góða dóma. SIGURJÓN, ER PRESSA Á ÞÉR? „Þetta er auðvitað draum- ur í dós fyrir þá sem eiga jeppa á gjaldeyrislánun- um. Núna geta þeir sett í framdrifið loksins.“ n Siggi stormur um snjó- komuna á fimmtudag. - DV.is „...því minn fjárhagur er ekki nógu spennandi.“ n Upplýsingar um fjárhag Hönnu Maríu Hjálmtýsdóttur voru á disk sem SPRON seldi fyrir mistök. Hún var hissa en hafði ekki áhyggjur af að einhver hefði komist í feitt. - DV „Ólafur, komdu upp í“ n Dorrit Moussaieff lék á als oddi þegar forsetahjónin heimsóttu Norðlingaskóla. - DV „Frumsýning fyrir mér er ekkert sérstaklega ánægjulegt fyrirbæri.“ n Stefán Jónsson frumsýndi Hænuungana um helgina. - DV „Ég er enginn glæpon.“ n Jóhannes Jónsson í Bónus sagði gagnrýni á sig oft ósanngjarna. - DV „Út af því að það voru einhverjir að eyða pen- ingum sem voru ekki til.“ n Fermingarbarnið Arna Steinunn Jónasdóttir hafði orsakir kreppunnar alveg á hreinu. - DV Gull og grjót Það er ríkisstjórninni til skammar og lýsandi dæmi um forheimsku að skera þannig niður framlög til kvikmyndagerðar að greinin lendi við hungurmörk. Gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis er stór hluti af menn- ingararfi þjóðarinnar og samtímasögu. Viðurkennt er að hver króna sem ríkið leggur til greinarinnar skilar sér margfalt til baka. Það er gæfuleysi núverandi rík- isstjórnar að geta ekki greint á milli þess sem engu skilar í þjóðarbúið og þess sem skapar allri þjóðinni arð. Önnur verðmæti liggja í menningunni sem greinin skilur eftir fyrir komandi kynslóðir. Ísland býr við þá gæfu að eiga fjöldann allan af hæfu fólki til að gera kvikmyndir. Þessi hópur hefur orðið til vegna þeirrar grósku sem hefur átt sér stað í greininni. Með niður- skurðinum glatast reynsla og þekking sem hefur verið byggð upp með úthaldi og elju mörg undanfarin ár. Þjóðin mun þurfa að horfa upp á atgervisflótta vegna þessa og reynsla glutrast niður og hverf- ur. Aðförin að kvikmyndagerðarfólki er til dæmis um sauðshátt þeirra sem eiga að stýra þjóðinni út úr kreppunni. Ráða- menn eru tilbúnir til þess að verja þús- undir óþarfra starfa í opinbera geiranum á meðan einkafyrirtæki og heimili ramba á barmi gjaldþrots. Þeir þekkja ekki mun á arðsemi og sóun. Þetta kristallast í nær öllu sem er að gerast þessa dagana. Lítil áhersla er á það að örva hagvöxt með því að ýta undir framleiðslu. Ef rökrétt hugs- un væri til staðar í kerfinu myndu menn skilja að framleiðsla kvikmynda er ekki aðeins atvinnuskapandi heldur líka arð- bær. Það er táknrænt í þessu samhengi að Ríkisútvarpið skyldi hafa hent út verð- launahátíð kvikmyndagerðarfólks, Edd- unni. Einkafyrirtæki tók hátíðina upp á sína arma. Framganga ríkisstjórnarinn- ar í þessu máli er klár vísbending um að kreppan verður mun langvinnari en hún annars þurfti að verða. Ástæðan er sú að stjórnvöld þekkja ekki góðmálma. Þau henda gullinu en hirða grjótið. xxx 18 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þeir þekkja ekki mun á arðsemi og sóun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.