Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR Þór Óliver Gunnlaugsson, fangi á Kvíabryggju, hyggst kæra fang- elsismálastjóra, Pál Winkel, fyrir mannréttindabrot og einelti í sinn garð. Honum finnst á sér brot- ið þar sem Fangelsismálastofnun neitar honum um vinnuaðlögun á lokatímabili 16 ára fangelsisdóms. Þór Óliver hefur meira eða minna setið inni í fangelsi frá því í febrúar 1996 og eru því fjórtán ár síðan hann fyrst afplánaði á Litla- Hrauni. Hann var fyrst dæmd- ur fyrir stórfelld fjársvik og hlaut þá þriggja ára fangelsisdóm. Þeg- ar hann hafði afplánað þann dóm leið ekki á löngu þar til hann varð manni að bana. Fyrir morðið var hann dæmdur í sextán ára fang- elsi, í febrúar árið 2000, en lög- um samkvæmt á Þór Óliver rétt á reynslulausn þegar hann hefur af- plánað 2/3 refsitímans. Það þýðir að hann lýkur afplánun 10. októ- ber á næsta ári. Mikill kvíði Í dag hefur Þór Óliver setið sam- fellt inni í tíu ár en hann hefur verið færður af Litla-Hrauni yfir á Kvíabryggju. Þar verður hann fram á haustið þegar hann fer yfir á Vernd síðasta árið. Aðspurður segist hann kvíða því gífurlega að ljúka afplánun og koma út í sam- félagið á nýjan leik. „Tilhugsunin um að losna er hræðileg. Þó svo að ég aðlagist alltaf smátt og smátt, eftir því sem ég fer oftar í dags- leyfi, þá er þetta rosalega erfitt fyr- ir mig. Það er svo erfitt að standa allt í einu úti, til dæmis að fara í Kringluna, og það fer stundum allt í panikk í hausnum á manni eft- ir svona langan tíma. Ég kvíði því og óttast alveg rosalega að ljúka af- plánun,“ segir Þór Óliver. „Ég er núna hræddur við að fá ekki þá endurhæfingu sem nauð- synleg er og því verði þetta enn þá erfiðara fyrir mig þegar ég losna. Ég vil ekki fara inn aftur og ætla ekki að snúa til baka í þetta rugl sem ég var í áður.“ Iðrun í verki Þór Óliver segist vera búinn að snúa við blaðinu og vonast til þess að sam- félagið taki vel á móti sér. Aðspurð- ur segist hann þó ekki óttast viðhorf almennings. „Mér finnst fólk oftast vera jákvætt í minn garð en reglulega kemur það þó fyrir að fólk haldi sig í hæfilegri fjarlægð þegar það veit að ég er fangi og fyrir hvað ég afplána dóm. Tíminn breytir manni. Ég hef öðlast ný gildi og þroskast. Ég er sjálf- ur kominn á fullt í AA-störfin. Ég hef farið út úr þessari eyði sem ég var í og ég hef nýtt tímann til að gera upp við sjálfan mig,“ segir Þór Óliver. „Það var þó ekki fyrr en löngu síð- ar sem ég byrjaði virkilega að taka á mínum málum og vinna mig út úr þessu. Ég þurfti að finna sjálfan mig aftur og fyrirgefa sjálfum mér. Það var stórt skref að yfirstíga. Ég er bú- inn að snúa við blaðinu. Eina sem ég get gert er að vona að samfélagið taki á móti mér. Það að koma út sem betri maður er mín leið til að sýna að ég sjái eftir þessu. Það er engin önnur leið en sú að sýna iðrun í verki.“ Réttur brotinn Fangelsismálastjóri er ekki efstur á vinsældalista Þór Ólivers þessa dagana eftir að honum var synjað um vinnuaðlögun. Hann ætlar að kæra Pál til dómsmálaráðuneyt- isins fyrir brot á mannréttindum. „Nú er ég að fara að ljúka afplánun minni og lögum samkvæmt hefði ég átt að byrja í vinnuaðlögun í október síðastliðnum. Ég er búinn að vera agabrotalaus í þá sex mán- uði sem til er ætlast og uppfylli því þau skilyrði sem til þarf varð- andi vinnuaðlögunina. Hins vegar hafa þeir dregið það að svara mér í marga mánuði og svarið fékk ég loksins í síðustu viku. Þar var mér neitað um að fá að vinna þar sem það er ekki talið heppilegt sé litið til hegðunar minnar í afplánun,“ segir Þór Óliver. „Það virðast gilda einhverj- ar aðrar reglur um mig en aðra fanga. Það eru hreinlega allir aðr- ir í kringum mig sem hafa fengið þessa vinnuaðlögun. Ég hef, líkt og aðrir sem afplána langa dóma, lent í agaviðurlögum í gegnum tíðina, en varðandi vinnuaðlögunina þarf maður að vera agabrotalaus í sex mánuði. Það hef ég verið en samt er mér hafnað.“ Eilíf barátta Þór Óliver er ekki hrifinn af fram- komu fangelsisyfirvalda þar sem hann þurfi nú á hjálp að halda til að búa sig undir að ljúka afplánun. Hann telur að synjun um vinnuað- lögun sé af persónulegum ástæð- um. „Ég þarf alltaf að standa í sömu baráttunni fyrir rétti mínum. Mér finnst að verið sé brjóta á mín- um mannréttindum og jafnræðis- reglunnar ekki gætt. Með því að neita mér um vinnu er Fangelsis- málastofnun ekki að sinna skyldu sinni því ég hef dvalið hjá þeim svo lengi að stofnunin ætti fyrir löngu að vera byrjuð á endurhæfingu minni. Því síðar sem það gerist TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is HRÆDDUR VIÐ FRELSIÐ Þór Óliver Gunnlaugsson, oft kallaður Vatnsberinn, lýkur afplánun 16 ára fangelsisdóms á næsta ári. Þór var dæmdur fyrir morð og segir það hafa tekið langan tíma að vinna úr sínum málum eftir það sem hann kallar algjört rugl. Hann hefur nú fyrirgefið sjálfum sér og vonast til þess að samfélagið taki honum opnum örmum þegar hann losnar út. Fangelsismálastjóri Páll gæti átt von á kæru fyrir að synja Þór Óliver um vinnuaðlögun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.