Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 19
HVAÐ MÁ BETUR FARA VIÐ VEITINGU LISTAMANNALAUNA? „Varðandi laun til leiklistarfólks finnst mér að veita mætti þeim laun til lengri tíma og ekki aðeins fyrir tiltekin verkefni eins og nú er gert. Þetta er til dæmis gert í tilfelli rithöfunda sem geta fengið laun í tvö ár.“ ARNDÍS HRÖNN EGILSDÓTTIR , 40 ÁRA LEIKKONA. FÉKK 2 MÁNAÐA STARFSLAUN Í ÁR. „Þetta er dagur hinna opnu sára. Stundum fær maður gullskjöld og stundum ekki neitt. Ég finn alltaf til með þeim sem fá ekkert og á hverju ári er alltaf einhver nákominn mér sem er einn af þeim. Ég er hins vegar hamingjusöm að hafa loksins fengið tveggja ára laun.“ ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSD., 55 ÁRA RITHÖFUNDUR. RITHÖFUNDALAUN Í 2 ÁR. „Ferlið þarf að vera faglegra og veita þarf peningunum til fleira fólks. Þetta er mikið til sama fólkið sem fær listamannalaun ár eftir ár og mér finnst stundum að þetta einkennist af klíkuskap. Eins finnst mér að launasjóður rithöfunda mætti hafa breiðari skírskotun: Að höfundar ólíkra bókmenntaforma fái rithöfundalaunin.“ KRISTLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, 35 ÁRA RITHÖFUNDUR. SYNJAÐ 19 SINNUM „Það þarf að vera meira gagnsæi og veita þarf umsækjendum skýringar á því af hverju þeir fá ekki listamannalaun.Eins þarf að taka tillit til sérstöðu listgreina og styðja frekar við þá listamenn sem stunda listgreinar sem fáir stunda: Þeir eiga að hafa forgang.“ ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR, 29 ÁRA LEIKSKÁLD OG RITHÖFUNDUR. SYNJAÐ BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON, markvörður Hauka í handbolta, fór hamförum í bikarúrslitaleik Hauka og Vals. Hann hreinlega lokaði búrinu á köflum og var maður leiksins. Fyrir utan handboltann hefur Birkir mikinn áhuga á vinnunni, hann var lítið búinn að kortleggja Valsmenn - vildi frekar njóta leiksins og stundarinnar. EYJAMAÐUR Í HÚÐ OG HÁR „Í fyrsta lagi á að hækka listamannalaunin og hafa þau í samræmi við laun þingmanna eða jafnvel hæstaréttardóm- ara því starf listamannsins er til lengri tíma litið mikilvægasta starfið. Í öðru lagi tel ég að það væri til bóta að fækka þeim sem fá listamannalaun þannig að hver og einn fái hærri upphæð.“ HANNES LÁRUSSON, 55 ÁRA LISTAMAÐ- UR. FÉKK LISTAMANNALAUN Í SEX MÁNUÐI. Í menningarbyltingunni í Kína lokaðist landið endanlega inn í greipar Maós. Þjóðfélagið var end- urræst. Maó taldi að andi bylting- arinnar hefði dofnað og samfélag- ið væri á rangri akrein miðað við fræðin.  Hann notaði reyndar líka tækifærið og hreinsaði duglega til í röðum andstæðinga sinna með tilheyrandi morðæði og mann- fjandsemi.  Heimildir um þennan hroðalega tíma eru ekkert sérlega margar.  Fáar ljósmyndir og enn færri kvikmyndabrot.  Akrarnir drápust Það er þó til eftirminnilegt kvik- myndabrot þar sem opinber- ir embættismenn heimsóttu fyrirmyndarsamyrkjubú sem framleiddi hrísgrjón. Formaður hrísgrjónabúsins var festur á filmu þar sem hann átti í samræðum við landbúnaðarfræðinga Maós.  Hann var spurður hvort hann gæti ekki aukið framleiðsluna um 50%. Bóndinn varð vandræðalegur en játti því enda vissi hann að neit- un á þessari fáheyrðu kröfu myndi ugglaust drepa alla framleiðsluna. Þannig er nefnilega með vexti að viss fjöldi hrísgrjónaplantna getur bara þrifist á hverjum fermetra. Ef plönturnar eru fleiri, drepst ak- urinn.  Landbúnaðarfræðing- ar Maós voru ánægðir með svar- ið. Einn spurði þá hvort ekki væri mögulegt að auka framleiðsluna enn frekar, upp í 80 – 90 prósent?  Bóndinn sem var allt í senn, afar ruglaður af þessum loforðum sín- um og þeirri hótun sem óbeint lá í spurningunni og þar að auki hel tekinn af ljóma byltingarinnar, byrjaði að hristast allur og skekjast og æpti í tryllingi að hann ætlaði að auka framleiðsl- una um 200 prósent!  Við þetta svar fóru rauð flögg á loft og land- búnaðarfræðingarnir fengu tár í augun yfir fórnfýsi bóndans.  Þak- ið ætlaði að rifna í lófaklappi.  Skálað var í áfengi og svo héldu fræðingarnir á braut og á næsta hrísgrjónabú. Alltof mörgum hrís- grjónaplöntum var sáð og akrarnir steindrápust. Einnig tugir miljóna Kínverja misserin sem eftir fylgdu.  – Úr hungri. Að svart sé hvítt Það sem er athyglisvert við þessa sögu er ginnungagapið sem er milli raunveruleikans og hinna furðulegu krafna um æskilegan veruleika.  Þetta gap er stundum kallað skrum eða lýðskrum. Lýð- skrum er stórhættulegt í hverju samfélagi. Það er nefnilega tilraun til þess að breyta veruleikanum. Breyta lögmálunum. Í dæminu hér að ofan með hrísgrjónaplönturn- ar var reynt að breyta lögmálum sem höfðu verið kunn í mörg þús- und ár.  Að hrísgrjónaplöntur geta ekki þrifist ef þær eru of margar á hverjum fermetra.  Þessi breyt- ingarárátta lýðskrumsins virkar oftar á hið mannlega í okkur.  Það er verið að reyna að breyta okkur sem manneskjum. Okkur er kennt að svart sé hvítt, að heitt sé kalt og að hið illa sé hið góða. Skrum- ið verkar nefnilega á tilfinningar okkar. Okkar innsta kjarna. Ræðst á litla heila og undirstúku og hefur þaðan áhrif á heilabörkinn og hina flóknu hugsun. Skrumið er hættu- legt.  Flatir og leiðinlegir  Í íslensku samhengi er skrum oft notað.  Margir muna til dæmis eft- ir því þegar sjúkraliðar vildu fá 10% launahækkun, fóru stjórnmála- menn fram með offorsi og sögð að það yrði „kollsteypa“ ef geng- ið yrði að kröfum sjúkraliða. Ann- að dæmi og sorglegra var þegar stuðningur Íslands við innrásina í Írak var studd þeim rökum að „annars myndu svo margir deyja“.  Öllu var snúið á haus.  Skrum er algengast þegar það fer hljóðlega.  Þegar því er laumað inn í vitund okkar. Skrum hagar sér eins og vír- us hvað þetta varðar.  Stjórnmála- maður einn sagði fyrir nokkrum árum, uppfullur af réttlætisanda, að það þyrfti að „afnema skatt- svik”.  Enginn fattaði að í orðum stjórnmálamannsins var fólgin árás á mannlegt eðli og mannleg- an breyskleika.  Því miður er það svo að góð- ir stjórnmálamenn virka flatir og leiðinlegir við hliðina á skrum- urunum, enda má segja að veru- leikinn sé óttalega grár miðað við ljóma þess sem gæti verið.  Hinar háleitu hugsanir, hin háleitu mark- mið og Arkadía sjálf, eiga miklu frekar skylt við skáldskap.  Góð stjórnlist felst sennilega í því að feta einstigið milli þess raun- verulega og þess skáldaða. Svona stjórnmálamenn eru sannarlega til á Íslandi, en þeir fá ekki þann hljómgrunn sem þeir ættu með sanni að fá. Hljómbotn skrumsins liggur dýpra og er þéttari. Skrumið fer ekkert Viðnám gegn skrumi er fyrst og fremst aukinn skilningur á orð- ræðu.  Við þurfum að vera vak- andi fyrir orðunum sem stjórn- málamenn láta frá sér. Við þurfum líka að þekkja söguna og læra af henni.  Reyna ekki að hrífast með heldur hugsa lengra. Núna, þeg- ar ástandið er hvað viðkvæmast, skapast kjöraðstæður fyrir skrum- ara af öllum sortum. Það er til- tölulega auðvelt að greina skrum.  Skrumið hefur sameiginleg ein- kenni hvort sem það fjallar um hrísgrjón eða stríðsréttlæting- ar.  Það höfðar beint til tilfinninga okkar og er alltaf með einfaldar lausnir á flóknum fyrirbærum. Fé- lagsskapurinn Nýtt Ísland vill til dæmis fást við fíkniefnavandann með því að byggja rammgerð- ari fangelsi. Alveg er horft fram- hjá neytendum fíkniefna, sjálfri ástæðunni fyrir fíkniefnavandan- um. Skrumið fer ekkert, það er ekk- ert hægt að beita lausnum skrums- ins á skrumið sjálft. Það eina sem hægt er að gera er að staldra að- eins við og hugsa.  – Hugsa í smá- stund.    Skrum UMRÆÐA 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 19 Flottar fyrirmyndir. Framstúlkur fagna bikarmeistaratitlinum í handknattleik, eftir frækinn sigur á taplausu liði Vals. Ung stúlka fylgist með af aðdáun. 1 BUBBI HÉLT HANN VÆRI FALLINN Bubbi Morthens hélt að hann hefði verið drukkinn þegar hann las grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblað- inu. 2 AGNES: „ALDREI ÞEGIÐ BOÐS-FERÐ TIL ÚTLANDA“ Sveinn Andri Sveinsson segir að Agnes Bragadóttir hafi þegið ýmsar ferðir og gjafir af auðjöfrum. Hún þvertekur fyrir það. 3 RANNSÓKNARLÖGGA Í FANGELSI: VARÐ ÁSTFANGIN AF ALRÆMDUM GLÆPAMANNI Rússnesk rannsóknarlögreglukona sleppti fanga úr haldi sem hún varð ástfangin af. Nú er hún í fangelsi. 4 ÓMAR RÆÐST GEGN ÓFÖTLUÐUM Ómar Ragnarsson bloggaði um furðuleg uppátæki ökumanna sem lögðu í bílastæði merkt fötluðum. 5 SHAWCROSS: HUGUR MINN ER HJÁ RAMSEY Ryan Shawcross hjá Stoke City segist ekki hafa ætlað að meiða Arsenal- manninn Aaron Ramsey. 6 PÁLL RÓSINKRANZ: BÚINN MEÐ BJÓRINN Söngvarinn Páll Rósinkranz lagði bjórinn á hilluna og skellti sér í detox. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Nafnið er Birkir Ívar Guðmundsson.“ Hvaðan ertu? „Ég er Eyjamaður í húð og hár.“ Hvað drífur þig áfram? „Að reyna ávallt að gera aðeins betur en síðast.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ég og Guðjón Emil frændi að safna í brennu heima í Vestmannaeyjum.“ Hver er þín fyrirmynd? „Í handboltan- um er mín fyrsta fyrirmynd Sigmar Þröstur Óskarsson, ég lærði margt af honum varðandi undirbúning fyrir leiki og viðhorf til æfinga og lífsins. Annars á maður auðvitað margar fyrirmyndir og þar eru foreldrarnir auðvitað fremstir.“ Hver eru þín áhugamál? „Fyrir utan auðvitað handboltann, sem gefur auga- leið, eru það íþróttir almennt og síðan er ég svo heppinn að starfa á frábærum vinnustað, Byr Sparisjóði, og hef ég mikinn áhuga á vinnunni.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Hef fyrst og fremst verið að lesa vinnutengdar skýrslur og ritgerðir. Síðasta bók sem ég las var nýja bókin hans Dans Brown, The Lost Symbol.“ Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? „Það er án efa The Shawshank Redemption, alger snilldar- ræma.“ Varstu búinn að kortleggja Vals- menn? „Hann Hebbi var búinn að klippa saman skot Valsmanna úr undanförnum leikjum, sem ég skoðaði lítillega. Annars var ég ekkert mikið að spá í Valsmenn heldur frekar að reyna að njóta leiksins og mómentsins.“ Var mikið stuð um kvöldið? „Já, það var auðvitað fagnað langt fraeftir nóttu eins og Haukafólki sæmir.“ Hvað er fram undan? „Fram undan er leikur við Val í vikunni þannig að núna er bara að reyna að koma sér niður úr skýjunum til að geta farið að einbeita sér að þeim leik.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI skrifar „Enginn fattaði að í orðum stjórn- málamannsins var fólgin árás á mannlegt eðli.“ TEITUR ATLASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.