Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 25
HETJAN Portsmouth-liðið Það hefur ekki verið auðvelt að undir- búa sig fyrir leikinn gegn Burnley en vandamál utan vallar voru lögð til hliðar og Portsmouth vann góðan sigur. SKÚRKURINN Ryan Shawcross - Stoke Tækling hans á hinn unga Aaron Ramsey var ógeðsleg og óþörf. Tár hans táknuðu ekkert. MÓMENTIÐ Handabandið sem aldrei varð Allir biðu eftir hvað myndi gerast hjá John Terry og Wayne Bridge í upphafi leiks. Bridge neitaði að taka í hönd Terrys - skiljanlega. MARKIÐ Luka Modric - Tottenham Setti boltan einhvern veginn yfir Tim Howard. MARKVARSLAN Shay Given - Manchester City Varði oft glæsilega gegn Chelsea og var í banastuði. KLÚÐRIÐ Landon Donovan - Everton Klikkaði á ögurstundu fyrir opnu marki. „Formið á mér er alveg svaðalega gott núna. Ég held að ég sé í mínu besta formi núna. Þannig að það er jákvætt og ekki veitir af held ég,“ segir ofurkroppurinn Magnús Bess Júlíusson en hann er á leið- inni á Arnold Classic að keppa í vaxtarrækt fyrir áhugamenn. Magnús er skráður í Super-Heavy- weight-flokkinn en það er +100 kílógramma flokkur. Hingað til hefur hann keppt í undir 100 kíló- gramma flokki. „Þetta eru engir aumingj- ar sem ég keppi á móti. Ég renni samt pínu blint í sjóinn - maður gerir það alltaf á svona mótum. Ég hef aldrei keppt á svona stóru móti þannig að það er mikil til- hlökkun,“ segir Magnús en Arnold Classic-mótið er risastórt í snið- um og keppt í fjölmörgum grein- um. „Þetta er alltaf að stækka. Það er keppt í öllum fjandanum þarna - þetta eru eiginlega bara litlir Ól- ympíuleikar.“ Arnold Classic-mótið heitir eft- ir sjálfum Arnold Schwarzenegg- er, sem mætir á svæðið og sprellar með keppendum. „Katrín, kærast- an mín, fer líka til að keppa í fitn- ess og hún er líka í svakalegu formi þannig að það er mikil tilhlökkun í hópnum,“ segir Magnús en auk þeirra fara Sigurður Gestsson, lík- amsræktarfrömuður á Akureyri og kærasta hans Kristín á mótið. Magnús mun keppa sem áhugamaður á mótinu en ef hann hrósar sigri fær hann atvinnu- mannapassa. „Þá opnast margar dyr og möguleikar um eiginlega allan andskotann.“ Hægt verður að fylgjast með Magnúsi og mót- inu á heimasíðu hans, maggibess. is. benni@dv.is Kraftajötunninn Maggi Bess: Aldrei verið flottari EIÐUR FÉKK FRÍ Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, gaf Eiði Smára Guðjohnsen frí frá æfingaleiknum við Kýpur á miðvikudag. Eiður kom inn á síðustu 20 mínútur í sigri Tottenham á Everton og slapp vel frá sínu. Þá hafa þeir Brynjar Björn Gunnars- son, leikmaður Reading, og Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, þurft að afboða sig vegna meiðsla. Af þessum sökum hefur Ólafur Jó- hannesson landsliðsþjálfari kallað Jónas Guðna Sævarsson, leikmann Halmstad, inn í hópinn. Áður hafði Hermann Hreiðarsson fyrirliði af- boðað sig vegna meiðsla og í hans stað var Kári Árnason kallaður inn. VANCOUVER LOKIÐ Björgvini Björgvinssyni og Stefáni Jóni Sigurgeirs- syni mistókst báðum að ljúka fyrri ferðinni í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Van- couver. Leikunum var slitið á sunnudagsnótt. Aðstæður voru afar erfiðar í svigkeppn- inni og margir heimsfrægir skíðamenn féllu einnig úr leik. Ítalinn Giuliano Razzoli sigraði í sviginu og varð þar með fyrsti Ítalinn til að ná á verðlaunapall í svigi á ólymp- íuleikum síðan Alberto Tomba vann silfur á leikunum 1992. Annar varð Króatinn og Ís- landsvinurinn Ivica Kostelic og Ande Myhrer frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti. Íslending- arnir fjórir renndu sér samtals sjö sinnum af stað í Vancouver og tókst í tvígang að ljúka keppni. Björgvin hafnaði í 43. sæti í stórsvigi og Stefán Jón endaði í 45. sæti í risasvigi. SPORT 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 25 atvikin Wayne Rooney er ótrúlegur fótbolta- maður. Hefur fyllt það skarð sem Ron- aldo skildi eftir sig. Rooney var settur á bekkinn fyrir úrslitaleik deildarbikars- ins gegn Aston Villa en þurfti að koma inn á skömmu fyrir hálfleik þar sem Michael Owen meiddist aftan í læri. Kemur á óvart. Rooney skoraði sigur- mark Manchester United og tryggði liðinu deildarbikarinn. Rautt spjald? Leikurinn var ekki nema nokkurra mínútna gamall þegar Aston Villa komst yfir með marki James Milner úr vítaspyrnu. Nemanja Vidic lenti í kapphlaupi við Gabriel Agbonlahor, felldi hann og vítaspyrna dæmd. Vidic fékk ekki spjald fyrir tæklinguna og var Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, afar ósáttur við þann dóm. Michael Owen jafnaði svo metin eftir skelfileg mis- tök Richard Dunne sem leyfði Dimit- ar Berbatov að stela boltanum af sér eins og unglingur að stela sælgæti frá ungbarni. Owen þurfti svo að yfirgefa völlinn sökum meiðsla og kom téður Rooney inn á í hans stað. Mikið af stórum leikjum fram undan Sir Alex Ferguson ákvað að hvíla Roon- ey þar sem hann óttaðist að völlurinn væri lélegur, leikurinn gæti farið í fram- lengingu, Rooney væri að fara í verk- efni með Englandi, svo í útileik gegn Úlfunum áður en AC Milan kemur í heimsókn í Meistaradeildinni. „Það er mikið af stórum leikjum á næstunni - þess vegna hafði ég hann á bekknum,“ sagði Ferguson sem hafði ekkert út á vítið að setja. „Þetta var rétt ákvörð- un hjá dómaranum. En við komum til baka og það skiptir máli,“ sagði Fergu- son en hann hrósaði Michael Owen sérstaklega. „Hann átti frábæran fyrri hálfleik en því miður meiddist hann aftan í læri. En að eiga mann eins og Rooney á bekknum - miðað við formið sem hann er í þessa dagana mátti bú- ast við að hann skoraði.“ Hugsar ekki um Capello Vítið í upphafi er ekki umdeilt. Það var klárlega vítaspyrna. Sérfræðing- ar hafa hins vegar spurt sig af hverju Phil Dowd rak ekki Vidic af velli. „Ég hefði átt að gera betur en Agbonlahor gerði þetta vel. Mér fannst þetta ekki rautt spjald því ég komst fyrir fram- an hann. Ef ég hefði verið fyrir aftan hann gæti ég ekkert sagt,“ sagði Vi- dic og bæti við að sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Það er alltaf gaman að vinna bikar en þetta var erfitt. Þeir spiluðu vel en mér fannst við eiga þetta skilið.“ Wayne Rooney var einnig í skýjun- um en hann hefur yfirleitt verið frek- ar dapur í úrslitaleikjum á Wembley. „Það er frábær tilfining að skora sigur- markið, sérstaklega á Wembley.“ Michael Owen haltraði af velli eft- ir að hafa verið frábær í fyrri hálfleik og minnt á gamla góða Owen. Fab- io Capello var í stúkunni og horfði á. „Þetta var allt mjög gott. Sigurinn, markið og að spila. Það leiðinlega er að hafa meiðst. Þetta eru mín fyrstu meiðsli hjá United en þetta er góður dagur. Ég hugsa lítið um þann sem er uppi í stúkunni. Ef ég kemst í lokahópinn fyrir HM er það frábært, ef ekki opnar það dyrnar fyrir einhvern annan.“ Wayne Rooney getur ekki reimað á sig takkaskó þessa dagana án þess að skora. Hann kom inn á í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Aston Villa og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri. Rooney hefur skorað 20 mörk í síðustu 20 leikjum fyrir Manchester United og fimm mörk í röð með skalla. ROSALEGUR ROONEY BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni@dv.is Magnaður Wayne Rooney getur ekki hætt að skora þessa dagana. Með bikar Michael Owen fór til Manchester til að vinna titla. Hér með bikarinn á lofti. Bikar á loft Rooney var í miklu stuði við bikarafhendinguna. Flottir kroppar Magnús ásamt Kristínu Kristjánsdóttur sem einnig mun keppa á Arnold Classic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.