Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 11
því líklegra er að einstaklingur nái ekki að fóta sig í lífinu,“ segir Þór Óliver ákveðinn. „Það er mjög auðvelt að brjóta niður einstakling með svona við- horfi. Það er alls ekki verið að hjálpa mér í því að koma fótunum undir mig á nýjan leik. Framkoman í minn garð er ótæk og persónugerð. Ég er fangi sem hef verið með vesen gagn- vart fangelsisstjóra og ég tel einfald- lega að verið sé að hefna sín á mér. Af því að ég var með mótþróa þá var mér bara sagt að allt yrði gert til að koma í veg fyrir fengi að njóta nokk- urra réttinda sem fangi. Þó svo að stjórnendur séu í fýlu út í mig þá geta þeir ekki neitað mér um rétt minn.“ Tvær leiðir í boði Kæra á hendur fangelsismálastjóra verður lögð fram, fullyrðir Þór Óli- ver. Hann hefur ákveðnar skoðan- ir á því hvernig breyta eigi fangels- ismálakerfinu hér á landi. „Ég verð auðvitað að fara þá leið að kæra þetta en því lýkur væntanlega ekki fyrr en ég fer af Kvíabryggju. Út frá því sem ég hef kynnst í fangelsun- um þá myndi ég vilja aðskilja þetta í endurhæfingu annars vegar og dýragarð hins vegar, það þyrfti að skilja þetta hvort frá öðru. Þetta er í raun bara spurning um hurð A og hurð B sem menn þurfa að velja á milli og gera upp við sig hvaða leið þeir vilji fara,“ segir Þór Óliver. „Því miður er enginn milliveg- ur í þessu, að mínu mati. Þeir sem velja dýragarðinn missa öll hlunn- indi en hinir fara í afvötnun og markvissa endurhæfingu. Það er alltaf verið að tala um að stækka fangelsin en mér finnst innihaldið skipta mestu máli.“ Hræddur við breytingarnar Eins og áður sagði er Þór Óliver hræddur við að afplánunartíma hans ljúki á næsta ári. Hann segir breytingarnar á samfélaginu gríð- arlegar þann tíma sem hann hefur setið inni. „Í einu dagsleyfinu um daginn fór ég að kaupa mér GSM- síma og áður en ég vissi af voru all- ir í búðinni komnir í kringum mig að fylgjast með þessum hellisbúa sem aldrei hafði notað svona síma,“ segir Þór Óliver og bætir við: „Og um daginn var ég að leita að bank- anum mínum. Þegar inn var kom- ið stóð ég þar eins og auli með tvær bankabækur í höndunum. Ég vissi ekki hvert gjaldkerinn ætlaði þegar ég lagði aðra bankabókina á borðið. Svona hafa hlutirnir breyst rosalega frá því ég fór inn.“ FRÉTTIR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 11 n Árið 1995 var Þór Óliver Gunnlaugsson, þá Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fjársvik. Þá hafði hann starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður útflutningsfyrirtækisins Vatnsberans hf., sem hann hefur síðan oft verið kenndur við, en til stóð að flytja út íslenskt vatn. Yfir þriggja ára tímabil skilaði fyrirtækið inn röngum skattskýrslum og komst dómurinn að því að þannig hefði forsvarsmaður þess, Þór Óliver, komist yfir talsvert fé. n Hjá Vatnsberanum starfaði Agnar W. Agnarsson við bókhaldsstörf og hlaut hann einnig dóm fyrir fjársvik. Eftir að Þór Óliver hafði afplánað dóm fyrir auðgunarbrotin varð hann Agnari að bana, þann 14. júlí 2000, á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík. Fjársvik og morð HRÆDDUR VIÐ FRELSIÐ Tilhugsunin um að losna er hræðileg. Þó svo að ég aðlagist alltaf smátt og smátt, eftir því sem ég fer oftar í dagsleyfi, þá er þetta rosalega erfitt fyrir mig. Langur tími Þór Óliver hefur nú setið inni í tíu ár samfellt og lýkur hann afplánun í október á næsta ári. Ólafur Gunnarsson, fyrrverandi refsi- fangi, segir fanga eiga litla von um að fóta sig eftir afplánun þar sem aðlögun og endurhæfing í fangelsum sé takmörkuð. Fangarnir þurfa hjálp „Ég er einn af þessum fáu pró- sentum fanga sem ná að fóta sig eftir fangelsið en það var rosa- lega erfitt að komast aftur út í samfélagið. Það er enginn hægð- arleikur og var alfarið undir mér sjálfum komið hvort ég næði mér aftur á strik. Hið eina sem beið mín var að fara aftur út á glæpa- brautina,“ segir Ólafur Gunn- arsson, fyrrverandi refsifangi á Litla-Hrauni. Ólafur afplánaði þriggja og hálfs árs fangelsisdóm á síðasta áratug fyrir það sem þá var kall- að Stóra fíkniefnamálið. Eftir að hafa verið fundinn sekur um stórfelldan fíkniefnainnflutning sat hann inni á Litla-Hrauni og var þann tíma ekki ánægður með endurhæfingu og aðlögun fanga eftir fangelsisvist. Hann segir það alfarið hafa verið í eigin höndum að ná sér frá glæpum eftir vistina. Sterkir fordómar „Ég vann sjálfur rosalega hart í því að koma mér áfram eftir Litla-Hraun og það er heilmik- il saga að hafa náð því. Fordóm- arnir gegn föngum geta verið sterkir. Það hjálpaði mikið að ég hafði stuðning frá minni góðu fjölskyldu,“ segir Ólafur. Ólafur leggur á það áherslu að endurhæfingu fanga skorti hér á landi og segir það álit sitt byggt á reynslu sem ekki verð- ur fengin í háskólum. „Fangels- ismálin hafa að mínu mati verið að versna og versna. Ég hef sjálf- ur reynslu af þessum málum, nokkuð sem maður lærir ekki í háskólunum. Ég þekki það á eig- in skinni hvernig fangelsisvistin er hér á landi. Þegar ég var sjálf- ur á Litla-Hrauni fór ég að huga að þessum fangamálum og sá fljótlega að fanga skortir alla að- stoð. Ég var ekki hrifinn af vist- inni þarna. Mér blöskraði sjálf- um hvernig staðið er að málum í fangelsunum þar sem fangarnir hafa ákaflega litla von þegar þeir losna.“ Stöðugt niður á við Á meðan Ólafur sat inni segist hann hafa unnið í því að stofna hjálparsamtök fanga sem ljúka afplánun en hann hafi mætt mik- illi mótspyrnu fangelsisyfirvalda. „Á sínum tíma barðist ég við kerfið og þá stofnaði ég samtök- in Fangar og þolendur. Þegar ég gerði það mætti ég mikilli and- spyrnu fangelsisyfirvalda sem börðust gegn því að samtökin yrðu að veruleika. Hið eina sem ég vildi gera var að hjálpa föng- um að aðlagast. Allan þennan tíma frá því að ég sat inni hef- ur engin leið verið fundin til að hjálpa föngum að fóta sig eftir af- plánun. Ef við viljum breyta því þurfum við að koma á einhverju uppbyggilegu starfi fyrir fang- ana,“ segir Ólafur. Því miður hefur ekkert verið að gerast í endurhæfingarmálum fanga á Íslandi því tölurnar tala einfaldlega sínu máli. Ef umhverfi og aðlögun fanganna er léleg þá hafa fangar litla möguleika á að fóta sig á nýjan leik og þá minnka líkurnar á því að þeir snúi frá villu síns vegar,“ segir Ólafur. „Núna þarf að stofna svona samtök til að hjálpa föngum sem hafa lokið afplánun og aðstand- endum þeirra. Að menn hafi ein- hvern stað til að fara á er svo mik- ilvægt. Bara eitt námskeið eftir fangelsið gæti breytt miklu og hækkað prósentu þeirra sem ná að koma undir sig fótunum.“ Ég hef sjálf-ur reynslu af þessum málum, nokkuð sem maður lærir ekki í háskólun- um. Ég þekki það á eigin skinni hvernig fangelsisvistin er hér á landi. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Vantar aðstoð Ólafur segist hafa fundið það á eigin skinni að aðlögun og endurhæfingu fanga hérlendis skorti og kallar eftir aðgerðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.