Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 14
Kleinur frá Gæðabakstri, Pop Secret örbylgjupopp og Olivíu smjörlíki er á meðal þeirra matvæla sem innihalda hvað mest af transfitusýrum, sam- kvæmt fitusýrugreiningum Matís. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á matvörum sem innihalda transfitu- sýrur eykur líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum. Því er ráðlagt að fólk borði eins lítið af transfitusýrum úr iðnaðarhráefni og hægt er en einnig er ráðlagt að takmarka neyslu á mett- uðum fitusýrum, eða harðri fitu. Borðum meira en Danir Matís framkvæmdi í fyrra og hitt- eðfyrra fitusýrugreiningar á 51 sýni af matvörum. Lögð var áhersla á að kanna magn transfitusýra í unnum matvælum og því voru tekin sýni af smjörlíki, bökunarvörum, djúpsteik- ingarfeiti, mat frá skyndibitastöðum, ís, kexi, snakki og sælgæti. Upplýs- ingarnar verða settar inn í ÍSGEM gagnarunnin sem inniheldur töflur um efnainnihald matvæla en tekið skal fram að ekki er útilokað að fram- leiðendur hafi breytt uppskriftum sínum til að minnka hlutfall trans- fitusýra frá því rannsóknin var gerð. Helstu niðurstöðurnar voru þær að hlutfall transfitusýra í matvæl- um hafði almennt lækkað frá árinu 1995 en þá varð gerð stór rannsókn á fitusýrum í íslenskum matvlæ- um í 13 Evrópulöndum. Íslending- ar komu verst út og var meðalneysla transfitusýra langhæst hér, eða 5,4 grömm á dag. Manneldisráð Íslands framkvæmdi athugun í hitteðfyrra sem leiddi í ljós að meðalneyslan var komin niður í 3,5 grömm á dag. Til samanburðar má nefna að í Dan- mörku var meðalneyslan á sama tíma eitt til tvö grömm á dag. Olivía smjörlíki sker sig úr Eins og áður sagði innihalda kleinur, örbylgjupopp og smjörlíki hvað mest magn transfitusýra. Í Olivía smjörlíki reyndust 18,1 gramm af transfitu- TELDU FRAM Í TÍMA Mars er mánuður skattframtala. Á vefnum skattur.is getur þú sinnt nánast öllum samskipt- um við skattyfirvöld; talið fram, fengið afrit, skoðað álagningar- seðil og skilað virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Þeir sem ekki telja fram í tíma geta átt von á áætlunum sem geta haft óþæg- indi í för með sér. Almenn- ur skilafrestur er til 21. mars en unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is og er þá veittur frestur eftir slembivali lengst til 30. mars en stystur getur framlengdur frestur verið til 26. mars. n Móðir með lítið barn ætlaði að kaupa blautþurrkur úr svampi frá First Price í Krónunni fyrir helgi. Pakkinn kostaði hins vegar um 300 krónur svo hún hætti við: „Annars staðar fást fyrsta flokks blautþurrkur úr bréfi á um 400 krónur. Ég hafði haldið að þetta merki væri ódýr- ara,“ sagði móðirin. n Neytandi hafði samband við DV og vildi lýsa yfir ánægju sinni með Atlantsolíu. Hann keypti bensín á sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut og fékk fyrir vikið pylsu og kók, eins og allir þeir sem keyptu bensín á miðvikudaginn í síðustu viku. „Það verður að hrósa fyrir svona lagað,“ sagði hann ánægður. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 202,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,9 kr. BENSÍN Hafnarfirði VERÐ Á LÍTRA 200,0 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,7 kr. Snorrabraut VERÐ Á LÍTRA 197,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,2 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 201,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 14 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 NEYTENDUR HRAÐARI PUNKTASÖFNUN Kreditkort, umboðsaðili Americ an Express, stendur við öll efnisatriði í þeim auglýsing- um sem Neytendastofa bann- aði þeim að nota. Þetta segir í tilkynningu frá Kreditkortum. „Auglýsingunum var ætlað að varpa ljósi á þann mun sem er á söfnun vildarpunkta á Visa- kortum annars vegar og kortum American Express hins vegar [...] Ljóst er að skýringarnar hefðu mátt vera nákvæmari í þessum tilteknu auglýsingum. Birtingu þessara auglýsinga hefur nú verið hætt og Kreditkort mun gæta þess framvegis að taka tillit til þessara sjónarmiða,“ segir í tilkynningunni en þar er bent á að þremur af fimm umkvört- unarefnum samkeppnisaðilans Valitors hafi verið hafnað. Eftir standi að söfnun vildarpunkta á Americ an Express-kortum sé hraðari en á nokkrum öðrum kortum á Íslandi. Í 100 grömmum af smjörlíki geta verið 18 grömm af tranfitusýrum og í kleinum getur magnið verið ríflega 6 grömm. Rannsóknir Matís sýna að kleinur, örbylgjupopp og smjörlíki reyndust innihalda mikið magn transfitusýra en neysla þeirra getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. MIKIÐ AF TRANSFITU- SÝRUM Í KLEINUM sýru vera í 100 grömmum. Til sam- anburðar má nefna að Kjarna smjör- líki reyndist innihalda 1,7 grömm og Akra smjörlíki 2,8 grömm. MH smjörlíki reyndist innihalda 12,9 grömm af transfitusýrum í sýni sem tekið var í ágúst 2008 en í júní 2009 var magn transfitusýra komið niður í 0,4 grömm. Aðstandendur könnun- arinnar segja að framleiðendur hafi greinilega skipt um hráefni áður en seinni athugunin var gerð. Þá má geta þess að mettuð fita (stundum kölluð hörð fita) er á bil- inu 26 til 34 grömm í öllum tegund- um smjörlíkis; minnst í smjörlíki frá Olívíu. Feitar kleinur Nýsteiktar kleinur geta verið ákaflega góm- sætar. Þær ætti þó að borða í hófi ef mið er tekið af magni trans- fitusýra. Kleinur frá Gæðabakstri reyndust inni- halda 3,6 grömm í júní 2009 en 6,1 gramm tveim- ur mánuðum síðar. Klein- ur frá Ömmu- bakstri innihalda 2,9 grömm af transfitu- sýrum í 100 grömmum en kleinur frá Myllunni innihalda nánast engar transfitusýrur; eða 0,1 gramm í hverjum 100 grömmum. Þó er hlutfall mett- aðrar fitu mest í þeim kleinum; 7,9 grömm. Þess má geta að um fimmtungur næringarinnihalds í kleinum er fita. Í 100 grömm- um af örbylgju- poppi er á bilinu 19 til 26 grömm af fitu, ef marka má niður- stöður Matís. First Price örbylgupopp inniheldur nánast engar transfitusýrur og Richfood Light 2,2 grömm í hverjum 100 grömmum. Pop Secret sker sig úr. Í 100 grömmum af Pop Secret ör- bylgjupoppi eru sex til sjö grömm af transfitusýrum. Engar transfitusýrur rendust í kartöfluflögum (papriku- skrúfur) og engar í Stjörnu- og Bíó- poppkorni. Í Stjörnu- og Bíó- poppi reyndust hins vegar 12 grömm af mettaðri fitu, sem er meira en í öllu örbylgjupoppkorni. Hvorki í kexi né kjúkling Önnur matvæli sem könnuð voru reyndust innihalda lítið sem ekkert magn transfitusýra. Hjónabands- sæla, snúðar, kjúklingabitar, ham- borgarar, heilhveitibrauð og jólakaka innihalda um 0,1 gramm af trans- fitusýrum í hverjum 100 grömmum en smjördeigshorn inniheldur 0,6 grömm svo dæmi séu tekin. Djúp- steikingarfeiti inniheldur tæp- lega 1 gramm, svipað og fransk- ar kartöflur. Lítið sem ekkert magn transfitusýra fannst í þeim sex kextegundum sem athugaðar voru og svipaða sögu er að segja af vörum úr súkkulaði. Djúpsteikingar-feiti inniheldur tæplega 1 gramm, svip- að og franskar kartöfl- ur.. - Magn í 100 grömmum. Smjörlíki Olivía 18,1 Kleinur Gæðabakstur 6,1 Örbylgjupopp Pop Secret 5,9 Kleinur Ömmubakstur 2,9 Smjörlíki Akra 2,8 Örbylgjupopp Richfood Light 2,2 Smjörlíki Kjarna 1,7 Smjörlíki MH 0,4 Kleinur Myllan 0,1 Örbylgjupopp First Price 0,1 Transfitusýrur  Steen Stender, yfirlæknir á Gentofte Hospital í Danmörku, hefur rann- sakað magn transfitusýra í völdum fæðuflokkum, skyndibita, kexi, kökum og örbylgjupoppi, en þar kemur í ljós að Ísland er í 8. sæti á lista 24 þjóða sem rannsóknin náði til. Magnið sem kemur fram í töflunni hér á eftir er meðaltalsmagn í þessum fæðuflokk- um og miðast við 100 g: Ungverjaland 42g Tékkland 41g Pólland 39g Búlgaría 38g Bandaríkin 36g Kanada 36g Perú 36g Ísland 35g Rúmenía 30g Suður Afríka 29g Frakkland 25g Þýskaland 25g Portúgal 24g Spánn 24g Bretland 24g Holland 23g Rússland 23g Austurríki 22g Ítalía 21g Noregur 16g Svíþjóð 14g Finnland 10g Sviss 5g Danmörk 0,4g (voru 30g árið 2001) Ísland í 8. sæti Vont fyrir hjarta- og æðakerfi Olivía smjörlíki inniheldur rúm 18 grömm af transfitusýr- um. MYND PHOTOS.COM 12,8% viðbættur sykur: Óhóflegt sykurát getur valdið skorti á nauðsynlegum næringarefnum og valdið skemmdum á tönnum. 3% transfitu- sýrur: Hækkar blóðþrýstinginn. 6% mettuð fita: Eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. KLEINA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.