Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR Lánveitendur þeirra auð- og banka- manna sem skráðu húsin sín og aðr- ar fasteignir á maka sína um og eftir bankahrunið haustið 2008 hafa ein- ungis um hálft ár til að rifta eigna- tilfærslunni ef ganga þarf að eignum þeirra vegna skuldsetningar. Fjöl- margir auð- og bankamenn færðu eignir sínar yfir á makana, líkt og margir muna eftir, og eru slíkar til- færslur eigna riftanlegar í tvö ár þar á eftir. Sem dæmi um menn úr fjármála- lífinu sem þetta gerðu, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu og annars staðar fyrir rúmu ári, eru forstjórar Exista, Erlendur Hjaltason og Sig- urður Valtýsson, Styrmir Þór Braga- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri MP Banka, Júlíus Jónasson, fyrr- verandi þjónustustjóri Kaupþings og núverandi starfsmaður Arion- banka, Stefán H. Hilmarsson, fyrr- verandi fjármálastjóri Baugs, og Frosti Reyr Rúnarsson, sem var yf- irmaður hlutabréfamiðlunar hjá Kaupþingi. Þessir menn eru þó ein- ungis örfáir af þeim auð- og banka- mönnum sem þetta gerðu á mánuð- unum fyrir og eftir hrunið 2008. Eina lógíska skýringin fyrir því af hverju þeir auð- og bankamenn sem þetta gerðu ákváðu að afsala sér eignum sínum yfir til maka síns er að þeir hafa óttast að lánveitendur þeirra myndu ganga að fasteignum þeirra vegna útistandandi skulda. Einungis hluti af eignatilfærslunum Færslur auð- og bankamanna á fast- eignum til maka sinna eru þó aðeins hluti af stórfelldum eignatilfærslum sem áttu sér stað á mánuðunum fyr- ir og eftir íslenska efnahagshrunið. Bæði áttu sér stað smærri og stærri eignatilfærslur. Heilu fyrirtækjasamstæðurnar og keðjurnar voru til að mynda seldar út úr eignarhaldsfélögum. Nærtæk- ustu dæmin er sala Haga út úr Baugi sumarið 2008, sala Lyfja og heilsu út úr Milestone í lok mars í 2008 og sala Exista á hlut félagsins í Bakka- vör í byrjun október 2008. Í öllum tilfellum voru það eigendur félag- anna sem seldu sjálfum sér þau yfir til annarra eignarhaldsfélaga sem einnig voru í þeirra eigu. Og í öll- um tilfellum voru kaupin fjármögn- uð með sérstæðum hætti þegar litið er til stöðunnar í íslensku fjármála- lífi: 1998 ehf. tók lán hjá Kaupþingi fyrir Högum, Aurláki tók yfir skuld- ir félagsins sem átti Lyf og heilsu og Ell 182 keypti Bakkavararhlutinn með láni frá Exista. Færslurnar út úr þessum þremur félögum komu sér hins vegar vel fyrir eigendurna því Baugur og Milestone eru gjaldþrota og Exista fer í nauðasamninga. Ekki er hins vegar útséð með hvort þeir haldi yfirráðum yfir félögunum sem þeir seldu út úr stóru eignarhalds- félögunum og alveg ljóst er að 1998 gerir það ekki í tilfelli Haga. Eignatilfærslurnar á milli ein- staklinga eru smærri útgáfan af þessari tilhneigingu í íslensku við- skiptalífi á þessum örlagaríku tím- um árið 2008. Minni eignir færðar undan Ýmsir auð- og bankamenn skráðu HAFA 6 MÁNUÐI TIL AÐ NÁ EIGNUM AUÐMANNA Kröfuhafar þeirra banka- og auðmanna sem skráðu eignir sínar á maka sína í bankahruninu haustið 2008 hafa einungis nokkra mánuði til að rifta þeim gerningum ef með þarf. Enginn auð- eða bankamaður hefur misst hús sitt eftir hrun svo vitað sé. Hluti af miklum eignatilfærslum fyrir og eftir hrunið. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Skuldirnar verða hins vegar skild- ar eftir inni í félaginu og enginn mun þurfa að greiða þær til baka. sömuleiðis bíla og aðrar eignir á konur sínar. Þannig greindi DV frá því í fyrra að Benz-sportbíll sem var í eigu Þórarins Sveinssonar, fyrr- verandi framkvæmdastjóra eigna- stýringar hjá Kaupþingi, hafi verið skráður á eiginkonu hans í byrjun nóvember 2009, rúmum mánuði eftir bankahrunið. Bíllinn var skráð- ur til sölu á bílasölu fyrir 21 milljón króna. Þórarinn var einn af starfsmönn- um Kaupþings sem fengu himinhá kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Eignarhaldsfélag hans tapaði tæpum 850 milljónum árið 2008 og skuldar tæpan millj- arð króna. Í skýrslunni í ársreikn- ingnum kemur fram að Þórarinn hafi hug á að lýsa félagið gjaldþrota. Skuldirnar verða hins vegar skildar eftir inni í félaginu og enginn mun þurfa að greiða þær til baka. Fleiri slík dæmi hafa komið fram en til dæmis má nefna að Er- lendur Existamaður afsalaði sér jörð til eiginkonu sinnar í septemb- er 2008 og Steingrímur Wernersson færði Toyota Landcruiser-bifreið sína yfir á lögfræðing sinn og fjár- haldsmann. Eins og staðan lítur út í dag hafa engar fréttir verið sagðar af því að lánveitendur þeirra sem færðu eignir sínar yfir til maka sinna og annarra nákominna hafi verið rift þrátt fyrir gríðarlega umfangs- miklar eignatilfærslur á mánuð- unum fyrir og eftir efnahagshrun- ið. Ljóst er hins vegar að þeir sem telja sig eiga kröfu á hendur þeim sem þetta gerðu mega ekki mik- inn tíma missa því riftunarfrest- urinn vegna afsala á fasteignum í hruninu rennur út innan nokk- urra mánaða. Skráðu hús á eiginkonurnar Báðir forstjórar Exista, Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, skráðu hús sín á eiginkonur sínar í hruninu 2008. Hér má sjá hús Sigurðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.