Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 24
Tækling Ryans Shawcross á hinn unga Aaron Ramsey var hrika- leg. Svo ljót var hún að Sky-stöðin ákvað að endursýna ekki atvikið. Leikmönnunum í kring var brugð- ið og það sást. Ramsey verður frá út tímabilið og jafnvel talað um að ferli hans sé ógnað. Shawcross hefur beðist afsökun- ar og Stoke-arar hafa komið honum til varnar. Segja að hann sé ekkert illmenni. En Shawcross hefur áður meitt Arsenal-menn. Hann tæklaði eitt sinn Francis Jeffers, sem þá var leikmaður Ars- enal, svo illa í varaliðsleik að hann ökklabrotnaði. Þá sögðu Stoke-arar að Shawcross væri ekkert illmenni. Þá tók hann Emmanuel Adebayor svo illa niður í viðureign liðanna á Brittania-vellinum að Tógómað- urinn lá óvígur eftir. Var hann frá í þrjár vikur eftir tæklinguna. Þá sagði Arsene Wenger. „Haldið þið að Shawcross hafi verið að reyna við boltann þegar hann tæklaði Ad- ebayor. Hann flaug af vellinum.“ Stoke-arar voru fljótir að koma sín- um manni til varnar og sögðu hann ekkert illmenni. Tveimur tímum eftir að hafa gengið grátandi af velli var Shawcross valinn í enska landslið- ið, því þrátt fyrir að vera oft í bókum dómarans hefur Shawcross verið einn besti varnarmaður deildarinn- ar í ár. benni@dv.is Ryan Shawcross hefur áður tæklað Arsenal-menn illa. Hatar Shawcross Arsenal? ENN TÖFRAR Í SKÓM FOWLERS Robbie Fowler, fyrrverandi framherji Liverpool, gerir það gott í Ástralíu þessa dagana en á lokahófi North Queensland Fury sankaði hann að sér verðlaunum. Fowler var kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu og liðsfélagar hans völdu hann einnig besta leikmann- inn. Þá fékk hann einnig gullskóinn fyrir níu mörk á tímabilinu. Fowler er einn þekktasti leikmað- urinn sem hefur spilað í áströlsku deildinni. „Robbie hefur verið frábær fyrir okkur,“ sagði Don Matheson formaður Fury, en Fowler sem er 34 ára hefur sýnt að það eru enn töfrar í hans skóm. „Við vonuðumst til að hann skoraði mörk fyrir okkur og hann gerði það og sum markanna voru meðal þeirra flottustu sem við höfum séð í A-deildinni á tímabilinu.“ Fowler er samningsbundinn félaginu í ár til viðbótar. UMSJÓN: BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON, benni@dv.is 24 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 Haukar og Fram eru bikarmeistarar árið 2010. Valsmönnum mistókst að fagna tvöfalt en bæði karla- og kvennalið félagsins voru í úrslitum. Haukar fögnuðu sínum fyrsta bikartitli síðan 2002 eftir 23-15 sigur á Val þar sem Birkir Ívar Guðmundsson fór á kostum. Framkonur unnu Val 20-19 eftir æsilegar lokamínútur. „Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessu í 45 mínútur en svo var þetta alveg hræðilegt. Ekkert annað um það að segja,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, sem varð að játa sig sigraðan gegn Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, og hans mönnum, 23-15, í ótrúlegum handboltaleik. Haukar bundu þar með enda á sigurgöngu Vals í bik- arnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur í aðalhlutverkum en í stöðunni 14-14 skipti Aron um vörn, fór í 6-0, og Haukarnir hrein- lega keyrðu yfir Valsmenn. Skoruðu nánast að vild. „Það verður bara að segjast eins og er - þetta var ekki auðveld vika,“ bætti Óskar við en fjölmargir leikmenn Vals hafa þurft að vera í borgaralegum klæðnaði að undanförnu eftir að hafa meiðst. Bekkjarstjórnun Haukamanna var til fyrirmyndar í leiknum og Aron var greinilega vel undirbúinn. Hungrið var mikið hjá Hauk- unum, þarna voru menn saman- komnir sem vildu vinna. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í sókn- arleiknum, sérstaklega þegar hann spilaði hægra megin. Skoraði þá nokkur mörk, fiskaði mann út af, víti og lagði upp mörk fyrir félaga sína. Þá var Birkir Ívar nánast í rugl- inu, hann varði gríðarlega vel og var potturinn og pannan í leik Hauka. Íris og Pavla hetjur Fram Fram hrósaði sigri kvennaflokki eft- ir dramatískan 20-19 sigur gegn Val. Þetta er þrettándi bikarmeistaratit- ill kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast. Staðan var 19-14 fyrir Fram skömmu fyr- ir leikslok en þá skipti Valur í gríð- arlega framliggjandi vörn og leik- urinn snerist. Framarar fundu ekki svör og Valur náði að jafna 19-19. Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eft- ir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa að ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hend- urnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meist- aralega en Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni. Valskonur brunuðu í sókn, náðu góðu skoti að markinu sem Björk Símonar- dóttir varði og leiktíminn rann út. Dramat ískur sigur Framara stað- reynd. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni@dv.is BIKARBIÐ Á ENDA Gleði og glaumur Haukamenn voru glaðir í bragði - enda fyrsti bikartitill þeirra í átta ár. 11 ára bið á enda Framkonur unnu síðast bikarinn 1999. Tveir góðir Aron Kristjánsson og Óskar Ármannsson fóru mikinn á hliðarlínunni. Hér að kyssa bikarinn. The Sentinel Ryan Shawcross ökkla- braut Francis Jeffers í varaliðsleik. Krókódílatár Ryan Shawcross gengur af velli. Hrikaleg aðkoma Leikmönnum beggja liða var mjög brugðið - enda brotið ljótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.