Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR Innan ríkisstjórnarinnar velta menn fyrir sér þeirri stöðu sem gæti kom- ið upp að lokinni þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem samningurinn frá því um áramótin yrði felldur. Að óbreyttu verður þjóðarat- kvæðagreiðslan á laugardag. Í forystu VG fjölgar þeim sem telja að við slíkar aðstæður væri tímabært fyrir ríkisstjórnina að segja af sér. Á það er að líta að enginn hefur beinlínis farið fram á að ríkisstjórnin víki eða segi af sér. En þessari skoð- un vex fiskur um hrygg vegna þess að menn telja óraunhæft að halda áfram stjórnarsetu í ríkisstjórn sem gengur aldrei að vísum meirihluta á þingi vegna sundurlyndis innan VG. Næstu skref í mikilvægum mál- um, þar með töldu Icesave-málinu, verði að taka af ríkisstjórn með skýrt umboð og skýran og afdráttarlausan meirihluta. Þessi skoðun nær inn í raðir ráð- herra VG enda merkjanlegt að vonir þeirra hafa dofnað að undanförnu um að nægilegar sættir takist við róttækan Ögmundararminn um áframhaldandi vinstristjórn í landinu. Sögulegt tækifæri þessara flokka til þess að sitja einir að landsstjórn- inni gæti runnið út í sandinn í þessari viku eða þeirri næstu eftir því hvernig úr spilast í Icesa- ve-deilunni. Hugað að breytingum á stjórnarmynstri Á móti þessu stendur að forysta stjórnarflokkanna vill ógjarnan verða völd að stjórnarkreppu í þann mund sem skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis um banka- hrunið verður birt. Ætlunin er að birta skýrsluna 11. eða 18. mars næstkomandi. Endurtekinn frestur á birtingu skýrslunnar fer illa í ríkisstjórnina. Innan hennar er spurt hvers vegna þeir 12 einstaklingar, sem fengu að njóta andmælaréttar, fái svo lang- an tíma til að móta viðbrögð sín og björgunaraðgerðir í eigin þágu á sama tíma og þingið fær ekkert að sjá né heyra um efni skýrslunnar. Þetta er talið einkennilegt og í hæsta máta óeðlilegt. Ef til stjórnarslita kemur án þess að þing verði rofið verður það hlut- verk Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, að kanna hvort til sé starfhæfur meirihluti í þinginu. Án kosninga er ógerningur að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku Samfylkingarinn- ar. Hún hefur 34 manna meiri- hluta á þingi með VG. Sá meiri- hluti hefur verið afar veikur vegna klofnings í röðum VG. Hinn möguleikinn er að mynda 36 þingmanna meirihluta með Samfylk- ingu og Sjálfstæðisflokkn- um. Þeirri hugmynd hef- ur einnig verið hreyft innan forystu VG, að Samfylkingin og VG taki annaðhvort Fram- sóknarflokkinn eða Sjálf- stæðisflokkinn inn í ríkis- stjórnina. Með því móti gæti órólega deildin í VG haft sína hentisemi í stjórnarandstöðu, hvort heldur væri vegna andstöðu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, Icesave-samninga eða ESB-aðildarumsóknina. En meinbugir geta einnig verið á þessum kosti, til dæmis ef Sjálfstæð- isflokkurinn fengi illa útreið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Öll spjót á Steingrími Ekkert er gefið um það hver fengi umboð til stjórnarmyndunar segi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar af sér. Líklegt má þó telja að það hafni hjá stærsta flokknum, Samfylkingunni. Það gæti einnig lent hjá Steingrími, telji hann sig geta teflt fram starf- hæfum meirihluta á þingi. Stein- grímur er líkast til sá stjórnmála- foringi í landinu sem nýtur mesta traustsins meðal þjóðarinnar um þessar mundir. Enn einn möguleikinn er að efna til þingkosninga sem gætu hugs- anlega farið fram samhliða sveitar- stjórnakosningunum í vor. Hvað sem öðru líður fjölgar nú þeim á stjórn- arheimilinu sem telja fullreynt að ekki verði lengra komist með hluta þingflokks vinstri-grænna í stjórnarandstöðu. Verði þetta raunin blasir sú þversögn við Ögmundar-armin- um, sem kveðst ekki vilja svíkja kjósendur sína, að andóf hans innan ríkisstjórnar og þingmeirihlutans gæti orðið til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem mesta ábyrgð stjórn- málaflokka ber á banka- hruninu, kæmist aftur til valda. Vandræði vegna Icesave-laga Meðan þessu vindur fram eykst vilj- inn meðal stjórnarliða og jafnvel innan stjórnarandstöðunnar að af- nema Icesave-lögin frá 30. desember og blása af þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fara á fram næstkomandi laug- ardag. Icesave-lögin, sem meirihluti Al- þingis samþykkti 30. desember síð- astliðinn, eru augljóslega orðin úrelt þar sem betra tilboð liggur fyrir frá Bretum og Hollendingum um lausn. Þetta er bláköld staðreynd jafnvel þótt um sinn verði reynt að ná enn betri samningum í yfirstandandi samningaviðræðum. Vandséð er því um hvað atkvæða- greiðslan næstkomandi laugardag ætti að snúast. Ýmsir, þeirra á með- al Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Ásmundur Einar Daðason, þing- maður VG, telja enn mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðslan fari þrátt fyrir þetta fram. Þeir og fleiri telja að með því að segja nei í þjóðarat- kvæðagreiðslu við Icesave-lög- unum – þótt úrelt séu - geti það bætt samningsstöðu Ís- lendinga í deilunni við Breta og Hollendinga og því geti hún haft táknræna þýðingu. Heimildir eru þó fyrir því að Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir og fleiri í röðum róttækra vinstri-grænna hafi eftir áramótin fundið því allt til foráttu að vísa Icesave- málinu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Afnám laganna frá 30. desember þyrfti að ganga hratt og ör- ugglega því aðeins eru fimm dagar til stefnu fram að þjóðaratkvæða- greiðslu. Engin leið er að segja hvort meirihluti er fyrir því að afnema umrædd Icesave-lög í skyndingu. Ennfremur er óvíst hvort samkomulag geti tekist um meðferð og afgreiðslu málsins á Alþingi í vikunni. Stjórnar- andstæðingar og aðrir á þingi, sem enn kunna að vera hlynntir þjóðar- atkvæðagreiðslunni, gætu tafið af- greiðslu málsins með málþófi fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna næst- komandi laugardag. Ríkisstjórn í herkví Ekki er heldur hægt um vik að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni sjálfri, til dæmis vegna samningaviðræðna sem standa yfir. Í nýlega samþykkt- um lögum um þjóðaratkvæða- greiðsluna er bókstaflega tekið fram í fyrstu grein laganna að hún skuli fara fram eigi síðar en fyrsta laugar- dag í mars. Því þyrfti að bera fram frumvarp til laga um frestun þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Af sömu ástæðum og að framan greinir er ekki víst að meirihlutavilji sé fyrir slíkri frestun í þinginu. Einn þingmanna VG úr „órólegu deildinni“ svonefndu taldi í sam- tali við DV í gær að þrátt fyrir þessar flækjur væri yfirgnæfandi líkur á að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði blásin af. Ýmsir, sem standa nálægt sviði atburðanna í Icesave-málinu þessa dagana, láta sér vel líka að enn haldi samstaða íslensku stjórnmálaflokk- RÍKISSTJÓRNIN Í ÖNGSTRÆTI JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Innan forystu VG eykst fylgi við þá hug- mynd að slíta stjórnarsamstarfinu verði Ice save-lögin felld í þjóðaratkvæða- greiðslu. Nauðsynlegt er talið að mynda ríkisstjórn með sterkt og skýrt umboð til verka en klofningur innan VG hafi að mestu dregið tennurnar úr núverandi rík- istjórn. Ögmundur Jónasson Ríkisstjórnin er í herkví og hefur ekki meirihluta til að afnema úrelt Icesave-lög eða fresta sérkennilegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna Sigurðardóttir Tveggja flokka stjórn er aðeins hægt að mynda með Samfylkingunni. Snýr hún sér að Sjálfstæðisflokknum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.