Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FRÉTTIR Mossad vinsæl í Ísrael Utanríkisleyniþjónusta Ísraels, Mossad, hefur verið í sviðsljósinu vegna meintrar aðildar hennar að morði á Hamas-liða í Dubaí, en heima í Ísrael hefur málið valdið einhvers konar Mossad-æði. Vinsældir Mossad hafa aldrei verið meiri og Mossad-minjagrip- ir seljast eins og heitar lummur og fjöldi fólks lýsir löngun til að ganga í raðir leyniþjónustunnar á vefsíðu hennar. Á meðal þess sem nýtur mikilla vinsælda eru hornspangar- gleraugu í líkingu við þau sem fjór- tán þeirra 26 sem grunaðir eru í málinu notuðu og bolir með merki Mossad eru nánast uppseldir. Mál gegn breskum kaupsýslumanni, Michael Mancini, sem fullyrti að hann hefði fengið 60 punda sekt, sem samsvarar um 12.000 krónum, fyrir að snýta sér hefur verið fellt nið- ur. Michael Mancini sagði að hann hefði fengið sektina eftir að hafa not- að vasaklút þar sem hann sat undir stýri í kyrrstæðri bifreið sinni í um- ferð í Ayr, hafnarbæ í Suðvestur-Skot- landi. Mancini neitaði að greiða sektina og fastlega hafði verið búist við því að málið endaði fyrir dómstólum, en nú hafa saksóknarar tilkynnt að ekki verði gripið til frekari aðgerða. Tals- maður ákæruvaldsins sagði að „eft- ir nánari eftirgrennslan og vandlega íhugun á staðreyndum og aðstæðum í málinu“ hefði niðurstaðan orðið sú að ekki væri þörf frekari aðgerða. Michael Mancini sagði í við- tali við BBC að hann væri „ánægð- ur með að almenn skynsemi hefði sigrað“ og að hann teldi að yfirvöld þyrftu að tileinka sér smá almenna skynsemi og hafa áhyggjur af alvar- legri hlutum. Mancini lýsti í viðtalinu atburða- rásinni og hvernig hann hefði sett bifreið sína í handbremsu áður en hann snýtti sér. Hann sagðist hafa orðið „steinhissa“ þegar lögreglan skikkaði hann út í kant og tjáði hon- um að hann hefði ekki verið með fulla stjórn á farartækinu. Mancini bætti við að hann hefði verið mjög kvefaður þegar atvikið átti sér stað í október í fyrra. Lögfræðingur Mancinis skrifaði innheimtu sektargreiðslna orðsend- ingu og sagði það vera með ólíkind- um að sekt hefði verið gefin út við slíkar aðstæður, en á þeim tíma stóð ákæruvaldið á því fastar en fótun- um að málið myndi enda fyrir rétti ef sektin yrði ekki greidd. Nú er ljóst að af því verður ekki. Snýtti sér í kyrrstæðri bifreið og fékk sekt upp á 60 pund: Neitaði að sætta sig við sekt Nefrennsli getur verið til óþæginda Breskur kaupsýslumaður taldi sig sektaðan fyrir að snýta sér. MYND PHOTOS.COM Einn öflugasti jarðskjálfti sem sög- ur fara af reið yfir Chile á laugardag- inn. Jarðskjálftinn, sem var 8,8 stig á Richterskala, varð klukkan 6.34 að íslenskum tíma um 115 kílómetra norðaustur af borginni Concepcion og 325 kílómetra suðvestur af höfuð- borginni Santiago. Upptök skjálftans voru á um 35 kílómetra dýpi og var hann sá öflugasti sem orðið hefur í Chile í um fimmtíu ár. Opinber fjöldi látinna var í gær 214, en yfirvöld telja að að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi far- ist í skjálftanum. Þrátt fyrir að telja megi lán hve fáir létust miðað við hörku jarðskjálftans er ljóst að hann olli verulegu tjóni á innviðum Chile. Byggingar hrundu til grunna og olli jarðskjálftinn flóðbylgju á Kyrrahafi. Að minnsta kosti fjórir létust í flóð- bylgju sem skall á chílesku eyjunum Juan Fernandez og olli verulegu tjóni í hafnarbænum Talcahuano. Yfirvöld í Japan óttuðust að háar flóðbylgjur kynnu að skella á strönd- um landsins vegna jarðskjálftans, og svipaða sögu var að segja af yfirvöld- um á Kamsjatka-skaga í Rússlandi, en sá ótti virtist ástæðulaus. Erfitt verkefni nýs forseta Jarðskjálftinn hefur haft áhrif á líf tveggja milljóna í Chile, að sögn Mi- chelle Bachelet, forseta landsins, og embættismenn eru enn í óða önn að meta hið „gríðarlega umfang eyði- leggingarinnar“. Ljóst er að jarðskjálftinn skilur eftir sig verðugt verkefni fyrir millj- arðamæringinn Sebastian Pinera, sem var kjörinn nýr forseti Chile í janúar og mun taka við embætti inn- an tveggja vikna. „Við erum að undirbúa okkur fyr- ir viðbótarverkefni, verkefni sem var ekki inn í áætlunum ríkisstjórn- ar minnar: að ábyrgjast endurupp- byggingu lands okkar,“ sagði Pinera við fréttamenn á laugardaginn. Pin- era sagði að verkefnið yrði viðamikið og kostnaðarsamt. Hagfræðingar hafa spáð því að jarðskjálftinn muni hafa djúpstæð áhrif á hag landsins vegna tjóns í iðn- aðar- og landbúnaðargeira á þeim svæðum sem verst urðu úti, og hugs- anlega valda þrýstingi á gjaldeyri landsins. Á meðal þess sem stjórnvöld standa frammi fyrir er að endur- byggja um hálfa milljón heimila og hundruð vega og hrundar brýr. Fimmtán hæða íbúðahús hrundi Í Concepcion búa um 670.000 manns og liggur borgin um 112 kíló- HUNDRUÐ LÁTIN VEGNA JARÐSKJÁLFTA Jarðskjálftinn sem reið yfir Chile á laugardag var miklu öflugri en sá sem reið yfir Haítí í janúar. Þrátt fyrir að manntjón vegna skjálftanna sé engan veginn sambærilegt er ljóst að skjálftinn í Chile mun hafa djúpstæð áhrif á efnahag landsins. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Mannskæð flóð á Haítí Að minnsta kosti átta manns hafa látist vegna flóða á Haítí, að sögn þarlendra embættismanna. Um var að ræða flóð vegna mikillar úrkomu í hafnarborginni Les Cay- es og náði vatnsborðið 1,5 metra hæð. Að sögn embættismanna varð sjúkrahús í borginni fyrir barð- inu á flóðinu, sem og fangelsi þar sem þurfti að flytja á brott um 400 fanga. Flóðin á Haítí eru nú fyrr á ferðinni en vanalega sé miðað við hefðbundinn rigningartíma þar. Um ein milljón Haíta er enn á vergangi vegna jarðskjálftans í janúar sem kostaði allt að 230.000 mannslíf. Vanafastur bankaræningi Þýskur ræningi rændi sama bank- ann í Hamborg tvisvar sinnum á innan við einum sólarhring. Ekki nóg með það heldur var aðeins liðin um vika frá því hann losnaði úr fangelsi þar til hann gekk inn í bankann og rændi hann. Talsmaður lögreglunnar sagði að maðurinn hefði farið inn í banka í Hamborg á föstudag og sagt: „Ég var hér í gær, og ég vil pening í dag líka.“ Ræninginn komst undan með 450 evrur en fyrir tilstilli eftirlits- myndavéla tókst lögreglunni að hafa hendur í hári hans þrem- ur tímum síðar. Að sögn lögregl- unnar haft maðurinn nýlega lokið afplánun vegna bankarána sem hann framdi í Hamborg árin 2002 og 2004. Telja má því nokkuð víst að dómara þyki sem maðurinn hafi sýnt einbeittan brotavilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.