Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Qupperneq 15
HÚSSTJÓRNAR- VALD SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins skrifar. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 15 NOTAÐU HRAÐBANKA Það getur verið erf- itt að fylgjast með nákvæmri eyðslu af debet- og kreditkortum, sérstaklega ef kortin eru mörg. Með skipulagningu og ákveðni er hægt að laga þetta. Þú ákveður fyrir fram hvað þú ætlar að eyða miklu á hverjum degi eða í hverri viku. Þú tekur þá peninga út úr hraðbanka og geymir kortið þitt á meðan. Þá fyrst verður þú meðvitaður um eyðsluna. Þó að neysla transfitusýra geti aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdóm- um, þá er ekki þar með sagt að forð- ast eigi alla fitu. Nauðsynlegt er að fá fitu úr fæðunni því henni fylgja bæði mikilvæg fituleysin vítamín og lífs- nauðsynlegar fitusýrur. Það er hins vegar ekki sama hvaðan fitan kemur og því hvetur Lýðheilsustöð fólk til að velja sem oftast olíu eða mjúka fitu í stað harðrar fitu (mettaðra fitusýra og transfitusýra). Fljótandi fita best Öll ómettuð fita er mjúk eða fljótandi við stofuhita og hækkar ekki kólester- ól í blóði, ólíkt hörðu fitunni. Dæmi um mjúka fitu er fljótandi matarol- ía, þykkfljótandi eða mjúkt smjörlíki, lýsi og óhert fiskifita. Fita í fræjum og hnetum er einnig ómettuð. Mikil hörð fita er óæskileg fyrir heilsuna þar sem hún hækkar LDL-kólesteról í blóði og eykur þar með líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum en þeir eru algeng- asta dánarorsök Íslendinga. Í fyrra létust rúmlega sjö hundruð manns af völdum æða- og hjartasjúk- dóma eða þess sem kallast sjúkdóm- ar í blóðrásarkerfi. Undir sjúkdóma í blóðrásarkerfi falla til dæmis hjarta- sjúkdómar og heilablóðfall. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in (WHO) telur æskilegt að magn fitusýra í fæðu fólks fari ekki yfir tvö grömm af dag. Lærðu að þekkja þær Á Íslandi er magn transfitusýra yfir- leitt ekki merkt á umbúðir matvæla. Matís bendir þó á að neytendur geti dregið vissar ályktanir af innihalds- lýsingum. „Ef jurtaolía er eina fitu- hráefnið má reikna með að matvæl- in innihaldi ekki transfitusýrur og tekist hafi að halda mettuðum fitu- sýrum í lágmarki. Sérstaklega ætti að huga að þessu í innihaldslýsingum fyrir brauð, kökur og kex. Hafa þarf í huga að kókosfeiti og pálmafeiti eru harðar feitmetistegundir úr jurtarík- inu og innihalda mikið af mettuð- um fitusýrum,“ segir í frétt Matís um rannsóknarniðurstöður á transfitur- sýrum. Þar kemur að ef fita er hert að hluta (partially hydrogenated) má gera ráð fyrir tranfsitusýrum en hert fita er þó ekki sönnun þess að slíkar fitusýrur séu í vörunni. Þó má gera ráð fyrir talsverðu magni af mettuð- um fitusýrum, eða harðri fitu. Hvað eru transfitusýrur? Transfitusýrur myndast þegar olía er hert. Herðing olíu er aðferð sem notuð er í matvælaiðnaði til að gera fitu harðari þannig að vörurnar fái ákveðna eiginlega sem sumir telja æskilega í iðnaði. Transfitusýrur myndast einnig á náttúrulegan hátt í vömb jórturdýra, þegar bakteríur sem þar er að finna breyta ómettaðri fitu í transfitusýrur. Að lokum geta transfitusýrur myndast þegar olía er hituð við mjög háan hita. Í hvaða matvörum er transfitusýrur helst að finna? Hert fita er notuð við framleiðslu margra matvæla og því er transfitusýrur víða að finna. Einkum er um að ræða matvörur þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti, sem inniheldur herta fitu, er notað við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur og annar djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti og getur í sumum þessara vara verið umtalsvert magn transfitusýra. Af vef Lýðheilsustöðvar Fita inniheldur vítamín og lífsnauðsynlegar fitusýrur: Fitan er nauðsynleg BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Holl fita Öll ómettuð fita er mjúk eða fljótandi við stofuhita og hækkar ekki kólesteról í blóði. MYND PHOTOS.COM Í fjöleignarhúsum með sjö eignar- hlutum eða fleiri skal vera stjórn. Í minni húsum halda eigendur saman um stjórnartauma og má fela einum þeirra forsvar. Stjórn að jafnaði skipuð þremur mönn- um og er einn þeirra formaður. Stjórnarseta er oft vanþakklátur kross og grunnt er á tortryggni og deilur tíðar. Brýnt er að eigendur kunni skil á lagareglum um hús- félög. Þekking á þeim og fylgni við þær er forsenda fyrir farsælu starfi og friði. Úlfúð og innan- mein gera húsfélög ófær um að þjóna hlutverki sínu. Skylt að taka kjöri Kjörgengir til stjórnar eru eigend- ur, makar þeirra eða sambúðar- fólk og nánir ættingjar. Lögræði er skilyrði en viðkomandi þarf ekki að búa eða starfa í húsinu. Ekki er útilokað að fleiri úr sömu íbúð og fjölskyldu sitji saman í stjórn en það er ekki æskilegt. Skylda er að taka kjöri en engum þumalskrúf- um verður beitt. Það er ekki skil- yrði að kosnir menn séu á aðal- fundinum. Það er hins vegar ekki góð latína að kjósa menn að þeim forspurðum eða gegn vilja þeirra. Varamenn Varamenn taka sæti aðalmanna við fráfall þeirra og langvinn for- föll og þegar stjórnarmaður sel- ur eign sína. Hins vegar er ekki þörf á að kalla til varamann þótt stjórnarmaður sé fjarverandi á einstökum fundi eða um skamma hríð. Ef stjórnarmenn verða færri en kjörnir voru og séu varamenn ekki til staðar, verður að boða til aukaaðalfundar til að kjósa stjórnarmenn og varamenn. Stjórnin getur ekki endurnýjað sig sjálf með því að kalla eigend- ur til stjórnarsetu. Þótt formaður hverfi úr embætti þarf ekki allt- af að halda aukaaðalfund til að kjósa nýjan formann því talið er að stjórnin geti kosið nýjan for- mann úr sínum hópi og kallað inn varamenn og verði þannig skipuð til næsta aðalfundar. Frávikning og afsögn Það er spurning hvort húsfundur sé bær að taka ákvörðun um að setja stjórn eða einstaka stjórnar- menn af. Með því fer hann með vissum hætti inn á valdsvið að- alfundar. Samt sem áður er það heimilt við sérstakar aðstæður. Það helgast af neyðarsjónarmið- um, eins konar félagslegum neyð- arrétti. Þá getur stjórnarmaður hvenær sem er sagt af sér. Stjórn- armanni sem glatar félagsaðild sinni og kjörgengi með sölu á eign sinni, ber að segja af sér. Verkefni og heimildir Stjórnin fer með sameigin- leg málefni milli funda. og get- ur takið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar við- hald og viðgerðir og gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmd- ir sem ganga lengra ber stjórn áður að leggja þær fyrir húsfund. Á það við um allar framkvæmd- ir, sem eru verulegar hvað varð- ar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsynlegar ráðstafanir sé að ræða. Stjórnin hefur ekk- ert sjálfstætt og endanlegt vald og félagsmenn geta skotið öllum ákvörðunum hennar til húsfund- ar. Stjórnarlaun Það er meginregla að stjórnar- störf eru ólaunuð. Þau eru laga- skylda sem eigendum er almennt skylt að axla án sérstakrar þókn- unar. Það er hins vegar óþol- andi og óréttlátt þegar stjórnar- störf mæða árum saman á sömu mönnum meðan aðrir koma sér hjá stjórnarsetu. Þá er sanngjarnt og eðlilegt að jafna metin með launum til stjórnar. Stjórn getur ekki á eigin spýtur tekið ákvörðun um laun til sín, heldur verður að taka slíka ákvörðun á húsfundi. Stjórnarstörf geta verið mismik- il eftir stærð húsa og umfangi og eðli verkefna á hverjum tíma. Stjórnarlaun geta verið eðlileg og sanngjörn, til dæmis þegar staðið er í stórræðum. Húsfundaþjónusta Stjórninni er heimilt innan vissra marka að fela verktaka að ann- ast tiltekin verkefni. Hún getur til dæmis keypt aðstoð og ráð- gjöf verkfræðinga, bókara, end- urskoðenda og lögmanna, sé það nauðsynlegt til að upplýsa mál og skapa grundvöll fyrir upplýstum ákvörðunum. Sé kostnaður um- talsverður miðað við efni og að- stæður verður stjórnin að fá sam- þykki húsfundar áður. Sem dæmi um verkefni sem stjórn getur keypt án húsfundarsamþykktar er aðstoð við fundahöld og funda- stjórn. Það er oft nauðsynlegt að fá sérfræðinga til ráðgjafar og að- stoðar við fundi svo þeir fái sem best þjónað hlutverki sínu. Hús- eigendafélagið býður húsfélög- um upp á slíka þjónustu, það er lögfræðiaðstoð við undirbúning, boðun og stjórnun funda og rit- un fundagerða. Þessi þjónusta er eftirsótt og byggð á langri reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu. Hún tryggir löglega og farsæla fundi og löglegar ákvarðanir sem allir geta treyst; eigendur, stjórnir, viðsemjendur og bankar. Góð ráð dýr Stjórnin hefur þröngar heimild- ir til að fela öðrum verkefni sín og skyldur. En ef ekki lánast að kjósa stjórn eða stjórnarstörfin eru eigendum ofviða er illt í efni. Til eru fyrirtæki sem bjóða hús- félögum að taka frá þeim stjórn- arkaleikinn að meira eða minna leyti. Dæmi eru um að stjórnir fari huldu höfði og vísi eigendum um allt á fyrirtæki út í bæ. Lög leyfa slíkt innan vissra marka en allsherjar fráhlaup stjórnar geng- ur ekki. Þegar allt kemur til alls er þjónustan einatt minni og kostn- aðurinn meiri en menn töldu. Hér gildir eins og um flest að ef eitthvað virðist of gott til að vera satt þá sé sú raunin. Svona fyrir- tæki eiga fullan rétt á sér og þjón- usta þeirra er yfirleitt þörf. Það er hins vegar ástæða til að hvetja eigendur og stjórnendur í fjöl- eignarhúsum til að fara fetið í að útvista lögboðin verkefni sín og skyldur og vanda vel til samn- inga. Ef of langt er gengið get- ur það valdið stjórn og húsfélagi miklum fjárhagslegum skakka- föllum. Sú skylda hvílir á stjórn að hún haldi eigendum upplýstum um allt sem máli getur skipt um fjármál og rekstur húsfélagsins og starfsemi þess. Starfsemi húsfé- lags á að vera gegnsæ og þar eiga engin leyndarmál eða pukur að viðgangast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.