Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Qupperneq 30
Dorrit Moussaieff forsetafrú sló heldur betur í gegn þegar hún heimsótti Björnslund - útistofu Norðlingaskóla og leikskólans Rauðhóls. Börnin á Rauðhóli voru fljót að semja texta um Dorrit og syngja þau hann nú í tíma og ótíma. Í Björnslundi er gaman, þar leika allir saman. Í hengirúmi liggjum og klifrum upp í tré. Við á gönguskíðum löllum og skimum eftir tröllum en sjáum bara Dorrit í hengirúmi hér. JÓNÍNA BEN OG GUNNAR Kokkarnir á matarhátíðinni Food and Fun gerðu sér sérstaka ferð á Bæjarins bestu á föstudag til þess að gæða sér á pylsunum þar. Kokkarnir á hátíðinni í ár eru þrettán talsins frá öllum heimshornum en einnig eru átta gestadómarar og fjöldinn allur af erlendu fjölmiðlafólki. Kvöldinu áður höfðu kokkarnir einnig lagt leið sína á Bæjarins bestu til þess að gæða sér á pylsunum frægu en þá var búið að loka staðn- um. Þeir voru svo sólgnir í pylsurnar að þeir buðu afgreiðslumanninum að borga þrefalt verð fyrir eitt stykki. Allt kom fyrir ekki og því var gerð sér- stök ferð daginn eftir þar sem sumir þeirra sporðrenndu þremur pylsum. Kokkarnir og gestadómararnir höfðu heyrt af því að sjálfur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefði gætt sér á pylsunum á Bæjarins bestu og þótt þær framúrskarandi. Það ýtti töluvert undir áhuga hópsins sem varð ekki fyrir vonbrigðum. Food and Fun fór fram nú um helgina í níunda skipti á þrettán veitingastöðum í borginni. Sem sagt einn gestakokkur á hverjum stað. Hátíðin vekur iðulega mikla athygli ytra enda mikil áhersla lögð á Fun- hlutann á hátíðinni. asgeir@dv.is KOKKARNIR Á FOOD AND FUN Á BÆJARINS BESTU: TRÚARLEIÐTOGINN OG HEILSUDROTTNINGIN: Frægðarsól Egils Einarssonar, betur þekkts sem Gillz, Þykki eða Störe, rís hátt þessa dagana. Í sjónvarpsþættinum vinsæla Two and a half men þar sem Charl- ie Sheen fer á kostum og Stöð 2 sýnir, var setningin „He´s all man“ þýdd: Hann er algjör Gillz. Þýðandi þáttarins er greinilega mikill aðdáandi Egils enda engin furða eftir nýjasta afrek kappans - að sigra í Wipeout. 30 MÁNUDAGUR 1. mars 2010 FÓLKIÐ SÖMDU LAG UM DORRIT HANN ER ALGJÖR GILLZ BUÐU ÞREFALT VERÐ Í PYLSUR Brágðgóðar pylsur Sumir fengu sér þrjár. MYND RÓBERT REYNISSONKokkarnir á Food and Fun Tóku sér frí frá því að elda dýrindis mat til þess að fá sér pylsu. MYND RÓBERT REYNISSON „Þessi orðrómur er þrálátur. Við skil- greinum okkar samband sem vina- samband og mér þykir afar vænt um þessa konu. Hún er framúrskarandi á mörgum sviðum,“ segir Gunnar Þor- steinsson, kenndur við Krossinn, að- spurður hvort hann og Jónína Bene- diktsdóttir heilsudrottning væru elskendur en orðrómur þess efnis hefur verið lengi viðloðandi. „Það er mikil vinátta og miklir kærleikar á milli okkar,“ segir Gunnar en vill að öðru leyti ekki tjá sig um sín einka- mál. Heilsudrottningin Jónína Bene- diktsdóttir segir Gunnar vera mikinn vin sinn. „Gunnar er magnað- ur einstaklingur  en  misskil- inn af mörgum eins og ég. Aðalatriðið er að við mis- skiljum ekki hvort ann- að. Vinátta okkar er einstök enda höfum við þekkst til fjölda ára undir erfiðum aðstæðum í einka- lífi beggja.Við vit- um um þá ábyrgð sem á okkur hvílir í þessu sambandi. Við erum fullorð- ið fólk og önum ekki út í neina vit- leysu,“ segir Jón- ína um leið og hún biður um að fá að lifa sínu einkalífi án kast- ljósa fjölmiðla. Jónína og Gunnar eru bæði þjóðþekkt, hvort á sínu sviði. Bæði eru þau einhleyp. Eftir að orð- rómur hafði ver- ið uppi um ást- arsamband þeirra hittust þau til að ræða málin. Það reyndist vera örlagafundur. Eftir það tókst með þeim djúpstæð vinátta sem hvergi ber skugga á. Síðan þá hafa þau verið nær óaðskiljanleg. Jónínu og Gunnar þarf vart að kynna. Hún sér um að grenna Ís- lendinga með detox-inu sínu á Ís- landi og í Póllandi. Hefur rekstur hennar gengið vonum framar - tek- ið mörg hundruð kíló af íslensku og pólsku þjóðinni. Gunnar er forstöðu- maður Krossins sem leggur áherslu á persónu- legt trúarsamfélag með- lima sinna og þátttöku hvers og eins í safnaðarstarf- inu. Frá upphafi hefur söfnuðurinn eink- um verið þekktur fyrir líflegt sam- komuhald og ákveðna rödd inn í samfé- lagið, meðal annars hvað snertir vímu- efnavarnir og siðferði- leg álitamál. benni@dv.is Gunnar Þorsteinsson í Krossinum og Jónína Benediktsdóttir, athafnakona og heilsu- drottning, vilja hafa einkalíf sitt úr kastljósi fjölmiðla og biðja um frið. ÓAÐSKILJANLEG Heilsudrottning Jónína geislar af gleði þessa dagana Sáttur Gunnar Þorsteinsson hefur fundið ástina á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.