Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 1. mars 2010 MÁNUDAGUR 9 „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu. Að mínu mati hefur DV verið að gera bestu hlutina á blaðamark- aðnum undanfarið ár og því líst mér vel á þetta,“ segir Jóhannes Kr. Kristj- ánsson, nýr blaðamaður DV. Jóhannes hefur hafið störf sem blaðamaður á DV en gengið var frá samkomulagi þess efnis í síðustu viku. Hann starfaði áður sem rit- stjóri fréttaskýringaþáttarins Komp- áss og hefur sem slíkur þrívegis verið tilnefndur til Blaðamannaverðlaun- anna. Þau hefur hann unnið tví- vegis, annars vegar árið 2006 fyr- ir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun um barnaníðinga og málefni Byrgisins og hins vegar fyr- ir umfjöllun ársins 2007 um byss- ur á svörtum markaði á Íslandi, um ástandið í Írak og um heilablóðfall. Aðspurður á Jóhannes von á því að halda áfram afhjúpandi umfjöll- un um ýmis málefni. Hann vonast eftir því að fólk setji sig í samband við hann með ábendingar um mál sem þarfnast rannsóknar. „Ég hef áhuga á öllu en geri ráð fyrir því að ég verði í úttekt- um, kannski með svipuðu sviði og í Kompásnum á sínum tíma. Ég legg áherslu á að vera í sambandi við fólkið í landinu og hvet fólk til að senda mér póst á johanneskr@dv.is eða hringja,“ segir Jóhannes. trausti@dv.is Margverðlaunaður blaðamaður, Jóhannes Kr. Kristjánsson, til liðs við DV: Hvetur fólk til að hafa samband Spenntur Jóhannes hefur tvisvar unnið til Blaða- mannaverðlaunanna og er spenntur fyrir að halda rannsóknum áfram á DV. Við tölum víst saman „Auðvitað tölumst við Steingrím- ur við,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG, vegna forsíðu- fréttar Morgunblaðsins á laugardag, þar sem gert er að útgangspunkti að tveir helstu ráðamenn VG, Stein- grímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, standi sitt hvorum megin í klofnum flokknum og talist ekki lengur við.  „Ágreiningur okkar er allur uppi á borðum. En flokkurinn er ekki klofinn. Það er miklu fleira sem sameinar okkur en sundrar. Það þýðir ekki að klofningur sé í okkar röðum. Við erum sammála um að ná lýðræðislegri niðurstöðu í málum á borð við ESB,“ segir Ögmundur. talin til áhættusamra fjárfestinga eins og áður fyrr,“ segir þar. Almennt séð var tilgangur þeirra breytinga sem reifaðar voru í minnis- blaðinu til ráðherra að reyna að auka þær heimildir sem Sjóvá hefði til fjár- festinga til að ávaxta bótasjóð félags- ins. Sáu ekki mun á bótasjóði og eigin fé Heimildir DV herma að ein af ástæð- unum fyrir því af hverju eigendur Sjó- vár vildu auknar fjárfestingaheim- ildir hafi verið sú Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafi ekki tal- ið mikinn mun vera á vátrygginga- skuld tryggingafélagsins og eigin fé þess. Því hafi þeim ekki þótt við hæfi að tryggingafélög hefðu ekki rýmri heimildir til að ávaxta vátrygginga- skuldina. „Það kom margoft fram hjá Karli og Guðmundi að þetta [Inn- skot blaðamanns: vátryggingaskuld- in/bótasjóðurinn] væri bara eigið fé sem mætti nota sem slíkt... Þeir skildu mjög illa muninn á eigin fé og vá- tryggingaskuldinni og mismuninn á því hvernig menn máttu ávaxta þetta,“ segir einn af heimildarmönnum DV sem ekki vill láta nafn síns getið. Líta má að þreifingar Sjóvár í ráðuneytinu hafi verið til að reyna að rýmka þessar fjárfestingaheimildir. Samkvæmt heimildum DV var þó ekkert gert með hugmyndir Sjóvár inni í ráðuneytinu. Í maí 2006 setti Valgerður Sverrisdóttir reglugerð um breytingar á reglugerð um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld. Breyt- ingartillögur þeirra Sjóvármanna voru þó hluti af þeirri reglugerð sem Valgerður setti. Sjóvá reyndi hins vegar að fá þess- ar breytingar í gegn en á næstu tveim- ur árum áttu eigendur og stjórnend- ur Sjóvár og Milestone eftir að byggja fjárfestingar félagsins í auknum mæli á þeirri hugmyndafræði sem þar fer fram, þetta á sérstaklega við um fjár- festingar félagsins erlendar sem end- uðu á því á knésetja félagið. Ekki náðist í Þór Sigfússon á sunnudaginn. ÞRÝSTU Á VALGERÐI ÚT AF BÓTASJÓÐNUM Þrýst á Valgerði Forstjóri Sjóvár þrýsti á Valgerði Sverrisdóttir viðskiptaráðherra að rýmka fjárfestingaheimildir vátrygg- ingaskuldar. Meðal þess sem fram kom í minnisblaði Sjóvár til ráðherra var að heimila meiri erlendar fjárfestingar. nViðskiptavinir tryggingafélaga gera vátryggingasamninga við þau og greiða tilteknar upphæðir til þeirra fyrir vikið. Menn geta til dæmis tryggt fasteignir, bíla og aðrar eignir. Tryggingafélagið tekur við peningum viðskiptavinanna og hefur vissar heimildir til að fjárfesta fyrir þá en þarf alltaf að eiga nægilega mikið af peningum til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavin- unum. Kveðið er á um þetta í lögum. Fari tryggingafélög út fyrir þessar heimildir á Fjármálaeftirlitið að aðvara félagið og benda því á að það þurfi að gera bragarbót á þessu þannig að það eigi nægilega miklar eignir til að geta staðið við þessar skuldbindingar. Sjóvá fór út fyrir þessar heimildir í eigendatíð Milestone og vantaði um tíu milljarða í eignasafn félagsins til að það gæti staðið við þessar skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þess vegna þurfti íslenska ríkið að leggja tryggingafélaginu til um 10 milljarða króna á síðasta ári í formi láns. Annars er líklegt að Sjóvá hefði orðið gjaldþrota. Talið er að ástæðan fyrir þessu gati í eignasafni Sjóvár sé vegna fjárfestinga erlendis sem hafi misfarist. Hvað er vátryggingaskuld/bótasjóður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.