Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Blaðsíða 3
Háværar kröfur eru nú settar fram
um að þeir þingmenn og borgarfull-
trúar, sem enn hafa ekki gert grein
fyrir því hvaðan þeir fengu peninga
til að reka prófkjörs- og kosningabar-
áttu árin 2005 til 2007, leggi fram öll
gögn þar um.
Sérfræðingar hafa tengt dalandi
fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar í nýjustu fylgiskönnun-
um við umræðuna um styrkveiting-
ar bankanna og annarra fyrirtækja til
frambjóðenda og virðist það ýta und-
ir sjónarmið um að stærstu styrkþeg-
ar geri annaðhvort tæmandi grein
fyrir framlögum ellegar víki úr trún-
aðarstöðum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, er sá
þingmaður sem mestra fjármuna afl-
aði á umræddu tímabili eða alls tæp-
ar 25 milljónir króna. Hann vildi ekki
tjá sig um málið þegar DV hafði sam-
band við hann í gær en kvaðst fara
yfir styrkjaumræðuna í Fréttablaðinu
í dag.
Mótmælendur hafa undanfarna
daga safnast fyrir utan heimili Guð-
laugs Þórs og Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur, Samfylkingunni. Ólíkt
Guðlaugi hefur hún birt öll gögn um
styrkveitendur og hvernig 12,8 millj-
ónum króna var varið í tveimur próf-
kjörum.
Af 25 milljóna króna framlögum
árin 2005 til 2007 til Guðlaugs Þórs
hefur verið upplýst, að 2 milljónir
komu frá Baugi og 1,5 milljónir frá
Landsbankanum.
Frambjóðendur undir feldi?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur hvatt kjörna
fulltrúa flokksins til þess að upplýsa
um styrkveitingar og hvaðan þær eru
komnar.
Sveinn Andri Sveinsson, lögfræð-
ingur og fyrrverandi borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, er stuðnings-
maður Guðlaugs Þórs. Hann hef-
ur að undanförnu átt í ritdeilu við
Agnesi Bragadóttur, blaðamann á
Morgunblaðinu. „Hún þegir um það
að Gísli Marteinn Baldursson hefur
gefið upp kolrangar tölur um kostn-
að sinn í prófkjörinu vegna borgar-
stjórnarkosninganna 2006.“
Gísli Marteinn er fjórði mesti
fjáraflamaðurinn í röðum starfandi
stjórnmálamanna, en hann gaf upp
11,4 milljónir króna á umræddu
tímabili. Hvorki hann né Guðlaugur
Þór hafa gefið upp hvaðan styrkirnir
eru. Það hafa hins vegar bæði Illugi
Gunnarsson og Steinunn Valdís gert.
Þá þáði Gísli Marteinn Baldursson
laxveiðiferð til Rússlands í boði Glitn-
is sumarið 2007. DV náði ekki sam-
bandi við Gísla Martein þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir í gær.
120 milljónir frá bönkunum
Árin 2006 og 2007 létu Kaupþing og
Landsbankinn umtalsvert fé af hendi
rakna til einstakra frambjóðenda.
Landsbankinn útdeildi 23,5 milljón-
um króna og Kaupþing 10,5 milljón-
um króna.
Með þeim fyrirvörum að gögn
rannsóknarnefndar Alþingis hafi
ekki með öllu verið tæmandi er ljóst
að bankarnir styrktu þrjá stjórnmála-
flokka; Sjálfstæðisflokkinn, Samfylk-
inguna og Framsóknarfokkinn og
einstaka frambjóðendur um samtals
120 milljónir króna.
Mörgum kjósendum þykir sem
einu megi gilda hvort stjórnmála-
menn hafi gert tæmandi grein fyr-
ir framlögum og styrkjum og hvernig
þeim hafi verið varið. Þeir sem tekið
hafi við milljónum króna á velmektar-
tímum bankanna verði einfaldlega að
víkja, ella verði trúnaðarbrestur við-
varandi milli stjórnmála og kjósenda.
FRÉTTIR 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 3
SAT BEGGJA VEGNA BORÐS
Yfir milljón á mánuði Kristján
Gunnarsson var einn launahæsti
verkalýðsforkólf ur landsins árið 2008
samkvæmt tekjublaði Mannlífs, en þá
voru mánaðarlaun hans 1,2 milljónir
króna.
Úr greinargerð siðfræðihóps rannsóknarnefndar, Siðferði og starfshættir í tengslum við
fall íslensku bankanna 2008, e. Vilhjálm Árnason, Salvöru Nordal og Kristínu Ástgeirs-
dóttur.
n „Forsvarsmönnum lífeyr-
issjóðanna er trúað fyrir
miklum verðmætum, en
í stjórnum sjóðanna sitja
fulltrúar verkalýðssamtaka
og atvinnurekenda. Þeir
gæta lífeyris almennings
og gera verður til þeirra
sambærilegar kröfur
og annarra sem gæta
almannahagsmuna. Því
er mikilvægt að traust ríki
milli stjórnenda sjóðanna
og almennings. Lífeyris-
sjóðirnir eru langtímafjár-
festar og því mjög eftirsóknarverðir fyrir fyrirtæki landsins. Þá sækjast fjármálafyrir-
tækin eftir viðskiptum við þá enda geta þóknanir numið háum fjárhæðum þar sem
um mikla fjármuni er að ræða. Af þessum sökum verða starfshættir lífeyrissjóðanna
að vera hafnir yfir allan vafa þar sem verklagsreglur verða að vera skýrar og
gagnsæjar til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra eða að einum sé hyglað fram
yfir annan.
[...]
Sárlega skorti skýrar reglur hjá lífeyrissjóðunum um starfshætti, ekki síst um
boðsferðir og gjafir. Slíkar reglur eru til þess fallnar að auðvelda fólki að standast
freistingar og þrýsting utan frá og auka trúverðugleika gagnvart almenningi. Ljóst
er af skýrslutökum að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa áttað sig á þessari stað-
reynd, enda hafa margir lífeyrissjóðir unnið að gerð siðareglna á síðustu mánuðum.
Í íslensku viðskiptalífi og stjórnkerfi hafa starfshættir oftar en ekki verið byggðir á
matskenndum reglum eða óskýrum hefðum og á það við um lífeyrissjóðina eins
og aðra. Í litlu samfélagi þar sem tengsl eru náin eru skýrar reglur enn mikilvægari
og geta verið árangursríkt tæki til að efla þá varnarmúra sem eru nauðsynlegir í
starfsemi lífeyrissjóðanna. Á meðan íslenskir lífeyrissjóðir fjárfesta að stórum hluta
hér á landi er enn mikilvægara að reglurnar séu skýrar. “
Traust almennings mikilvægt
n Í úttekt sænsku félagsfræðinganna Jakobssons og Lövmarcks segir frá því þegar
Maria Borelius og Cecilia Stegö Chilo sögðu af sér ráðherradómi á fyrstu þremur
vikum ríkisstjórnar Reinfeldts fyrir meira en þremur árum. Höfundar ganga að
því vísu að Maria og Cecilia hafi með einhverjum hætti brotið gegn siðaboðum
samfélagsins þegar þær gáfu ekki upp til skatts laun barnfóstra. Chilo, sem var
menntamálaráðherra, hafði auk þess skotið sér undan því að greiða afnotagjöld
af sænska ríkissjónvarpinu.
Greinarhöfundar nefna fjórar siðareglur sem komu við sögu í máli Ceciliu og Mariu:
n Fólk í opinberum virðingarstöðum á að gæta hófsemi í opinberum athöfnum
sínum.
n Fólk í opinberum virðingarstöðum á fortakslaust að sýna gott fordæmi.
n Fólk sem tekur að sér opinberar ábyrgðarstöður á að hafa óflekkað mannorð.
n Fólk í opinberum stöðum á að vera heiðarlegt.
Hófsemi, heiðarleiki, gott fordæmi...
Háværar kröfur eru um að stjórnmálamenn sem þáðu háa styrki
í eigin kosningasjóði af föllnu bönkunum og útrásarfyrirtækj-
um segi af sér. Dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar í nýjum fylgiskönnunum er rakið til umræðunnar
um spillingarfnyk af stórfelldum styrkjum. Mikill þrýstingur er
innan flokks á Guðlaug Þór Þórðarson og Gísla Martein Bald-
ursson um að gera grein fyrir styrkjum sínum.
ALLT UPP
Á BORÐIÐ
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf-
stæðisflokki, gaf upp
nærri 25 milljónir króna
til ríkisendurskoðanda.
Hann ræðir styrkjamál
sín í Fréttablaðinu í dag.
Ágreiningur innan flokka Þótt Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir hafi gert grein
fyrir nærri 13 milljóna króna tekjum og
útgjöldum kosningasjóða sinna telja
margir að ekki sé nóg að gert.
Gefur ekki upp styrkveitendur
Þrýst er innanflokks á Guðlaug Þór
Þórðarson að gefa upp nöfn fyrirtækja
sem lögðu fé í kosningasjóði hans.
Gaf hann allt upp? Sveinn Andri
Sveinsson, flokksbróðir Gísla Marteins
Baldurssonar, gefur í skyn að hann hafi
vantalið framlög í kosningasjóði árið
2006.