Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 6
6 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 FRÉTTIR KÆRÐIR ÚT AF LEGSTEINUM Rekstraraðilar Granítsmiðjunnar hafa verið kærðir til lögreglu vegna grunsemda um að eignum hafi verið komið undan þrotabúi fyrirtækisins. Skiptastjóri búsins, Lúðvík Örn Steinarsson, segir muna talsverðum fjármunum sem gefnir voru upp við gjald- þrotið og því sem nú er að finna í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Rekstraraðilar Granítsmiðjunnar eru grunaðir um að hafa komið tals- verðum verðmætum undan þrotabúi fyrirtækisins og hefja nýjan rekstur sem byggður er á þeim verðmætum. Skiptastjóri þrotabúsins, Lúðvík Örn Steinarsson hæstaréttarlögmaður, hefur kært þá til lögreglu út af þessu og krafist formlegrar rannsóknar. Þegar þrotabú Granítsmiðjunnar var innsiglað um síðustu áramót, eft- ir að fyrirtækið hafði sjálft óskað eftir gjaldþrotaskiptum, lagði það inn yf- irlit um lagerstöðu og verðmæti sem lágu í búinu. Kæra skiptastjórans snýr að því að þau verðmæti sem nú sé að finna í höfuðstöðvum fyrirtækisins samræmist ekki því sem áður hafði verið gefið upp til dómstóla. Eftir því sem DV kemst næst gæti mismunurinn legið í milljónum, ef ekki tugum milljóna, en það kemur til kasta lögreglu að rannsaka hvort slíkum verðmætum hafi verið skotið undan búinu. Ber mikið á milli Nýverið fór Lúðvík Örn með áhuga- sömum kaupendum í höfuðstöðvar fyrirtækisins og viðurkennir að þar hafi blasað við nokkur rýrnun á þeim lager sem átti að vera til staðar. Að- spurður svarar hann því játandi að kæra til lögreglu gefi vísbendingu um rökstuddan grun um lögbrot. „Það var ansi mikil rýrnun þarna, fyrst og fremst á efni, og það er bara þannig að áhugasamir kaupendur sáu þar inni minna en við töldum okkur vera að selja. Það munar geysilega miklu á þeim upplýsingum sem félagið lagði sjálft fram til dómstóla og þeirra verð- mæta sem nú blasa við okkur. Þannig átti lagerstaðan að vera upp á tugi milljóna sem er ekki í dag en það er klárt að því miður ber þarna verulega mikið á milli,“ segir Lúðvík Örn. „Um slík verðmæti er að ræða að ég var ekki í nokkurri annarri stöðu en að kæra þetta. Það er mitt hlutverk að gæta hagsmuna búsins og þarna er grunur um að það hafi orðið fyrir verðmætamissi. Það vil ég að verði skoðað hvort þarna séu til staðar undanskot eigna og því var þetta kært til lögreglu.“ Horfnir legsteinar Einn viðmælenda DV, sem vildi ekki koma fram undir nafni, bendir á að rekstraraðilar hafi hafið nýjan rekstur Granítsmiðjunnar og hefur áhyggjur af því að þar sé stuðst við verðmæti úr þrotabúinu. „Við sem höfðum áhuga komum einfaldlega að tómum kof- unum og ég skynjaði að búið hafði verið að strípa út. Það var ekki neitt neitt þarna að sjá og til að mynda flestir legsteinarnir ekki til staðar. “ Lúðvík Örn leggur áherslu á að þó kæra hafi verið lögð fram sé hann ekki að bera mönnum neitt á brýn heldur sé aðeins nauðsynlegt að skera úr um hvort eitthvað óeðlilegt hafi farið fram. „Ég er búinn að biðja lögreglu um að fram fari rannsókn á því hvort verðmætum hafi verið kom- ið undan. Sú lagerstaða sem þrotabú- ið fékk uppgefið stemmir ekki við þá stöðu sem við eigum að sýna núna. Grunurinn er það rökstuddur að við töldum okkur ekki eiga annarra kosta völ en að velta þessum steini við en svo getur verið að þessi rýrnun sé á rökum reist,“ segir Lúðvík Örn. Þjófnaður annarra Magnús H. Magnússon, fyrrverandi eigandi Granítsmiðjunnar, viður- kennir að öll tæki fyrirtækisins hafi hann tekið til sín og bendir á að hann beri ekki ábyrgð á því að lagerstaða þrotabúsins hafi rýrnað. Aðspurður viðurkennir hann einnig að talsvert af efni sé að finna í nýjum höfuð- stöðvum en hann segist geyma það fyrir vin sinn. „Það er eðlileg skýring á þessu öllu saman. Eftir gjaldþrotið ber ég enga ábyrgð á búinu en það er skrítið að það hafi ekki verið inn- siglað því ég hef verið með lykla all- an tímann. Ég viðurkenni að ég fór strangt til tekið inn í leyfisleysi og sótti tækjakostinn því tækin voru á annarri kennitölu. Það gerði ég til að verja mitt því bankinn er búinn að taka nóg,“ segir Magnús. „Það hefur átt sér stað þjófnað- ur en ekki af minni hálfu. Sjálfur hef ég tvívegis þurft að hringja á lögreglu að kvöldlagi vegna vörubíla fyrir utan sem hafa verið að taka efni og annað úr þrotabúinu. Ég hef ekki gert neitt annað en að vera liðlegur. Varðandi legsteinana þá fóru þeir í hendur að- ila sem lánaði fé til bjargar rekstrin- um og ég geymi þá fyrir hann og kem líklega til að kaupa þá af honum. Ég hef ekkert að óttast gagnvart kærunni eða því sem lögreglan skoðar hjá mér.“ Við sem höfðum áhuga komum einfaldlega að tómum kofanum og ég skynjaði að búið hafði verið að strípa út. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ráðgert er að Jón Ásgeir Jóhannes- son og kona hans, Ingibjörg Pálma- dóttir, aðaleigandi 365, fari á vegum fjölmiðlafyrirtækisins til Los Angeles til að velja sjónvarpsefni ofan í áskrif- endur Stöðvar 2 á uppákomunni LA Screenings. Þau hjónin munu ætla að fara með Ara Edwald, forstjóra 365, og sjónvarpsstjóranum, Pálma Guð- mundssyni. Samkvæmt heimildum DV er þetta þvert gegn starfsreglum 365 sem settar voru síðasta haust en í þeim kom fram að í mesta lagi tveir á vegum stöðvar- innar ættu að fara í slíkar ferðir. Þess- ar starfsreglur voru settar innan fyr- irtækisins sem liður í aðhaldinu sem einkennt hefur ýmsa þætti í rekstri fé- lagsins frá bankahruninu. Annar þátt- ur í þessu aðhaldi er að starfsmönn- um hefur verið sagt upp, starfshlutfall starfsmanna hefur verið skert og laun þeirra með. Þetta ferðabann var ákveðið í stjórn 365 og var vísað til þessa banns þeg- ar starfsmenn félagsins voru látnir vita að þeir gætu ekki farið í tilteknar ferðir út af aðhaldi í rekstrinum. Ferð fjórmenningana til Los Angeles virðist hins vegar benda til að ekki sé lengur stuðst við þessar reglur. Á síðustu árum hafa gestir 365 á LA Screenings gist á hótelinu Sunset Marquis Hotels and Villas í Vestur- Hollywood. Þar kostar nóttin á bilinu 300 til 1100 dollara, eftir því hversu fín- um herbergjum gist er í. Ekki er hins vegar vitað á hvaða hóteli Jón Ásgeir, Ingibjörg, Ari og Pálmi ætla sér að gista í ár. Ari Edwald neitaði því ekki fyrir helgi að Jón Ásgeir og Ingibjörg færu með til Los Angeles í ár og sagði að Jón Ásgeir færi þá með sem maki Ingi- bjargar, sem er stjórnarformaður fé- lagsins og aðaleigandi. Hann sagði jafnframt að 365 myndi greiða kostn- aðinn af ferðinni fyrir sitt fólk. ingi@dv.is Gist hefur verið á dýru lúxushóteli í Vestur-Hollywood í LA síðustu árin: Jón Ásgeir með til LA þrátt fyrir bann Bann en þau fara samt Sett var bann við því að fleiri en tveir færu til útlanda á vegum 365 í einu. Jón Ásgeir og Ingibjörg ætla samt að fara með til Los Angeles. Ponzi-svindl William K. Black, lögfræðingur og fjármálaeftirlitsmaður í Bandaríkj- unum, sagði skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis vera skólabókar- dæmi um svokalla Ponzi-svindl. Black var gestur Egils Helgason- ar í Silfri Egils í Ríkssjónvarpinu á sunnudag. Hann sagði skýrsluna taka vel á aðdraganda bankahrunsins árið 2008 en einn galli sé á henni. Gall- inn er sá að mati Blacks að í skýrsl- unni sé ekki bent á fjársvik þótt þau séu hrópandi augljós í henni. Hann sagði að það fé sem hefði horfið úr bankakerfinu yrði eflaust aldrei end- urheimt nema að litlu leyti frá þeim sem voru hvað atkvæðamestir í fjár- glæfrastarfsemi. Reykskynjari bjargaði Talið er að kviknað hafi í út frá hellu- borði þegar eldur kom upp í húsi á Hellissandi aðfaranótt sunnudags. Þrjú systkini voru heima við þegar eldurinn kom upp. Þau vöknuðu við reykskynjarann og komust heil á húfi út úr húsinu og hringdu á slökkviliðið, sem kom skömmu síð- ar. Greiðlega gekk að ná tökum á eldinum, en húsið mun vera mikið skemmt og hluti þess ónýtur. Enn gýs í Eyjafjallajökli Virkni eldgossins í Eyjafjallajökli er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrsta ískatlinum. Í tilkynningu frá Veðurstofu er árétt- að að þrátt fyrir gjóskufall í nærsveit- um er kraftur gossins og gjósku- framleiðsla aðeins brot af því sem átti sér stað fyrstu daga gossins. Ekk- ert bendir til gosloka. Upphleðsla klepragígs heldur áfram og virðist ekkert draga úr krafti gossins miðað við síðustu daga. Fyrsta skrefið Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, segir skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis aðeins vera fyrsta skrefið á langri leið að uppgjöri vegna bankahrunsins. Hann segir enn mörgu ósvarað um bankahrun- ið og aðdraganda þess, sem nefndin fór ekki yfir. Þorvaldur var gestur í Silfri Egils á sunnudag, þar sem hann fór yfir þessi mál. Enginn vafi er að mati hans að lögbrot hafi verið framin og tilefni séu til að dómsmál verði höfðuð. Mikið ber á milli Rekstraraðilar Granítsmiðjunnar eru grunaðir um að hafa komið verðmætum undan þrotabúinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.