Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 18
STORMURINN
KJAFTSTOPP
n Veðurfréttamaðurinn Sigurður
Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, hefur
undanfarið unnið ýmis verk fyrir DV.
Meðal annars
hefur hann fjall-
að um eldgosið í
Eyjafjallajökli af
þekkingu. Sig-
urður, sem rekur
fyrirtækið Veður
ehf., skrifaði frétt
fyrir DV þegar
mótmælt var fyr-
ir utan hjá Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur í aðdraganda afsagnar hennar.
Fyrir misskilning sendi hann skrifaða
frétt á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Storminn rak í rogastans þegar hann
heyrði í fréttatíma RÚV að samkvæmt
fréttatilkynningu frá Veðri ehf. hefðu
átt sér stað mótmæli hjá Þorgerði.
Stormurinn varð kjafstopp.
HETJA OG HANDBENDI
n Naprir vindar blása nú um ritstjórn
Morgunblaðsins eftir að kvöldfrétta-
stjórinn Gunnhildur Arna Gunnars-
dóttir gerði uppreisn vegna frétta-
mats Davíðs
Oddssonar rit-
stjóra sem vildi
að Mogginn legði
áherslu á sök
bankanna í hrun-
inu. Gunnhildur
hefur uppskor-
ið mikla aðdáun
víða vegna að-
gerða sinna gegn ritskoðun á blaðins.
Hún hefur af sumum verið kölluð
hetja. Innan Moggans er nokkur fjöldi
starfsmanna sem er sama sinnis en
þorir þó ekki að aðhafast. Í uppgjöri
Gunnhildar vekur hvað mesta athygli
að aðstoðarritstjórinn Karl Blöndal
virðist vera einkar handgenginn for-
ingja sínum Davíð.
KLUKKA DAVÍÐS
TIFAR
n Fjölmiðlaspekingar velta nú fyrir
sér hve lengi Davíð Oddsson, sem
úrskurðaður hefur verið vanrækslu-
maður, geti setið á ritstjórastóli
Moggans. Hvert hneykslið af öðru
lítur dagsins ljós innan ritstjórnar og
eigendur glíma við stórtap. Í eigenda-
hópnum er aðallega einn sem hefur
verið ósáttur vegna veru Davíðs. Sá er
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Glitnis, sem
Davíð hefur sakað um blekkingar til
að ná út stórum hluta gjaldeyrisvara-
sjóðs Íslendinga til að bjarga Glitni.
Ótrúlegt þykir að Þorsteinn muni
leggja Árvakri til meiri peninga en
orðið er.
VILDU HENDA
AGNESI ÚT
n Mikið fjör var á aðalfundi Blaða-
mannafélags Íslands þar sem átök
stóðu á milli fylkinga Hjálmars Jóns-
sonar, nýkjörins formanns, og Þóru
Kristínar Ásgeirsdóttur, fráfarandi
formanns. Mikillar móðursýki gætti
í báðum hópum og dróst fundur-
inn mjög á langinn. Meðal þeirra
sem hafði sig sem mest í frammi var
Agnes Bragadóttir, pistlahöfundur á
Mogganum, sem var mjög vanstillt.
Hún kallaði ítrekað fram í, hvellri
röddu og uppnefndi Þóru Kristínu.
Einhverjir vildu fleygja Agnesi út en
fundarstjóri féllst ekki á það.
Svarthöfði hefur einskæran áhuga á mannlegu eðli. Síð-ustu daga hefur hann orðið þess áskynja að skítabomb-
urnar eru byrjaðar að fljúga manna
á milli í samfélaginu í auknum mæli.
Svarthöfði veit ekki nákvæmlega
hvaða ástæða liggur þar að baki.
Hann heldur þó að ástæð-una sé að finna í því að í kjölfar skýrslu rannsókn-arnefndar Alþingis séu
margir helstu leikarar hennar komnir
upp við vegg og geri nú hvað sem er til
að kasta rýrð á fjandmenn sína. Bar-
átta hrunverja í dag snýst um að ná
almenningsálitinu sér í hag. Hér kem-
ur skilningur Svarthöfða á mannlegu
eðli að góðum notum því hann veit
að oft þegar menn eru að falli komnir
reyna þeir að draga aðra í dauðann
með sér. Breyskleiki mannsins lætur
hann hugsa: Ef ég dey þá sé ég til þess
að aðrir deyi með mér. Svo er höggvið.
Skýrasta dæmið um þetta birt-ist í óræðri og persónulegri grein sem Jón Ásgeir Jóhann-esson birti á Pressunni fyrir
helgi. Þar hendir Jón Ásgeir mörgum
skítabombum í allar áttir. Tilgang-
ur greinar Jóns var að svara skrifum
Agnesar Bragadóttur - sem
líklega er mesti
mykjudreifarinn
á Íslandi - um
Jón Ásgeir
og Baug í
Morgunblaðinu.
Jón Ásgeir lætur Agnesi heyra það enda er samband þeirra eitt hið flóknasta í íslenskum samtíma. Agnes hefur í gegnum tíðina
sleikt sig upp við Jón, þegið far í einka-
þotu auðmannsins og verið gestur í
veislum hans. En svo gerðist eitthvað:
Allt í einu byrjaði Agnes að úthúða
þessum sykurpabba sínum. Og eng-
inn veit af hverju.
En Jón Ásgeir lætur ekki þar við sitja heldur skýtur á vinnuveitendur Agnesar, Guðbjörgu Matthíasdóttur
og Óskar Magnússon. Hann lætur í
það skína að Guðbjörg hafi búið yfir
innherjaupplýsingum frá syni sínum
sem starfaði í Glitni þegar hún seldi
hlutabréf sín í bankanum skömmu
fyrir hrun. Um Óskar upplýsir Jón Ás-
geir að útgefandinn hnýsni hafi feng-
ið 40 prósent afslátt í verslunum Haga
í fimm ár eftir að hann hætti sem
forstjóri Hagkaupa. Af nægu er því að
taka í þessu skítamixi Jóns Ásgeirs.
Áðurnefnd Agnes lét heldur ekki sitt eftir liggja í saur-skotunum því hún sendi breiðsíðu á Guðlaug Þór
Þórðarson og nánasta bandamann
hans Svein Andra Sveinsson, sem
sjálfur upplýsti fyrstur um einkaþotu-
flug Agnesar, í pistli sínum í Morgun-
blaðinu á sunnudag. Sveinn Andri
svaraði henni svo álíka skítlega í
bloggpistli.
Svarthöfða finnst ekkert leiðin-legt að upplifa dálitla dramat-ík í annars dimmri og tilfinn-ingasnauðri tilveru sinni og
finnst dálítið fyndið að fylgjast með
þessum þjóðþekktu einstaklingum
ata hver annan auri trekk í trekk. En
á sama tíma finnst honum dálítið
skrítið á hversu lágt plan þetta fólk er
reiðubúið að fara til að koma höggi
á náungann. Fólk í góðum stöðum í
samfélaginu hegðar sér eins og það sé
í leikskóla, uppnefnir hvert annað og
híaar á hvert annað á næsta kloflæg-
an hátt eins og það sé enn á þermi-
stiginu með Freud og litlu börnunum.
Svarthöfði spyr sig að því hvort það sé ráðlegt að skoðana-skipti kúkadreifarans á Morg-unblaðinu séu tekin upp
af öðrum alveg gagnrýnislaust. Af
tvennu illu er nefnilega betra fyrir
þá sem verða fyrir kökum hennar að
þegja af sér flauminn ógeðfellda. Í
atganginum í kringum skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar er gott að hafa
þetta í huga þegar skítabomburnar
byrja að fljúga aftur. Enginn getur
unnið neitt ef umræðan fer niður á
Agnesarstigið, nema auðvitað Agnes
sjálf sem þá getur gefið í og látið fleiri
bombur fljúga.
SKÍTABOMBURNAR FLJÚGA
„Já. En ég veit að ég get alltaf hitt hana í
detox,“ segir
Einar Skúlason,
oddviti
Framsóknar-
flokksins í
borgarstjórnar-
kosningunum í
Reykjavík. Jónína
Benediktsdóttir
átti sæti á lista
Framsóknar en
sagði sig úr
flokknum í gær eftir að Guðrún
Valdimarsdóttir vék af listanum.
MUNTU SAKNA
JÓNÍNU?
„Ég skil réttláta
reiði almenn-
ings.“
n Björgólfur Thor um reiði almennings
gagnvart þeim sem voru þátttakendur í þeirri
atburðarás sem leiddi til hrunsins. - Fréttablaðið
„Mér var hótað
nauðgun“
n Sóley Tómasdóttir um að
henni hafi verið hótað nauðgun
vegna feminískra skoðana sinna. Hún varð
óörugg og gekk ekki ein um bæinn. - DV
„...það er sárast
að hann geti
ekki svarað
sjálfur fyrir
þetta.“
n Guðný Anna Tórshamar í Vestmannaeyjum
um eiginmann sinn Jóhannes Esra Ingólfsson
sem lést skyndilega í júlí 2009. Hún berst nú til
að fá líftryggingu hans greidda. - DV
„Ég hef verið að
leita að gítar-
leikara sem heit-
ir Jónas Geir.“
n Beggi Dan, söngvari kántrísveitarinnar
Baugs, sem heldur úti síðunni baugur.is. Jónas
Geir yrði þá með póstfangið jonasgeir@baugur.
is. - DV
„Við Steinn
erum ekki í
neinni pissu-
keppni.“
n Davíð Þór Jónsson um sig og Stein Ármann
en þeir fara hvor með sinn kaflann í frægu
uppistandi Ricky Gervais; Villidýr og Pólitík. - DV
Til hamingju, Davíð!
Davíð Oddsson hefur unnið stórsigur sem ritstjóri Morgunblaðsins. Könn-un MMR á trausti þjóðarinnar á
fjölmiðlum sýnir að 46 prósent þjóðarinnar
treysta blaðinu undir hans ritstjórn.
Aðeins 25 prósent þjóðarinnar vantreysta
blaðinu sem ritstýrt er af formanni Sjálf-
stæðisflokksins til 14 ára og pólitískt skipuð-
um seðlabankastjóra bankahrunsins.
Davíð er sérstaklega þekktur fyrir áróð-
ursaðferðir sínar, svokallaðar smjörklípur,
sem eiga ekkert sameiginlegt með heil-
brigðri blaðamennsku. Í rannsóknarskýrslu
Alþingis var einnig greint frá því hvernig
hann, sem seðlabankastjóri, vildi íhlutast
um stjórn ríkisins. Þar sagði núverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá því
hvernig Davíð hafi hótað honum að honum
yrði „ólíft á Íslandi það sem eftir er“, ef hann
samþykkti ekki það sem hann segði. Það er
ótrúlegur árangur hjá slíkum manni að fá
helming þjóðarinnar til að treysta fjölmiðli
sem hann stýrir.
Ísland takmarkar starfsmöguleika
margra, en í tilfelli Davíðs stóraukast þeir.
Davíð er lánsamur að búa á Íslandi, því í þró-
uðum lýðræðisríkjum þætti bæði ómögulegt
að hann væri nógu hlutlaus til að gegna stöðu
seðlabankastjóra og hvað þá stýra dagblaði.
Og eigendur blaðsins myndu vita að það
þýddi ekki að halda honum sem ritstjóra, því
hann myndi eyðileggja traustið á blaðinu.
Traustið á Morgunblaðinu hefur hins vegar
bara minnkað um 11 prósentustig og van-
traustið aðeins aukist um 12 prósentustig.
Fólk treystir blaðinu sem birti nýlega
fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur um að
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, væri „mjög afgerandi, sterkur og
heill“ og „langsterkasti stjórnmálaforingi
Sjálfstæðisflokksins“ og að „enginn [kæmi]
til greina sem formaður annar en [hann]“.
Í sömu grein var Kristján Þór Júlíusson,
mögulegur mótframbjóðandi Bjarna, af-
greiddur á einfaldan hátt með tilvitnun í
nafnlausan sjálfstæðismann: „Hann er bara
tækifærissinni, svo einfalt er það.“
Þjóðin treystir blaðinu sem setti á forsíðu
að efnahagshrunið væri „ábyrgð bank-
anna“, þótt niðurstaðan væri sú að ábyrgðin
dreifðist víðar, ekki síst til ritstjóra blaðsins.
Forsvarsmönnum Morgunblaðsins virðist
finnast óþarft að fela misnotkunina. Þótt
einn fréttastjóri segi upp störfum vegna af-
bökunar á hrunskýrslunni gerir það ekkert
til. Á sama tíma getur blaðið auglýst að eng-
um prent- eða vefmiðli á landinu sé treyst
meira en fjölmiðli Davíðs. Þetta eru góðar
fréttir fyrir Davíð og hans líka, en um leið
sýnir þetta að það verður erfitt að byggja upp
heilbrigt samfélag á Íslandi.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Það verður erfitt að byggja upp heilbrigt samfélag á Íslandi.
18 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA