Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Síða 23
ÚTTEKT 3. maí 2010 MÁNUDAGUR 23 Hversu traust er hjónaband ykkar? Hverjar eru líkurnar á að þið verðið hamingjusöm eftir 50 ár? Hafið þið það sem til þarf? Taktu próf dr. Charles og Elizabeth Schmitz, heimsþekktra hjónabandsráðgjafa og höfunda fjölda verðlaunabóka. Settu „satt“ eða „ósatt“ við eftirfarandi fullyrðingar og lestu svo úr niðurstöðunum. Hjón í hamingjusömu hjónabandi... 1. ...telja að það sé lítið mál að láta hjónabandið ganga. Satt eða ósatt? 2. ...gefa einstaklingsímynd sína upp á bátinn og mynda fullkomna einingu með makanum. Satt eða ósatt? 3. ...eiga sín leyndarmál sem þau deila ekki með öðrum. Satt eða ósatt? 4. ...líta á makann sem sinn besta vin. Satt eða ósatt? 5. ...hjálpa hvort öðru með því að benda á galla hvort annars. Satt eða ósatt? 6. ...gefa makanum andrými og tíma fyrir sjálfan sig. Satt eða ósatt? 7. ...líta fram hjá þyngdaraukningu makans því þau vita að útlit skiptir ekki miklu máli í sambandinu. Satt eða ósatt? 8. ...elda saman hollan mat til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Satt eða ósatt? 9. ...myndu aðeins leggjast í stórkaup með samþykki hvort annars. Satt eða ósatt? 10. ...finnst mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð í sitt hvoru lagi. Satt eða ósatt? 11. ...telja að kynlífið skipti mestu í hjónabandinu og vita að á því byggist hamingjusamt samband. Satt eða ósatt? 12. ...leika sér að því að gera grín að göllum hvort annars við aðra. Satt eða ósatt? 13. ...leggja áherslu á að halda í rútínuna svo sambandið verði stöðugt. Satt eða ósatt? 14. ...koma hvort öðru reglulega á óvart með óvæntum ferðalögum og gjöfum. Satt eða ósatt? 15. ...vita að framhjáhald myndi rústa hjónabandinu. Satt eða ósatt? 16. ...hafa upplifað fátt sem veldur þeim verulegum áhyggjum í sínu 30 ára hjónabandi. Satt eða ósatt? 17. ...urðu nánari eftir að hafa upplifað erfiða atburði í sameiningu. Satt eða ósatt? 18. ...segja að börn auki einungis á gleði hjónabandsins. Satt eða ósatt? 19. ...njóta þess að upplifa áhugamál hvort annars þótt áhugi þeirra liggi ekki alltaf samhliða. Satt eða ósatt? 20. ...geta ekki ímyndað sér lífið án makans. Satt eða ósatt? Taktu prófið 1. „Að einblína á börnin er það mikilvægasta við að vera foreldri.“ Dr. Charles og Elizabeth Schmitz segja að einmitt hið gagnstæða eigi við hamingjusöm hjón sem hafa alið upp frábær börn. Gott samband á milli mömmu og pabba toppi allt annað. Náðu hjónabandinu góðu og allt annað fylgir. Tapaðu þræðinum í sambandinu við makann og allt annað fer á hvolf. 2. „Því meiri tíma sem þið eyðið saman því betra verður sambandið.“ Þessi staðhæfing er aðeins sönn upp að vissu marki samkvæmt Schmitz-hjónunum sem segja að eins öfugsnúið og það hljómi getur of mikil samvera skemmt hjónabandið. Passaðu upp á að eiga tíma fyrir sjálfa/n þig og sýndu makanum skilning ef hann biður um smá andrými. 3. „Gott kynlíf er lykillinn að góðu hjónabandi.“ Dr. Charles og Elizabeth Schmitz segja flest af þeim þúsundum ham- ingjusamra hjóna sem þau hafa spjallað við í gegnum árin tiltölulega ánægð með kynlífið. En - að engu hjónabandi hafi hins vegar ver- ið bjargað með góðum drætti! Þegar þau spurðu viðmælendur sína hversu mikilvægt kynlíf væri á skalanum 1-10 var meðaltalið aðeins 6. Svör: Svörin eru byggð á 27 ára reynslu dr. Charles og Elizabeth Schmitz og rannsóknum þeirra á hamingjuríkum hjónaböndum. 1. Ó 2. Ó 3. Ó 4. S 5. Ó 6. S 7. Ó 8. S 9. S 10. Ó 11. Ó 12. Ó 13. Ó 14. S 15. S 16. Ó 17. S 18. Ó 19. S 20. S Til hamingju - ef þú svaraðir öllum 20 spurningum á sama hátt og þau þúsundir hamingjusamra hjóna sem dr. Charles og Elizabeth Schmitz hafa spjallað við eigið þið virkilega góða möguleika á að eiga ánægjulegt og langt hjónaband fram undan.   Ef þú svaraði 16 spurningum líkt og svarlistinn er enn möguleiki fyrir ykkur. Aflið ykkur meiri upplýsinga og vinnið saman í hjóna- bandinu. „Litlu atriðin eru mikilvægust og skipta mestu máli. Ekki bara hugsa um þessa litlu hluti eða bara spjalla um þá. Þið verðið að láta verkin tala á hverjum einasta degi. Þannig byggið þið upp gott og hamingjusamt hjónaband,“ segja dr. Charles og Elizabeth Schmitz að lokum en hægt er að lesa meira um fræði hjónanna á heimasíðu þeirra www.simplethingsmatter.com Þrjár reglur sem hjón eiga að brjóta: Í gegnum árin hafa ákveðnar „reglur“ um hjónaband og samband hjóna gengið kynslóða á milli. Á þeim 27 árum sem hjónabandsráðgjafarnir dr. Charles og Elizabeth Schmitz hafa rannsakað hamingjurík hjónabönd alstað- ar í heiminum komust þau að því að sumar „reglur“ hjálpa hjónum virkilega að byggja hamingjuríkt líf saman. Hins vegar, segja hjónin, eru til „reglur“ sem eru ekki aðeins heimskulegar heldur líka hættulegar hjónabandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.