Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2010, Page 24
24 MÁNUDAGUR 3. maí 2010 TOTTENHAM HÉLT FORYSTUNNI Baráttan um síðasta Meistaradeildarsæt- ið er í algleymingi en bæði Manchester City og Tottenham unnu sína leiki um helgina. Nú er það ljóst að bara þau eiga möguleika á fjórða sætinu og leika þau allt að því hreinan úrslita- leik um fjórða sætið á miðvikudaginn. Tottenham hefur eins stigs forystu á City þannig að vinni það innbyrðisleik liðanna á miðvikudagskvöldið er Tottenham komið í Meistara- deildina en vinni City dugar því svo sigur í lokaumferðinni til þess að komast í deild þeirra bestu. City vann Aston Villa um helgina, 3-1, eftir að lenda 1-0 undir en á sama tíma vann Tottenham baráttuglatt lið Bolton með einu marki gegn engu þar sem Tom Huddlestone skoraði glæsilegt mark. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN BIRMINGHAM - BURNLEY 2-1 1-0 Brian Jensen (29. sm), 2-0 Christian Benítez (42.), 2-1 Steven Thompson (87.). MAN. CITY - ASTON VILLA 3-1 0-1 John Carew (16.)m 1-1 Carlos Tevez (41. víti), 2-1 Emmanuel Adebayor (43.), 3-1 Craig Bellamy (90.). PORTSMOUTH - WOLVES 3-1 1-0 Arouna Dindane (20.), 1-1 Kevin Doyle (35.), 2-1 John Utaka (39.), 3-1 Michael Brown (67.). STOKE - EVERTON 0-0 TOTTENHAM - BOLTON 1-0 1-0 Tom Huddlestone (38.). LIVERPOOL - CHELSEA 0-2 0-1 Didier Drogba (33.), 0-2 Frank Lampard (54.). FULHAM - WEST HAM 3-2 1-0 Clint Dempsey (45.), 2-0 Carlton Cole (58. sm), 2-1 Carlton Cole (61.), 3-1 Stefano Okaka (79.), 3-2 Guillermo Franco (90.). SUNDERLAND - MAN. UNITED 0-1 0-1 Nani (28.). STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 37 26 5 6 95:32 83 2. Man. Utd 37 26 4 7 82:28 82 3. Arsenal 36 22 6 8 78:39 72 4. Tottenham 36 20 7 9 64:37 67 5. Man. City 36 18 12 6 72:43 66 6. Aston Villa 37 17 13 7 52:38 64 7. Liverpool 37 18 8 11 61:35 62 8. Everton 37 15 13 9 59:49 58 9. Birmingham 37 13 11 13 37:45 50 10. Fulham 36 12 10 14 39:41 46 11. Sunderland 37 11 11 15 47:54 44 12. Stoke City 36 10 14 12 33:44 44 13. Blackburn 36 11 11 14 38:54 44 14. Bolton 37 9 9 19 40:66 36 15. Wolves 37 8 11 18 30:55 35 16. Wigan 36 9 8 19 35:69 35 17. West Ham 37 8 10 19 46:65 34 18. Hull 36 6 10 20 32:73 28 19. Burnley 37 7 6 24 38:80 27 20. Portsmouth 37 7 7 23 34:65 19 CHAMPIONSHIP BLACKPOOL - BRISTOL C. 1-1 COVENTRY - WATFORD 0-4 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og lék allan leikinn. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Watford. DERBY - CARDIFF 2-0 IPSWICH - SHEFF. UTD. 0-3 LEICESTER - M. BORO 2-0 PLYMOUTH - PETERBOROUGH 1-2 Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth og lék allan leikinn. QPR - NEWCASTLE 0-1 READING - PRESTON 4-1 Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Reading og skoraði þriðja mark liðsins, hans 16. í deildinni. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu. SCUNTHORPE - NOTT. FOREST 2-2 SHEFF. WED - C. PALACE 2-2 SWANSEA - DONCASTER 0-0 WBA - BARNSLEY 1-1 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 46 30 12 4 90:35 102 2. WBA 46 26 13 7 89:48 91 3. Nott. Forest 46 22 13 11 65:40 79 4. Cardiff 46 22 10 14 73:54 76 5. Leicester 46 21 13 12 61:45 76 6. Blackpool 46 19 13 14 74:58 70 7. Swansea 46 17 18 11 40:37 69 8. Sheff. Utd 46 17 14 15 62:54 65 9. Reading 46 17 12 17 68:63 63 10. Bristol City 46 15 18 13 56:65 63 11. Middlesbro 46 16 14 16 58:50 62 12. Doncaster 46 15 15 16 59:58 60 13. QPR 46 14 15 17 58:65 57 14. Derby 46 15 11 20 53:63 56 15. Ipswich 46 12 20 14 50:61 56 16. Watford 46 14 12 20 61:68 54 17. Preston 46 13 15 18 58:73 54 18. Barnsley 46 14 12 20 53:69 54 19. Coventry 46 13 15 18 47:64 54 20. Scunthorpe 46 14 10 22 62:84 52 21. C. Palace 46 14 17 15 50:53 49 22. Sheff. Wed. 46 11 14 21 49:69 47 23. Plymouth 46 11 8 27 42:68 41 24. Peterb. 46 8 10 28 46:80 34 TITILBARÁTTAN ENSKI BOLTINN Chelsea yfirsteig síðustu alvöru hindrunina að Englandsmeistaratitl- inum þegar liðið lagði Liverpool, 2-0, á Anfield á sunnudaginn. Manchest- er United hafði vonast eftir hjálp frá erkifjendunum í Liverpool en þeir voru aldrei nálægt því að gera Chel- sea skráveifu í leiknum. Steven Gerr- ard hjálpaði meira að segja til við að koma Englandsmeistaratitilinu til Lundúna með fínni stoðsendingu á Didier Drogba sem skoraði fyrra mark Chelsea. Manchester United kláraði sitt verkefni með 1-0 sigri á Sunderland á útivelli. Nani skoraði þar eina mark leiksins í fyrri hálfleik. United þarf að vinna Stoke í síðasta leik sínum í deildinni á heimavelli um næstu helgi og vonast til þess að Wigan hirði í það minnsta stig af Chelsea, nokkuð sem virðist gjör- samlega ómögulegt miðað við stuðið á þeim bláklæddu. Mikil mistök Gerrards Chelsea var mun betra en vængbrot- ið lið Liverpool á Anfield en Chelsea var ekki búið að fá almennilegt færi þegar Didier Drogba komst inn í öm- urlega og áhugalausa sendingu Gerr- ards til baka á markvörðinn, Pepe Reina. Drogba fór auðveldlega fram- hjá Reina og kom Chelsea yfir. „Þetta voru mikil mistök hjá honum,“ sagði Drogba við Sky eftir leikinn. „Ég var heppinn að vera á réttum stað og ná að skora. Það var mjög mikilvægt því markið gaf okkur auka kraft og við lék- um betur eftir það.“ Í seinni hálfleik var ekki spurn- ing um hvort heldur hvenær Chelsea myndi skora aftur. Það var svo miðju- maðurinn Frank Lampard sem skor- aði annað markið sem tryggði sigur- inn. „Þetta var risaleikur fyrir okkur. Ef við hefðum tapað stigum hefði Man. United komist í bílstjórasætið um tit- ilinn. Þetta var samt ekki auðveldur leikur. Þessi vika hefur verið erfið fyr- ir Liverpool, þeir voru slegnir úr Evr- ópudeildinni og gáfu allt sitt í þennan leik,“ sagði Lampard. Stjóri Chelsea, Carlo Ancelotti, er kominn með aðra hönd á sinn fyrsta Englandsmeistaratitil á sínu fyrsta ári hjá Chelsea. Hann ætlar þó ekki að fagna of snemma. „Þetta var mikil- vægt skref á leiðinni að titlinum. Við spiluðum mjög vel og áttum sigurinn skilið. Núna er málið að halda fókus og einbeita okkur að síðasta leikn- um. Ég hef sagt frá upphafi að úrslit- in muni ráðast í lokaumferðinni og þannig verður þetta,“ sagði Ancelotti sem hafði trú á að United myndi klára Sunderland. Gjöf frá Gerrard „Liverpool átti erfiðan leik í vikunni gegn Atletico Madrid. Liverpool hef- ur náttúrlega tapað nítján leikjum á tímabilinu þannig að kannski var til of mikils ætlast að biðja það um að vinna Chelsea,“ sagði sir Alex Fergu- son, stjóri Manchester United, eft- ir sigur sinna manna á Sunderland á sunnudaginn. Með sigrinum heldur liðið pressunni á Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Við gerðum það sem við þurftum að gera í dag og það er það sem skipt- ir máli. Við klúðruðum of miklu af færum í dag, Berbatov hefði til dæm- is getað skorað fjögur mörk. En við spiluðum á köflum mjög vel og sköp- uðum okkur mikið af færum,“ sagði Skotinn. Um sendingu Gerrards sem gaf fyrsta markið í leik Liverpool og Chel- sea sagði Ferguson: „Ég sá þetta bara eftir leikinn. Þetta var algjör gjöf hjá honum. við getum samt ekkert ver- ið að spá í það. Við þurfum bara að vinna okkar leik um næstu helgi og hver veit hvað gerist. Fótbolti er skrýt- in íþrótt. Við vorum betra liðið í dag þannig að við klárum bara okkar leik eftir viku og sjáum svo hvað það dug- ar okkur,“ sagði sir Alex Ferguson. BLÁ HÖND Á BIKARINN Chelsea er komið með aðra höndina á Englandsmeistaratitilinn eftir sigur á Liver- pool, 2-0, í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildinnar. Manchester United gerði það sem það þurfti og lagði Sunderland, 1-0, en þarf nú hjálp frá Wigan til þess að verða meistari fjórða árið í röð. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Liverpool hefur náttúrlega tapað nítján leikjum á tímabilinu þannig að kannski var til of mikils ætlast að biðja það um að vinna Chelsea. GEFST EKKI UPP Nani skoraði sigurmark Man. United gegn Sunderland og hélt titilvonunum á lífi. MYND AFP EINN LEIKUR ENN Vinni Chelsea Wigan í lokaumferðinni verður Chelsea meistari. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.