Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Síða 3
n Síðast þegar frétt var sögð af Hannesi snérist hún um að BMW 760-bifreið sem skráð er á Unni Sigurðardóttur, sambýliskonu hans, hefði verið flutt úr landi um borð í Norrænu á fimmtudaginn í síðustu viku. Bifreiðin var áður skráð á Jón Þór Sigurðsson, sem lengi var einkabílstjóri Hannesar. Markaðsvirði bílsins er á bilinu 6 til 8 milljónir króna. Skattrannsóknaryfirvöld munu kyrrsetja eignir nokkurra útrásarvíkinga á næstunni og þar á meðal eignir Hannesar Smárasonar. Eignir hans sem verða kyrrsettar eru taldar vera mörg hundruð milljóna króna virði. Ekki er vitað hvort flutningurinn á bifreiðinni tengist væntanlegri kyrrsetningu á eignum Hannesar. FRÉTTIR 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 FJÖGUR FÉLÖG HANNESAR Í ÞROT n Hannes Smárason er fæddur 25. nóvember 1967 og verður því 43 ára á árinu. Fortíð hans í íslensku viðskiptalífi er vægast sagt litrík. Hannes var aðstoðarforstjóri deCODE Kára Stefánssonar þegar félagið flaug sem hæst í upphafi aldarinnar. Hann átti hvað mestan þátt í því að félagið var skráð á bandaríska hlutabréfamarkaðinn. Hannes starfaði í sjö ár hjá deCODE en þar á eftir fór hann inn í Icelandair ásamt tengdaföður sínum, Jóni Helga Guðmundssyni, kenndum við BYKO. Þegar Hannes skildi við dóttur Jóns Helga keypti hann Jón Helga út úr Icelandair. Hann tók svo saman við einkaritara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Unni Sigurðardóttur, og búa þau saman í dag í London. Eftir að hann eignast Icelandair urðu skilin á milli flugreksturs og fjárfestingastarf- semi félagsins minni og minni. Á endanum var fjárfestingastarfsemin skilin frá flug- rekstrinum og var hann seldur út úr félaginu. Eftir stóð Icelandair sem flugfélag og FL Group sem fjárfestingafélag sem Hannes stýrði. Á endanum missti Hannes tökin á FL Group og í árslok 2007 var honum ýtt úr forstjórastöðu félagsins eftir vægast sagt glæfralegan rekstur. Jón Sigurðsson tók við af honum en Jón Ásgeir Jóhannesson hafði bæði tögl og hagldir í félaginu. Eftir brotlendingu sína hjá FL Group hefur Hannes ekki látið mikið fyrir sér fara. Hann hefur alið manninn hvað mest í London og má ætla að hann sleiki nú sár sín. Fortíð Hannesar liggur ljóst fyrir hver það er sem á Codrington Limited. Öll þau fjögur fyrirtæki sem skráð voru til heimilis á Talbot Road í fyrra og sem Hannes stýrði hafa nú verið tekin til gjaldþrota- skipta eða eru í greiðslustöðvun. Þetta eru félögin Novel Realisat- ions Limi ted, Novel Food Prov- isions Limited, FOCPL Limited og Novel Olive Limi ted. Félögin eru nú öll skráð hjá skiptastjóra í Leeds sem heitir Zolfo Cooper. Út- rás Hannesar inn á matvælamark- aðinn í Bretlandi endaði því ekki vel. Ekki er vitað hvað Hannes Smárason fæst annars við í Bret- landi þessa dagana. Enginn af þeim heimildarmönnum sem DV ræddi við veit nokkuð um Hann- es eða hvað hann er að sýsla. Hann hefur mjög hægt um sig í London samkvæmt því sem heimildir DV herma. Þó hefur sést til Hannesar ásamt fyrrverandi eiganda súlu- staðarins Óðals, Magnúsi Ármann, á íslenska veitingastaðnum Text- ure við Oxford-stræti. Ekki er ólík- legt að þeir félagarnir séu í ein- hverjum viðskiptum saman. Hannes hefur nánast ekk- ert komið fram í fjölmiðlum eft- ir bankahrunið 2008. Hann virðist ekki hafa tekið sæti sem stjórnandi í neinum öðrum félögum, sam- kvæmt nýrri stjórnendaskýrslu frá því í maí sem DV hefur undir höndum frá bresku hlutafélaga- skránni. Í skýrslunni stendur að Hannes sé enn framkvæmdastjóri hjá Novel Food Pro visions Limit- ed og FOCPL Limi ted en bæði eru þau í gjaldþrotameðferð. Í þessari skýrslu kemur fram að hann hafi stýrt Novel Olive Limited og Novel Cheese en að þeim hafi verið slitið þann 27. febrúar 2010 og því stýri Hannes félögunum ekki lengur. Gjaldþrot þessara félaga hans í Bretlandi sýnir hins vegar hversu tæpt hann hlýtur að standa þar einnig enda virðist útrás hans til Bretlands að mestu hafa verið fjár- mögnuð með lánsfé úr íslenskum bönkum. Sýn Hannesar og skoð- anir á hruninu hafa hins vegar ekki ennþá komið fram og er hann einn þeirra fáu íslensku auðmanna sem ekkert hafa tjáð sig eftir atburðina dramatísku í íslensku efnahagslífi haustið 2008. Flutti bíl úr landi Þórður Hermann Kolbeinsson fjárfestir skuldar háar fjárhæðir í gegnum félagið Tírufjárfestingar, sem átti stóran hlut í Penn- anum. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis námu skuldirnar ellefu milljörðum króna við bankahrunið. Þessa dagana er hópur iðnaðarmanna að standsetja hús Þórðar sem hann á sjálfur von á að missa í hendur bankans. „VIÐ VORUM ÓHEPPNIR“ Hópur iðnaðarmanna er við störf við einbýlishús fjárfestisins Þórðar Her- manns Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra DHL á Íslandi, við að endurbæta og standsetja hús- ið við Granaskjól 34 í Reykjavík. Á bakinu hefur hann talsverðar skuld- ir í gegnum hlut sinn í Pennanum og skyldum félögum en við hrun bankanna námu skuldir fyrirtækis- ins rúmum ellefu milljörðum króna. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis hvíla tæpir tveir milljarðar á herðum Þórðar Her- manns. Penninn ehf. rak fyrir banka- hrunið verslanir Eymundsson og Pennans, Saltfélagið, Te og kaffi og Habitat ásamt húsgagnafyrirtæki, kaffiframleiðanda og rekstrarvöru- keðju í Eystrasaltslöndunum. Þórð- ur Hermann átti í félaginu í gegnum eignarhaldsfélagið Tírufjárfestingar en í því félagi átti hann tæpan helm- ing. Vaxandi skuldir Tírufjárfestingar ehf. áttu svo 36 prósenta hlut í Pennanum en í lok október 2008, þegar bankahrunið varð, skuldaði félagið 11,1 milljarð króna. Þá höfðu skuldir félagsins hækkað gríðarlega en frá janúar 2007 hækkuðu þær um 9,7 millj- arða, mest í evrum eða tæpar 62 milljónir evra. Aukning skuldanna nemur rúmum 400 prósentum á þessu tímabili. Samkvæmt rannsóknarskýrsl- unni námu nýjar lánveitingar, einkum Kaupþings banka, 6 millj- örðum á áðurnefndu tímabili, frá janúar 2007 til október 2008. Fé- lagið sjálft, Penninn ehf., var í sjálfskuldarábyrgðum fyrir stór- um hluta lánanna til tengdra fé- laga. Á þessu tímabili virðist fé- lagið hafa verið í mikilli fjárþörf og ítrekað óskað eftir endurfjármögn- un og framlengingum lána. Á end- anum fór félagið á hausinn og Nýi Kaupþing banki tók reksturinn yfir snemma árs 2009. Að missa húsið Þrátt fyrir erfiðleikana í viðskipta- lífinu og áðurnefndar skuld- ir vinna iðnaðarmenn að því að standsetja hús Þórðar. Aðspurður staðfestir hann að svo sé en bendir á að hann komi sjálfur ekki til með að búa þar þar sem bankinn komi til með að leysa húsið til sín vegna skulda. Í góðærinu reif Þórður allt út úr húsinu en við bankahrun- ið stöðvuðust allar framkvæmdir. „Tilveran með skuldirnar er auð- vitað erfið, það er engin launung því þetta er slatti. Ég var bara hlut- hafi í Pennanum og bendi á að við höfum samið við bankann um all- ar skuldirnar. Við vorum óheppn- ir vegna falls krónunnar og fyrir- tækin ganga vel í dag,“ segir Þórður Hermann. „Það hvíla talsverðar skuldir á mínum herðum en bankinn var með veð í húsinu. Ég veit af þess- um iðnaðarmönnum en bankinn er þar örugglega að tryggja sína eign. Húsið er enn á okkar nafni en þegar uppgjörinu verður lokið í bönkunum á ég von á að bank- inn leysi eignina til sín. Það mun taka tíma en ég vonast til að ná að standa við mínar lánaskuldbind- ingar.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Húsið er enn á okkar nafni en þegar uppgjörinu verð- ur lokið í bönkunum á ég von á að bankinn leysi eignina til sín. Skuldir samkvæmt skýrslunni: n Skuldir Pennans: 11 milljarðar n Skuldir Tírufjárfestinga: 4 milljarðar n Skuldir Þórðar: 1,6 milljarðar Milljarðaskuldir Tveir milljarðar Ef marka má rannsókn- arskýrsluna eru skuldir Þórðar Hermanns vegna eignarhluts í Pennanum hátt í tveir milljarðar króna. Ég man ekki hvað kom upp í kröfurnar en það voru umtalsverðar afskriftir af þess- um lánum. Það kom eitthvað upp í kröfurnar en það var ekki mjög mikið... Allt á fullu Þrátt fyrir talsverðar skuldir Þórðar er hópur iðnaðarmanna við störf við að endur- bæta og standsetja hús sem skráð er á hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.