Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 FRÉTTIR Prestur í fangelsi Breskur prestur hefur verið handtek- inn fyrir áreiti eftir að hafa opinber- lega lýst því yfir að samkynhneigð væri synd. Baptistapresturinn Dale McAlpine þurfti að dúsa í sjö klukkutíma í fangelsi fyrir ummælin. McAlpine var að dreifa trúarritum á meðal almennings, þegar hann vatt sér upp að vegfarenda sem var á leið inn í tískuvöruverslun og tjáði hon- um að samkynhneigð væri synd- samleg og færi gegn orði Guðs. Brandarar Jons Stewart Barack Obama forseti Bandaríkj- anna, sló í gegn á hátíðarkvöldverði með fréttamönnum í Washington á dögunum, þar sem góður rómur var gerður að gamanmáli hans. Obama skaut meðal annars á Jay Leno fyrir að vera eini maðurinn sem hefði tapað meiri vinsældum á einu ári en forsetinn. Nú hefur komið í ljós að handritshöfundar grínarans Jons Stewart sáu um að skrifa brandarana fyrir forsetann. Heimsótti Kína Kim Jong-II, leiðtogi Norður Kóreu, er talinn hafa farið í heimsókn til Kína á mánudag, í skugga vaxandi spennu á mili Norður-Kóreu og Suð- ur-Kóreu vegna orðróms um að ráð- ist hafi verið á suðurkóreskt flutn- ingaskip á dögunum. Leiðtoginn er talinn vera að afla stuðnings Kín- verja, en ráðamenn í Seúl eru sagðir vilja refsa Norður-Kóreumönnum fyrir árásina. Í rusli eftir brottreksturinn Bandaríski spjállþáttastjórnand- inn Conan O´Brien segist hafa verið eyðilagður eftir að NBC sjónvarps- stöðin rak hann úr Tonight Show- spjallþættinum aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við starfinu. O´Brien sagði við 60 mín- útur á dögunum að brottreksturinn hafi ekki aðeins verið fagleg móðg- un, heldur einnig persónuleg. Hann hafi orðið mjög dapur og liðið eins og eftir óvæntan hjónaskilnað. Pakistani á von á dauðarefsingu fyrir að myrða óbreytta borgara í Mumbai: Háði stríð gegn Indlandi Indverskur dómstóll hefur sakfellt pakistanskan karlmann fyrir aðild sína að skotárásinni í Mumbai árið 2008, þar sem 166 manns voru myrt- ir á hóteli og á lestarstöð. Umsáturs- ástand skapaðist í borginni sem stóð í þrjá daga. Mohammed Ajmal Kasab var eini árásarmaðurinn sem féll ekki í bar- dögum við lögregluna. Hann var sak- felldur fyrir fyrir að myrða og særa lífs- hættulega tugi vegfarenda á lestarstöð í Mumbai, þar sem hann hóf skot- árás í allar áttir. Hann var hins vegar handtekinn á fyrsta degi umsátursins en vitorðsmaður hans féll í skotbar- daga við lögregluna. Myndband af Kasab með byssu í hendi hefur farið um eins og eldur í sinu um netheima. Þar sést hann skjóta að því er virðist handahófskennt á saklausa vegfar- endur. Kasab var sakfelldur í öllum 86 ákæruliðunum gegn honum, þeirra á meðal fyrir morð og fyrir að heyja stríð gegn Indlandi. Dómur verður kveðinn upp yfir ódæðismanninum í næstu viku, en fastlega er búist við því að dauðarefsingin bíði hans. Umsátrið í Mumbai stóð yfir í þrjá daga og létu allir byssumennirnir lífið nema Kasab. Þeir voru óvenjulega vel vopnum búnir, með vélbyssur, stað- setningartæki og greinilega tilbúnir til þess að heyja harða baráttu. „Venju- legir glæpamenn undirbúa sig ekki svona,“ sagði dómarinn þegar hann sakfelldi Kasab. Mikla athygli vakti í réttarhöldun- um þegar Kasab játaði óvænt fulla að- ild að morðunum áður en hann dró þær til baka á þeim forsendum að hann hefið verið pyntaður til að játa. Taj hótelið Alls létust 166 manns í skotárásinni. Efnahagsstaða Íslands er ekki eins slæm og staða Grikklands, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra. Það er athyglisverð yfirlýs- ing í ljósi þess að grísk yfirvöld hafa sagt það sama um Ísland. Gríski fjár- málaráðherrann George Papand- reou lýsti því yfir í desember um það leyti sem efnahagsvandi þjóðarinn- ar var að koma í ljós að Grikkir væru ekki í jafnalvarlegri stöðu og Íslend- ingar. „Við erum ekki hinir nýju Ís- lendingar og Grikkland er ekki hið nýja Dubai,“ sagði Papandreou í desember. Steingrímur J. var nokkuð berorð- ur í viðtali við fréttavef Bloom berg í vikunni þegar hann bar saman efna- hagsvanda Grikkja og Íslendinga. „Guð minn góður. Ég myndi ekki vilja vera í þeirra stöðu núna. Grikkir eru í verri stöðu en Ísland er, eða hef- ur verið; Grikkir eru með evruna og við getum deilt um hvort það gagn- ist þeim um þessar mundir eða ekki,“ sagði Steingrímur við Bloomberg og bætti við: „Það verður ekki auðvelt fyrir Grikkland að komast út úr þess- um vandræðum.“ Mikill vandi Fjármálaráðherrar á evrusvæðinu gengu um helgina frá 110 milljarða evra björgunarpakka til þess að koma í veg fyrir greiðsluþrot gríska ríkisins og koma um leið í veg fyrir að versta gjaldeyriskreppa frá því evran var tekin upp, myndi breiðast út um álf- una og valda dómínóáhrifum í hag- kerfum annara skuldugra ríkja. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að leggja til 30 milljarða evra í björgun- arpakkann, en nærvera hans í Grikk- landi hefur mælst misjafnlega fyr- ir, líkt og hér á landi. Þessar aðgerðir verða hins vegar sársaukafullar, því Grikkir verða að draga úr útgjöld- um ríkisins um 13 prósent af vergri landsframleiðslu og það mun eins og á Íslandi bitna á nærri öllum sviðum samfélagsins. Vonir standa til að lán- ið dugi til þess að afstýra þjóðargjald- þroti þar í landi. Hvor fjármálaráðherrann sem hefur rétt fyrir sér, Steingrímur eða Papandreou, er ljóst að bæði ríki eru í mjög þröngri stöðu efnahagslega. Báðar þjóðir eru til að mynda með lánstraust í ruslflokki. Verri skuldir Íslands Í kjölfar bankahrunsins hérlendis skrapp hagkerfi Íslands saman um 6,5 prósent á síðasta ári samkvæmt Bloomberg. Gert er ráð fyrir 3,4 pró- senta samdrætti á þessu ári, áður en efnahagurinn tekur við sér á nýjan leik á næsta ári. Til samanburðar má nefna að samdrátturinn í efnahag Grikklands mun nema 4 prósentum á þessu ári og búist er við 2,5 prósenta samdrætti árið 2011. Grískar spár gera ráð fyrir batahorfum árið 2012. Samkvæmt Moody´s greining- arfyrirtækinu nema skuldir íslenska Grikkir eru komnir í vafasaman félagsskap Íslendinga sem sú þjóð sem hefur farið verst út úr hruninu. Risastór björgunar- pakki var samþykktur á dögunum fyrir Grikki. Fjármálaráð- herrar bæði Íslands og Grikklands hafa sagt stöðu síns ríkis ekki eins slæma og hins ríkisins. Skuldir Grikkja nema um 115 prósent af landsframleiðslu, en skuldir Íslendinga miðað við landsframleiðslu eru hærri. Mótmæli standa yfir í Aþenu. „GUÐ MINN GÓÐUR“ VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Það verður ekki auðvelt fyrir Grikkland að komast út úr þessum vandræðum. Grikkir í verri málum en við „Það verður ekki auðvelt fyrir Grikkland að komast út úr þessum vandræðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon Íslendingar í verri málum en við George Papandreou fjármálaráðherra Grikklands lýsti því yfir að staðan í Grikklandi væri ekki svo slæm að hægt væri að kalla Grikki hina nýju Íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.