Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Side 19
GUNNAR ANDRÉSSON tók við 1. deildar liði Aftureldingar á erfiðum tímapunkti fyrr í vor. Hann kom liðinu upp í N1-deildina í handbolta á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Gróttu fyrir framan troðfullt íþróttahúsið í Mosfellsbæ. BJÓST VIÐ BARÁTTULEIK Yfir þjóðina hafa dunið hamfarir af tvennum toga. Í fyrra tilvikinu er um að ræða hamfarir af mannavöldum, bankahrun og feiknalegt eignatjón, hérlendis sem erlendis. Í síðara til- vikinu er um náttúruhamfarir að ræða, gos í Eyjafjallajökli með til- heyrandi flóðum og öskufalli. Margt bendir til að hamfarirn- ar af mannavöldum hafi nú þegar kostað mannslíf. Vitað er að þessar hamfarir hafa sett líf um 100 þúsund Íslendinga verulega úr skorðum og ekki sér fyrir endann á vanda þeirra. Skuldir eru óbærilegar á sama tíma og skattar hafa hækkað og tekjur og kaupmáttur rýrnar. Eldgosið í jöklinum hefur ekki kostað mannslíf það best er vitað. En það hefur raskað mann- lífi undir Eyja- fjöllum og vald- ið umtalsverðu en staðbundnu eignatjóni. Fyrstu dagana varð veruleg truflun á áætlunarflugi um mestalla Evr- ópu. Það skaðaði fjölda flugfélaga og olli margvís- legu fjárhagstjóni með óbeinum hætti. Liður í því að setja hjól þjóðlífsins aftur af stað eftir hamfarir af mannavöld- um er að lækka vexti í landinu og búa í haginn fyrir aukinn fjármála- legan stöðugleika. Þar kemur við sögu Már Guðmundsson, nýráðinn seðlabankastjóri. Hann og Seðla- bankinn gegna mikilvægu hlut- verki við að framfylgja áætlunum um afnám gjaldeyrishafta, huga að bættri peningamálastjórn og örva fjárfestingar. Þjóðin virðist hins vegar hafa mestar áhyggjur af því hvort Már hafi hundrað þúsund krónum meira eða minna í kaup. Jarðvísindi og bankavísindi Á meðan þessu vindur fram kem- ur Magnús Tumi Guðmundsson, bróðir Más, fram í fjölmiðlum nær dag hvern og útskýrir hvernig jarð- vísindin hafi full tök á náttúruham- förunum ef svo mætti segja: Búast megi við öskufalli á morgun á þess- um stað, fólk ætti að taka mið af því að varasamar gusur geti komið frá eldfjallinu þar sem hraun renn- ur undir jökli og truflun geti orðið á flugi yfir Írlandi næstu tvo daga vegna vindáttar. Magnús Tumi er eins konar óskoraður forsætisráðherra nátt- úruhamfaranna og kemur fram eins og jarðvísindin hafi full tök á fram- vindunni. Enginn rífst yfir launum hans. Hins vegar er ekki að sjá að nokkur hafi stjórn á framvindu þjóðfélagsins eftir hamfarir af mannavöldum. Enginn kemur fram í sjónvarpi á kvöldin og útskýrir fyrir þjóðinni hvað sé að gerast og hvort von sé um betra líf á næstunni. Eng- inn veit hvort það er á valdi Hæsta- réttar, stjórnvalda eða banka hvort stökkbreytt lán verði klafi á herðum manna um aldur og ævi. Á sama tíma vinna sýslumenn, lögregluþjónar, björgunarsveitir, jarðvísindamenn, veðurfræð- ingar, sjálfboðaliðar, héraðs- stjórnir og jafnvel stjórnvöld agað og skipulega að því að upplýsa fólk og leysa þau vandamál sem upp koma vegna náttúruhamfaranna í Eyja- fjallajökli. Þjóðin virðist ráða vel við náttúruhamfarir af þessari stærðar- gráðu. Þessi endalausa þrasgirni Stjórnvöld hafa ekki átt neina leið til þess að veita þjóðinni nauðsynlega almannavarnaþjónustu vegna ham- fara af mannavöldum. Þau afsala sér valdi yfir bönkunum sem þau hefðu vel getað tekið sér meðan unn- ið var að því að hreinsa öskuna og skúra þar innandyra. Þau setja Ar- ion banka og Íslandsbanka í hendur skilanefnda sem verða eins og ríki í ríkinu. Í slökkvilið bankanna velj- ast brennuvargar hrunsins. Jóhanna og Steingrímur sitja auðum hönd- um, jafnvel þó svo að kjósendur séu látnir ábyrgjast fulla endurgreiðslu á þeim krónufjöllum sem safnast nú fyrir í bönkunum. Helstu viðfangsefnin eru að setja forsetanum siðareglur og leysa deil- ur um laun Más. Hvernig stóð á því að lýðræðis- lega valið meirihlutavald vildi ekki taka að sér neyðarstjórn á hrundu bankakerfi þar til sýnt þótti að hætta á tjóni vegna siðlausra spellvirkja hrunverja innan bankanna var hjá liðin? Enginn véfengir orð Magnús- ar Tuma og annarra jarðvísinda- manna. Þeir njóta trausts. Almenn- ingi líður einhvern veginn betur eftir að hafa fengið leiðbeiningar þeirra dag hvern varðandi náttúru- hamfarirnar. En fáir treysta stjórnvöldum. Almenningi líður einhvern veg- inn verr þegar rifrildi um laun Más seðlabankastjóra og siðareglur fyrir forseta Íslands eru meðal helstu af- leiðinga hamfara af mannavöldum. Bræðurnir Már og Magnús Tumi UMRÆÐA 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 1JÓN GNARR: MAN EKKI EFTIR AÐ HAFA STUTT GUÐLAUG ÞÓR Formaður Besta flokksins ræðir um stuðning sinn við frambjóðendur. 2 FALLEGAR KONUR ERU HÆTTULEGARSamkvæmt nýlegri rannsókn geta fallegar konur verið hættulegar heilsu karlmanna. 3 EIÐUR SMÁRI HNEYKSLAR: SAGÐUR HAFA HEILSAÐ AÐ HÆTTI HITLERS Daily Star í Bretlandi sló upp meintri nasistakveðju Eiðs á forsíðu sinni. 4 ALMENNINGUR BÚIST VIÐ HINU VERSTA Yfirvöld í Louisiana segja olíuslysið á Mexíkóflóa mjög alvarlegt. 5 MYNTKÖRFULÁNIN VERÐA LÆKKUÐ Félagsmálaráðherra vill lækka höfuðstól myntkörfulána með ýmsum úrræðum. 6 NORÐMAÐUR LÉST EFTIR RÚSSNESKA RÚLLETTU 29 ára Norðmaður skaut sig í höfuðið í rússneskri rúllettu. 7 EIÐUR REIÐUR: SÉR EKKERT FYND-IÐ VIÐ ÞÝSKALAND NASISMANS Knattspyrnumaðurinn svarar fyrir sig og sigar lögfræðingum á Daily Star. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Gunnar Andrés- son, fjölskyldufaðir.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Safamýri, Framari.“ Hvað drífur þig áfram? „Áskorarnir myndi ég segja og börnin mín.“ Hver er þín fyrsta minning úr æsku? „Ætli það sé ekki bara leikskólalífið á Álftaborg.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Í Sviss. Ég bjó í Zürich og þar var gott að vera.“ Hvernig var tilfinningin þegar lokal- flautið gall gegn Gróttu? „Maður var nú kannski búinn að átta sig á sigrinum fyrr en það kom. Ég leyfði mér nú samt ekkert að fagna fyrr en það voru svona 3-4 mínútur eftir og við vorum með gott forskot. Þetta var alveg rosalega vel gert hjá mínum mönnum og stuðningurinn var með ólíkindum. Það var þvílíkt sætt að vinna þetta fyrir framan okkar fólk.“ Hvað var gert eftir leikinn? „Við fögn- uðum með stuðningsmönnum okkar á Kaffi Kidda Rót. Þar var alveg troðfullt og mikil stemmning fram á nótt.“ Bjóstu við svona öruggum sigri? „Nei, ég átti nú ekki von á svona leik. Ég hélt þetta yrði meiri barátta og spenna.“ Þarftu að styrkja liðið mikið fyrir efstu deildina? „Ég þarf eitthvað að skoða það. Við þurfum einhverja leikmenn en það verða engar stórkost- legar breytingar. Hjartað í þessu lið er úr Mosfelslbæ og það breytist ekkert. Það verða einhverjir leikmenn fengnir og það verður smá kúnst að finna þá.“ Eru framtíðarlandsliðsmenn í þessu Aftureldingar-liði? „Ég hef mikla trú á mörgum leikmönnum þarna en það er undir þeim sjálfum komið hvað þeir ætla að gera. Getan er til staðar en svo þarf viljann til að fara jafnlangt og að berja á einhverjar landsliðsdyr.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Já.“ ÍSAK GUÐBERGSSON 16 ÁRA NEMI „Já, það verður mikill missir að þeim held ég.“ DAVÍÐ MÁR MÖLLER 16 ÁRA NEMI „Já, ég á eftir að sakna þeirra.“ GUÐBJÖRG VIGNISDÓTTIR 60 ÁRA TEYMISSTJÓRI Í HEIMAÞJÓNUSTU „Það er ákveðinn missir að þeim enda hef ég alist upp við þær.“ PÉTUR DUFFIELD STARFSMAÐUR HJÁ HÚSASMIÐJUNNI „Ég veit það ekki, ekkert endilega.“ JAKOB INGIMUNDARSON BÍLSTJÓRI ÁTTU EFTIR AÐ SAKNA ÞULANNA Á RÚV? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR Sumarið loksins komið Íslendingar sem og erlendir ferðamenn tóku góða veðrinu fagnandi í miðbænum í gær. Þeir sem hér sjást nutu blíðunnar fyrir utan Café París þegar Róbert Reynisson ljósmyndara bar að garði. Einmunablíðu er spáð alla næstu daga, hlýjast verði þó fyrir austan. MYND RÓBERT REYNISSON JÓHANN HAUKSSON útvarpsmaður skrifar „Enginn veit hvort það er á valdi Hæstaréttar, stjórnvalda eða banka hvort stökkbreytt lán verði klafi á herðum manna um aldur og ævi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.