Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2010, Qupperneq 24
Fyrrverandi Arsenal-goðsögnin, Ian Wright, hefur miklar áhyggjur af framtíð Liverpool í Meistaradeild- inni takist Manchester City að hirða fjórða sætið í Úrvalsdeildinni í ár og þannig komast í deild þeirra bestu. City mætir Tottenham í kvöld, mið- vikudag, og með sigri kemur það sér þægilega fyrir í bílstjórasætinu í bar- áttunni um fjórða sætið. Takist City að komast í Meistaradeildina þýði það hörmung fyrir Liverpool, segir Wright. Peningastaða City er einfald- lega of sterk og mun liðið vera með forskot á Liverpool takist því að vera reglulega í Meistaradeildinni. „Söngvar stuðningsmanna Liver- pool minna okkur ætíð á að liðið hef- ur fimm sinnum orðið Evrópumeist- ari. Þeim leiðist ekkert að minna okkur á það. En hinn harði sannleik- ur er sá að Liverpool gæti þurft að venjast lífinu utan Meistaradeildar- innar á næstu árum,“ segir hann. „Þetta sigursælasta lið Englands mun ekki enda ofar en í sjötta sæti í ár og verður því aftur í Evrópudeild- inni á næsta tímabili. Og ef City vinn- ur Tottenham sem ég held að það geri óttast ég um að það verði í það minnsta fimm ár, ef ekki lengra, þar til Liverpool kemst aftur í Meistara- deildina.“ Margir stórir leikmenn hafa neit- að City á þeim grundvelli að liðið er ekki í Meistaradeildinni en takist lið- inu að komast þangað ætti það að verða óstöðvandi á leikmannamark- aðinum. „Stórar stjörnur myndu ekki lengur þurfa að neita City eða fara þangað bara fyrir peninga. Þeir gætu alltaf sagt að þeir vildu spila í Meistaradeildinni og því væru þeir að ganga til liðs við Manchester City. Komist City í Meistaradeildina munu eigendur liðsins fá nýjar og fleiri ástæður til þess að kaupa leik- menn og það er nokkuð sem þeir munu gera.“ tomas@dv.is Ian Wright segir árangur Manchester City fara illa með Liverpool: Fimm ára frí frá Meistaradeildinni FJÓRTÁN MILLJARÐA KAPPHLAUP UM TORRES Liverpool mun lenda í harðri samkeppni um markamaskínuna sína, Fernando Torres, í sumar. Liverpool komst ekki í Meistaradeildina og vann engan titil annað árið í röð en til þess kom Spánverj- inn til félagsins. Manchester City er sagt í breskum miðlum muni hefja kapphlaupið með 70 milljóna punda tilboði í Torres en Juventus hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum. Þar sem Juventus er að missa af Meistaradeildarsæti heima fyrir virðist það alls ekki lík- legur áfangastaður fyrir Torres. „Liverpool verður einfaldlega að halda leikmönnum á borð við Steven Gerrard og Fernando Torres, annars gæti verið illt í efni,“ segir ísraelski vængmaðurinn Youssi Benayoun. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 MOLAR FYRSTI ÁSTRALSKI MEISTARINN n Hinn ungi Neil Robertsson fagnaði vel og innilega þegar hann tryggði sér sigur á heimsmeistara- mótinu í snóker eftir auðveldan sigur á Graeme Dott, 18-13. Robertsson er fyrsti ástralinn til að vinna þetta stærsta og virt- asta mót hvers ár og um leið fyrsti maðurinn utan Bretlands til að hampa sigri í 30 ár. Robertsson faðmaði móður sína innilega eftir sigurinn en hún flaug hálfa leið kringum hnöttinn til þess að horfa á strákinn í úrslitaleiknum. Enginn bjóst við sigri Robertson fyrir mótið. FERRARI BETRA ÁN SCHUMI n Fernando Alonso hefur sent Michael Schumacher væna pillu. Hann segir Ferrari-liðið mun betra án afskipta Þjóðverjans en hann hefur undanfarin tvö ár verið sérstakur aðstoðarmaður liðsins. Schum- acher ekur í dag fyrir Mercedes þar sem honum gengur ekkert. „Ég held að allir séu bara töluvert frjálsari að hafa hann ekki hérna,“ segir Alonso sem hefur aldrei verið vel til vina við Schumacher, í raun frekar en nokkurn annan. Alonso gekk í raðir Ferrari frá Renault í haust. RISATILBOÐ CHELSEA n Talið er að Chelsea ætli að gera risatilboð í tvo leikmenn ítalska stórliðsins AC Milan í sumar. Leik- mennirnir tveir sem Chelsea vill er fram- herjinn Pato og miðvörðurinn Thiago Silva en þá keypti Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, til Milan þegar hann var við stjórnvöldin þar. Sagt er að Chelsea ætli að eyða 80 milljónum punda í leikmennina tvo. Ætla þeir að borga 60 milljónir fyrir hinn stórefnilega Pato og 20 milljónir fyrir Thiago Silva. HENRY MÁ FARA n Thierry Henry virðist á útleið frá Barcelona en Joan Laporta, forseti félagsins, hefur staðfest að honum sé frjálst ferða sinna. Henry kom til Barca frá Arsenal sumarið 2007 en hefur aldrei sýnt virkilega hvað í honum býr, sérstaklega hefur þetta tímabil verið vont fyrir Frakkann. „Henry á eitt ár eftir af samningnum sínum og við mun- um standa við það. Eftir þetta vonbrigðaár veit ég samt ekki hvað hann gerir. Hann má fara í sumar ef hann vill,“ segir La- porta. Nei, ekki Meistaradeild fyrir mig, takk Steven Gerrard og félagar verða að láta sér Evrópudeildina að góðu verða á næsta tímabili. MYND AFP GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON READING Langbestur allra Íslendinganna í deildinni. Gylfi fékk tækifærið hjá þjálfaranum í ár og svaraði því kalli með stæl. Hann skoraði sextán mörk í deildinni og tuttugu í öllum keppnum. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í tvígang og svo var hann valinn leikmaður ársins hjá Reading. Frammistaða hans hefur vakið athygli nokkurra úrvalsdeildarliða en ólíklegt er að Reading gæti hafnað góðu tilboði þar sem liðið vantar pening. Úlfarnir eru einna hrifnastir af Gylfa en þeir héldu sæti sínu í úrvalsdeildinni í ár. Hann á annars tvö ár eftir af samningi sínum við Reading. ÍVAR INGIMARSSON READING Ívar hóf tímabilið í miðri vörninni eins og endranær, alltaf fyrstur á leikskýrslu. Hann átti erfitt uppdráttar fyrri hluta móts eins og allt liðið þar sem það gat varla keypt sér stig í deildinni. Hann varð síðan fyrir alvarlegum meiðslum sem tóku hann úr leik það sem eftir var tímabils. Tókst honum því aðeins að leika 25 leiki með Reading þetta tímabilið. Hann er án samnings og ætlar að skoða sig um í sumar en alls ekki er ólíklegt að hann semji aftur við Reading. Peningastaða liðsins er þó ekki sterk og gæti Ívar verið liðinu of dýr. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON READING Brynjar Björn var einhvern veginn alltaf á leið frá Reading í vetur, fékk lítið að spila og var ósáttur. Það var ekki fyrr en hann byrjaði að fara á kostum í bikarnum að Reading-menn sáu hvað í hann var spunnið. Þegar hann fíflaði Liverpool-mennina svo svakalega í seinni bikarleiknum var ein af stundum ársins á tímabilinu. Hann fór að leika meira eftir það en ekki jafnmikið og hann vildi. Reading ætlar þó að bjóða honum nýjan samning enda Brynjar afar traustur varamaður. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON READING Það á nú ekki af Gunnari Heiðari að ganga. Frá því hann varð markahæstur í Svíþjóð hefur allt legið beint niður á við og ekki var það skárra hjá Reading. Gunnar var gríðarlega ánægður að komast frá Esbjerg í Danmörku í 1. deildina og í raun skildu voða fáir hvers vegna Reading væri að semja við Gunnar. Það kom líka á daginn að hann sló álíka mikið í gegn og sjálfsmark. Hann kom inn á í tvígang en lék annars bara með varaliðinu. Hann fer nú aftur til Esbjerg í sumar en hvort það vilji halda honum er góð spurning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.