Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR Að minnsta kosti þrír lykilmenn, sem náðu meirihlutavaldi í Spari- sjóði Hafnarfjarðar með uppkaupum á stofnfjárhlutum fyrir fimm árum, fengu hver um sig greiddar um 100 milljónir króna inn á reikninga í Sviss og Bretlandi. Mennirnir eru Magnús Ægir Magn- ússon, sem stýrði Sparisjóði Hafn- arfjarðar eftir hallarbyltinguna svo- nefndu sem gerð var árið 2005 í sjóðnum, Jón Auðunn Jónsson, lög- fræðingur sparisjóðsins á þeim tíma, og Þorlákur Ómar Einarsson fasteigna- sali. Þorlákur Ómar átti og rak meðal annars fasteignasöluna Miðborg fram til ársins 2007 ásamt lögfræðingun- um Birni Þorra Viktorssyni og Karli Georg Sigurbjörnssyni hjá Lögmönn- um Laugardal ehf. Samkvæmt gögn- um sem DV hefur undir höndum voru það einmitt Lögmenn Laugardals sem inntu greiðslurnar af hendi. Tilraunirnar til valda- töku í Sparisjóði Hafn- arfjarðar voru að undir- lagi eignarhaldsfélagsins A-Holding. Stefán Hilm- ar Hilmarson, fyrrver- andi fjármálastjóri Baugs, gegndi lykilhlutverki í fé- laginu og tók samkvæmt heimildum DV virk- an þátt í að skipuleggja valdatökuna með upp- kaupum á stofnfjárbréf- um. Stefán er nú fjár- málastjóri 365 miðla. Þess má geta að eign- arhaldsfélagið A-Hold- ing var stofnað af Baugi Group, en í nafni þessa félags buðu Baugsmenn í bresku verslunarkeðj- una Arcadia á árunum 2001 og 2002. Greiðslukvittanir Samkvæmt gögnum sem DV hef- ur undir höndum greiddu Lögmenn Laugardal ehf., umboðsmenn A-Hold- ing, Magnúsi Ægi Magnússsyni, 886.671 þúsund pund inn á reikning í Jyske bank í Zürich í Sviss 13.október 2005. Miðað var við 107 króna gengi pundsins á þeim tíma eða sem nemur 95.210.732 krónum. Á núverandi gengi pundsins nemur upphæðin hins veg- ar nærri 170 milljónum króna. Kvittun fyrir greiðslunni var send Karli Georg hjá Lögmönnum Laugardal. Magnús Ægir gaf engar skýringar á greiðslunni þegar DV náði sambandi við hann í skamma stund. Sama dag greiddu Lögmenn Laug- ardal ehf. Jóni Auðuni Jónssyni, lög- fræðingi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sömu upphæð inn á reikning í Jyske Bank í Zürich í Sviss, það er 886.671 þúsund pund. Gengi pundsins var ögn hærra þegar færslan fór fram en þegar greitt var inn á reikning Magn- úsar Ægis og því svaraði upphæð- in sem greidd var Jóni Auðuni því 95.272.799 krónum. Jón Auðunn segir að um lán hafi verið að ræða sem hann hafi ætlað að taka til kaupa á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Af því hafi ekki orðið í það skiptið og hann hafi í raun aldrei fengið umrætt fé í hendur. DV hefur hins vegar engar raun- verulegar skýringar á því hvernig á því stóð að Lögmenn Laugardal greiddu umrædda upphæð inn á reikning Jóns Auðuns í Sviss og hvort þeir höfðu ástæðu til þess að lána honum svo mikið fé. Kannast ekki við neitt Degi áður, eða 12. október 2005, greiddu Lögmenn Laugardal inn á reikning LLoyds bankans við Monu- mentsstræti í London 709.337 þús- und pund. Reikningurinn var í eigu Landsbankans í Lúxemborg. Í kvitt- un sem DV hefur undir höndum segir að greiðslan sé vegna Þorláks Ómars Einarssonar. Upphæðin samsvaraði 75.785.565 krónum eða 144 milljón- um króna á gengi dagsins í dag. Þegar samband var haft við Þorlák Ómar kvaðst hann ekkert geta hjálpað blaðamanni DV. Hann kannaðist ekk- ert við upphæðina og ekki heldur að hafa unnið með Magnúsi Ægi eða Jóni Auð- uni í tengslum við söfnun stofnfjárhluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Greiðslurnar til Magn- úsar Ægis, Jóns Auðuns og Þorláks Ómars voru allar skuldfærðar í útibúi Lands- bankans á Laugavegi 77 í Reykjavík dagana 12. og 13. október 2005, löngu eftir að nýr meirihluti hafði tekið völdin í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. DV hefur engar upp- lýsingar um það hvernig Magnús Ægir, Jón Auðunn eða Þorlákur Ómar gerðu grein fyrir ofangreindum upphæðum í skattframtöl- um sínum. Misvísandi svör Vegna mismunandi svara hlutaðeig- andi manna er ekki unnt að fullyrða um ástæður þess að þeim voru greidd- ar inn á reikninga í Sviss og Bret- landi samtals um 265 milljónir króna. Heimildir eru hins vegar fyrir því að umræddir menn hafi með einum eða öðrum hætti komið nálægt söfn- un stofnfjárbréfa í Sparisjóði Hafn- arfjarðar fyrir A-Holding, en eignar- haldsfélagið þurft að lágmarki 24 til 26 stofnfjárbréfi til þess að ná meiri- hlutavaldi í sparisjóðnum eftir að við- skipti með stofnfjárhluti í sparisjóðum voru heimiluð árið 2005. Meðal þeirra sem hagsmuna áttu að gæta var Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráð- herra, en hann gat eins og Matthías Á Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og faðir Árna, selt sín stofnfjárbréf á 50 milljónir króna. Hæstaréttardómurinn Ýmsar skýringar á atburðarásinni í „hallarbyltingunni“ í Sparisjóði Hafn- arfjarðar árið 2005 er að finna í ný- legum dómi Hæstaréttar. Saksóknari höfðaði mál gegn Karli Georg Sigur- björnssyni, lögfræðingi hjá Lögmönn- um Laugardal ehf., og gaf honum að sök að hafa talið Sigurði Þórðarsyni og fleiri stofnfjáreigendum í Sparisjóði Hafnarfjarðar trú um að þeir gætu einungis fengið 50 en ekki 90 milljónir króna hver fyrir stofnfjáreign sína. Karl Georg lá undir grun um að hafa hagn- ast sjálfur á því að bjóða 25 milljónir króna í hvert einstakt stofnfjárbréf en selja aftur á 45 milljónir króna. Af gögnum Héraðsdóms Reykja- víkur og Hæstaréttar má ráða að Karli Georg og Lögfræðistofu hans, Lög- mönnum Laugardal ehf., hafi verið Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum fengu þrír lykilmenn í yfirtöku Sparisjóðs Hafnarfjarðar greiddar samtals hátt í 300 milljónir króna inn á erlenda reikninga árið 2005. Skýringar á greiðslun- um eru óljósar, en margt bendir til þess að um þóknun hafi verið að ræða fyrir að kaupa upp nægjanlegan fjölda stofnfjárbréfa til þess að ná undirtökum í sparisjóðnum. FENGU 300 MILLJÓNIR Á ERLENDA REIKNINGA JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Lögfræðingur Sp. Hf. Jón Auðunn Jónsson segir að um lán hafi verið að ræða og kveðst aldrei hafa nýtt sér það. Kannast ekki við neitt Þorlákur Ómar Einarsson kannast ekkert við um 75 milljóna króna greiðslu vegna sín inn á reikning í London og kveðst ekki hafa komið nálægt yfirtökunni á sparisjóðnum. Hann kannaðist ekk-ert við upphæðina og ekki heldur að hafa unnið með Magnúsi Ægi eða Jóni Auðuni í tengslum við söfnun stofnfjár- hluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Lykilmaður Baugsveldisins Stefán Hilmar Hilmarsson fór fyrir A-Holding, félagi í eigu Baugs, sem vann að því að ná meirihlutavaldi í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Greiðslukvittun Samkvæmt kvittuninni greiddu Lögmenn Laugardal liðlega 95 milljónir króna inn á reikning Magnúsar Ægis Magnússonar í Zürich 13. október 2005.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.