Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
• Eyðir frjókornum og svifryki
• Vinnur gegn myglusveppi og ólykt
• Eyðir bakteríum og gæludýraflösu
• Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi
Hæð aðeins 27 cm
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
„ÓSHLÍÐIN HEFUR
VALDIÐ ANGIST“
Senn verða Bolungarvíkurgöngin tekin í notkun sem munu leysa veginn hættu-
lega, Óshlíðarleiðina, af hólmi. DV ræddi við bifreiðastjórann Valdimar Lúðvík
Gíslason um jarðgöngin sem hann hefur barist fyrir í áraraðir og um Óshlíðina
sem hann hefur keyrt oftar en nokkur veit.
Langþráður draumur Bolvíkinga
rætist á næstu mánuðum þeg-
ar fimm kílómetra jarðgöng sem
leysa af Óshlíðarveginn verða
tekin í notkun. Vegurinn um Ós-
hlíð hefur löngum verið talinn
einn hættulegasti vegur Íslands
en þar eru snjóflóð og grjóthrun
tíð. Valdimar Lúðvík Gíslason bif-
reiðastjóri þekkir Óshlíðina eins
og lófann á sér, enda keyrt veginn
í áratugi, en hann hefur verið bú-
settur í Bolungarvík í hálfa öld.
Valdimar hefur, líkt og margir
Bolvíkingar, barist í áraraðir fyr-
ir bættum samgöngum til og frá
Bolungarvík, sem verða ekki leyst
nema með jarðgöngum.
Aldrei orðið fyrir grjóti
„Ég hef haldið uppi hörðum áróðri
fyrir jarðgöngum. Ég sat í bæjar-
stjórn í tuttugu ár, frá 1970 til 1990
og beitti mér mikið fyrir málstaðn-
um þar,“ segir Valdimar. Hann hef-
ur keyrt Óshlíðina nær daglega í
áraraðir. „Óshlíðin er afskaplega
hættuleg leið. Lengi vel vildum
við Bolvíkingar ekki tala um þessa
hættu til að spilla ekki fyrir byggð-
inni okkar. Í hlíðinni hafa orðið
mörg óhöpp og þó nokkur dauðs-
föll. Grjóthrunið hefur alltaf ver-
ið gríðarlega mikið. Ég hef aldrei
fengið á mig stein, en hef verið ein-
staklega heppinn. Stundum hafa
tuttugu til þrjátíu snjóflóð fallið
þarna á einum og sama deginum,“
segir Valdimar.
Algjör bylting
„Það er afskaplega mikil ánægja
almennt hjá Bolvíkingum með
göngin. Þetta verður algjör bylt-
ing. Þeir sem hafa komið að þessu
eiga miklar þakkir skilið. Biðin eft-
ir göngunum hefur verið ansi löng
og oft hefur þetta tekið á. Það hef-
ur oft verið mikil angist hér í Bol-
ungarvík út af Óshlíðarveginum,
að vita af börnum og unglingum í
brjáluðu veðri. Á dögum þar sem
tuttugu, þrjátíu snjóflóð falla yfir
daginn sem jafnharðan er mokað
í burtu.“
Margir gefist upp
„Ég hugsa að margir hafi gefist
upp á búsetunni í Bolungarvík
vegna Óshlíðarvegarins og ein-
faldlega flutt í burtu. Ég efast ekki
um það, þó að kannski hafi ekki
verið haft hátt um það. Samgöng-
urnar hafa verið ótryggar. Sum-
ir Ísfirðingar hafa aldrei komið til
Bolungarvíkur af hræðslu við veg-
inn,“ segir Valdimar og minnir á
að samgöngumálin hafi alltaf ver-
ið vandkvæðum bundin fyrir Bol-
víkinga.
„Óshlíðarvegurinn var ekki
opnaður fyrr en árið 1949. Áður
var ekki farið nema á sjó. Það er því
stutt síðan vegasamband komst á
við Bolungarvík.“
Aðspurður segist Valdimar
Lúðvík nú þegar hafi stungið haus-
num inn í jarðgöngin og skoð-
að þau. „Ég labbaði hálfa leið inn
í göngin. Það er sérkennilegt að
labba inn í fjallið sem hangið hefur
utan í manni í fimmtíu ár. Útsýn-
ið inni í göngunum var þó ekki jafn
fallegt og frá Óshlíðinni, yfir allt
djúpið og Snæfjallaströndina Það
verður söknuður að því. Óshlíðar-
leiðin er gríðarlega falleg. Útlend-
ingar verða alltaf yfir sig hrifnir
þar, sérstaklega þegar þeir sjá fugl-
ana í björgunum fyrir ofan,“ segir
Valdimar Lúðvík að lokum.
Ég hugsa að margir hafi gef-
ist upp á búsetunni í
Bolungarvík vegna Ós-
hlíðarvegarins og ein-
faldlega flutt í burtu.
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Valdimar Lúðvík Gíslason „Ég
hef aldrei fengið á mig stein, en hef
verið einstaklega heppinn. Stundum
hafa tuttugu til þrjátíu snjóflóð fallið
þarna á einum og sama deginum.“
Mótmælendur söfnuðust saman fyr-
ir utan Heilsuverndarstöðina við Bar-
ónsstíg á sunnudag, undir forystu Ólafs
F. Magnússonar, til að mótmæla fyrir-
huguðum breytingum á húsinu. Eig-
andi hússins, Þorsteinn Steingrímsson,
hyggst breyta því í hótel. Mótmælend-
ur vilja standa vörð um upphaflegan
tilgang hússins, og vilja fá heilsuvernd-
arstarfsemi aftur í húsið.
Skipulagsráð borgarinnar sam-
þykkti hótelreksturinn á þeim grund-
velli að ekki væri neitt sem bannaði
það í deiluskipulagi fyrir lóðina, en
áréttaði samt í umsögn sinni að eðli-
legast væri að húsið væri nýtt fyrir þá
starfsemi sem það hafi verið byggt fyr-
ir, heilbrigðisþjónustu. Ytra borð húss-
ins auk innganga og stigahúss aðalinn-
gangs eru friðuð, og getur Steingrímur
ekki gert neinar breytingar á því. Hins
vegar er honum frjálst að gera hverjar
þær breytingar á húsinu sem hann vill
að öðru leyti. Þorsteinn keypti húsið
árið 2004 af Reykjavíkurborg og ríkinu,
og hefur nú þegar lagt um 1,1 milljarð í
endurbætur og viðgerðir á húsinu. Nú
þegar leyfi hefur fengist fyrir rekstrin-
um hyggst hann svo hefja framkvæmd-
ir til að aðlaga húsnæðið hótelrekstri.
Stefnir hann að því að opna hótelið
í lok apríl á næsta ári. Þorsteinn seg-
ist hafa boðið ríkinu húsið til sölu eða
leigu undir heilsuverndarstarfsemi
síðustu 4 ár en þar sem ekki hafa náðst
samningar um það hafi hann ákveðið
að gera áðurnefndar breytingar á hús-
inu. Hann sagði þó við mótmælendur
á sunnudaginn að hann væri ennþá til
í að semja við ríkið.
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan Heilsuverndarstöðina:
Vilja ekki hótel í húsið
Mótmæli Mótmælt var við
Heilsuverndarstöðina. MYND RÓBERT
Segir sig úr
stjórn Iceland
Jón Ásgeir Jóhannesson mun segja
sig úr stjórn Iceland-verslunarkeðj-
unnar, að því er breska blaðið Daily
Mail greindi frá á sunnudag. Nú fyrir
helgi sagði hann sig einnig úr stjórn
House of Frazer og situr Jón Ásgeir
því ekki lengur í stjórnum neinna
fyrirtækja. Kemur þetta í kjölfar þess
að eignir hans voru frystar sam-
kvæmt dómsúrskurði í síðustu viku
vegna ákæru slitastjórnar Glitnis á
hendur honum.
Kaupmálum fjölgar
Eftir bankahrunið fjölgaði kaup-
málum sem gerðir voru
hér á landi, gríðar-
lega mikið. Ekki er
hægt að rifta kaup-
málum þrátt
fyrir að fyrning-
arfrestur hafi
verið lengdur. Í
fréttum Stöðv-
ar 2 á sunnu-
dag var
fjallað um
þessi mál.
Þar kemur
fram að þeg-
ar kaupmálar
eru gerðir verð-
ur til séreign, sem
annað hvort hjóna á og
er því ekki inn í sameiginlegu
búi þeirra. Þannig eru þessar eigur
komnar í var fyrir kröfuhöfum.
Vilja ógilda kaupin
Vinstri grænir í Reykjanesbæ ætla
að gera allt sem þeir geta til þess
að koma í veg fyrir að kaup Magma
Energy á hlut Geysis Green Energy
í HS Orku. Í tilkynningu frá flokks-
mönnum í Reykjanesbæ segir að
stórt skref hafi verið stigið í einka-
væðingu á Hitaveitu Suðurnesja.
„Fái Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð stuðning kjósenda í Reykjanes-
bæ er því heitið að allra leiða verði
leitað til þess að ógilda fyrir dómi
yfirstandandi kaup Magma á Geysi
Green Energy.“