Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 18
Jón Gnarr, formaður Besta flokks-ins, hefur verið tekinn á beinið af fulltrúum hinna virðulegu og ábyrgu stjórnmálaflokka fyrir
fáránleg kosningaloforð. Það er auð-
vitað alveg hárrétt gagnrýni. Það er
rétt að bygging neðanjarðarháhýs-
is er tæknilega flókin. Það er einnig
siðferðislega rangt að grilla kindurnar
í Húsdýragarðinum og óvíst er hvaða
áhrif það hefði á lífríkið í Tjörninni að
fá þangað froska. Þess vegna kemur
ekki til greina að kasta atkvæðinu út
um gluggann með því að kjósa eitt-
hvert grínframboð.
Svarthöfða þykir nefnilega allt of vænt um borgina sína. Af þeirri ástæðu heldur hann tryggð við gömlu góðu stjórn-
málaflokkana sem fara aldrei fram
úr sér í kosningaloforðum. Svarthöfði
verður þó að segja alveg eins og er að
hann er orðinn nokkuð langeygur
eftir vatnaparadísinni sem á að rísa
í Úlfarsfelli. Í nýlegum sunnudags-
bíltúr um Úlfarsárdalinn var ekki að
sjá að paradísin sú myndi nokkuð
rísa á næstunni. Árið 2006 greiddi
Svarthöfði nefnilega Framsóknar-
flokknum atkvæði sitt í Reykjavík, því
hefðbundnar sundlaugar voru orðnar
dálítið óspennandi. Vatnaparadís var
eitthvað sem átti að taka „konseptið“
um sundlaugar upp á næsta stig.
Fleiri ástæður voru fyrir því að atkvæðið rann til Framsókn-arflokksins. Hún er nefnilega alveg óþolandi þessi fjárans
hláka í Bláfjöllum, vetur eftir vetur.
Á sama tíma eru þeir þarna fyrir
norðan í þvílíkri vetrarparadís. Það
hljómaði því eins og tónlist í eyr-
um Svarthöfða þegar framsókn-
armenn settu fram þá hugmynd
fyrir síðustu kosningar að byggja
hreinlega skíðabrekkur innan-
húss. Hvílík snilld! Þá væri hægt
að senda þessum suðvesturhorns
rigningarlægðum puttann og skíða
inni allt árið um kring.
Nokkur önnur kosningalof-orð svoleiðis geir negldu atkvæði Svarthöfða til Framsóknarflokksins.
Gjaldfrjáls leikskóli var þeirra á með-
al. Svo hljómaði flugvöllur á Löngu-
skerjum mjög spennandi. Svarthöfði
sá fyrir sér ofsahrædda flugfarþega
sem héldu að þeir væru að lenda úti á
miðjum sjó, þegar skyndilega birtist
flugvöllur þar. Vá, hversu mikið væri
Reykjavík að feisa aðrar borgir með
flugvelli úti á sjó. Nauðsynlegasta
kosningaloforðið var hins vegar tvö-
föld Sundabrautargöng. Það er nefni-
lega ekki hægt að bjóða sómakæru
fólki upp á þann fáránlega útúrdúr
að keyra í gegnum Mosfellsbæ til að
komast upp á Kjalarnes.
Sjálfstæðisflokkurinn kom einnig sterklega til greina í síðustu borgarstjórn-arkosningum. Það var
einna helst mörg þúsund
manna byggð á Geldinga-
nesi sem hljómaði vel. Það var
þó ekkert í samanburði við 10
þúsund manna íbúabyggð í
Vatnsmýri. Til þess að koma í veg
fyrir leiðindatraffík á Bústaða-
veginum átti bara að bora göng
í gegnum Öskjuhlíðina og málið
leyst. Á sama tíma lofaði flokkur-
inn Svarthöfða að færa Miklubraut í
neðanjarðarstokk.
Af öllu ofangreindu er alveg ljóst að Svarthöfði er ekki að fara að kjósa
einhvern grín-
ista sem lofar
fáránlegum
hlutum út í
bláinn. Jón
Gnarr fær
aldrei atkvæðið. Það er nauðsynlegt
að styðja við bakið á hinum ábyrgu
stjórnmálaflokkum áfram og kæfa fá-
ránlegu kosningaloforðin hans Jóns.
FÁRÁNLEG LOFORÐ
„Ég hef hóflega gaman af því,“ segir
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari.
Breski lögmaðurinn Ian Burton,
verjandi Kaupþings-
stjóranna Hreiðars
Más Sigurðssonar
og Sigurðar
Einarssonar, segir
Ólaf Þór haga sér
eins og kúreka í
rannsókn á hendur
skjólstæð-
ingum
hans.
HEFUR ÞÚ GAMAN AF
VILLTA VESTRINU?
„...ekki erfið
ákvörðun.“
n Ólafur Andrés
Guðmundsson, leikmaður FH
og landsliðsins, sem skrifaði undir þriggja ára
samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn.
Hann leikur eitt ár í viðbót með FH en svo hittir
hann fyrir Arnór Atlason, Snorra Stein
Guðjónsson og Guðmund Guðmundsson hjá AG.
- Vísir
„Það er öll
fjölskyldan hans
í þessu.“
n Heimir Berg Halldórsson,
náskyldur ættingi Magga mix, hjálpar honum
við bókanir. Það er vægast sagt brjálað að gera
hjá stráknum eftir að hann sló í gegn fyrir
skömmu og skemmtir hann nú um allt land. - DV
„Hann er
þrjóskari en
andskotinn.“
n Fyrrverandi framkvæmda-
stjóri hjá Kaupþingi um Sigurð Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformann bankans. - DV
„Maður fær vissa fullnæg-
ingu út úr þessu.“
n Sjómaðurinn Sævar Jóhannesson um
sjómennskuna og það að vera á grásleppu.
Sjávarilmurinn, náttúran og veiðiskapurinn geri
þetta allt þess virði. - DV
„...sama algleymi í því og
áfengi.“
n Kynlífsfíkill um klám en DV fjallaði um
kynlífsfíkn í síðasta helgarblaði. Þegar fíknin var
sem mest íhugaði viðkomandi sjálfsmorð. - DV
Fyrirgefning svikanna
Eitt mikilvægasta mál yfirvalda í eft-irmálum hrunsins er að finna þá peninga sem komið hefur verið fyr-ir í skattaskjólum erlendis. Ítarlega
er fjallað um þessi mál í DV þessa dagana.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri seg-
ir þar meðal annars frá því að yfirvöld lendi
þar gjarnan í flækju félaga sem endi í svart-
holi. Eftir að peningar fara frá félagi á Íslandi
liggur slóð þeirra í gegnum aflandsfélög og
á endanum verða þeir sporlausir. Líklegt er
að gríðarlegir fjármunir útrásarvíkinga hafi
runnið framhjá skattinum og þar með sam-
neyslunni. Það sorglega er að svo virðist sem
yfirvöld séu þess ekki megnug að finna þetta
fjármagn sem yrði til þess að létta undir með
almenningi í nauð kreppunnar. Pening-
ar sem runnu út úr hagkerfinu með slíkum
hætti kunna að fela í sér lögbrot með tvenn-
um hætti. Annars vegar gætu þeir átt rót sína
í því að menn voru að ræna banka sína inn-
an frá. Hins vegar er um að ræða skattsvik
einstaklinga. En þótt yfirvöld séu svartsýn á
árangur er engin ástæða til að gefa upp von.
Um allan heim er tilhneiging í þá átt að af-
létta bankaleynd svo koma megi lögum yfir
skattsvikara. Á næstu misserum kann því að
fara svo að ljósi verði varpað inn í svarthol-
in. Þá er opinn sá möguleiki að uppljóstrar-
ar komi með gögn sem sýna það sem var að
gerast á útrásartímanum. Íslenskir banka-
menn, sem störfuðu erlendis og höfðu milli-
göngu um að koma peningum í skjól, eiga
nú möguleika á að bæta fyrir að hafa orðið
þjófsnautar.
Orðið útrásarvíkingur er eitt mesta hrak-
yrði íslenskrar tungu í dag. Margir þeir sem
flokkast sem slíkir eru fyrirlitnir og for-
smáðir. Þeir hafa misst mannorð sitt og eru
útlagar frá eigin fósturjörð. Ástæðan er sú að
þjóðin kennir þeim um hrakfarirnar. Þessir
menn þurfa að velta fyrir sér hvort sé mikil-
vægara mannorðið eða allsnægtir vegna illa
fenginna peninga. Yfirvöld ættu að hugleiða
þá leið að bjóða mönnum afslátt frá refsingu
gegn því að þeir leggi spilin undanbragða-
laust á borðið. Í dag þræta þeir sem spurð-
ir hafa verið fyrir að eiga peninga í félögum
sem þrífast í skattaskjólum. Grundvöllur-
inn að sátt útrásarvíkinga og þjóðar gæti
orðið undanbragðalaus uppljóstrun. Óljóst
er hvort útlagar Íslands eru einhverjir með
þann skilning að æra sé mikilvægari en fé.
Það hlýtur þó að vera valkostur í huga ein-
hverra að létta af samvisku sinni þjófnaði
undan skatti. Þeir sem fyrstir fara um þau
göng sannleikans munu fá fyrirgefningu.
Hina þarf að elta uppi og ákvarða þeim há-
marksrefsingu.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þeir hafa misst mannorð sitt og eru útlagar.
18 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LAUNÞEGINN BJARNI
n Ekki er enn þá ljóst hvort af mót-
framboði gegn Bjarna Benediktssyni
formanni Sjálfstæðisflokksins verður.
Líklegt þykir þó
að Kristján Þór
Júlíusson alþing-
ismaður láti slag
standa. Annar
sem nefndur er til
sögunnar er Guð-
mundur Franklín
Jónsson, útvarps-
maður á Sögu og
fyrrverandi verðbréfasali á Wall Street
og víðar. Það skondna er að Bjarni er
fyrrverandi launþegi hans hjá Burn-
ham á Íslandi. Þegar illa fór að ganga
hjá því fyrirtæki stökk Bjarni frá borði
og slapp við að fá kusk á hvítflibbann.
ATLI HARÐSKEYTTUR
n Miklar vonir eru bundnar við þing-
mannanefnd Atla Gíslasonar sem
ætlað er að koma í farveg þeim málum
sem snúa að ráð-
herrum og emb-
ættismönnum
sem sakaðir eru
um vanrækslu.
Atli, sem er einn
af þekktari lög-
mönnum lands-
ins, er þekktur af
sterkri réttlæt-
iskennd. Það má því reikna með að
hann gangi fram af harðfylgi í því að
koma ráðherrum undir landsdóm.
Öllu snúnara er að koma lögum yfir
vanrækslumanninn Davíð Oddsson,
fyrrverandi seðlabankastjóra, sem
talinn er hafa stjórnað Geir Haarde í
ruglinu og eiga hvað stærsta sök á því
hvernig Landsbankinn náði að soga
til sín fé sparifjáreigenda í útlöndum.
GUÐBJÖRG GRÆDDI
n Eins og fram kom í helgarblaði DV
er grunnurinn að auðævum Guð-
bjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda
Moggans og Ísfé-
lagsins í Vest-
mannaeyjum,
þær tugmilljón-
ir sem athafna-
konan græddi í
frægri fléttu Jóns
Ásgeirs Jóhann-
essonar og félaga
hans við að ná
yfirráðum í Glitni. Guðbjörg seldi í
TM á brjálæðislegu verði og fékk hlut
í Glitni sem hún seldi síðan korteri
fyrir hrun. Bankinn sat eftir í sárum.
Inni í Glitni var sonur hennar, Einar
Sigurðsson, í ábyrgðarstöðu með
góða yfirsýn. Hann er enn í starfi þar.
Menn velta fyrir sér hvort ekki sé hægt
að ná þessum peningum til baka með
riftingu.
JÓNI ÁSGEIRI AÐ
KENNA
n Bók Styrmis Gunnarssonar, Hruna-
dans og horfið fé, fær blendnar mót-
tökur. Þykir nokkuð sýnt að um sé að
ræða hvítþvott fyrir Davíð Odds-
son, fyrrverandi forsætisráðherra
og seðlabankastjóra, líkt og fyrri
bók gamla ritstjórans. Líklega tekur
steininn úr í bókinni þar sem fjallað
er um einkavæðingu Búnaðarbanka
og Landsbanka. Flestir eru sam-
mála um að sá gjörningur var fyrst og
fremst á ábyrgð Davíðs og Halldórs
Ásgrímssonar. Söguskýring Styrmis
er allt önnur og væntanlega komin frá
Davíð. Mislukkuð einkavæðing var á
ábyrgð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar!
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
grínframboð!