Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 24
FC Bayern sannaði svo um munaði að það er besta lið Þýskalands um helgina þegar það valtaði yfir Werder Bremen, 4-0, í bikarúrslitaleiknum. Leikurinn fór fram á Ólympíuvellin- um í Berlín. Bæjarar náðu forystunni með vítaspyrnu Arjens Robben á 35. mínútu en í seinni hálfleik bættu Ivica Olic, Franck Ribery og Basti- an Schweinsteiger allir við mörkum. Besti leikmaður Brimarborgara, Tor- stein Frings, fékk rautt spjald á 75. mínútu í stöðunni 3-0. Louis van Gaal hefur því held- ur betur snúið blaðinu við hjá Bay- ern-liðinu sem gekk lítið sem ekkert í fyrra og rétt skreið inn í Meistara- deildina. En hvað varðar Meistara- deildina á Bayern leik gegn Inter í úrslitum hennar á laugardaginn kemur. Hafi Bayern sigur í þeim leik vinnur það hina mögnuðu þrennu sem aðeins Manchester United hef- ur tekist að vinna. „Við spiluðum alveg ótrúlega vel, úrslitin gefa alveg rétta mynd af leiknum. Það á engin roð í okkur þegar við spilum svona,“ segir Ivica Olic, framherji Bayern, en Króatinn hefur farið á kostum í Meistaradeild- inni. „Það væri auðvitað draum- ur að vinna Meistaradeildina. Enn betra væri að skora í úrslitaleiknum en mér er alveg sama svo lengi sem við vinnum. Ég tel okkur eiga góðan möguleika gegn Inter,“ segir Olic. Fyrirliði Bayern, Mark van Bommel, var sáttur með sína menn. „Ef við spilum svona á laugardag- inn kemur vinnum við þrennuna. Það væri auðvitað stórkostlegt að vinna alla þrjá stærstu titlana. En við verðum að halda okkur á jörð- inni og undirbúa okkur vel. Inter er vel mannað og skipulagt lið en það erum við líka,“ segir Mark van Bommel. tomas@dv.is FC Bayern rúllaði yfir Bremen í bikarnum: Þrennan bíður Bæjara TORRES NÁLGAST CHELSEA Enska blaðið Mirror segir Chelsea vera nálægt því að landa spænsku markamaskínunni Fernando Torres frá Liverpool en forsvarsmenn Chelsea telja afar líklegt að samningar muni nást. Roman Bramovich, eigandi Chelsea, hefur lofað að opna veskið í sumar vegna frábærs árangurs liðsins en hans heitasti draumur, að vinna Meistaradeildina, er enn óuppfylltur. Talið er að Chelsea muni duga að bjóða 40 milljónir punda í Torres sem skoraði átján mörk í úrvalsdeildinni í ár þrátt fyrir að spila aðeins tuttugu leiki. Liverpool mun lítið geta gert til þess að halda Spánverjanum því hvorki getur það boðið jafnmikinn pening og Chel- sea né Meistaradeildina. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 MOLAR BUFFON GEFUR EKKERT UPP n Einn albesti markvörður heims, Ítalinn Gianluigi Buffon, gefur ekk- ert upp um það hvar hann muni spila á næsta tímabili. Hann fór út af meiddur gegn AC Milan um helgina en þau meiðsli segir hann ekki alvar- leg. „Ég veit ekk- ert hvar ég mun spila. Það væri bara heimskulegt af mér að segja eitthvað án þess að vita það,“ segir Buffon. Markvörðurinn frábæri, sem er samningsbundinn Juventus, hefur verið á óskalista Manchester City en það er sagt tilbúið að greiða háar fjárhæðir fyrir kappann. Sjálf- ur hefur hann ýjað að framtíð á Englandi. LEBRON EKKI TIL NY n Charles Oakley, fyrrverandi kraftframherji New York Knicks og góðvinur LeBron James, segir hann ekki eiga að fara til New York eins og líklegt þykir í sumar. „Chi- cago eða Miami eru liðin sem hann á að fara til,“ segir Oakley. „Hann vill fara einhverstaðar þar sem hann getur unnið deildina. Hann er búinn að vera í deildinni núna í sjö ár og það er kominn tími á að hann vinni hana.“ LeBron er kominn í sumarfrí með Cleveland eftir að Boston Celtics vann einvígi liðanna í undanúrslitum Austur- deildarinnar, nokkuð óvænt, 4-2. WILSON VERÐUR FRÁBÆR n Samkvæmt framherjanum Na- cho Novo er Liverpool á leiðinni að landa frábærum ungum leik- manni, Danny Wilson. Uppgangur Wilsons hefur verið mikill hjá Rangers en hann var lykilmaður í sigurliði Rang- ers í ár, aðeins 18 ára gam- all. Talið er að Liverpool klári þriggja milljóna punda kaup á honum í vikunni. „Ég sé hann alveg sem fyrirliða skoska landsliðsins í framtíðinni. Hann verður alveg klárlega einn besti miðvörður Evrópu áður en langt um líður. Hann er frábær leikmað- ur og frábær varnarmaður með magnaðan vinstri fót,“ segir Novo sem er samherji hans. UNITED EYGIR TÁNING n Manchester United horfir nú hýru auga til hins nítján ára gamla argentínska framherja, Funes Mori, sem hefur leik- ið frábærlega með River Plate í heimalandinu. Hann er nú þegar kominn á óskalista Real Madrid og Bar- celona. Mori fékk samning hjá River Plate á nokkuð óvenju- legan hátt en hann vann raunveru- leikaþátt í sjónvarpi til þess. Hann hefur nú þegar farið á reynslu til Chelsea og er það einnig sagt hafa áhuga á pilti. Mori skoraði þrennu gegn Racing Club um síðustu helgi og er almennt talinn eitt mesta efni Evrópu. Tvöfalt Franck Ribery skoraði þriðja mark FC Bayern. MYND AFP Chelsea er tvöfaldur meistari á Englandi eftir sigur á Portsmouth, 1-0, í ótrúlegum bik- arúrslitaleik. Boltinn hreinlega virtist ekki ætla inn í markið fyrr en Didier Drogba skoraði sitt þriðja mark í bikarúrslitaleik. Avram Grant er stoltur af sínum mönnum. TORSÓTT TVENNA „Auðvitað var ég farinn að hafa áhyggjur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir 1-0 sigur Chelsea í bikarúrslita- leiknum á Englandi gegn Ports- mouth. Áhyggjurnar stöfuðu af því að Chelsea var búið að skjóta boltanum fimm sinnum í tréverk- ið áður en Didier Drogba skoraði loks sigurmarkið beint úr auka- spyrnu. Setti hann þá knöttinn laglega í markmannshornið og voru það mögulega einu mis- tök David James í markinu hjá Portsmouth en hann átti stórleik. Chelsea er því tvöfaldur meistari á Englandi og afrek Carlos Ance- lotti orðið enn magnaðra. Stoltur af sínum mönnum Avram Grant, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, gat ekki ann- að en hælt sínum mönnum fyr- ir hetjulega baráttu í leiknum. Þeir fengu tvö algjör dauðafæri til þess að skora, meðal annars brenndi Kevin-Prince Boateng af víti. „Þetta var ekki sanngjarnt, við verðskulduðum meira út úr leiknum,“ sagði Grant eftir leik- inn. „Við fengum víti akkúrat á réttum tíma og önnur færi til þess að skora. Ég verð samt að segja að ég er mjög stoltur í dag. Við vorum að spila gegn besta liði deildarinn- ar og við neyddum það til þess að eyða tímanum síðustu tíu mínút- urnar af leiknum. Chelsea er frá- bært lið en ég held að allir sem koma að þessu Portsmouth-liði geti verið stoltir,“ sagði Grant. Ísraelinn geðþekki er ekki viss um framtíð sína en Portsmouth er fallið úr úrvalsdeildinni og mikið svartnætti gæti beðið liðs- ins. „Framtíð mín er það síðasta sem ég er að hugsa um núna. Framtíð Portsmouth er það sem skiptir máli. Ef einhver hefur ef- ast um að það borgi sig að kaupa þetta félag fékk sá hinn sami svar í dag. Stuðningsmennirnir voru frábærir, þeir rúlluðu yfir Chelsea í stúkunni.“ Skorar alltaf á Wembley Didier Drogba skoraði sigur- markið í leiknum en þetta var þriðja mark hans í þremur bikar- úrslitaleikjum. Það sem meira er var þetta annað sigurmark hans. Drogba virðist elska að spila á Wembley en hann hefur skor- að í öllum sex leikjum sínum á Wembley í bikar, deildarbikar og leikjum um góðgerðarskjöldinn. Hann var auðmjúkur í leikslok. „Fyrir mér er aðalatriðið að við unnum leikinn. Þetta er mitt besta ár hjá Chelsea því við unn- um tvennuna, það hefur allt- af verið draumur. Það er frábært að vera hluti af fyrsta liðinu hjá Chelsea sem vinnur tvennuna,“ sagði Drogba. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var einnig eðlilega hæstánægð- ur með tvennuna. „Þetta er frá- bær sigur fyrir mig. Ég er mjög ánægður með fyrsta árið mitt á Englandi. Ég er heppinn af hafa unnið alltaf með frábærum liðum og andrúmsloftið hér hjá Chelsea er alveg magnað. Nú mun ég fara og fagna með leikmönnum mín- um. Mun ég fá mér eitt vínglas? Að sjálfsögðu, við eigum skilið að fagna eftir svona tímabil,“ sagði Ancelotti. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Langbestir Chelsea vann báða stóru bikarana á tímabilinu. Svona, svona Ancelotti reynir að hugga kollega sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.