Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR Á meðan útlit er fyrir að veislu- gestir hafi skemmt sér vel á veit- ingahúsi í franska skíðasvæðinu Courchevel um miðjan apríl 2007 er ekki víst að þeir skemmti sér all- ir eins vel í dag. Þegar mynd sem tekin var í veislunni er skoðuð má sjá þar fjölda einstaklinga sem nú standa frammi fyrir málshöfðun- um af ýmsum toga, rannsóknum bæði ríkisskattstjóra og sérstaks saksóknar og milljarða skuldum í bankakerfinu. Eftir því sem DV kemst næst var partíið í frönsku ölpunum hald- ið sem liður í boðsferð á vegum Landsbankans sáluga. Á mynd- inni má finna flesta af stærstu leik- endum íslensks viðskiptalífs fyrir bankahrunið hérlendis. Allir virð- ast þeir skemmta sér konunglega í veislunni þar sem bros sést víða og ber myndin með sér að veislugest- ir þekkist vel innbyrðis. Bankamenn og fjárfestar Hægra megin á myndinni frá Courchevel má til dæmis sjá Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfesti og aðaleiganda Baugs, og Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbank- ans. Á milli þeirra stendur Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, sem lagt hefur handlegg- inn vinalega yfir öxlina á Sigurjóni. Eiginkonur Jóns Ásgeirs og Stef- áns, Ingibjörg Pálmadóttir og Frið- rika Geirsdóttir, sitja á gólfinu. Á hægri hönd Sigurjóni sit- ur Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, glað- beitt á svip. Við fótskör Sigurjóns situr Baldvin Valtýsson sem tók við starfi útibússtjóra Landsbankans í London nokkrum vikum eftir að myndin var tekin. Hannes Smárason fjárfestir var einnig með í ferðinni, þó hann sjá- ist ekki á myndinni, og situr kona hans, Unnur Sigurðardóttir, við hlið Friðriku Geirsdóttur á gólfinu. Nokkrir af þeim sem eru á mynd- inni virðast ekki hafa verið bein- tengdir Landsbankanum eða Baugi. Þetta fólk er vinstra megin á mynd- inni: Hlæjandi maður í peysu sem stendur opinmynntur og bendir á ljósmyndarann. Ekki er heldur vit- að hver stúlkan er sem stendur við hlið hans er né útitekni maðurinn Allir virðast hafa skemmt sér vel í veislunni sem haldin var í frönsku Ölpunum í apríl 2007. Þar má sjá káta bankamenn og fjárfesta, lykilpersónur í íslensku viðskiptalífi fyrir bankahrun- ið, eiga glaða kvöldstund á veitingastað. Ekki er víst að allir þeir sem í veislunni voru skemmti sér eins vel í dag og DV gerir hér tilraun til að sjá hver staða partígestanna er eftir bankahrunið. PARTÍIÐ BÚIÐ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Eftir því sem DV kemst næst var partíið í frönsku ölp- unum haldið sem lið- ur í boðsferð á vegum Landsbankans sáluga. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Magnús Ármann, fjárfestir Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans Oddur Karl Einarsson, eiginmaður Sigríðar Elínar Pálmi Haraldsson Margrét Íris Baldursdóttir, eiginkona Magnúsar Ármanns Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfa- deildar Landsbankans Halla Halldórs, eiginkona Pálma Haraldssonar Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eiginkona Stefáns Hilmarssonar Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs í Bretlandi Svala Björk Arnardóttir, eiginkona Þorsteins Gunnars Unnur Sigurðardóttir, eiginkona Hannesar Smárasonar og fyrrverandi einkaritari Jóns Ásgeirs Jónína Waagfjörð eiginkona Gunnars Sigurðssonar Kevin G. Stanford, fjárfestir og viðskiptafélagi Baugsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.