Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 30
Knattspyrnukempan Arnar Gunnlaugsson hefur verið ein- hleypur upp á síðkastið eftir að slitnaði upp úr sambandi hans og þokkadísarinnar Pöttru Sri- yanonge. En nú virðast blikur á lofti. Arnar ku nefnilega eiga vingott við gullfallega myndlist- arkonu að nafni Katla Jónasdótt- ir. Heimildarmaður DV veit ekki hversu langt samband þeirra er komið, en þau hafa að minnsta kosti látið vel að hvort öðru undanfarið og fór Katla meðal annars að horfa á kappann spila með Haukum gegn KR í Frosta- skjólinu á dögunum. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi og Katla eitt, með athafnamanninum Kevin Stanford, öðrum stofn- enda tískuvörukeðjunnar Karen Millen. KÖLLUÐ EFNUÐ PARTÍSTELPA Fyrrverandi fyrirsætan og nú arkitekt- úrneminn Chloé Ophélie og kærastinn hennar Árni Elliott enduðu í fyrsta sæti í netleik Renault og eiga nú mikla mögu- leika á að komast að í raunveruleikaþætti bílaframleiðandans sem sýndur verður á netinu. Chloé og Árni fara í lokavið- talið í Frakklandi í næstu viku í von um að tryggja sér sæti og eiga þá möguleika á að vinna tvo bíla, Megane Coupe Ca- briolet og Renault Wind ásamt rekstrar- kosnaði í heilt ár. Vinir og ættingja hafa hvatt fólk á Facebook til að kjósa parið sem hefur heldur betur borgað sig því Árni og Chloé stigu fram úr hinum lið- unum á lokasprettinum og enduðu með alls 6.074 atkvæði. „Nú erum við að keppa við tvö önnur lið sem berjast um að vera „breska“ lið- ið og vonandi verðum við valin en ekki hin tvö,“ sagði Chloé í viðtali við DV. Að- spurð segist hún ekki óttast að vinna svo náið með kærastanum en ef þau kom- ast að í þættinum þurfa þau að aka um Evrópu og leysa alls kyns þrautir og þá mun eflaust reyna á samvinnuna. „Við erum örugglega góð saman. Allavega ef hann leyfir mér að ráða. Ef ekki gæti þetta sprungið því við erum bæði frek- ar þjósk. Við höfum ferðast mikið sam- an og lent í ýmsum ævintýrum og erum því vön ýmsu en þegar við leggjum haus- ana saman ganga hlutirnir oftast upp,“ segir Chloé en ef þau komast að í raun- veruleikaþáttinn munu þau vera sjálf með myndatökuvélar auk þess sem kvik- myndagerðafólk mun hitta á þau þegar þau leysa þrautir. indiana@dv.is GÓÐ EF ÉG FÆ AÐ RÁÐA ÁSTARGOS ARNARS DORRIT MOUSSAIEFF: Óléttuæðið hjá sjónvarpsstjörn- um Íslands er farið að taka sinn toll ef svo má segja. Eins og DV greindi frá í síðasta helgarblaði er Lillý Valgerður Pétursdóttir á Stöð 2 komin í fæðingarorlof en henni fæddist drengur í liðinni viku. Brátt styttist í að Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir Kast- ljósskutla hverfi af skjánum til að sinna móðurhlutverkinu, en kollegi hennar hjá samkeppnis- aðilanum og góðvinkona, hin íð- ilfagra Sigrún Ósk Kristjánsdótt- ir í Íslandi í dag, hefur nú þegar stimplað sig af skjánum í bili. Sigrún á að eiga dreng í lok maí með sínum heittelskaða, Jóni Þór Haukssyni. Hennar skarð í Íslandi í dag fyllir ekki síður fallegt fljóð, fréttakonan bein- skeytta Helga Arnardóttir. Eftir því sem DV kemst næst er Helga ekki með köku í ofninum. HELGA Í ÍSLAND Í DAG 30 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FÓLKIÐ Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er ásamt kunningjakonum sínum kölluð „efnuð partístelpa“ í frétt Daily Mail. Fréttin fjallar um fimmtugsafmæli Amöndu Eli- asch þar sem forsetafrúin og aðrir gestir horfðu meðal annars á svokallaða burl- esque-dansa. Blaðamaður Daily Mail gef- ur Dorrit viðurnefnið „demantadrottn- ingin“. „Efnuðu partístelpurnar“ eða „The prosperous party girls“ er fyrirsögn fréttar sem blaðið Daily Mail birti um forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, og kunningjakonur hennar. Grein- in fjallar um mynd sem tekin var af Dorrit í fimmtugsafmæli breska ljós- myndarans Amöndu Eliasch en það fór fram á Englandi í síðustu viku. Á myndinni með Dorrit eru þær Am- anda, Andrea Dellal, Debbie von Bismarck og Chantal Hanover. „Með sameinuðum auðæfum þessara kvenna kæmust þær örugg- lega langleiðina með að greiða upp þjóðarskuldina,“ sagði breski blaða- maðurinn um Dorrit og vinkonur en viðurnefnið sem hann gaf forseta- frúnni var „diamond tycoon“ sem þýðist líklega best á íslensku sem „demantadrottningin“. En fjölskylda Dorritar er heimsþekkt fyrir viðskipti sín með skartgripi og demanta. Fjöl- skyldan kemst iðulega á blað yfir rík- ustu fjölskyldur Bretlands. Veisla Amöndu var svo sannar- lega ekki af verri endanum. Gestir voru 250 talsins og snæddu þeir allir glæsi- lega, fjölrétta máltíð. Að máltíðinni lokinni tók við diskótek og þar næst burl esque-dansar. Að dönsunum loknum tók svo við óperusöngur en að lokum var sýnd kvikmynd sem vinir afmælisbarnsins höfðu gert. Amanda Eliasch er barnabarn breska leikstórans Sidney Gilliat sem gerði myndina St. Trinian. Eftir- nafn sitt fær Amanda hins vegar frá fyrrverandi eiginmanni sínum, risa- heildsalanum Johan Eliasch, sem var einnig í veislunni. „Ég hef haldið vin- skapnum við alla mína fyrrverandi,“ sagði Amanda í samtali við Daily Mail. „Jafnvel minn allra fyrsti sem ég kynntist þegar ég var átta ára kom í afmælið.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var ekki með Dorrit í veisl- unni en samkvæmt dagskrá hans á forseti.is hefur hann verið önnum kafinn undanfarið hér á landi. asgeir@dv.is Dorrit Moussaieff Fær viðurnefnið „diamond tycoon“ í Daily Mail. „Efnuðu partístelpurnar“ Andrea Dellal, Ch antal Hanover, Amanda Eliasch, Dorrit Moussaieff og Debbie von Bismarck . KÆRUSTUPARIÐ CHLOÉ OPHÉLIE OG ÁRNI ELLIOTT SIGRUÐU Í NETLEIK RENAULT: Chloé Ophélie Chloé segir þau Árna geta unnið vel saman en viður- kennir að þau séu bæði þrjósk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.