Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 25
ÓLAFUR FORSETI FIBA Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, var
kjörinn forseti FIBA Europe til næstu fjögurra ára á ársþingi sambands-
ins sem fram fór í Þýskalandi um helgina. Ólafur barðist um forsetaemb-
ættið við Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambands-
ins og varaforseta FIBA Europe. Ólafur hlaut glæsilega kosningu, hlaut
32 atkvæði gegn 19 stigum Demirel. „Ég er þakklátur fyrir þennan góða
stuðning sem ég fékk í þessu kjöri og þann heiður og það traust sem
forystumenn körfuknattleikssambandanna innan Evrópu sýna mér,“
sagði Ólafur við heimasíðu KKÍ eftir að niðurstaðan lá fyrir.
ÍSLENDINGAR NORÐURLANDAMEISTARAR
Ísland varð á sunnudaginn Norðurlandameistari U16 í körfuknattleik með
stórsigri á Svíum. Íslensku strákarnir fóru á kostum í leiknum en þeir gjör-
sigruðu Svíana, 82-54. Ísland hafði tögl og hagldir í leiknum en í hálfleik
leiddu íslensku strákarnir með níu stiga mun, 48-39, og eftir þriðja leik-
hluta höfðu þeir aukið forskot sitt í sautján stig, 64-47. Þetta var eini Norð-
urlandatitilinn sem íslensku liðunum tókst að ná í en keppt var í mörgum
aldursflokkum, bæði karla og kvenna, en mótið að þessu sinni fór fram í
Svíþjóð.
SPORT 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 25
MOLAR
VALUR ÞJÁLFAR FSU
n Valur Ingimundarson verður
næsti þjálfari körfuknattleiksliðs
FSu á Selfossi en liðið féll úr Ice-
land Express-deildinni í ár. Breyt-
ingar verða á
íþróttaakademíu
skólans en nú
munu nemend-
ur FSu getað
stunda körfu-
bolta í akademí-
unni án þess að
þurfa að leika
undir merkj-
um FSu. Valur Ingimundarson er
reyndur þjálfari sem þjálfaði síðast
lið Njarðvíkur áður en hann hætti
vegna veikinda. Mikil vandræði
voru hjá FSu á liðnu tímabili þar
sem margir leikmenn liðsins brutu
reglur um áfengisbindindi og
þurftu að yfirgefa akademíuna.
BREIÐHOLTIÐ Á TOPPNUM
n Erkifjendurnir úr Breiðholtinu,
Leiknir og ÍR, leiða Íslandsmótið í
1. deild eftir fyrstu tvær umferðirn-
ar. Leiknismenn
lögðu Þór í ann-
arri umferð á
meðan ÍR-ingar
gerðu góða ferð
til Njarðvíkur og
innbyrtu sigur,
2-1. Á Kópavogs-
velli sótti Þróttur
þrjú stig til HK
á meðan Fjölnir og Víkingur gerðu
2-2 jafntefli. Grótta fékk sitt fyrsta
stig fyrir norðan með 1-1 jafntefli
gegn KA en Skaginn tapaði á ótrú-
legan hátt gegn Fjarðabyggð, 3-2,
þar sem Aron Smárason, lánsmað-
ur frá Breiðabliki, skoraði þrennu
í sínum fyrsta leik. Leiknir og ÍR
eru einu liðin sem hafa unnið báða
leiki sína.
HVÖT VANN STÓRLEIKINN
n Hvöt sýndi styrk sinn í fyrstu
umferð annarrar deildar í knatt-
spyrnu þegar það lagði Reyni frá
Sandgerði, 2-0, á
heimavelli. Þessi
lið ásamt Víkingi
Ólafsvík og BÍ/
Bolungarvík eru
þau líklegustu til
að fara upp um
deild í sumar. BÍ
vann ÍH, 3-0, á
meðan Ham-
ar og Völsungur gerðu markalaust
jafntefli á Grýluvelli í Hveragerði.
KS/Leiftur vann góðan útisigur á
Víði í Garði, 2-0, og Víkingur Ól-
afsvík lagði KV, 2-1. Þetta var fyrsti
leikur KV í 2. deild en það kom upp
úr 3. deildinni síðasta haust. KV
er hálfgert varalið KR, byggt upp á
uppöldum Vesturbæingum.
INDEPENDENCE Í 2. SÆTI
n Hólmfríður Magnúsdóttir og
félagar hennar í bandaríska at-
vinnumannaliðinu Philadelphia
Independence
vann 1-0 úti-
sigur á Chicago
Red Stars um
helgina. Hólm-
fríður var ekki
í byrjunarlið-
inu að þessu
sinni en það var
í fyrsta skipt-
ið á tímabilinu sem hún byrjaði á
bekknum. Hún spilaði þó síðustu
tuttugu mínúturnar. Sigurmark
Philadelphia kom strax á sjöttu
mínútu. Hólmfríður og félagar eru í
2. sæti deildarinnar með ellefu stig,
fjórum stigum á eftir FC Gold Pride
sem er á toppnum með fimmtán
stig eftir sex leiki.
Ástralinn Mark Webber bar sigur úr
býtum í Mónakó-kappakstrinum í
Formúlu 1 á sunnudaginn eftir að
hafa leitt frá byrjun til enda. Liðs-
félagi hans hjá Red Bull, Sebasti-
an Vettel, varð annar en Pólverjinn
Robert Kubica á Renault þurfti að
láta sér nægja þriðja sætið þrátt fyr-
ir að vera annar á ráslínu. Fernando
Alonso klessti bíl sinn á síðustu æf-
ingu og tók því ekki þátt í tímatök-
unni. Hann byrjaði aftastur en vann
sig upp í sjötta sætið og innbyrti
mikilvæg stig.
Fjórir öryggisbílar
Mónakó-brautin er einstök að því
leyti að nánast ómögulegt er að taka
fram úr. Keppt er á götum Mónakó
sem gerir það að verkum að ef ein-
hver klessir bílinn sinn þarf nánast
undantekningalaust að senda út ör-
yggisbílinn og hefja keppnina aftur.
Það gerðist hvorki meira né minna
en fjórum sinnum í keppninni á
sunnudaginn þrátt fyrir frábært veð-
ur og gott útsýni. Tókst þó engum
ökumanni að nýta sér öryggisbíl-
anna né hlaut enginn skaða af því að
þeir komu út
Síðasti öryggisbílinn kom út þeg-
ar Jarno Trulli á Lotus keyrði upp á
og yfir bíl Karun Chandhok hjá For-
ce Inda sem slapp þó ómeiddur frá
atvikinu. Aðeins voru átta hring-
ir eftir þegar það gerðist. „Í raun og
veru var ég bara að hugsa um hvort
það væri í lagi með Chandhok. Ég
var samt ánægður í það skiptið
sem öryggisbílinn kom út og von-
aði að hann myndi bara koma okk-
ur í mark. Það var alveg nóg komið
af þessu,“ sagði Mark Webber eftir
keppnina en hann var að vinna sína
aðra keppni í röð.
Besti dagur lífs míns
Þrátt fyrir að Mónakó-brautin sé lík-
lega sú allra leiðinlegasta á keppnis-
árinu skiptir gríðarlegu máli að eiga
sigur á henni á ferilskránni. „Þetta er
besti dagur lífs míns,“ sagði Webber
hæstánægður á blaðamannafundi
eftir keppnina. „Það er frábært að
hafa unnið hér í Mónakó og komast
á pall með mönnum eins og Senna
og Schumacher. Þetta var samt erf-
itt, brautin breyttist mikið í gegnum
keppnina og öryggisbílinn kom oft
út. En við gerðum eins vel og hægt
var og unnum tvöfalt,“ sagði Webber.
Red Bull-bílarnir hafa verið fljót-
astir á keppnisárinu til þessa og á
liðið nú tvo efstu menn stigamóts-
ins og leiðir því eðlilega stigakeppni
bílasmiða. „Það er frábært en þetta
er ekki búið. Þetta er árangur þrot-
lausrar vinnu og við erum ekki á
toppnum bara út af þessari helgi.
Við erum bjartsýnir á framhaldið því
allir hjá liðinu vinna gríðarlega hart
að því að verða bestir. Við gátum ekki
gert betur þessa helgina en mótið er
ekki búið,“ sagði Webber.
Sótti ekki á liðsfélagann
Sebastian Vettel á Red Bull varð ann-
ar en hann gerði aldrei neina atlögu
að því að ná félaga sínum Webber í
keppninni. Hann útskýrði það. „Eft-
ir alla öryggisbílana átti ég ekkert í
hraðann á Webber, því var tilgans-
laust að reyna sækja á hann. Það var
ekki fyrr en seint í keppninni að ég
fór að finna fyrir góðu gripi en þá
var hann kominn með tíu sekúndna
forskot. Þá þurfti ég frekar að horfa
í speglana heldur en fram fyrir mig,“
sagði Vettel en Robert Kubica á Ren-
ault sótti hart að honum.
„Það var erfitt að þurfa að ná
góðu forskoti á Kubica aftur og aft-
ur. Í raun og veru held ég að ég hafi
keyrt meira til hliðar í þessari keppni
að verja stöðu mína en keyrt áfram.
Ég er bara mjög ánægður með það
að ná öðru sætinu. Þetta eru mik-
ilvæg stig sem munu telja á endan-
um,“ sagði Þjóðverjinn ungi.
Hræddur um bílinn
Pólverjinn Róbert Kubica á Renault
var annar á ráslínu en missti annað
sætið strax til Vettels. Hann ætlaði
sér fyrsta sætið strax í upphafi en
það kostaði hann silfrið. „Það var
erfitt að byrja þeim megin sem ég
var. Vanalega myndi ég bara verja
mína stöðu en ég sá hversu hægt
Webber fór af stað þannig að ég
ætlaði að ná fyrsta sætinu. Ég fór
aftur á móti of hratt í það og spól-
aði of mikið. Þá fór Vettel fram úr
mér og um leið þurfti ég að passa
að Massa myndi ekki taka þriðja
sætið af mér,“ útskýrði Kubica eftir
keppnina.
„Ég átti ekki séns í að komast
fram úr Vettel í keppninni. Ég var
farinn að finna fyrir miklum hrist-
ingi í dekkjunum þannig að það
eina sem ég hugsaði um var að
reyna halda í við Vettel og halda
Massa fyrir aftan mig. Í raun og
veru var ég aldrei nálægt því að ná
öðru sætinu. Það bjóst samt eng-
inn við því að við myndum ná ein-
hverju hér þannig að ég hrósa bara
öllu liðinu fyrir þennan árangur,“
sagði Robert Kubica.
Tvöfalt hjá Red
Bull í Mónakó
Red Bull á tvo efstu menn í stigakeppni
heimsmeistaramótsins í Formúlu 1 og er á
toppnum í keppni bílasmiða eftir frábæra
helgi í Mónakó. Mark Webber vann sína
fyrstu keppni í Mónakó og Þjóðverjinn
Seb astian Vettel varð annar. Maður dags-
ins var þó líklega Fernando Alonso sem
barðist úr síðasta sæti upp í það sjötta.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Við gátum ekki gert betur þessa helgina
en mótið er ekki búið.
Leiddur í mark Mark Webber kom
rólegur í mark enda öryggisbílinn á
undan honum síðustu tvo hringina.
Glæsileg braut og glæsilegt afrek
Fernando Alonso var maður dagsins
með því að ná sjötta sætinu eftir að
hafa verið ræstur aftastur. MYND AFP