Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, bjó frítt í lúxushúsnæðinu sem hann keypti á rúma tvo milljarða króna í Vest- ur-London árið 2008. Sigurður gerði samkomulag við stjórn bankans í maí það ár um að bankinn leigði af hon- um húsið og keypti nýjan húsbúnað í það fyrir margar milljónir. Sigurð- ur var eftirlitslaus í útibúi bankans í London þar sem hvorki innri né ytri endurskoðendur bankans fylgdust með bruðlinu. Rannsóknarnefnd Al- þingis gerir alvarlegar athugasemdir við þetta í skýrslu sinni. Í skýrslu rannsóknarnefndar er fjallað um samning stjórnar Kaup- þings við Sigurð Einarsson, þáverandi stjórnarformann bankans, um þátt- töku bankans í húsnæðiskostnaði Sig- urðar vegna búsetu og starfs í London eftir að verkefni hans fyrir bankann fluttust þangað. Á fundi stjórnar Kaupþings 28. maí 2008 samþykkti stjórnin beiðni Sigurðar um að bankinn leigði af honum tveggja milljarða króna lúx- ushúsnæðið sem hann hafði keypt og bankinn fjármagnaði. Þriðji aðili skyldi meta hvort leigukjör bankans vegna húsnæðisins væru ásættanleg að því er segir í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um starfskjör Sig- urðar Einarssonar og dularfullt útibú bankans í Bretlandi. Bjó frítt í lúxusíbúðinni Sigurður hafði fengið lán frá Kaup- þingi í Lúxemborg til að fjármagna kaup á húsnæðinu en leiguverðið sem bankinn gekkst inn á að greiða Sigurði var ákveðið sem nam kostn- aði og afborgunum af láninu. Sigurð- ur bjó því í raun frítt í húsnæðinu í vesturhluta London sem hann hafði keypt á gríðarlegu yfirverði á 10,5 milljónir punda, þegar almennt sölu- verð á fasteignum á svæðinu var 4–5 milljónir punda. Auk þess að standa straum af af- borgunum af láninu og öðrum kostn- aði við lúxusvillu Sigurðar lagði bank- inn til greiðslu vegna húsbúnaðar á einkaheimili Sigurðar í London 24. september 2008. Alls 57 þúsund pund, eða um 9 milljónir króna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að þrátt fyrir ítrekaða eft- irgrennslan hafi hún ekki fengið gögn í hendur sem sýna hvernig staðið var að endurgreiðslu þessara fjármuna. Útibú Kaupþings í London hafi innt af hendi ofangreindar greiðslur vegna húsaleigu og húsbúnaðar. „Starfsemi þess útibús virðist ekki hafa verið háð eftirliti innra eftirlits eða endurskoðunar Kaupþings á Ís- landi og aðkoma ytri endurskoðenda virðist líka hafa verið takmörkuð,“ segir í skýrslunni. Óeðlilegt og fokdýrt útibú Í skýrslunni kemur fram að árið 2005 hafi komið fram ábendingar af hálfu breskra skattayfirvalda um að ekki væri eðlilegt að kostnaður sem tengd- ist stjórnarformanni Kaupþings væri færður til gjalda hjá litlu dótturfé- lagi bankans í Bretlandi á þeim tíma, Kaupthing Ltd. Samband milli tekju- færslu og gjaldfærslu í reikningi fé- lagsins væri rofið með þessum hætti. Í framhaldi af þessum athugasemd- um stofnaði Kaupþing útibú móður- félagsins í Bretlandi. Heildarkostnaður vegna reksturs útibúsins í Bretlandi frá maí 2005 til október 2008 nam hvorki meira né minna en 1.311,5 milljónum króna. Auk Sigurðar Einarssonar starfaði einn aðstoðarmaður í útibúinu á fyrri helmingi tímabilsins en heilir tveir á seinni hluta þess. Rannsóknarnefnd Alþingis ósk- aði eftir því við Kaupþing að gerð yrði grein fyrir helstu útgjöldum útibús- ins, hvernig hefði verið háttað með- ferð þessara gjalda í reikningsskilum bankans, hvernig innra eftirlit bank- ans hefði komið að útibúinu og jafn- framt innri og ytri endurskoðun. Allt frá miðju ári 2009 leitaði rannsókn- arnefndin eftir svörum við þessum spurningum en fyrirspurnir hennar báru takmarkaðan árangur. „Þar kemur fyrst til að fylgigögn bókhalds útibúsins voru vistuð hjá dótturfélagi í London en bókhalds- gagn sem færsla í bókhaldi samstæð- unnar byggðist á var samandregið yf- irlit á einni A4 blaðsíðu. Ytra eftirlit bankans var óvirkt gagnvart útgjöld- um þessa útibús í London og einnig innri endurskoðun.“ Glórulaus endurskoðandi enn í bankanum Rannsóknarnefndin kallaði innri endurskoðanda Kaupþings, Lilju Steinþórsdóttur, til skýrslutöku þann 7. september 2009. Fram kemur í máli Lilju að hún hafi ekki vitað betur „en að þetta væri bara inni í öllu „geiminu“ og þá undir eftirliti bæði fjár- málasviðs og fjármálastjóra og ytri endurskoðanda“. Lilja viðurkennir síð- an að hún hafi fyrst frétt að útibúið væri í raun eftirlitslaust í „þessari rannsókn“. Samkvæmt starfsmannaskrá Ar- ion banka starfar Lilja enn hjá bankanum. Lilja var spurð að því hvernig svona nokk- uð hefði getað gerst og hún svaraði: „[É]g held að það sé vegna mjög, bæði vegna þess, eins og þú segir, að þetta var stjórnarfor- maðurinn, svona ef maður reynir bara að líta á sálfræðina á bak við þetta, og þetta er ekkert endilega það eina sem stjórnendur bankans voru að taka til sín án þess að það væri eft- irlit með því.“ Ytri endurskoðendur bankans, KPMG, voru spurðir hvort þeir hefðu endurskoðað starfsemi úti- búsins í London þar sem kom fram að útgjöld Sigurðar Einarssonar hefðu ekki verið skoðuð sérstak- lega. Meðal kostnaðar undir þeim lið hefðu verið laun Sigurðar og kostnaður við húsnæði í London sem hvort tveggja hefði verið tal- ið honum til skattskyldra tekna og hluti launaskýringar í ársreikningi sem endurskoðaður hefði verið. Eftirlitslaus sjálftaka Sigurðar Í ályktunarkafla 3. bindis, 10. kafla, skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar um Kaupþing segir að árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaup- þings í London vegna Sigurðar Einarssonar hafi ekki verið undir eftirlit innri eða ytri endurskoð- enda bankans. En þar sem launa- greiðslur og leiga Kaupþings á hús- næði Sigurðar fóru allar í gegnum útibúið hafði rannsóknarnefndin ekki undir höndum þau gögn sem gerðu henni kleift að kanna launa- greiðslur til stjórnarformanns- ins fyrrverandi með sama hætti og annarra forsvarsmanna bankans. „Það hefði átt að vera sérstakt áhersluatriði stjórnar bank- ans og ytri end- urskoðanda að fylgjast með út- gjöldum sem tengdust stjórn- arformanni þar sem hann var jafnframt í fullu starfi hjá bankan- um.“ Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, bjó frítt í lúxushúsnæðinu sem hann keypti á rúma tvo milljarða króna í Vestur-London árið 2008. Sigurður gerði samkomulag við stjórn bankans í maí það ár um að bankinn leigði af honum húsið og keypti húsbúnað í það fyrir margar milljónir. Útibúið í London var hvorki undir eftirliti innri né ytri endurskoðenda bankans þrátt fyrir milljarða rekstrarkostnað. Sigurður lék lausum hala í London. EFTIRLITSLAUS SJÁLFTAKA SIGURÐAR Í LONDON n Heildarkostnaður við rekstur útibúsins nam á tímabilinu 1.311,5 milljónum króna. Hann skiptist þannig að 759,7 milljónir kr. eru vegna launaútgjalda, eða um 58% af heildarkostnaðinum, og 551,8 milljónir kr. vegna annars kostnaðar, eða 42% af heildarkostnaðinum. Bónusgreiðslur voru 28% af heildar- launakostnaði eða 213,4 milljónir kr. á tímabilinu. Ef heildarlaunakostnaði er skipt á 2,5 stöðugildi alls tíma- bilsins að jafnaði nemur hann 131 milljón kr. á ári. Á árinu 2007 hækkar húsnæðiskostnaður frá árinu áður um 30 milljónir kr. og ferðakostnaður um svipaða fjárhæð. HEIMILD: SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS. 3. BINDI, BLS. 92. Eftirlitslaust útibú SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Sigurður og lúxusinn Sigurður keypti íbúð á besta stað í London fyrir rúma tvo milljarða króna. Bankinn lánaði honum fyrir kaupunum og borgaði síðan af láninu fyrir hann og rúmlega það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.