Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 ÚTTEKT Sú þróun virðist nánast algild í poppheiminum vestra að þær söngkonur sem slái í gegn ungar skipti á end- anum sakleysinu út fyrir kynþokkann. Margar af frægustu söngkonum heims hafa einmitt farið þá leið og núna síðast Disney-stjarnan Miley Cyrus. DV tók saman yfirlit yfir nokkrar af þekktustu söngkonunum sem hafa skipt algjörlega um ímynd. KYNÞOKKI SEM SÖLUVARA MILEY CYRUS Sautján ára gamla Disney-stjarnan hefur svo sannarlega skipt um ímynd. Hún var meira að segja tvær góðar stelpur í einu. Miley og Hannah Montana. En það var aðeins tímaspursmál hvenær kynþokkinn tæki alfarið yfir enda er langt síðan klúrar farsímamyndir af henni láku á netið. RIHANNA Bomban frá Barbados var aðeins táning- ur þegar hún sló fyrst í gegn árið 2005. Stelpulegt útlit fékk þó fljótt að víkja og verður Rihanna sífellt djarfari í útliti. Hún er óhrædd við að sýna línurnar en einnig hafa lekið klúrar myndir af henni á netið. CHRISTINA AGUILERA Barna- og Disney-stjarnan Christina var góðmennskan uppmáluð framan af. Árið 2002 söðlaði hún hins vegar algjörlega um þegar hún sendi frá sér myndbandið við lagið Dirty. Nýjasta myndbandið hennar, Not Myself Tonight, þykir það klámfengn- asta hingað til. MARIAH CAREY Til að byrja með var það stelpulegt útlitið sem Carey lagði áherslu á. Enda fór það vel saman við guðdómlega rödd söngkonunnar. Með árunum fór Carey hins vegar meira og meira að gera út á kynþokkann og í dag fer hún varla í flík sem ekki er þröng og flegin. CARRIE UNDERWOOD Trúaða og góðlega kántrístjarnan Carrie sló eftirminnilega í gegn í American Idol. En góða stelpan selur ekki nóg og því fékk sveitalúkkið að fjúka. BRITNEY SPEARS Britney er sú sem hefur sennilega farið lengst með þetta. Hún söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar sem góðlega, hreina meyin. Ekki leið á löngu þar til Britney var farin að klæða sig og dansa eins og strippari. Síðan þá hefur hún reynt að gera mikið út á kynþokk- ann - þótt hann hafi oft á tíðum verið fjarri góðu gamni. HILARY DUFF Eins og svo margar aðrar Disney-stjörnur var Hilary ljúf, prúð og snoppufríð. En eins og flestar þeirra varð Hilary þreytt á því að vera alltaf góða stelpan. Það sýndi hún í myndbandinu við lagið Reach Out. JESSICA SIMPSON Jessica varð þreytt á því að vera sílfellt í þriðja sæti á eftir Britney Spears og Christinu Aguilera. Hún ákvað því að bæta aðeins í kynþokkann og sló í gegn með smellinum og myndbandinu Irresistible. LINDSAY LOHAN Fáar hafa tekið þessa breytingu jafnalvarlega og Lindsay. Hún fór frá því að vera heitasta unglingastjarna Bandaríkjanna í að vera mesti villingurinn af þeim öllum. Djamm, dóp og nekt við fyrirsætustörf hafa verið hennar ær og kýr síðan. AVRIL LAVIGNE Var sennilega ólíklegust allra þeirra sem hér eru nefndar til þess að gera út á kynþokkann. Hún var popppönkari og gerði aðallega út á það að vera töff. En síðan þroskaðist hún og varð eldri. Ekki leið á löngu þar til hún fór að birtast fáklædd á myndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.