Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. maí 2010 FRÉTTIR Hundurinn Keli, af fiðrildaætt, drapst á Geirsnefi í síðustu viku eftir að 8 mánaða gamall hundur af Husky-ætt réðst á hann. Eigandi Kela er Sunna Karen Sigurþórs- dóttir. „Þetta er í annað skipti sem ég missi hund á þennan hátt. Við vildum þess vegna vekja athygli á þessu. Nágrannakona mín stofn- aði spjallþráð um drápið á Kela á Barnalandi til þess að vekja um- ræður um þessi mál,“ segir Sunna Karen. „Ég held að þetta hafi ver- ið annað eða þriðja tilfellið á einni viku sem það gerist að stærri hundur drap minni hund á Geirs- nefi.“ Móðir hennar gekk með Kela á Geirsnefi þegar hundur af Husky- ætt kom aðvífandi og réðst á hann. „Hann kom hlaupandi niður hól og tætti Kela gjörsamlega í sig.“ Keli var fluttur á dýraspítala þar sem hann drapst. Sunna Karen er ósátt við við- brögð eiganda Husky-hundsins. „Hann bauð okkur að eiga Husky- hvolpinn í staðinn fyrir Kela, sem hann hafði drepið skömmu áður.“ Sunna Karen segir að tilfinn- ingalega áfallið sé ekki eini skað- inn þegar hreinræktaður hundur drepst á þennan hátt. „Svona hund- ar kosta á bilinu 200 til 250 þúsund krónur. Seinast þegar við lentum í að hundurinn okkar var drepinn, var reikningurinn frá dýraspítalan- um um 300 þúsund, en reikningur- inn fyrir aðgerðina sem reynd var á Kela er ekki ennþá kominn.“ „Eftir að hafa lent í þessu tvisv- ar finnst mér mikilvægt að hunda- eigendur viti af hættunni. Það verð- ur að gera eitthvað á Geirsnefi, til dæmis að skipta svæðinu svo að stórir hundar séu ekki með litlum,“ segir Sunna Karen að lokum. helgihrafn@dv.is Keli „Hann kom hlaupandi niður hól og tætti Kela gjörsamlega í sig,“ segir Sunna Karen. Hundurinn Keli drapst eftir árás stærri hunds á Geirsnefi: Tætti fiðrildahund í sig Leiðrétting Í síðasta blaði var sagt frá íslensk- um starfsmönnum Banque Hav- illand í Lúxemborg sem sendir hafa verið í leyfi og birtur listi yfir þá. Rangt var farið með stöðu átta starfsmanna. Hildur Eiríks- dóttir, Sigurður Kristinn Egilsson og Sigurður Þórarinsson létu af störfum í bankanum í nóvember 2009 og hafa því ekki verið send í leyfi. Kristján Ágústsson, Lárus Sigurðsson, Sölvi Sölvason, Þor- lákur Runólfsson og Ólafur Gauti Hilmarsson starfa fyrir Banque Havilland og hafa ekki verið sendir í leyfi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, bíð- ur eftir næstu skrefum sérstaks sak- sóknara, Ólafs Haukssonar, í íbúð sinni í Chelsea-hverfinu í London. Sigurður er eftirlýstur af Interpol eftir að hann neitaði að koma heim til Ís- lands í yfirheyrslu út af rannsókn sér- staks saksóknara á meintum lögbrot- um þeirra Kaupþingsmanna. Sigurður reyndi að semja um að hann yrði ekki handtekinn við komu sína til Íslands og reyndi hann að setja það sem skilyrði. Sérstakur sak- sóknari varð ekki við þeirri beiðni hans. Pattstaða hefur verið á milli Sig- urðar og Ólafs í allmarga daga og er ómögulegt að fullyrða hvað muni gerast næst í málinu. Scotland Yard neitaði sem kunnugt er að hafa milligöngu um handtöku Sigurðar í London og hefur ekkert markvert gerst síðan í málinu. Sigurður mun verja nær öllum sínum tíma í íbúð- inni í Chelsea. Fjórir af næstráðendum Sigurðar hjá Kaupþingi hafa verið handteknir og yfirheyrðir út af rannsókn sér- staks saksóknara á málefnum Kaup- þings, meðal annars stórfelldri alls- herjar markaðsmisnotkun bankans. Gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má Sigurðssyni rennur út á þriðjudag- inn og hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort farið verði fram á fram- lengingu þess. Ólafur Hauksson segir aðspurður að hann geti ekki greint frá þeim úr- ræðum sem embættið hefur til að ná tali af Sigurði. Hann getur ekki greint frá því hvað embættið hyggst gera til að ná Sigurði í yfirheyrslu þar sem slíkt geti spillt fyrir framgangi rann- sóknarinnnar. Bíður eftir Ólafi Heimildir DV herma að Sigurður bíði eiginlega eftir næsta skrefi Ólafs, bíði eftir því hvort Ólafur muni koma út til London til að yfirheyra hann. Eft- ir því sem DV kemst næst telur Sig- urður að sá möguleiki sé líklegastur í stöðunni: Að Ólafur komi til London og ræði við hann þar. Ástæðan er sú að saksóknari þarf að ræða við Sigurð út af rannsókn- inni en stjórnarformaðurinn fyrr- verandi hefur gefið það út að hann muni ekki koma heim til Íslands ótilneyddur því hann hræðist að hann verði handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald, líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmunds- son í þar síðustu viku. Sigurður mun enn sitja fastur við sinn keip og bíður bara og bíður í London eftir því sem verða vill. Sig- urður mun ekki líta svo á að boltinn sé hjá honum heldur hjá saksóknara. Hann telur að saksóknari sé sá sem komið geti hreyfingu á pattstöðuna því Sigurður ætlar sér ekki að koma til Íslands í yfirheyrslu hvað sem á dynur. Sigurður mun líta svo á að hann sé kominn það langt í varnarstöðu sinni gegn saksóknara að hann geti ekki snúið til baka til Ís- lands úr þessu. Ákæra annar möguleiki Annar möguleiki sem Sigurður mun velta fyrir sér er að saksóknari gefi út ákæru á hendur honum á Íslandi. Þá er það skylda lögreglunnar í Bret- landi að handtaka Sigurð og senda hann heim til Íslands. Þessi mögu- leiki er hins vegar fjarlægur þar sem ætla má að rannsókn saksóknara sé ekki það langt komin að hann geti ákært Sigurð án þess að yfirheyra hann fyrst. Líkurnar á því að Sigurð- ur verði sendur heim í handjárnum eru því litlar eins og er. Reikna má með að sérstakur sak- sóknari þurfi að yfirheyra Sigurð áður enn hann gefur út ákæru á hendur honum. Sérstakur sak- sóknari hefur enn sem komið er ekki gefið út neina ákæru í þeim málum sem hann er að rannsaka. Boltinn er því hjá saksóknara og bíður Sigurður eftir næsta skrefi hans í 2 milljarða króna lúxusí- búðinni sem hann býr í í Chelsea-hverf- inu í Lond- on. Erlendir fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af Sigurði síðustu daga en breskir lögmenn hans hafa gef- ið honum þær ráðleggingar að ræða ekki um framgang rannsóknarinn- ar við fjölmiðla. Afar ólíklegt er því að Sigurður muni tjá sig frekar um framgang rannsóknarinnar og áætl- anir sínar við fjölmiðla. Bið Sigurðar og annarra í þessu dramatíska máli heldur því áfram enn um sinn. SIGURÐUR B ÐUR EFTIR SAKS KNARA Störukeppnin á milli Sigurðar Einarssonar og sérstaks saksóknara er enn í fullum gangi. Sigurður ætlar ekki að gefa sig og koma heim til Íslands í yfirheyrslu. Sigurði mun þykja líklegt að saksóknari komi til London til að ræða við Kaupþingsmanninn þar. Ákæra á hendur Sigurði er annar möguleiki. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Eftir því sem DV kemst næst telur Sigurður að sá möguleiki sé líklegast- ur í stöðunni: Að Ólafur komi til London og ræði við hann þar. Störukeppnin enn í gangi Störukeppnin á milli Sigurðar Einarssonar og sérstaks saksóknara er enn fullum í gangi. Algerlega óvíst er hvað gerist næst í stöðunni. Fer Ólafur út til Sigurðar? Heimildir DV herma að Sigurður telji líklegast að Ólafur fari út til London til að yfirheyra stjórnarformanninn fyrrverandi. Áfram eldgos Gosvirknin í Eyjafjallajökli virð- ist áfram nokkuð stöðug. Nokkrar sveiflur hafa verið á gosmekkinum frá degi til dags en hann hefur verið hærri á sunnudag en dagana þar áður. Óvenju margar eldingar hafa mælst um helgina Samkvæmt stöðuskýrslu Veður- stofu Íslands er áætluð gjóskufram- leiðsla um 150 til 200 tonn á sek- úndu þegar mökkurinn liggur í 6-7 kílómetra upp í um 400 tonn á sek- úndu þegar hann er hæstur. Mökk- urinn er að jafnaði um 7-9 kílómetr- ar samkvæmt veðurratsjá Slys í Esjunni Björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu og Akranesi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan þrjú á sunnu- dag þegar maður hrapaði í klettum í Heljaregg í Vesturbrún Esjunnar. Um er að ræða vinsælt klifur- svæði og var maðurinn þar við klifur ásamt tveimur félögum sínum. Talið er að fallið hafi verið um 6-8 metrar. Einnig var Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og þyrla LHG kölluð út og var maðurinn hífður um borð í hana og fluttur á sjúkrahús í Reykja- vík. Sammála Jóni Ögmundur Jónasson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, segir Jón Bjarnason ekki standa einan varð- andi afstöðu hans um sameiningu og fækkun ráðuneyta. Ögmund- ur segist þekkja afleiðingar þess að gera skipulagsbreytingar með hraða. „Sem formaður BSRB hef ég iðulega komið að því að binda óhnýtta enda eftir flaustursleg vinnubrögð við skipulagsbreytingar. Reynslan sýnir að hraði, hvað þá óvönduð vinnu- brögð sem oft eru fylgifiskur hrað- ans, leiða hvorki til hagræðingar né sparnaðar, heldur hins gagnstæða,“ segir hann í pistli á heimasíðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.