Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 19
SILJA ÚLFARSDÓTTIR varð um daginn fyrsta konan til að lesa íþróttafréttir á Stöð 2 í áratug. Silja átti ekki að byrja fyrr en í dag en Arnar Björnsson var ákveðinn í að henda henni strax út í djúpu laugina. HELLTI Á SIG MÍNÚTU FYRIR ÚTSENDINGU Talsverðar umræður hafa spunnist um Besta flokkinn upp á síðkastið. Sumir segja að það að kjósa hann sé að kasta atkvæði sínu á glæ, á meðan aðrir hrósa honum fyrir að vera einn allsherjar áfellisdómur á íslenska flokkakerfið. Margir eru þó sammála um að grínframboð megi ekki gagn- rýna á hefðbundnum forsendum. En kannski liggur mergurinn málsins einmitt þar. Það er oft einkenni góðs gríns að erfitt er að vera viss um hvort verið er að grínast eða ekki, og má nefna hina vinsælu þætti The Office sem dæmi. Grínið er ekki undirstrikað með dósahlátri, heldur er fólki leyft að lesa á milli línanna og verður satíran þannig beittari. Það að geta ekki verið viss um hvort verið sé að grínast getur á hinn bóginn einnig verið einkenni vonds gríns. Konur og grín Besti flokkurinn svigar þarna á milli. Um daginn setti Jón Gnarr fram þá hugmynd að koma með ísbjörn í Húsdýragarðinn. Fannst mörgum þetta ágætis hugmynd, betri lausn heldur en þær óblíðu viðtökur sem ísbirnir hafa oftast fengist hérlendis. Jón Gnarr steig enda fram og sagði að hugmyndin hefði ekki verið grín. Í nýlegri grein í Fréttablaðinu seg- ir Jón: „Á Arnarhóli stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni, til heiðurs því fólki sem fyrst nam hér land. Það voru bæði menn og konur. Ef engar kon- ur hefðu verið með í för værum við einfaldlega ekki til. Það er því krafa Besta flokksins að hrinda í fram- kvæmd þeim hugmyndum sem hafa verið uppi, en ekki náð fram, að við hlið styttunnar af Ingólfi Arnarsyni rísi önnur og jafnstór stytta af Hall- veigu Fróðadóttur, eiginkonu hans.“ Vafalaust hljómar það sem ágæt- is hugmynd fyrir fleirum en mér að skrifa konur aftur inn í söguna, hvort sem það er gert með styttu á Arnar- hól eða með öðrum hætti. Er Jón að grínast hér eða ekki? Fyrr í greininni segir hann: „Við hvetjum konur til að vera með í Besta flokknum. Öllum konum finnst gaman að punta sig og gera fínt í kringum sig.” Það að vilja punta sig hljómar ekki sem góð meðmæli fyrir stjórn- málamann. Ekki er því ljóst hér hvort Jón sé í raun og veru að hvetja til meiri þátttöku kvenna í stjórn- málum, eða að gera grín að slíkum hugmyndum. Grín og góðar hugmyndir Það sama gildir um flest stefnumál flokksins. Það fyrsta hljóðar svo: 1. Hjálpa heimilunum í landinu Fjölskyldan er það besta í samfé- laginu. Stjórnvöld þurfa að mæta þörfum og kröfum heimilana (sic). Reisa þarf járnbenda skjald- borg um heimilin í landinu. Ís- lensk heimili eiga aðeins skilið það besta. Vissulega er hér verið að sækja í orðagjálfur stjórnmálamanna. En er þetta svo vitlaus hugmynd? Næsta stefnumál er svo: 2. Bæta kjör þeirra sem minna mega sín Við viljum allt það besta fyrir svo- leiðis lið og bjóðum því ókeypis í strætó og sund þannig að maður geti ferðast um Reykjavík og verið hreinn þótt maður sé fátækur eða eitthvað að manni. Þrátt fyrir orðanotkunina er þetta kannski ekki svo vitlaus hug- mynd heldur. Á Akureyri hefur löng- um verið ókeypis í strætó fyrir alla með ágætis árangri. Líklega myndu borgaryfirvöld spara ef fleiri tækju strætó heldur en að mæta þeim kostnaði sem einkabílum fylgir. Það er fyrst með þriðja boðorðinu sem grínið kemst upp á yfirborðið: 3. Stöðva spillingu Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum.“ Pönslæn sem kemur of seint Ef til vill væri Besti flokkurinn betur heppnað, það er að segja fyndnara framboð, ef allt grínið væri í þessum dúr. Brandarinn um spillta stjórn- málamenn sem þykjast vera heið- arlegir í spillingu sinni á erindi. Á hinn bóginn átti hann líklega meira erindi í síðustu kosningum árið 2006, þegar spillingin var alls staðar en samt tók enginn eftir henni. Það er einmitt hlutverk góðra grínista að benda á það þegar keisarinn er ekki í neinum fötum. Núna sjá það hinsvegar flestir aðstoðarlaust. Ekki er lengur þörf á að benda á spillinguna með því að gera grín að henni. Nú er kom- inn tími til að taka til. Besti flokk- urinn er því fjórum árum of seint á ferð. Það kaldhæðnislega (ef ekki endilega fyndna) er það að ef hann hefði komið fram þegar þörfin var mest hefði hann líklega fengið mun minna fylgi en nú. Margar hugmyndir Besta flokks- ins, svo sem um beint lýðræði, jafn- rétti og að draga menn til ábyrgðar á gjörðum sínum, eru allrar athygli verðar. Það er bara verst hvað það er erfitt að taka þær alvarlega. Er Besti flokkurinn nógu fyndinn? UMRÆÐA 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 19 1 SIGURÐUR VISSI UM BANKA-BRALLIÐ Sigurður Einarsson hafði vitneskju um það sem var að gerast hjá Kaupþingi. 2 BJÖRGÓLFUR: TÓK 70 MILLJARÐA Á RÚMU ÁRI Björgólfur Guðmunds- son fékk lánaða tæpa 70 milljarða króna hjá Landsbankanum. 3 STEVE JOBS: „FRELSI FRÁ KLÁMI“ Maðurinn á bak við Apple-tölvuris- ann segir iPad veita fólki frelsi frá klámi. 4 ÓLAFUR F. BOÐAR TIL MÓTMÆLA Ólafur F. Magnússon stóð fyrir mót- mælum við Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg. 5 GOOGLE KRÆKTI SÉR Í PERSÓNU-UPPLÝSINGAR ÚR TÖLVUM NET- NOTENDA Google á nú yfir höfði sér hugsanlegt dómsmál eftir að hafa krækt sér í persónuupplýsingar úr tölvum notenda 6 BRITNEY VINSÆL Á TWITTER Britney Spears er komin mjög nálægt Twitter kóngingum Ashton Kutcher í vinsældum. 7 ÖGMUNDUR SAMMÁLA JÓNI BJARNASYNI Jón Bjarnason á skoðanabróður varðandi fækkun ráðuneyta.  MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Silja Úlfarsdóttir, þjálfari og íþróttafréttamaður.“ Hvar ertu uppalin? „Setberginu í Hafnarfirði. Mikill FH-ingur.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég er bara með svo mikið keppnisskap. Það kemur manni langt.“ Hver er þín fyrsta minning úr æsku? „Ætli það sé ekki sautjándi júní þegar ég er fimm ára að lemja pabba með íslenska fánanum. Ég fékk ekki að sjá Brúðubílinn.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Hollandi! Ég elska Holland. Ef maðurinn minn fengi vinnu þar myndi ég flytja á morgun.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Kjötbollur í brúnni sósu. Það hefur verið í uppáhaldi í mörg ár.“ Hvernig var upplifunin af fyrstu útsendingunni? „Bara rosa gaman. Þetta var samt mjög fyndið. Einni mínútu fyrir útsendingu hellti ég á bolinn minn og sminkan þurfti að þurrka það með hárblásara. Annars átti ég ekki að byrja fyrir en á mánudaginn. Ég ætlaði bara að fylgjast með einni íþróttavakt hjá Arnari Björnssyni en hann var alveg staðráðinn í því að ég myndi bara taka fréttatímann.“ Varstu stressuð? „Ég var alveg róleg, þetta var meira spennandi en stressandi. Ég verð ekkert auðveldlega stressuð.“ Hefur þig alltaf langað til að verða íþróttafréttamaður? „Mér hefur alltaf fundist þetta starf spennandi. Að fá borgað fyrir að horfa á íþróttir er ekki slæmt.“ Er einhver íþróttafréttamaður sem þú lítur upp til? „Hrafnkell Kristjánsson var alltaf í uppáhaldi. En þar á eftir verð ég að segja Arnar Björnsson.“ Muntu reyna að koma frjálsum íþróttum meira að? „Auðvitað verð ég nú að koma þeim að. “ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Já, ég geri það. “ ARNAR SNÆR EGGERTSSON 21 ÁRS KOKKUR „Nei ég held ekki, jú, örugglega. Ég veit það bara ekki.“ HLYNUR FREYR ÞORGEIRSSON 20 ÁRA KOKKUR „Já, maður neyðist til þess vegna fákeppni.“ ÞORKELL GARÐARSSON 45 ÁRA MATREIÐSLUMEISTARI „Því miður já.“ HALLUR DAN JOHANSEN 30 ÁRA VEITINGAMAÐUR „Ég er nýbúin að taka þá afstöðu að gera það ekki og reyni að sneiða hjá því.“ INGUNN BJÖRNSDÓTTIR 45 ÁRA VINNUR HJÁ ICELANDAIR VERSLAR ÞÚ AF ÚTRÁSARVÍKINGUM? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Ekki er lengur þörf á að benda á spillinguna með því að gera grín að henni.“ Stuðningur úr annarri átt Ólafur F. Magnússon stóð fyrir mótmælum við Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg á sunnudag. Einn þeirra sem mættu á mótmælin var Hjálmar Sveinsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. MYND/RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.