Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 20
HVAÐ VEISTU?
1. Fyrrverandi lögmaður Saddams Hussein segist vilja verja Hreiðar Má
Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hvað heitir lögmaðurinn?
2. Hvaða leikmaður Grindavíkur fékk rauða spjaldið á annarri mínútu í leik
þeirra gegn Stjörnunni í 1. umferð Íslandsmótsins?
3. Helgarblað DV greindi frá tilraunum forstjóra Skeljungs til að fá annan
veislustjóra á árshátíð fyrirtækisins en þann sem fenginn hafði verið í
verkefnið af árshátíðarnefndinni. Hver var veislustjórinn?
Á MÁNUDEGI
20 MÁNUDAGUR 17. maí 2010
SLÆST VIÐ
HARMÓNIKKU
„Að hlusta á Kimmo Pohjonen er
stórbrotin upplifun sem umbylt-
ir öllum hugmyndum um hvern-
ig harmónikka hljómar og hvernig
tónlist skuli leikin á hana.“ Þetta er
fullyrt í kynningartexta um tónleika
hins framúrstefnulega, finnska tón-
listarmanns og harmónikkulista-
manns Kimmo Pohjonen, sem fram
fara á NASA á næsta föstudag. Hann
ætlar þar að brugga magnaðan seið
með sömplum, ljósum og slagsmál-
um við hljóðfærið sem víkka út sjón-
deildarhring allra viðstaddra.
Og hjá Kimmo er húmorinn víst
aldrei langt undan.
LOFGJÖRÐ TIL
LÍFSINS
Sinfóníuhljómsveit Vaasaborg-
ar, íslenska hljómsveitin Caput
og einleikarar spila saman á tón-
leikum í tengslum við Listahátíð í
Reykjavík á miðvikudaginn. Leið-
arstef þessa finnsk/íslenska sam-
starfs er óður og lofgjörð til lífsins
og flutt verður tónlist eftir íslensk
og finnsk tónskáld frá síðustu
hundrað árum: Sibelius, Markus
Fagerudd, Toivo Kula og Jón Nor-
dal. Einnig verður Flautukonsert
nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson
frumfluttur á Íslandi. Þrír ein-
leikarar og einn söngvari koma
fram á tónleikunum: Bryndís
Halla Gylfadóttir, selló, Kolbeinn
Bjarnason, flauta, Tatu Kantoma,
harmónikka og Jorma Uotinen
„chanson“-söngvari. Stjórnandi
er Guðni Franzson. Miðasala á
midi.is.
LOKAÓPIÐ
Sjöundu og síðustu hádegistónleik-
ar Óp-hópsins í Íslensku óperunni
í vetur verða á morgun, þriðjudag,
klukkan 12.15. Fram koma meðlim-
ir hópsins ásamt Antoníu Hevesí
píanóleikara og Gissuri Páli Giss-
urarsyni tenórsöngvara. Á efnis-
skrá þessara lokatónleika eru aríur,
sönglög og samsöngvar úr íslensk-
um óperum og söngleikjum eftir Jón
Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Þórunni Guðmundsdóttur, Gunnar
Reyni Sveinsson, Tryggva M. Bald-
vinsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson
og Gunnar Kristmannsson. Miða-
verð er 1.000 krónur.
SVÖR: 1. GIOVANNI DI STEFANO 2. AUÐUN HELGASON 3. LADDI
Ný bók Styrmis Gunnarssonar, fyrr-
verandi ritstjóra Morgunblaðsins, um
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
og íslenska efnahagshrunið er með-
al annars merkileg fyrir þær sakir að
höfundurinn var mjög náinn þeim
anga Sjálfstæðisflokksins sem kennd-
ur er við Davíð Oddsson. Því er það
alls ekki svo að Styrmir sé hlutlaus að-
ili sem staðið hafi utan við valdabar-
áttu og brölt í íslensku samfélaginu á
liðnum árum. Þetta sést á bókinni.
Þvert á móti var Styrmir beinn þátt-
takandi í ýmsum þekktum málum í
samtímasögu Íslands, til dæmis í hin-
um fræga tölvupóstsanga Baugsmáls-
ins. Líklega hafa fingraför ritstjórans
einnig verið á öðrum málum þó aldrei
hafi það komið fram í dagsljósið því
tölvupóstsmálið bendir til að hann
hafi lagt á ráðin með aðilum nánum
Davíð í erjunum gegn Baugi og verið
milliliður í því að koma á sambandi
milli Jóns G. Sullenberger og Jóns
Steinars Gunnlaugssonar. Þess vegna,
meðal annars, er nokkuð sérstakt að
sjá tilvitnunina í Styrmi sem bókin
hefst á: „Ég er búinn að fylgjast með
þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóð-
félag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru
engin prinsipp, það eru engar hug-
sjónir, það er ekki neitt. Það er bara
tækifærismennska, valdabarátta.“ Af-
skipti Styrmis af Baugsmálinu sýna að
hann hefur sjálfur verið þátttakandi í
þessari valdabaráttu.
Pólitískt afskipti eðlileg
Bókin er byggð á því sem Styrmi finnst
áhugaverðast í skýrslunni og birtir
hann langar beinar tilvitnanir í hana
og leggur svo út frá þeim brotum sem
hann vitnar í. Á að giska helming-
ur bókarinnar, sem er 160 blaðsíður,
er beinar tilvitnanir í skýrsluna. Ekki
verður því sagt að bók Styrmis bæti
miklu nýju við umræðuna um hrun-
ið og skýrsluna sem í gangi er í sam-
félaginu enda er það ekki markmið
Styrmis. Tilgangur hans er miklu frek-
ar að ræða þau atriði sem honum
þykja markverð. Aftan á kápu bókar-
innar stendur að bókin sé „stórfróð-
leg“, að hún sé „heildstæð“ úttekt á
skýrslunni og að Styrmir hlífi „eng-
um“. Þetta þrennt er ekki alls kostar
satt.
Í umræðu sinni um þann kafla
rannsóknarskýrslunnar sem snýst
um einkavæðingu bankanna tekst
Styrmi til dæmis að skella meira af
skuldinni af misheppnaðri einka-
væðingu á Framsóknarflokkinn en
Sjálfstæðisflokkinn. Eins kemst hann
að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa
greint frá afsögn Steingríms Ara Ara-
sonar úr einkavæðingarnefnd árið
2002, að „pólitísku afskiptin“ af sölu
ríkisbankanna séu ekki endilega
ámælisverð. Ljóst er að Styrmi finnst
það ekki enda segir hann: „Með
„pólitískum afskiptum“ voru for-
ystumenn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks ekki að brjóta lög í að-
draganda einkavæðingar bankanna
en þeir hafa vafalaust stýrt söluferl-
inu í þann farveg, sem þeir töldu
henta almannahagsmunum og hags-
munum flokka sinna.“
Samkvæmt þessum skilningi ber
því ekki að gagnrýna stjórnarflokk-
ana fyrir að hafa stýrt sölunni á bönk-
unum þannig að aðilar þeim hand-
gengnir fengu að kaupa bankana
vegna þess að flokkarnir voru í góðri
trú og gerðu það með hagsmuni al-
mennings að leiðarljósi.
Jóni Ásgeiri að kenna
Útskýring Styrmis á því af hverju þessi
háttur var hafður á í einkavæðing-
arferlinu, af hverju bankarnir voru
seldir til tveggja stórra aðila, Samson-
ar og S-hópsins, frekar en að tryggja
dreift eignarhald, er svo afar merki-
leg. Styrmir segir að flokkarnir hafi
líklega haft þennan háttinn vegna
reynslu ríkisstjórnarinnar af sölunni
á hlutabréfum í Fjárfestingabanka at-
vinnulífsins árið 1998. Þá náði Orca-
hópurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Ól-
afssson og Eyjólfur Sveinsson, að
eignast bankann með „kennitölu-
söfnun og peningagreiðslum“ sam-
kvæmt Styrmi.
Inntakið í þessari umræðu Styrmis
er því það að Davíð Oddsson og Hall-
dór Ásgrímsson hafi viljað tryggja að
það gerðist ekki aftur að þetta „nýja
og vaxandi peningavald“, eins og
hann segir, og aðrir slíkir aðilar næðu
að kaupa Landsbankann eða Búnað-
arbankann. Þess vegna var horfið frá
því að selja bankana þannig að dreift
eignarhald væri tryggt og ákveðið að
selja til kjölfestufjárfesta sem voru
handgengnir stjórnarflokkunum.
Samkvæmt þessari umræðu
Styrmis var það því Orca-hópnum,
Jóni Ásgeiri og félögum, að kenna
að horfið var frá því að tryggja dreift
eignarhald á bönkunum. Ályktunin
sem má draga af þessu er því sú að
flokkarnir hafi ákveðið að selja sín-
um mönnum bankana til að tryggja
að Jón Ásgeir og aðrir slíkir óvinveitt-
ir aðilar eignuðust þá ekki. Líklega er
það rétt hjá Styrmi, út frá því sem síð-
ar gerðist eftir að Jón Ásgeir eignaðist
Glitni, að heppilegt hafi verið að hann
hafi ekki eignast Landsbankann eða
Búnaðarbankann árið 2002 en það er
ansi langt seilst að ætla að kenna Jóni
og Orca-hópnum um þau mistök sem
gerð voru í einkavæðingunni vegna
þess hvernig þeir eignuðust Fjárfest-
ingabanka atvinnulífsins árið 1998.
Afar líklegt verður hins vegar að
teljast að þetta hafi í raun verið ein af
ástæðunum fyrir því af hverju breytt
var um stefnu í einkavæðingarferlinu
enda hefur Styrmir þessar ályktanir
sínar örugglega frá fyrstu hendi. Þetta
rímar einnig við það sem Ármann
Þorvaldsson ræðir í bók sinni Ævin-
týraeyjunni um að Kaupþingsmenn
hafi ekki einu sinni reynt að bera sig
eftir ríkisbönkunum vegna þess að
þeir vissu að andúð Davíðs Odds-
sonar á þeim gerði það að verkum
að búið væri að útiloka þá fyrirfram.
Andúð Davíðs Oddssonar á óvinum
sínum og hræðsla hans við að þeir
yrðu valdameiri réttlætir hins veg-
ar ekki að sölu bankanna hafi verið
handstýrt af stjórnarflokkunum. Um-
ræða Styrmis um einkavæðinguna
stenst því ekki skoðun og það er nán-
ast hjákátlegt að ætla að kenna Orca-
hópnum um einkavæðingarmistökin.
Þetta er einn helsti gallinn á bók
Styrmis: Hann forðast það í lengstu
lög að bendla Davíð Oddsson og Sjálf-
stæðisflokkinn við það sem illa hefur
farið í íslensku samfélagi á liðnum
árum, jafnvel þó að niðurstaða rann-
sóknarnefndarinnar og orð Stein-
gríms Ara sjálfs um einkavæðingar-
ferlið liggi ljós fyrir. Þetta dregur mjög
úr trúverðugleika bókarinnar og gerir
það meðal annars að verkum að Dav-
íð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn
eru ekki sagðir bera ábyrgð á þeim
mistökum sem rannsóknarnefndin
sannarlega bendir á.
Helstu mistök Davíðs Oddssonar
og ábyrgð hans á hruninu snýst ekki
um aðgerðir eða aðgerðaleysi hans
á meðan hann var seðlabankastjóri
heldur um það hvaða stefnu og hug-
myndafræði hann innleiddi meðan
hann stýrði landinu og aðkomu hans
að einkavæðingarferlinu á meðan
hann var forsætisráðherra. Davíð ber
auðvitað enga ábyrgð á galinni stjórn
bankanna þriggja og sjálftöku eig-
enda þeirra en hann ber ábyrgð á að
hafa selt tvo af bönkunum til óheppi-
legra aðila auk þess sem hann, öðrum
fremur, er hugmyndafræðingur þess
samfélags sem hrundi árið 2008.
Hvítþvottur
Bæði Davíð og Sjálfstæðisflokkur-
inn eru hins vegar hvítþvegnir af
þessari ábyrgð í bókinni. Um þetta
segir Styrmir: „Birting Skýrslunn-
ar hefur svo leitt til þess, að nú er
ekki lengur hægt að tala um Dav-
íð Oddsson sem aðalábyrgðar-
mann bankahrunsins.“ Og um þátt
Sjálfstæðisflokksins segir hann:
„Skýrslan er ekki verri fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn en aðra flokka, sem
tekið hafa þátt í ríkisstjórnarsam-
starfi undanfarinn áratug. Þvert á
móti.“
Þetta segir Styrmir þrátt fyr-
ir þann áfellisdóm yfir einkavæð-
ingu bankanna sem er að finna í
skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar og þrátt fyrir að alveg ljóst sé af
lestri skýrslunnar að ábyrgð Sjálf-
stæðisflokksins og meðlima þess
flokks er meiri en annarra. Þar má
til að mynda benda á lista yfir lána-
fyrirgreiðslu til stjórnmálamanna
sem er að finna í skýrslunni og þá
staðreynd að varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og þingflokksfor-
maðurinn hafa tekið sér leyfi eftir
útkomu skýrslunnar.
Tilgangur Styrmis með bókinni
virðist því fyrst og fremst vera að
draga ályktanir út frá skýrslunni sem
henta þeim öflum og þeim málstað
sem hann hefur kennt sig við og að
gagnrýna þau öfl sem hann hefur
att kappi við í gegnum árin, þá sér-
staklega Baugstengda aðila og fólk í
Samfylkingunni – til dæmis er baun-
að á Ingibjörgu Sólrúnu út af Borgar-
nesræðunni frægu. Aðra greiningu,
sem einhverju bætir við hugmyndir
okkar um hrunið, er ekki að finna í
bókinni. Umræða hans um viðskipti
stóru bankanna þriggja með hluta-
bréf í sjálfum sér bætir ekki neinu
við umræðuna um þessi atriði í
skýrslunni. Hið sama má segja um
önnur atriði.
Niðurstaðan sem situr eftir hjá
lesanda bókarinnar er hins veg-
ar sú að Sjálfstæðisflokkurinn og
Davíð Oddsson beri ekki meiri
ábyrgð á hruninu en aðrir. Tilgang-
urinn með bókinni er líklega fyrst
og fremst að benda á þetta.
Ingi F. Vilhjálmsson
Mögnuð kenning Einna markverðast við bók Styrmis er hvernig hann kemst að
því að það hafi verið Jóni Ásgeiri og Orca-hópnum að kenna að fallið var frá því að
tryggja dreift eignarhald á bönkunum. MYND RÓBERT REYNISSON
HRUNADANS
OG HORFIÐ FÉ
Höfundur: Styrmir Gunnarsson
Útgefandi: Veröld
BÆKUR
ÚR BAKHERBERGI
STYRMIS