Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 9
Í ágúst 2007 lét Jón Ásgeir Jóhann-
esson félag konu sinnar, Ingibjarg-
ar Pálmadóttur, kaupa 19 prósenta
hlut í fasteignafélaginu Landic
Property af Baugi svo bankinn gæti
lánað meira fé til þeirra hjóna. Líkt
og kom fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis flokkaðist Ingi-
björg ekki sem tengdur aðili Baugs,
félags Jóns Ásgeirs, hjá Glitni þrátt
fyrir að gera það hjá Landsbankan-
um. Viðskiptin áttu sér stað á milli
félags Ingibjargar, 101 Capital, og
Baugs til að fara í kringum reglur
um stórar áhættuskuldbindingar
til tengdra aðila. Þessi viðskipti eru
meðal þeirra sem gagnrýnd eru í
stefnu slitastjórnar Glitnis á hend-
ur Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu og fleir-
um og þingfest var í síðustu viku.
Tilgangur viðskiptanna á milli
Baugs og Ingibjargar var sá að fjár-
magna þurfti kaup Landic Prop-
erty á danska fjárfestingafélag-
inu Keops A/S, að því er kemur
fram í stefnunni. Baugur var einn
stærsti hluthafi Landic en vegna
þess hversu mikið Baugur hafði
fengið lánað frá Glitni gat félagið
ekki aukið á áhættuskuldbinding-
ar sínar í bankanum. Þess vegna
voru bréf Baugs í Landic færð yfir
til 101 Capital. Viðskiptin kölluð-
ust Project Para hjá Glitnismönn-
um samkvæmt stefnunni.
Langt yfir mörkunum
Í stefnunni segir um þessi viðskipti:
„Lánveitingar Glitnis til Landic,
móðurfélags þess Baugs og til aðila
sem voru fjárhagslega tengdir Jóni
Ásgeiri voru þá þegar langt fyrir
ofan lögbundin mörk. Tilgangur
Project Para var að fara í kringum
þessi lögbundnu mörk með því
að láta 101 Capital, aðila sem var
tengdur Jóni Ásgeiri og sem eig-
inkona hans Ingibjörg átti, kaupa
19 prósent af hlutabréfum Landic
frá Baugi svo hægt yrði að líta svo
á að Baugur og Landic væru ekki
tengdir aðilar.“ Niðurstaðan í stefn-
unni er sú að þessi viðskipti stand-
ist enga skoðun og hafi ekki verið
til hagsbóta fyrir Glitni, aðeins fyrir
Jón Ásgeir.
Í stefnunni kemur fram að í
Project Para-viðskiptunum hafi
Glitnir lánað 101 Capital fimm
milljarða króna til að kaupa Land-
ic-bréfin af Baugi og að sjö millj-
arðar hafi farið til Landic og tæpir
fimm milljarðar til Baugs sem not-
aðir hafi verið til að kaupa Keops.
Þar segir jafnframt að Project
Para-viðskiptin hafi einungis aukið
áhættuskuldbindingar Jóns Ásgeirs
og tengdra aðila við Glitni þar sem
einungis hafi verið að færa áhættu-
skuldbindingar frá einum aðila
tengdum Jóni Ásgeiri til annars að-
ila sem einnig var tengdur honum
auk þess sem frekari lán voru veitt.
Svo segir í stefnunni, og er sú álykt-
un dregin að viðskiptin hafi verið
ólögleg: „Öllum hefði átt að vera
ljóst að Project Para-viðskiptin
voru lögbrot þar sem litið var á öll
þrjú félögin, Baug, 101 Capital og
Landic, sem tengda aðila í gögnum
frá Landic.“
Lárus skammaður
Í stefnunni segir að Baugur hafi í
raun bara „plantað“ bréfunum í
Landic hjá 101 Capital og að við-
skiptin hafi ekki haft neina efna-
hagslega merkingu heldur hafi þau
aðeins verið gerð í þeim tilgangi að
vera til hagsbóta fyrir Jón Ásgeir. Í
stefnunni er vitnað í nokkra tölvu-
pósta sem sýna aðkomu Jóns Ás-
geirs að Project Para-málinu.
Í fyrsta tölvupóstinum
skammaði Jón Ásgeir forstjóra
Glitnis, Lárus Welding, vegna þess
að starfsmaður Glitnis hafði haft
samband við Ingibjörgu Pálma-
dóttur til að láta hana vita að 101
Capital væri í vanskilum með lán-
ið. Jón Ásgeir sagði þá við Lárus: „...
fólk sem fær slíka tölvupósta mun
hugsa sig tvisvar um þegar þú segir
því að það sé best fyrir það að nota
einkabankaþjónustu Glitnis.“
Í öðrum tölvupóstinum sagði
Jón Ásgeir við Lárus að Glitnir ætti
að hætta innheimtuaðgerðum sín-
um gagnvart Ingibjörgu og 101
Capital. Ingibjörg hafði beðið Glitni
um framlengingu á vaxtagreiðslu
af láninu. Starfsmaður Glitnis sem
sá um beiðnina hafnaði hanni og
krafði Inigbjörgu um greiðslu um
200 milljóna króna. Í tölvupósti til
Lárusar sagði Jón Ásgeir: „Ég kem
heim á miðvikudaginn. Haltu aftur
af þessu [starfsmanni Glitnis] þar
til þá,“ er haft eftir Jóni Ásgeiri úr
tölvupóstinum í stefnunni.
Í þriðja tölvupóstinum kemur
fram að Jón Ásgeir hafi gagnrýnt
Lárus Welding sumarið 2007 fyr-
ir að vera of lengi
að ganga frá
viðskiptun-
um með
19 pró-
senta hlut-
inn í Land-
ic og að
hann hefði
þá þegar
verið
bú-
inn
að ganga frá viðskiptunum í aðal-
atriðum.
Einnig segir í stefnunni að Jón
Ásgeir hafi haft aðkomu að því
að greiða vexti af láni 101 Capi-
tal í febrúar árið 2008. Þá hafi Jón
Ásgeir greitt tæpar 224 milljón-
ir króna í vexti af láninu og notaði
hann til þess yfirdrátt sem hann var
með hjá Glitni. Jón Ásgeir notaði
því yfirdrátt frá Glitni til að greiða
vexti til Glitnis af láni aðila sem
ekki var skilgreindur sem tengdur
honum hjá Glitni.
Hlutabréf Baugs í Landic voru færð yfir til félags í eigu Ingibjargar Pálmadóttur svo hægt væri að lána
henni og Jóni Ásgeiri meira fé. Fjármagnið var notað til að kaupa danska fasteignafélagið Keops. Jón
Ásgeir og Ingibjörg voru ekki skilgreind sem tengdir aðilar hjá Glitni. Jón Ásgeir skammaði forstjóra
Glitnis þegar reynt var að innheimta lán Ingibjargar.
MISNOTAÐI GLITNI VIÐ
KAUP D NSKU F LAGI
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Lánveitingar Glitnis til Landic,
móðurfélags þess Baugs
og til aðila sem voru
fjárhagslega tengdir
Jóni Ásgeiri voru þá þeg-
ar langt fyrir ofan lög-
bundin mörk.
Project Para-viðskiptin gengu út á það að notfæra sér
það að Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir voru ekki
skilgreind sem tengdir aðilar hjá Glitni.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Lenti í Jóni
Ásgeiri Jón Ásgeir
skammaði Lárus
Welding nokkrum
sinnum þegar
starfsmenn Glitnis
sóttu að Ingibjörgu
vegna lánsins til
101 Capital.