Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 13
PARTÍIÐ BÚIÐ
sem stendur aftast við hlið Steinþórs
Gunnarssonar. DV hefur sömuleið-
is ekki tekist að bera kennsl á ljós-
hærðu konuna sem hallar sér aftur á
miðri mynd.
Mikið fjör hjá gestunum
Af öðrum toppum í Landsbank-
anum og Baugi sem sjást á mynd-
inni má nefna Gunnar Sigurðs-
son, forstjóra Baugs í Bretlandi, en
hann stendur skælbrosandi lengst
til vinstri á myndinni. Kona Gunn-
ars, Jónína Waagfjörð, situr bak við
Pálma Haraldsson.
Á móti Gunnari til hægri, hvít-
klæddur með hnefann á lofti, er
Þorsteinn Gunnar Ólafsson, fyrr-
verandi starfsmaður Landsbankans
í Lúxemborg. Þorsteinn er kannski
þekktari fyrir tónlistarferil sinn en
þátttöku í fjármálalífinu en hann
var söngvari sveitaballasveitar-
innar Vinir vors og blóma á sínum
tíma. Konan hans, fyrrverandi feg-
urðardrottningin Svala Arnardótt-
ir, stendur á móti Þorsteini, við hlið
Gunnars.
Fyrir miðju sést svo grilla í koll-
inn á öðrum þekktum Lands-
bankamanni en það er Steinþór
Gunnarsson, þáverandi yfirmað-
ur verðbréfasviðs bankans, sem
var einn launahæsti maðurinn í ís-
lenska bankakerfinu fyrir hrunið.
En ekki eru allir á myndinni
tengdir Landsbankanum eða Baugi
því aftast, fyrir miðri mynd á bak við
Sigurjón, sést í fjárfestinn Magnús
Ármann, viðskiptafélaga Jóns Ás-
geirs sem yfirleitt er kenndur við
eignarhaldsfélagið Imon. Kona
Magnúsar, Margrét, er vinstra meg-
in á myndinni.
Ágústa Margrét Ólafsdóttir
eiginkona Lárusar Welding, fyrrverandi
bankastjóra Glitnis
Lögheimili: Bretland.
n Lárus, eiginmaður Ágústu, er nefndur leppur í stefnu
skilanefndar Glitnis gegn helstu eigendum og stjórnend-
um bankans og sjálfur uppnefndi Jón Ásgeir Jóhannesson,
einn eigendanna, Lárus sem peð í bankanum. Lárus
er meðal stefndu þar sem skilanefnd Glitnis krefst sex
milljarða endurgreiðslu. Í vikunni bættist við ný stefna þar
sem Lárus og 6 félagar hans í bankanum eru krafnir um
258 milljarða.
Jón Ásgeir Jóhannesson
fjárfestir og aðaleigandi Baugs
Lögheimili: Bretland.
n Eignir Jóns Ásgeirs hafa verið frystar af kröfu ríkisskatt-
stjóra vegna grunsemda um skattabrot hjá FL Group. Þá
hefur honum verið stefnt af skilanefnd Glitnis fyrir að hafa
rænt bankann innan frá og er krafist 258 milljaðra króna
fyrir dómstólum í New York. Er í þriðja sæti yfir mestu
skuldara landsins við bankahrunið með rúma 125 milljarða
skráða á sig.
Stefán Hilmar Hilmarsson
fyrrverandi fjármálastjóri Baugs
Lögheimili: Ísland
n Stefán Hilmar stendur í ströngu og þarf að verjast fyrir
dómstólum eftir að Kaupþing stefndi honum vegna
skulda. Sjálfur höfðaði hann mál gegn þrotabúi Baugs
vegna ógreiddra launa. Stefán Hilmar er á lista yfir mestu
skuldarana, hann er í 89. sæti með 4 milljarða á bakinu.
Sigurjón Þ. Árnason
bankastjóri Landsbankans
Lögheimili: Ísland
n Fram til þessa hefur kastljósið beinst að stefnum skila-
nefnda Kaupþings og Glitnis og lítið heyrst frá uppgjöri
Landsbankans í samanburði við hina bankana tvo. Því er
óljóst hver staða Sigurjóns er og hvort hann eigi yfir höfði
sér handtöku og mögulega ákærur, líkt og starfsbræður
hans hjá Kaupþingi horfa nú fram á. Það er spurning hvort
hans tími muni koma.
Baldvin Valtýsson
verðandi útibússtjóri Landsbankans í London
n Núverandi yfirmaður Landsbankans í London, Baldvin
Valtýsson, stýrði bankanum einnig fyrir hrun og kom
meðal annars að tilurð Icesave-reikninganna á Bretlandi.
Samkvæmt heimildum DV nema laun hans tugum milljóna
króna á ári sem greidd eru úr þrotabúi Landsbankans.
Baldvin tók við af Lárusi Welding hjá Landsbankanum á
fyrri hluta árs 2007.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir
fyrrverandi bankastjóri Landsbankans
Lögheimili: Ísland
n Elín Sigfúsdóttir var ráðin til starfa hjá Landsbankanum
átta dögum eftir að hún heimilaði lán frá Búnaðarbank-
anum fyrir kaupum á Landsbankanum. Þetta kemur fram í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þá hafði hún áður
gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Búnaðar-
bankans. Átta dögum eftir lánveitinguna tók hún við sömu
stöðu hjá Landsbankanum og varð síðar bankastjóri þar.
Magnús Ármann
fjárfestir
Lögheimili: Bretland
n Fjárfestirinn Magnús Ármann hefur í mörg horn að líta
og áhyggjuefnin blasa við. Kaupþing hefur til að mynda
stefnt honum vegna skulda, ríkisskattstjóri rannsakar lög-
mæti greiðslukortanotkunar hans og sérstakur saksóknari
kannar meinta markaðsmisnotkun Magnúsar í viðskiptum
Imons og Landsbankans.
Oddur Karl Einarsson
eiginmaður Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur
Lögheimili: Ísland
n Elín Sigfúsdóttir, eiginkona Odds Karls, var ráðin til starfa
hjá Landsbankanum átta dögum eftir að hún heimilaði lán
frá Búnaðarbankanum fyrir kaupum á Landsbankanum.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
en þá hafði hún áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra
fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans. Átta dögum eftir
lánveitinguna tók hún við sömu stöðu hjá Landsbankanum
og varð síðar bankastjóri þar.
Margrét Íris Baldursdóttir
eiginkona Magnúsar Ármanns
Lögheimili: Bretland
n Líkt og eiginmaður Margrétar Írisar, Magnús Ármann,
hefur hún ástæðu til að hafa áhyggjur þar sem viðskipti
eiginmannsins eru til rannsóknar hjá ríkisskattstjóra og
sérstökum saksóknara ásamt því að dómstólar koma til
með að skera úr í dómsmáli á hendum honum.
Unnur Sigurðardóttir
eiginkona Hannesar Smárasonar
og fyrrverandi einkaritari Jóns Ásgeirs
Lögheimili: Bretland
n Eiginmanni Unnar, Hannesi Smárasyni, hefur verið
stefnt af skilanefnd Glitnis fyrir að ræna bankann innan
frá og fyrir dómstólum í New York er krafist hundraða
milljarða. Sjálfur er hann skráður við bankahrunið með
skuldir í bönkunum upp á tæpa 60 milljarða króna. Eignir
hans hafa verið frystar vegna rannsóknar ríkisskattstjóra
en þess ber að geta að húseignir Hannesar eru skráðar á
Unni.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
eiginkona Stefáns Hilmars Stefánssonar
Lögheimili: Ísland
n Stefán Hilmarsson, eiginmaður Friðriku Hjördísar,
stendur í ströngu og þarf að verjast fyrir dómstólum eftir
að Kaupþing banki stefndi honum vegna skulda. Sjálfur
höfðaði hann mál gegn þrotabúi Baugs vegna ógreiddra
launa. Stefán er á lista yfir mestu skuldarana en hann er í
89. sæti með 4 milljarða á bakinu.
Halla Halldórs
eiginkona Pálma Haraldssonar
Lögheimili: Ísland
n Á meðan Halla er skráð hér á landi hefur Pálmi flutt
lögheimili sitt til Bretlands. Honum hefur verið stefnt af
skilanefnd Glitnis og krafist af honum hundruð milljarða, í
félagi við aðra eigendur og stjórnendur bankans. Í lok árs
2007 voru skuldir Pálma skráðar 40 milljarðar króna.
Ingibjörg Pálmadóttir
eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
Lögheimili: Bretland
n Ingibjörg er meðal þeirra sem skilanefnd Glitnis stefnir
fyrir bandarískan dómstól, þar sem krafist er margra millj-
arða af fyrrverandi eigendum bankans. Eignir eiginmanns
hennar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hafa verið frystar af
ríkisskattstjóra en sjálf hafa hjónin fært lögheimili sín til
Bretlands. Á lista yfir mestu skuldara Íslands er Ingibjörg í
9. sæti með rúma 55 milljarða á sínu nafni.
Ágústa Margrét
Ólafsdóttir,
eiginkona Lárusar
Welding
Jón Ásgeir
Jóhannesson,
fjárfestir og
aðaleigandi Baugs
Stefán Hilmarsson
fyrrv. fjármálastjóri Baugs
Sigurjón Þ. Árnason,
bankastjóri
Landsbankans
Baldvin
Valtýsson,
verðandi
útibússtjóri
Landsbankans
í London
Núverandi staða þeirra sem voru í veislunni í Frakklandi
Þorsteinn Gunnar Ólafsson,
starfsmaður Landsbankans
í Lúxemborg og fyrrverandi
söngvari í hljómsveitinni Vinir
vors og blóma
Stærstu skuldarar þjóðarinnar
skulduðu tæpa 1.500 milljarða
íslenskra króna við hrun við-
skiptabankanna þriggja í október
2008. Það kemur fram í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis sem
birti lista yfir þá eintaklinga sem
skulduðu mest í stóru viðskipta-
bönkunum þremur, Glitni, Kaup-
þingi og Landsbankanum, við
hrun þeirra í október 2008. Sam-
anlagðar skuldir þessara tuttugu
einstaklinga voru þá tæpir 1.500
milljarðar íslenskra króna. Fyrir
skuldir þessara tuttugu einstakl-
inga væri hægt að reisa 11 Kára-
hnjúkavirkjanir, 2.140 nýja leik-
skóla, 7.490 nýja gervigrasvelli og
6.513 níu holu golfvelli. Svo dæmi
séu tekin.
Af þessum tuttugu einstakling-
um, sem skulduðu mest í bönk-
unum þegar þeir hrundu, voru
líklega sex í partýinu í frönsku
ölpunum, þau Jón Ásgeir Jóhann-
esson, Ingibjörg Pálmadóttir,
Hannes Smárason, Pálmi Har-
aldsson, Lóa Skarphéðinsdóttir
og Kevin Stanford. Samanlagðar
skuldir þeirra samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndarinnar voru
tæpir 340 milljarðar íslenskra
króna.
Í næsta helgarblaði DV verður
fjallað nánar um stærstu skuldara
Íslands.
Gífurlegar skuldir
Mestu skuldarar við bankahrunið 2008
1. Róbert Tchenguiz 306,2 milljarðar
2. Ólafur Ólafsson 164,1 milljarður
3. Jón Ásgeir Jóhannesson 125,7 milljarðar
4. Björgólfur Guðmundsson 75,2 milljarðar
5. Björgólfur Thor Björgólfsson 70,1 milljarðar
6. Ása K. Ásgeirsdóttir 62,6 milljarðar
7. Jóhannes Jónsson 62,5 milljarðar
8. Hannes Þór Smárason 59,7 milljarður
9. Ingibjörg Stefánía Pálmadóttir 56,8 milljarðar
10. Jákup á Dul Jacubsen 50,9 milljarðar
11. Jón Helgi Guðmundsson 47,1 milljarðar
12. Karl Emil Wernersson 45,6 milljarðar
13. Egill Ágústsson 43,4 milljarðar
14. Steingrímur Wernersson 42,8 milljarðar
15. Gervimaður útlönd 42 milljarðar
16. Magnús Kristinsson 38,7 milljarðar
17. Alisher Burkhanovich Usmanov 34,5 milljarðar
18. Pálmi Haraldsson 34,5 milljarðar
19. Lóa Skarphéðinsdóttir 31,8 milljarðar
20. Kevin Gerald Stanford 31,3 milljarðar