Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 4
4 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur Bent dæmdur fyrir árás „Þetta er náttúrulega svekkjandi. Ég bjóst við sýknun,“ segir rapparinn Ág- úst Bent Sigbertsson sem á mánudag var sakfelldur fyrir líkamsárás. Bent, eins og hann er jafnan kallaður, er einn þekktasti rappari landsins en hann sló í gegn með hljómsveitinni XXX Rottweilerhundum. Bent var dæmdur til 30 daga fangelsisvistar, en hún fellur niður haldi hann almennt skilorð í eitt ár. Er honum einnig gert að borga fórnarlambi líkamsárás- innar, Karli Ólafi Péturssyni, rúmar 385 þúsund krónur í bætur. Var Bent dæmdur fyrir að skalla Karl Ólaf og gefa honum hnefahögg í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Sólon. Birgitta á CNN Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, var í viðtali á CNN í gærkvöldi. Tilefni viðtals- ins var hið svokallaða IMM- I-verkefni sem snýr að því að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimild- armanna og afhjúpenda verði tryggð. Þingsályktunartillaga var samþykkt nýverið á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að fjalla um leiðir til að vinna að þessu markmiði. Málið hefur hlotið þverpólit- íska sátt á Alþingi og voru með- flutningsmenn úr öllum flokkum. Menntamálaráðuneytið mun sjá um að fylgja verkefninu eftir. Ungmennum bannað að tjalda Ungmennum á aldrinum 18-23 ára er bannað að fara inn á tjaldsvæði Akra- ness þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram í ár. Bæjarráð Akraness sam- þykkti þetta á fundi sínum en var þar farið eftir tilmælum stjórnar Akranes- stofu. Ungmennum á þessum aldri verður heimilt að fara inn á tjaldsvæð- ið sem fjölskyldumeðlimum, foreldr- um með börnum eða börnum með foreldrum. Árið 2008 var ungmennum ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins eftir mikla drykkju og slags- mál ungmenna árið áður. Í fyrra var banninu aflétt en það reyndist ekki vel og því verður þessi leið farin aftur í ár. Fjórir vilja í Hæstarétt Fjórir sóttu um embætti hæstarétt- ardómara en umsóknarfrestur rann út þann 18. júní síðastliðinn. Þetta eru þau Sigríður Ingvarsdóttir hér- aðsdómari, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, Viðar Már Matthías- son, settur hæstaréttardómari, og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA- dómstólinn í Lúxemborg. Skipað verður í embættið frá og með 1. ág- úst næstkomandi. Eignarhaldsfélagið Fleða ehf., sem er skráð er til heimilis hjá Styrmi Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, við Bakkavör á Seltjarnarnes- inu tók fyrst við stofnfjárbréfunum í sparisjóðnum Byr sem síðar fóru inn í eignarhaldsfélagið Exeter Hold- ing. Mál Exeter Holding hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og styttist nú óðum í að gefnar verði út ákærur í málinu, sam- kvæmt heimildum DV. Styrmir er með réttarstöðu sakbornings í mál- inu og er einn af tugum manna sem hafa verið yfirheyrðir í málinu. Félagið Fleða er í eigu eignar- haldsfélagsins Hraunbjargs sem aftur er í eigu MP banka, Marg- eirs Péturssonar, stjórnarformanns bankans, og fleiri aðila sem tengjast MP banka. Fleða var um tíma stærsti hluthafinn í Sparisjóði vélstjóra áður en hann sameinaðist Sparisjóði Hafnarfjarðar og Byr varð til í mars 2007. Fleða varð þriðji stærsti hlut- hafinn í Byr eftir sameininguna. Fé- lagið Fleða er því nátengt MP banka. Staðfestir enn frekar aðild MP Embætti saksóknara hefur rann- sakað síðastliðið ár hvort auðgun- arbrot og umboðssvik hafi átt sér stað í Exeter-málinu sem snýst um tvær lánveitingar upp á 1,4 milljarða króna sem stjórn Byrs samþykkti til eignarhaldsfélagsins Tækniset- urs Arkea/Exeter Holding í október og desember 2008. Lánið til Arkea var notað til að kaupa stofnfjárbréf stjórnarmanna Byrs í sparisjóðn- um, meðal annars bréf stjórnarfor- mannsins Jóns Þorsteins Jónssonar, á yfirverði sem og bréf sem MP Banki hafði leyst til sín með veðköllum frá starfsmönnum Byrs. Exeter-snúningurinn var búinn til svo eigendur stofnfjárbréfanna í Byr gætu fengið fjármuni til að standa í skilum við MP banka vegna lána sem bankinn hafði veitt þeim til að kaupa stofnfjárbréfin sem orðin voru verð- lítil þegar þetta var. MP banki fékk því milljarð fyrir vikið, milljarður fór út úr Byr og eigendur bréfanna sluppu við að greiða MP banka sjálf- ir en fullyrða má að þeir hefðu ekki getað staðið í skilum með afborganir af lánunum. Eini aðilinn sem tapaði á viðskiptunum var Byr. Þáttur Fleðu ehf. í Exeter-málinu staðfestir enn frekar aðild MP banka að málinu og þá staðreynd að stjórn- endur bankans voru lykilmenn í því að keyra Exeter-málið í gegn til að bjarga bankanum frá því að tapa um milljarði króna. Vildi losna við áhættuna Heimildir DV herma að ástæðan fyr- ir því af hverju Fleða hélt ekki áfram á bréfunum í Byr hafi verið sú að Margeir Pétursson hafi verið ósáttur við að félag sem var í eigu MP Banka, hans sjálfs og tengdra aðila héldi utan um bréfin og hafi hann því vilj- að losna við áhættuna sem fylgdi því. Samkvæmt heimildum DV fór lánafyrirgreiðslan frá Byr upphaf- lega til Fleðu og var notuð til að kaupa bréfin af stjórnendum og starfsmönnum Byrs. Styrmir Braga- son kom að því að tryggja þá lánveit- ingu frá Byr sem síðar var notuð til að kaupa bréfin sem fóru inn í Exeter Holding, samkvæmt heimildum DV, en líkt og áður segir er félagið skráð til heimilis hjá honum. Eftir að Margeir áttaði sig á því að Fleða hélt utan um bréfin var Exeter Holding látið kaupa bréfin en þáver- andi eigandi þess félags heitir Ágúst Sindri Karlsson. Hafði hann starfað sem lögmaður MP banka og var einn af stofnendum og hluthöfum í MP Verðbréfum sem síðar urðu að MP Fjárfestingarbanka. Tengsl Exeter við MP banka voru því nokkur þó svo að þau hafi ekki verið eins mikil og við Fleðu. DV hafði samband við Ágúst Sindra til að spyrja hann um Fleðu og Exeter-málið. Ágúst Sindri vildi hins vegar ekkert ræða um málið við DV. „Ég hef ekkert um það að segja. Vertu blessaður,“ sagði Ágúst Sindri en afar líklegt er að þáttur hans í málinu hafi fyrst og fremst verið að vera skráður fyrir viðskiptunum. Styrmir talar ekki DV hafði samband við Styrmi Braga- son til að ræða við hann um Fleðu og Exeter-málið. Styrmir sagði að hann ætlaði sér ekki að ræða um málið í fjölmiðlum að svo stöddu en reikna má með að sakborningar og grunað- ir í Exeter-málinu sé orðnir langeyg- ir eftir niðurstöðu í því. „Ég mun ekki tjá mig neitt um það mál ... Því mið- ur, þó ég hefði áhuga á að tjá mig um þetta mál [þátt Fleðu í Exeter-við- skiptunum, innsk. blaðamanns] þá myndi ég ekki ræða þessi mál,“ sagði Styrmir en ástæðuna fyrir því segir hann vera að málið sé til rannsókn- ar hjá ákæruvaldi og sé nokkuð langt komið. DV reyndi að ná tali af Margeiri Péturssyni á þriðjudag en hafði ekki erindi sem erfiði. Í samtali við DV í lok árs í fyrra sagði Margeir hins veg- ar að MP banki hefði haft milligöngu um Exeter-viðskiptin. „Ég staðfesti að við höfðum milligöngu um þessi viðskipti og að þau voru boðin með fjármögnun,“ sagði hann þá en lík- legt er að Margeir hafi verið að vísa til þeirrar fjármögnunar sem Styrmir bað um hjá Byr. Félag í eigu MP banka, Fleða, keypti Exeter Holding-bréfin í Byr áður en þau fóru inn í eignarhaldsfélagið. Félagið er skráð til heimilis hjá fyrrverandi forstjóra MP banka sem vill ekki ræða um það. Margeir Pétursson var ósáttur við að bréfunum í Byr væri komið fyrir í Fleðu og því voru þau sett í Exeter Holding. Stutt er þar til gefnar verða út ákærur í Exeter Holding-málinu en tugir manna hafa verið yfirheyrðir. FÉLAG MP TÓK FYRST VIÐ EXETER-BRÉFUNUM ingi f. VilhjálMSSon blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Ég mun ekki tjá mig neitt um það mál. félag MP tók Exeter-bréfin Félag í eigu MP banka, Fleða, keypti fyrst þau stofn- fjárbréf í Byr sem síðar runnu inn í Exeter Holding síðla árs 2008. Styrmir Bragason var forstjóri MP banka og var Fleða skráð til heimilis hjá honum á Seltjarnarnesinu. Margeir ósáttur Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, var ósáttur við að Fleða tæki við stofnfjárbréfunum sem síðar runnu inn í Exeter og var Exeter Holding því látið eignast bréfin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.