Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 7
miðvikudagur 23. júní 2010 fréttir 7 Íslenskir fjárfestar áttu stóran hlut í norræna smálánafyrirtækinu Folkia árið 2008. Meðal hluthafa var Engey Invest, félag í eigu Einars Sveinssonar og Benedikts Ein- arssonar, og Sjávarsýn, félag Bjarna Ármannssonar. Aðeins einn Íslendingur er nú á hluthafalistanum, Hörður Bender, stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins. Íslendingarnir á bak við smálánin Engey Invest, fjárfestingarfélag í eigu Einars Sveinssonar og Bene- dikts Einarssonar, átti tíu prósenta hlut í norska smálánafyrirtækinu Folkia árið 2008. Samkvæmt árs- skýrslu félagsins áttu íslensk félög að minnsta kosti fjórðungshlut í Folkia þá. Af fjórum stærstu eig- endum Folkia á þessum tíma voru þrjú félög í íslenskri eigu. Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, átti einnig tíu prósenta hlut. Á þessum tíma átti félag í eigu fjárfestisins Harðar Bender stærsta hlutinn í félaginu, eða fimmtán prósent. Auk þess átti Landsbankinn um 1,3 prósent í fé- laginu. Samkvæmt heimildum DV eru íslensku félögin ekki lengur á hlut- hafalista Folkia, að félagi Harð- ar Bender undanskildu. Fulltrúar Engey Invest og Sjávarsýnar sem DV ræddi við vegna málsins vildu ekki ræða aðkomu félaganna að Folkia. Þeir vildu ekki veita upplýs- ingar um hvort eða hvenær hlut- ur þeirra í fyrirtækinu hefði verið seldur. Kaup þeirra í Folkia komu upphaflega til vegna hlutafjárút- boðs hjá fyrirtækinu þar sem það var kynnt fyrir fagfjárfestum. Voru viðstaddir aðalfund Þann 5. mars árið 2008 voru fimm aðrir Íslendingar skráðir sem hlut- hafar í félaginu. Þetta voru þeir Jón Diðrik Jónsson, Kári Kárason, Hjörtur Nielsen, Guðmundur Ás- geirsson og Gunnar Jóhann Birgis- son. Samkvæmt yfirliti félagsins frá desember árið 2007 höfðu þó nokkrir Íslendingar einnig aðkomu að því þá. Þar á meðal var fjárfest- ingarfélagið Eyrir Invest, sem á meðal annars hlut í fyrirtækjunum Össuri og Marel. Hörður Bender stofnaði Folk- ia árið 2006 og hefur það vaxið mikið síðan. Meginþorri starfsemi Folkia er í Svíþjóð og Noregi, en auk þess hefur hún teygt út arma sína til Danmerkur, Finnlands og Eistlands. Fyrirtækið hafði um tvo milljarða íslenskra króna í tekjur í fyrra. Ísland ekki komið til greina Hörður segir fyrirtækið ekki tengjast smálánastarfsemi á Ís- landi. Leifur A. Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Kredia á Íslandi, segist þó hafa horft til Folkia sem fyrirmyndar þegar hann ýtti verk- efninu úr vör á Íslandi. Í samtali við DV segir Hörður aldrei hafa komið til álita að Folk- ia hæfi starfsemi hér á landi. Það hafi meðal annars verið vegna eðl- ismunarins á íslenskri bankastarf- semi og skandinavískri, þar sem mun auðveldara hafi verið að fá yf- irdrátt í íslenskum bönkum. Ósanngjörn gagnrýni Smálán á Íslandi sem og Norður- löndunum hafa sætt harðri gagn- rýni fyrir þá háu vexti sem þau bera, en þeir geta numið hundr- uðum prósenta á ársgrundvelli. Hörður segir þann samanburð hins vegar ósanngjarnan að teknu tilliti til þess að lánin séu yfirleitt veitt til þrjátíu daga. Hann tekur dæmi af því að tekið sé fjögur þús- und sænskra króna lán hjá Folk- ia. Þá þurfi að greiða á milli fjög- ur hundruð og fimmtíu og fimm hundruð krónur í lántökukostn- að, eða um tólf til þrettán pró- sent af lánsupphæðinni. Í hverj- um mánuði veiti Folkia um þrjátíu þúsund lán. Upphæð þeirra getur að lágmarki verið um þrjátíu þús- und krónur en að hámarki fjögur hundruð þúsund krónur. „Menn voru fljótir að dæma lánin þegar þeir sáu þau fyrst. En það eru ótal dæmi í Skandinavíu þar sem starfsemin hefur ver- ið í gangi lengi. Þetta getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir fólk til að ná endum saman, sem er hálf- partinn utan bankakerfisins og er kannski með tekjur sem eru ekki reglubundnar. Við hvetjum okk- ar kúnna til að fá aldrei meira lán- að en þeir þurfa á að halda,“ segir Hörður. Hann bendir á að stjórnvöld í Svíþjóð hafi fagnað því að fjöl- breytileiki á fjármálamarkaði yrði aukinn þegar starfsemin hófst. „Það er enginn að troða þessu nið- ur í kokið á neinum. Ef það er séð til þess að hlutirnir séu gerðir af fagmennsku er það síðan mark- aðarins að ákveða hvort hann vilji þjónustuna,“ segir Hörður. RÓBERt HlynuR BalduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Það er enginn að troða þessu niður í kokið á neinum. Einar Sveinsson Fjárfestingarfé- lagið Engey Invest var einn af fjórum stærstu hluthöfunum í Folkia. Bjarni Ármannsson Var einn af mörgum Íslendingum sem sá tækifæri í norrænni smálánastarfsemi. sló í vélarhlíf bifreiðar Lögreglan í Vestmannaeyjum hand- tók aðfaranótt sunnudags ölvaðan mann sem slegið hafði í vélarhlíf bif- reiðar sem stóð fyrir utan skemmti- staðinn Höllina. Ekki reyndist unnt að tala manninn til og endaði hann í fangageymslu lögreglu þar sem hann fékk að sofa úr sér ölvímuna. Þá var ökumaður stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og er þetta sjöundi ökumaðurinn á þessu ári sem staðinn er að akstri undir áhrifum fíkniefna í Eyjum. Á sama tíma í fyrra voru þeir fimm. svanfríður áfram bæjarstjóri J-listinn í Dalvíkurbyggð mun ekki kæra úrskurð kjörnefndar sýslu- mannsins á Akureyri um niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga í maí síðast- liðnum. Er það mat þeirra sem skipa list- ann að það séu hagsmunir sveitar- félagsins að óvissu ljúki sem fyrst og að bæjarstjórn með starfhæfan meirihluta taki til starfa svo fljótt sem verða má. J-listinn hefur nú hafið formleg- ar meirihlutaviðræður við A-listann, Byggðalistann, og við það er miðað að Svanfríður Jónasdóttir, oddviti J-lista, verði áfram bæjarstjóri í Dalvíkur- byggð og Kristján E. Hjartarson odd- viti A-lista verði formaður bæjarráðs. Hörður Bender Er stofnandi smálánafyrirtækisins Folkia og stjórnarformaður þess. Hann var valinn frumkvöðull ársins í Svíþjóð árið 2006 og var framkvæmdastjóri fjölmiðlasamsteypunnar Metro. meintur dópsali handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni í bifreið í Árbæ í Reykja- vík um hádegisbil á mánudag. Um var að ræða um eitt kíló af hassi. Umráða- maður bílsins, karl um þrítugt, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Í fram- haldinu var framkvæmd húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæð- inu en í henni fundust nokkrir tugir kannabisplantna. Á sama stað var einnig lagt hald á fáeina muni sem grunur leikur á að séu þýfi. Dagskrárstjóri RÚV hættir Erna Kettler, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, hefur sagt starfi sínu lausu af heilsufarsástæðum. Hún mun starfa áfram hjá Ríkissjón- varpinu en Sigrún Stefánsdóttir, starfandi dagskrárstjóri útvarps, hefur verið ráðin í hennar stað og mun taka við starfinu frá og með deginum í dag, miðvikudegi. Sigrún gegnir jafnframt áfram tímabundið starfi dagskrárstjóra útvarps. Erna var ráðin dagskrárstjóri Sjónvarps í apríl síðastliðnum en 37 sóttu um stöðuna. Sigurður Á. Þorvaldsson, landsliðs- maður í körfuknattleik og leikmað- ur Snæfells í Stykkishólmi, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Vestur- lands til Hæstaréttar en hann var í síðustu viku dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku. Pétur Kristinsson, verjandi Sigurðar, segist gera ráð fyrir því að Sigurður muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar og að Guðrún Arnar- dóttir hæstaréttarlögmaður muni verja hann. Embætti ríkissaksóknara ákærði Sigurð fyrir nauðgun á sautján ára stúlku. Lögregluembætti barst form- leg kæra nokkrum vikum eftir at- burðinn. Samkvæmt heimildum DV hefur stúlkan átt erfitt uppdráttar og sótti lítið sem ekkert skóla síðustu vikur haustannarinnar. Atvikið átti sér stað í heimahúsi að loknu karla- kvöldi Snæfells í nóvember síðast- liðnum en í vetur varð Sigurður bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Í dómnum segir að þegar stúlk- an kom á neyðarmóttöku eftir atvik- ið hafi hún verið harðákveðin í að kæra ekki af ótta við kjaftasögur og þá staðreynd að Sigurður væri lands- þekktur íþróttamaður. Í dómnum kemur einnig fram að körfuboltaleik- maðurinn hafði fyrr um kvöldið haft samræði við aðra stúlku inni á bað- herbergi sama húss án hennar sam- þykkis. Stúlkan var kölluð fyrir sem vitni en hún sagði að Sigurður hefði hætt samförunum þegar hún spurði hann hvort hann ætti ekki konu og börn. Fjölskipaður dómurinn segir frásögn Sigurðar afar ótrúverðuga samhliða því að hún fari í bága við greinargóðan og samhljóða fram- burð vitna. Vitni hafi þannig lýst því fyrir dómi að stúlkan hafi verið sof- andi á rúminu og ekki hægt að vekja hana. Samkvæmt dómsorði var brot Sigurðar alvarlegt og hafi það vald- ið stúlkunni miklum og varanlegum miska. Í því sambandi er sérstaklega bent á ungan aldur stúlkunnar og að hún búi í litlu samfélagi sem magni áhrifin. Landsliðsmaður í körfuknattleik áfrýjar nauðgunardómi: Sigurður leitar til Hæstaréttar Áfrýjar dómnum Sigurður ætlar að áfrýja tveggja ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir nauðgun til Hæstaréttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.