Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Qupperneq 8
8 fréttir 23. júní 2010 miðvikudagur
Nær engar líkur eru til þess að nefnd
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð-
herra um endurskoðun kvótakerf-
isins nái samkomulagi um fyrningu
og innköllun kvóta í anda stefnuyf-
irlýsingar ríkisstjórnarinnar. Nefndin
hefur fundað stíft að undanförnu og
er nú ráðgert að hún skili niðurstöð-
um innan tveggja til þriggja vikna.
Björn Valur Gíslason, þingmað-
ur VG, á sæti í nefndinni, en hann
lýsti því efnislega eftir umfangsmikla
gagnasöfnun nefndarinnar að fyrn-
ingarleiðin ræki sjávarútvegsfyrir-
tæki í þrot og leita yrði annarra leiða.
„Líkleg niðurstaða er að tekinn verði
upp nýtingarréttur útgerða til ákveð-
ins tíma með hliðstæðum hætti og
á til dæmis við um orkuauðlindir.
Þannig er unnt að sneiða hjá mynd-
un séreignarréttar á kvóta. Ekki verða
allir sáttir við þetta en ég held að
menn ættu að geta unað þessu,“ segir
Björn Valur.
„Ég lít svo á að í raun
verði um að ræða innköll-
un kvóta og endurúthlut-
un til tiltekins tíma verði sú
leið ofan á sem við ræðum
nú,“ segir Guðbjartur Hann-
esson, Samfylkingunni, og
formaður nefndarinnar. Við
fylgjum þeirri meginreglu að
eignarrétturinn sé ríkisins
og menn fái nýtingar-
rétt sambærilegan
þeim sem gildir
um orkulindir.
Það er ágrein-
ingur um
framsalið en
mér sýnist
að ekki verði
um leigu-
framsal að
ræða.“
Í
stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er
kveðið á um að endurskoðun laga
um stjórn fiskveiða verði unnin í
samráði við hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi. Meðal annars er þar kveðið á
um að stuðlað verði að vernd fiski-
stofna, hagkvæmri nýtingu auðlinda
sjávar og að endurskoðunin treysti
atvinnu og efli byggð í landinu.
Þá segir í stefnuyfirlýsingunni að
endurskoðunin eigi að skapa sátt
meðal þjóðarinnar um eignarhald og
nýtingu auðlinda sjávar. Umdeilda
lykilatriðið í stefnuyfirlýsingunni
er svo ákvæðið um að lagður skuli
grunnur að innköllun og endurráð-
stöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í
samræmi við stefnu beggja stjórnar-
flokkanna, Samfylkingarinnar og VG.
Hjaðna langvinnar deilur?
Mikil átök hafa staðið um síðast-
nefnda ákvæðið, svo mjög að full-
trúar Landssambands íslenskra út-
vegsmanna og síðar Landssambands
fiskvinnslustöðva hættu að mæta á
nefndarfundi síðastliðinn vetur. Full-
trúar Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins voru á bandi
LÍÚ og töldu að
fyrirhugað-
ar breyting-
ar skertu kjör
sjómanna en
héldu áfram
nefndarstarf-
inu.
Fylgi ríkisstjórnin ekki upp-
haflegum yfirlýsingum sínum
um fyrningu kvótans og inn-
lausn hans til ríkisins er við-
búið að það verði túlkað svo
að hún hafi gengið á bak ofan-
greindra orða í liðlega ársgam-
alli stefnuyfirlýsingu sinni. Það
gæti einnig gengið gegn fróm-
um óskum hennar um
sátt meðal þjóðar-
innar um eignar-
hald og nýtingu
auðlinda sjávar.
Fylgi ríkis-
stjórnin aftur á
móti stefnu sinni
um fyrningu og
innlausn kvót-
ans út í hörg-
ul virðist einn-
ig borin von að
deilur um kvóta-
kerfið hjaðni
eins og átökin síðastliðinn vetur um
skötuselskvóta til útleigu af hálfu rík-
isins bera vott um.
Bara orðalagsbreytingar
„Ég óttast að það samkomulag, sem
nú virðist í fæðingu innan nefndar-
innar, feli ekki aðeins í sér óbreytt
kvótakerfi heldur styrki það jafnvel
stöðu kvótahafa frá því sem nú er,“
segir Finnbogi Vikar, fulltrúi Hreyf-
ingarinnar í nefndinni, en hann tel-
ur að um orðaleiki stjórnarliða sé að
ræða í nefndinni.
„Ég læt sjónarmið mín koma fram
í nefndinni. Mér finnst til dæmis
allt tal um varanlegar aflaheimildir
hvergi eiga heima í umfjöllun nefnd-
arinnar. Það getur vel verið að þetta
orðalag komi fyrir í bókhaldi út-
gerðarfyrirtækja. Veiðiheimildir eru
ekki varanlegar og eiga ekki að vera
varanlegar nema að því marki sem
samfélagið telur heppilegt á hverj-
um tíma. Það má vera til 3 til 15 ára
og ekki er nauðsynlegt að úthluta
öllum veiðiheimildum til jafn langs
tíma. Það þarf að koma skýrt fram að
þjóðin eigi fiskinn í sjónum og geti
ráðstafað aflaheimildum að vild. Þeir
sem veiða eru leigjendur kvóta en
ekki eigendur.“
Finnbogi leggur til að kvótinn
verði innkallaður allur í einu lagi og
verði leigður aftur út. Miðað verði í
því sambandi við veiðireynslu und-
angenginna þriggja ára. Hann vill
að leigutíminn verði þrjú ár í fyrstu.
„Leiguverðið á að vera fast gjald. All-
an fisk ætti auk þess að selja á mark-
aði eða á markaðsverði. Ég legg jafn-
framt til að frjálsræði til strandveiða
verði stóraukið,“ segir Finnbogi.
Guðbjartur Hannesson segir að
innan nefndarinnar sé góður ein-
hugur um að sett verði í stjórnarskrá
ákvæði um þjóðareign á náttúruauð-
lindum.
Stjórnarliðar í nefnd sjávarútvegsráðherra um endurskoðun kvótakerfisins hallast nú að því að binda að-
gang að auðlindum sjávar við nýtingarrétt til lengri eða skemmri tíma, hliðstæðan þeim sem ríkir um orku-
lindir. Þannig verði sneitt hjá því að nýtingarréttur myndi varanlegan eignarrétt kvótahafa. Nefndarmaður
í minnihluta telur að þetta merki óbreytt kvótakerfi sem engin sátt verði um og aðeins sé um að ræða breytt
orðfæri sem engu breyti um kvótakerfið í raun.
NÝTINGARRÉTTUR Í
STAÐ INNKÖLLUNAR
jóHann Hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ég lít svo á að í raun verði um að ræða innköllun kvóta og
endurúthlutun til tiltekins tíma verði
sú leið ofan á sem við ræðum nú.
Djúpt kann að
vera á fullri sátt
Ríkisstjórninhefur
ekkináðsáttum
innköllunkvótaog
útleiguhans.
Guðbjartur og Finnbogi Guð-
bjarturlítursvoáaðumverðiað
ræðainnköllunákvótatiltiltekins
tíma.Finnborgivillaðkvótinn
verðiinnkallaðuralluríeinu.