Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 13
miðvikudagur 23. júní 2010 fréttir 13 SELDI EIGNIR SEM LÝSING HAFÐI HIRT anna til að koma á viðræðum. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið efn- islega þátt í meirihlutaviðræðunum sjálfum. Aðspurður hvort hann hafi sóst eftir því að verða stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, segir Harald- ur að þegar eftir því hafi verið leitað hafi hann verið alveg tilbúinn til þess. „Okkar upplegg í Besta flokknum, sem átti líka hljómgrunn hjá Samfylking- unni, var að hafa ekki pólitískt kjörna fulltrúa í Orkuveitunni. Það kemur síðan upp á seinustu stigum umræð- unnar hverjir ættu að taka sæti í stjórn. Það var unnið eftir þeirri hugmynda- vinnu, en ákveðin hugmyndavinna er í kringum auðlindaráðið, sem búið er að setja. Það klýfur í sundur pólitík og reksturinn.“ Hann bendir þó á að þrátt fyrir að stjórnarmenn séu ekki pólitískt kjörnir séu þeir trúnaðarmenn pólit- ískra flokka. „Þeir koma sem slíkir og er afhent ákveðin stefna. Þetta eru ekki algjörlega strípaðir fagmenn. Ég hef trúnað við Besta flokkinn og er strangt til tekið fulltrúi hans.“ Hlunnindi verði óumdeilanleg Spurður um hvaða breytinga sé að vænta í stjórnartíð hans, segir Har- aldur: „Ég geri ráð fyrir að stjórnin fái veganesti frá borgarstjórn til að vinna úr og einbeiti sér að því að framfylgja þeirri stefnu og tryggja rekstur á fag- legum grunni og að stjórnin verði ekki vettvangur pólitískra deilna. Það væri mjög farsælt fyrir fyrirtækið.“ Orkuveitan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fjáraustur, meðal ann- ars njóta lykilstarfsmenn hennar bíla- hlunninda, þrátt fyrir mjög erfiða skuldastöðu. Talið er að Reykjavíkur- borg þurfi að taka frá allt að 10 millj- arða til þess að verja Orkuveituna greiðslufalli. Hvaða skoðun hefur Haraldur á því að lykilstarfsmenn njóti slíkra hlunn- inda? „Almennt verða fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum að spara og opinbert fyrirtæki verður sérdeilis að vera til fyr- irmyndar. Ég lít því á það sem hlutverk mitt að koma því á framfæri, allt af yfir- veguðu ráði. Það er afskaplega óheppi- legt að bílamálin séu umdeilanleg. Það verður gengið í það að koma þessum málum í æskilegt horf. Það er eigenda- fundur boðaður á föstudaginn þar sem stjórnin verður endalega kjörin. Það verður breyting fólgin í því að borgar- stjórn sendir skýrari línu um stefnuna sem ætlast er til að verði framfylgt.“ Lettneska þingið samþykkti í síðustu viku lög þar sem gert er ráð fyrir því að fólk geti gengið frá skuldum sín- um geti það ekki staðið undir afborg- unum af þeim. Samkvæmt lögunum geta allir þeir sem skulda meira en milljón króna óskað eftir þessu úr- ræði. Þá geta þeir sem sjá fram á að geta ekki staðið undir skuldum sem nema yfir tveimur milljónum króna óskað eftir úrræðinu sjái þeir fram á að geta ekki staðið í skilum á árinu. Lögin minna um margt á lykla- frumvarp Lilju Mósesdóttur, þing- manns Vinstri-grænna, sem bíður enn afgreiðslu á Alþingi. Frumvarp- ið er til umræðu í allsherjarnefnd og hefur verið svo um nokkurra mán- aða skeið. Hérlendis hefur enn ekki verið afgreitt frumvarp sem gerir ráð fyrir því að fólk geti gengið frá skuld- um sínum án þess að kröfur falli á það. Í lyklafrumvarpinu er einmitt gert ráð fyrir þessu. Málið hefur ekki fengið afgreiðslu vegna þess að ýmsir þættir þess eru taldir brjóta í bága við stjórnarskrá landsins og ákvæði um eignarrétt, þar sem miklar líkur eru taldar á því að kröfuhafar yrðu fyrir verulegu tapi næði frumvarpið fram að ganga. Talið er að margir myndu nýta sér úrræðið. Skuldlausir á tveimur árum Samkvæmt lettnesku lögunum getur skuldari óskað þess að fara í greiðslu- þrotameðferð geti hann ekki greitt af lánum sínum. Kröfuhafinn getur þá leyst til sín eignir viðkomandi. Kröfu- hafinn selur síðan eignirnar upp í skuldirnar. Í tvö ár frá því að viðkom- andi fer í greiðsluþrotameðferð er honum gert að greiða þrjátíu pró- sent af tekjum sínum til kröfuhafans. Þegar því tímabili er lokið falla allar kröfur niður sem standa eftir á lán- þeganum. Þrátt fyrir að lettneska þingið hafi samþykkt nýju lögin er óvíst hvort þau muni taka gildi. Forseti Lett- lands, Valdis Zatlers, neitaði að sam- þykkja lögin og vísaði þeim aftur til meðferðar þingsins. Talsmenn fjár- málafyrirtækja hafa gagnrýnt það sem lagt er fram í þeim og talið að þau verði af gríðarlegum fjárhæð- um nái áformin fram að ganga. For- setinn vill að sniðin verði ein lög fyr- ir venjuleg heimili og önnur fyrir þá sem eigi fleiri fasteignir. Róttækari og fljótvirkari úrræði Lilja segir lettnesku lögin vera um margt áhugaverð. Þau feli í sér miklu róttækari og fljótvirkari úr- ræði en þau sem boðið er upp á vegna greiðsluerfiðleika á Íslandi. „Mér finnst þetta mjög góð leið þar sem fólki er gefið annað tækifæri. Þá er ekki of mikill hvati til þess að fólk skili inn lyklunum að húsnæði sínu þar sem það þarf að greiða þrjátíu prósent af tekjum sínum í tvö ár. Ég hugsa að það mætti ná meiri sátt um lyklafrumvarpið yrði þessi leið farin. Þá yrði komið til móts við þá gagn- rýni sem frumvarpið hefur fengið um að það auðveldi of mörgum að ganga frá skuldum sínum,“ segir Lilja. Hún segir að það verði að skoða hvað felist í lettnesku lögunum og hvort hægt sé að taka eitthvað úr þeim inn í íslenska löggjöf um greiðsluúrræði. Lilja segir að þetta yrði eflaust til þess að styrkja íslensku löggjöfina. Hún segir að á Íslandi hneigist fólk oft til þess að verða að finna upp á einhverju sem ekki hafi verið gert áður. Aftur á móti sé oft vænlegt að nýta það sem hafi verið beitt í lögum annars staðar. Eina aðgerðin sem stendur skuld- urum til boða á Íslandi sem líkja má við lettnesku leiðina er gjaldþrota- meðferð. Þá geta skuldir verið gefn- ar eftir í mjög sértækum tilfellum greiðsluaðlögunar. Samkvæmt lett- nesku leiðinni eru skuldarar aftur á móti ekki gerðir gjaldþrota með tilheyrandi vandamálum fyrir þá, heldur er þeim gert kleift að gera upp skuldir sínar með sem sann- gjörnustum hætti fyrir bæði skuldara og kröfuhafa. Ábyrgðinni og áhættunni skipt Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir að í norrænni löggjöf um greiðsluaðlögun sé almennt horft til þess að skuldari sé um fyrirséða framtíð ófær um að gera upp skuld- ir sínar. Hann segir að það sé eng- um greiði gerður sé honum haldið við skuldir sínar geti hann ekki gert þær upp. Hann segir að skuldaaðlög- un eigi ekki að vera hugsuð sem inn- heimtuúrræði fyrir kröfuhafa, heldur mun frekar sem félagslegt úrræði fyr- ir skuldara. „Greiðsluaðlögun er ekki nógu gott úrræði til að takast á við vanda í kjölfar efnahagshruns. Það þarf heildstæðari lausn. Greiðsluað- lögun er ekki það úrræði sem getur leyst þennan vanda,“ segir Gísli. Hann segir að í greiðsluaðlög- un eigi ekki aðeins að horfa til þess hvort jafna eigi út greiðslubyrði eða koma skuldurum tímabundið til að- stoðar, heldur einnig að gert verði ráð fyrir að þeir geti ekki staðið undir skuldum sínum. „Hér hefur gjarnan verið það viðhorf ríkjandi að neyt- endur beri einir ábyrgð á stöðunni. Þetta er sérstaklega skrítið í landi þar sem er ótakmörkuð verðtrygging, þá ber neytandinn alla áhættuna en ekki aðeins hluta hennar. Ég hef allt- af verið talsmaður fyrir því að skipta ábyrgðinni og áhættunni milli aðila,“ segir Gísli. Sextán prósenta atvinnuleysi Lettland er líkt og Ísland eitt þeirra ríkja sem hefur óskað aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins vegna greiðsluerfiðleika. Í landinu er sex- tán prósenta atvinnuleysi og þar hafa tekjur fólks lækkað hratt. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn setti sig upp á móti þeim tillögum sem settar voru fram þegar frumvarpið var fyrst til umræðu. Í Lettlandi hefur orðið mikið verðfall á fasteignamarkaði á sama tímabili. Því hefur í mörgum tilfell- um myndast gríðarlegt misvægi milli virði eigna og þeirra lána sem standa eftir. Þar eru öll lán tengd við gengi evrunnar. Lettneska þingið hefur samþykkt lög sem minna á margan hátt á lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri-grænna. Lilja segir margt áhugavert koma fram í lögunum. Hún gæti hugsað sér að laga frumvarp sitt að þeim. Samkvæmt lögunum getur fólk gengið frá skuldum sínum geti það ekki staðið undir þeim. LETTAR SKULDLAUSIR Á TVEIMUR ÁRUM RóbeRt HLynuR baLduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is nÍslensku lögin Gerterráðfyriraðlántakieigiáfram eignina.Skuldiraðlagaðargreiðslu- getu(matskenntatriði).Eftirstöðvar skuldagetafalliðniðurefdómstóll samþykkir. nLettnesku lögin Bankinnleysirtilsíneignirskuldar- ans.Lánþegiborgarþrjátíuprósent aftekjumítvöár.Eftirstöðvarskulda fallaniðuraðtímabilinuliðnu. Lögin Hér hefur gjarnan verið það viðhorf ríkjandi að neytendur beri einir ábyrgð á stöðunni. Lilja Mósesdóttir Gætihugsað séraðnýtaþaðsemkemurframí lettneskulögunumtilaðkomatil mótsviðgagnrýnisemlyklafrum- varphennarhefurfengið. Gísli tryggvason Talsmaður neytenda segirþurfa heildarlausn ímálefnum skuldara. Valdis Zatlers Neitaðiaðundirrita löginogvísaði þeimafturtilmeð- ferðarþingsins. krónur sem er eflaust versti trygg- ingasamningur allra tíma og senda okkur svo þennan reikning með næstu afborgun,“ segir hann. „Ég hefði haldið að slík trygging væri fyr- ir Toyota Landcruiser en ekki Toyota Yaris.“ Um daginn komu svo vörslusvipt- ingarmenn á vegum Lýsingar heim til hans til þess að taka bílinn. Árni lýsir þeim sem tattúveruðum mönn- um íklæddum hlýrabolum. „Ég neit- aði að afhenda þeim bílinn. Ég sagði að bíllinn færi ekki neitt fyrr en búið væri að dæma í þessu máli.“ Hann segist bera mikinn kala til Lýsingar eftir samskipti sín við fyrir- tækið. „Þessi ráð sem Lýsing bauð, um frystingu lána og fleira, þau voru ekki í boði fyrir mig því ég var einum gjalddaga á eftir. Ef maður er í van- skilum fær maður bara ekki neitt. Ég vona innst inni að Lýsing fari bara á hausinn. Þeir væla í fjölmiðlum um að það sé verið að brjóta á þeim með hótunum og rugli, ef fólk vissi bara hvernig þeir láta við okkur kúnnana.“ valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.