Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 15
miðvikudagur 23. júní 2010 neytendur 15
BreiðBandið Burt Nú vinnur Síminn að því
að breyta breiðbandi Símanns í ljósnet. Það mun taka tvö til
þrjú ár en um 40 þúsund heimili nota breiðbandið. Í Neyt-
endablaðinu greinir frá þessu en þar segir að þetta muni verða
kostnaðarsamt fyrir neytendur. Síminn hyggist senda bréf til
allra heimila fjórum vikum áður en breytingin verður þar sem
kynntir verða þeir möguleikar sem í boði verða. Enn fremur
segir að kostnaður geti hlaupið á tugum þúsunda fyrir sum
heimili. Ekkert banni Símanum hins vegar að gera þetta.
ryk skemmir tölvur Mikilvægt er að
hafa hreinlegt í kringum tölvuna því ryk og önnur óhrein-
indi geta stíflað viftur þannig að tölvan ofhitni. Einnig eru
dæmi um að ryk hafi valdið skammhlaupi. Neytendablað-
ið greinir frá þessu og segir að margir noti tölvurnar uppi
í rúmi og láti þær liggja á sængum sínum eða lökum. Slíkt
auki hættuna á því að þær skemmist. Mikilvægt sé að
hafa fartölvuna á hentugum stað þannig að vel lofti um
hana.
Helgi Hjörvar veitir efnahags- og
skattanefnd Alþingis formennsku:
Hækka ekki vext-
ina afturvirkt
Eins og fram hefur komið hafa
þau sjónarmið heyrst, aðal-
lega frá fjármálafyrirtækjunum
sjálfum, að óvissa sé uppi um
hvernig fara eigi með vextina.
Þau hafa sum hver kallað eftir
handleiðslu stjórnvalda um það
hvernig reikna skuli út vextina í
ljósi dómsins. Álitamál sé hvort
miða skuli við samningsvexti eða
lægstu óverðtryggðu vexti Seðla-
bankans.
Helgi Hjörvar, formaður efna-
hags- og skattanefndar Alþing-
is, segir í samtali við DV að ekki
komi til greina að stjórnvöld setji
lög sem rýri rétt skuldara. Hann
segir aðspurður að ef stjórnvöld
myndu hlutast til um að hækka
vextina afturvirkt væri þau að
rýra rétt fólks. Það hafi því ekki
verið rætt í nefndinni, sem hitt-
ir bankastjóra og formenn slita-
stjórna bankanna á morgun.
„Dómurinn er skýr um ólög-
mæti gengistryggingarinnar. Það
getur verið að frekari spurning-
um sé ósvarað en ég legg mikla
áherslu á að þangað til að ein-
hverjar aðrar niðurstöður verða
túlki bankarnir þessa niðurstöðu
varlega og gæti þess að ganga
ekki lengra gagnvart skuldurum
en dómurinn gefi tilefni til,“ seg-
ir Helgi og bætir við að fjármála-
fyrirtækin hafi í níu ár farið fram
með ólögmætar kröfur á hendur
fólki og valdið viðskiptavinum
sínum margs konar erfiðleikum.
„Sú staðreynd leggur þeim ríkari
skyldur á herðar í framhaldinu
um að ganga varlega fram gagn-
vart fólki ef þeir telja að óvissa sé
uppi,“ segir Helgi sem gerir ráð
fyrir að úr frekari óvissu muni
dómstólar þurfa að leysa.
Spurður hvernig honum lítist
á að látið verði reyna á lögmæti
verðtryggðu lánanna fyrir dóm-
stólum segir Helgi að sjálfsagt sé
að fólk láti reyna á lögmæti þeirra
fyrir dómstólum en hann voni
hins vegar að stjórnmálaöflin
geti beitt sér fyrir leiðréttingum
á stökkbreyttum lánum skuldara.
Stjórnmálamenn eigi að taka á
vandamálinu.
baldur@dv.is
„Í mínum huga er dómur Hæsta-
réttar afar skýr; einstaka ákvæði
lánasamninga og skuldabréfa um
gengistryggingu eru ólögmæt en
eftir standa önnur ákvæði óhögg-
uð meðal annars um vexti,“ segir
Lúðvík Bergvinsson, starfandi lög-
maður, spurður hvernig hann telji
að reikna eigi gengistryggðu lánin.
Hann segir að endurreikna þurfi
lánin í samræmi við vaxtaprósentu
samninganna auk þess sem inn-
borganir skuli dregnar frá. Þá komi
eftirstöðvarnar í ljós.
Lúðvík bætist því í hóp Hags-
munasamtaka heimilanna, Neyt-
endasamtakanna, talsmanns neyt-
enda og fleiri sem segja skýrt að
vaxtaskilmálar lánanna standi. Við
því verði ekki hróflað. „Það er ljóst
að fjármálastofnanir bera alfarið
ábyrgð á því að samningar og öll
skjalagerð við lánveitingar séu með
þeim hætti að það fái samrýmst
lögum, enda sérfræðiþekkingin al-
farið hjá fjármálastofnunum. Hug-
mynd um að verðtrygging komi í
stað gengistryggingar er fráleit, því í
mörgum tilvikum leiddi hún til þess
að viðskiptabréf og lánasamning-
ar yrðu verðmeiri en ella hefði ver-
ið ef þeir hefðu áfram verið geng-
istryggðir. Það yrði athyglisverð
niðurstaða í kjölfar dómsins,“ seg-
ir Lúðvík og bætir við að efnahags-
hrunið hafi haft í för með sér gríð-
arlega eignatilfærslu frá almenningi
og fyrirtækjum til fjármagnseig-
enda vegna gengis- og verðtrygg-
ingarákvæða. „Það myndi líklega
vekja heimsathygli, ef stjórnvöld
undir forystu vinstrimanna, myndu
við þær aðstæður sem hafa skapast
í kjölfar hæstaréttardómanna um
ólögmæti ákvæða um gengistrygg-
ingu, færa fjármagnseigendum á
nýjan leik þau verðmæti sem þeir
hafa, að mati Hæstaréttar, tekið á
ólögmætan hátt frá almenningi og
fyrirtækjum í þessu landi. Þá væri
óhætt að segja að byltingin væri far-
in að éta börnin sín,“ segir Lúðvík
sem var þingmaður Samfylkingar-
innar en gaf ekki kost á sér í þing-
kosningunum vorið 2009.
baldur@dv.is
Lúðvík Bergvinsson lögmaður segir að vaxtakjör lánanna skuli standa:
„Myndi vekja heimsathygli“
Ekki hróflað við vöxtunum Lúðvík
segir dóm Hæstaréttar skýran.
Harður Helgi
Hann segir að þeir
sem telji óvissu
uppi um uppgjör
myntkörfulána geti
leitað til dómstóla.vilja fá Hundrað þúsund
meira af Hverri milljón
væri sífelld hækkun stýrivaxta, sem
hafði bein áhrif til hækkunar á vísi-
tölu neysluverðs,“ segir í bréfinu en
hann segir enn fremur að í ljós hafi
komið að bankarnir hafi unnið gegn
krónunni. Það hafi skilað sér beint
í hærra vöruverði og hækkun verð-
tryggðra lána.
Bráðum er liðið ár frá því Sig-
urður sendi Íslandsbanka bréfið en
því hefur ekki verið svarað efnis-
lega. Sigurður segir að ákveðið hafi
verið að vera ekki með neinn æsing
til að byrja með en að nú sé þolin-
mæðin að bresta. „Ég bíð ekki leng-
ur. Við gáfum þeim frest til að svara
en fengum ekki önnur svör en þau
að svar myndi berast frá lögfræðingi
á þeirra vegum. Þrátt fyrir ítrek anir
hefur það ekki borist,“ segir Sigurður
sem segir einnig útséð um að stjórn-
völd komi til móts við lántakendur.
Hann segist ekki hafa sett kröfuna
endanlega saman en þess verði kraf-
ist að bankinn taki á sig hluta hækk-
unarinnar og vísitalan verði færð
aftur.
Það er því ekki útilokað að þeir
sem tóku verðtryggð lán muni fá
leiðréttingu sinna mála.