Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Page 18
Gnúpsmaður sem álitsGjafi n Aðalsteinn Jónasson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, er orðinn einn af nýjustu álitsgjöfunum á Íslandi. Nú síðast tjáði hann sig um nýfallinn dóm Hæstaréttar um ólögmæti mynt- körfulána og tek- ur upp hanskann fyrir bankana. Hann var áður framkvæmda- stjóri lögfræði- sviðs Gnúps, sem kallað hefur verið eitt bjánaleg- asta fjárfestingafélag í heimi þar sem hann vann meðal annars með Þórði Má Jóhannessyni, og varð síðar yfir- maður á lögfræðisviði Glitnis. Aðal- steinn er auk þess eiginmaður Ásdís- ar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Aðalsteinn er sennilega ekki heppilegasti álitsgjafi sem hægt er að leita til vegna tengsla sinna og spurning hvort hann taki ekki upp hanskann fyrir sína menn þegar hann tjáir sig. KunnuGleGt andlit n Á dögunum var Íslendingur stadd- ur á Gatwick-flugvellinum suður af London. Rak hann þá augun í mann sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Maðurinn var dökkhærð- ur og skeggjað- ur, klæddur í bol og stuttbuxur og berfættur á sand- ölum og virtist ekki hafa annan farangur með- ferðis en poka- skjatta á annarri öxlinni. Hann stóð í röð og beið þess að geta keypt sér 30 sterlingspunda farmiða til Spánar með lággjaldaflugfélaginu Easy Jet. Íslendingurinn virti fyrir sér mann- inn og skyndilega rann upp fyrir honum að þetta var einn af kunnustu sonum Íslands á tímum útrásar og umsvifa í veröldinni, sjálfur Björgólf- ur Thor Björgólfsson. Engum sögum fer af því hvort Björgólfur sé kominn aftur til London þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. láGmarKsþæGindi n Skömmu eftir bankahrun tók Byr yfir þriðjungshlut Hannesar Smára- sonar í Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Stærsti lánveitandi hótelsins mun hins vegar vera NBI og hefur bankinn alla þræði í hendi sér um framtíð hótelsins tak- ist núverandi hótelrekendum ekki að greiða niður skuldir. Heyrst hefur að yfirmönnum bank- ans þyki gott að hafa greiðan aðgang að hótelinu í krafti stöðu sinnar. Þeir eru ekki einir um það því Björgólfur Thor Björgólfsson mun á sínum tíma hafa ágirnst hótelið og viljað hafa það sem athvarf hér á landi fyrir sig og gesti sína. Á þeim tíma á Björgólf- ur Thor að hafa skoðað möguleika á að byggja þyrlupall við hótelið. Sem sagt: Thorshöllin við Fríkirkjuveg, þyrla og einkaþota á Reykjavíkurflug- velli og herragarður undir jökli með 30 herbergjum. „Nei, var þetta ekki frekar lán í óláni?“ segir Óskar sindri atlason, maðurinn á bak við málið gegn SP Fjármögnun sem Hæstiréttur dæmdi í í síðustu viku. Þar var gengistrygg- ing lána dæmd ólögleg en tugþúsundir Íslendinga hafa mátt búa við tvöföldun höfuðstóls hinna svokölluðu myntkörfu- lána. Var þetta nokkuð glópalán? „Stórbætt þjónusta við lesendur.“ n Segir í auglýsingu Fréttablaðsins þar sem tilkynnt er að dregið hafi verið úr frídreifingu blaðsins og það sé nú selt í lausasölu í staðinn á völdum stöðum. „... mann- skemmandi að vera í þessu.“ n Pétur Blöndal við blaðamann Fréttablaðsins um þingmennskuna þegar hann var inntur svara vegna styrkja í prófkjöri 2006. Pétur segist ekki hafa vitað að hann væri í viðtali þegar hann lét ummælin falla. - Fréttablaðið „Hann var bara hrifinn.“ n Páll Stefánsson ljósmyndari um knattspyrnu- hetjuna Didier Drogba sem skrifar formála að nýútkominni bók hans, Áfram Afríka. - DV „Það er líka challengið. Að breyta drasli í snilld.“ n Hugleikur Dagsson sem vill gera framhaldsseríu af gamanþáttunum Marteinn sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkru. Jóhannes Haukur Jóhannesson fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum. - DV „Þetta hefði endað allt öðruvísi.“ n Gústaf Ólafsson um föður sinn sem svipti sig lífi eftir að myntakörfulán hans fór upp úr öllu valdi. Hann segist viss um að örlög föður síns hefðu orðið önnur ef farið hefði verið að lögum varðandi lánin eins og nýlegir dómar segja til um. - DV Áfram Sigurður G! Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-herra hefur margsinnis lýst yfir and-stöðu við hækkun lána með verð-tryggingunni en andstaða hennar hefur verið töluvert meiri í stjórnarand- stöðu en þegar hún hefur haft tækifæri til að gera eitthvað í málinu. Jóhönnu til varnar má segja að hún hef- ur boðið upp á leið út úr verðtryggingunni. Leið hennar er Evrópusambandið. Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur enga slíka leið fram að færa. Honum þyk- ir í lagi að vandræði í efnahagslífinu bitni tvöfalt á almenningi, til dæmis með því að 20 milljóna króna húsnæðislán hækki um sex milljónir á tveimur árum vegna þess að verð á matvælum og öðrum neysluvörum hækkar um 30 prósent á sama tímabili. Frá árinu 1980 hafa skuldir íslenskra heimila farið úr 30% af ráðstöfunartekjum í um það bil 300% af ráðstöfunartekjum. Eitthvað er rotið í sambandi almennings við bankakerfið. Og stjórnvöld gera ekkert í því. Síðasta ríkisstjórn boðaði frelsi sem breyttist í helsi. Þessi boðar bara helsi. Ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna virðast hafa tekið að sér hlutverk hinna vanmáttugu í málefnum bankanna, rétt eins og þeir séu dæmdir til eilífrar stjórnarandstöðu. Þeir telja sig ekkert geta gert. Í sálfræði er kenning um „lært hjálp- arleysi“. Hún gengur út á að fólk venjist því að geta ekki haft áhrif á slæmar aðstæð- ur sínar og haldi þeirri sannfæringu jafn- vel þótt það sé orðið fullfært um að breyta þeim. Sá sem er haldinn lærðu hjálparleysi reisir sitt eigið fangelsi. Mörður Árnason samfylkingarmaður er einn helsti talsmaður þess að þeir sem tóku erlend lán borgi meira en bara vext- ina. „Skuldir þarf að greiða,“ skrifaði hann á bloggsíðu sína. „Það er ekki sann- gjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana,“ útskýrir hann. Þrælaviðhorf Marðar er að fólk eigi að sætta sig við að bankarnir hækki skuldir þess, vegna þess að skuldir eigi að borga og annars þurfi einhver annar þræll að borga þær. Bómull þarf að tína! Rök Marðar gilda í hinu fullkomna sam- félagi samvirkninnar, þar sem allir hjálp- ast að í átt að sameiginlegu markmiði en enginn nærist á fjárhag annars með hjálp óréttláts löggjafar- og framkvæmdavalds. Við lifum hins vegar í samfélagi átakanna, þar sem bankarnir hafa farið ránshendi um heimilin með þegjandi samþykki sam- flokksmanna Marðar. Það eina sem hefur stoppað bankana er barátta manna eins og Björns Þorra Vikt- orssonar lögfræðings, Guðmundar Andra Skúlasonar, sem stofnaði samtök lánþega Frjálsa fjárfestingarbankans, og lántak- andans Óskars Sindra Atlasonar, sem ákvað að stefna fyrirtækinu sem marg- faldaði lánið hans. Nýjastur í hópnum er Sigurður G. Guðjónsson, sem krefst þess að skuldarar og bankar deili ábyrgðinni af hækkun verðbólgunnar. Skuldaþjóðin er svo yfirgefin að hún treystir bara á lög- fræðingana sér til bjargar. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Skuldaþjóðin er svo yfirgefin að hún treystir bara á lögfræðingana sér til bjargar. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að draga eigi úr vægi verðtryggingar og stjórnarandstaðan hefur að stærst- um hluta tekið undir þessi markmið stjórnarflokkanna. Í því ljósi lagði þingflokkur framsóknarmanna fram frumvarp um að setja skyldi 4% þak á verðtrygginguna á meðan leitað væri frekari leiða til að afnema hana. Eftir mikla baráttu framsóknar- manna varð það niðurstaðan að sett yrði á stofn þverpólitísk nefnd sem kæmi með tillögur um hvernig mætti draga úr umfangi verðtryggingar án þess að ógna fjármálastöðugleika. Hún skal kanna forsendur verðtrygg- ingar á Íslandi, meta kosti og galla þess að draga úr vægi hennar í ís- lensku fjármálakerfi og hvaða leiðir séu bestar í því skyni. Nefndin á að skoða á heildstæðan hátt áhrif verð- tryggingar á lántaka og lánveitendur sem og áhrif hennar á virkni hagstjórnar og efnahagslegan stöðugleika almennt. Tillögurnar skulu liggja fyrir í lok árs 2010. Ekki lesið stjórnarskrána Í ljósi þessara markmiða ríkisstjórn- arinnar er því heldur einkennilegt að sjá stjórnarliða taka undir að setja eigi verðtryggingu á hin svokölluðu erlendu lán eftir að Hæstiréttur felldi dóm sinn um ólögmæti gengistrygg- ingar. Yfirlýst markmið stjórnarinnar var að draga úr vægi og umfangi verð- tryggingar, ekki að bæta við nýjum, stórum lánaflokki. Hvergi kemur fram í dómnum hvort eitthvað eigi að koma í staðinn fyrir gengistrygginguna, að- eins að hún sé ólögleg samkvæmt íslenskum lögum. Því er það svo að þrátt fyrir að rifist sé fram og til baka um vaxtaákvæði samninganna og hvernig eigi að reikna höfuðstól og endurgreiðslur, er enginn sem held- ur því fram á grunni lagalegra raka að setja eigi verðtryggingu á lánin í stað- inn. Það skal viðurkennast að ég hélt að lánveitendur myndu hugsanlega gera varakröfu um þetta fyrir Hæstarétti svo dómstóllinn gæti tekið afstöðu varðandi þau atriði. Svo var ekki og því ekki á valdi stjórnmálamanna að fara að smyrja verðtryggingu á lán sem voru að mati Hæstaréttar aldrei verðtryggð til að byrja með. Slíkt heit- ir afturvirkni til skaða fyrir þann sem fyrir verður og er bannað skv. stjórn- arskránni (sjá greinar 27, 69, 72 og 77). Flestir þingmenn með smá þing- reynslu ættu að átta sig á að slík stjórnarskrárbrot líðast ekki. Eykur verðtrygging verðbólgu? Frá seinni hluta áttunda áratugarins fram á miðjan þann níunda var mik- il verðbólga viðvarandi vandamál á Íslandi. Ástæður verðbólgunnar voru margvíslegar; ytri áföll, þaninn vinnumarkaður, gengisfellingar og seðlaprentun, eða í stuttu máli al- menn efnahagsleg óstjórn þar sem áherslan var á að skapa atvinnu fremur en hemja verðbólgu. Mar- inó Njálsson, stjórnarmaður í Hags- munasamtökum heimilanna, hefur reiknað út að verðbólga síðustu 40 ára var að meðaltali 82.262%, síð- ustu 30 ár um 5.214%, síðustu 20 ár 154% og síðustu 10 árin 84,7%. Með miklu átaki náðist verðbólgan niður í tveimur skrefum og var undir 3% um tíma á tíunda áratugnum. Verðtryggingin var viðbragð við almennri óstjórn í efnahagsmálum og tók alls ekki á sjúkdómnum sjálf- um, verðbólgunni. Ýmsar vísbend- ingar eru uppi um að verðtrygging geri stjórn efnahagsmála erfiðari og flóknari og dragi tennurnar úr stýri- vöxtunum sem eru einmitt helsta tæki Seðlabankans við að draga úr verðbólgu. Einnig hefur samspil verðbólgu og verðtryggingar lítið verið rannsakað. Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á að hugsanlega sé verð- tryggingin verðbólguhvetjandi í sjálfu sér vegna áhrifa verðbóta á efnahagsreikning fjármálastofnana. Verðbólga er mæling á fjármagni í umferð. Hærri verðbólga hækk- ar verðbætur á efnahagsreikning bankanna, efnahagsreikningurinn stækkar, bankarnir geta lánað meiri pening, sem eykur aftur peninga í umferð. Afleiðingin er því hærri verðbólga. Á þeim tíma sem verðtrygging hefur verið í gildi hefur þjóðfélags- legur sparnaður aukist, en þá fyrst og fremst lögþvingaður sparnaður í gegnum lífeyrissjóðina. Á sama tíma hafa skuldir heimilanna margfald- ast. Því virðist verðtrygging sparifjár ekki hafa hvatt til aukins sparnaðar hjá almenningi heldur frekar hvatt til skuldsetningar. Allir axli ábyrgð Mikilvægt er fyrir nefndina að skoða verðtrygginguna út frá hagsmunum allra. Allir Íslendingar verða að axla ábyrgð á sínum efnahagsmálum á sama máta og aðrar þjóðir. Hluta af þeim vanda sem við stöndum núna frammi fyrir varðandi gengis- tryggðu lánin má rekja til verðtrygg- ingarinnar. Fólk var einfaldlega að leita að sambærilegum vaxtakjör- um og þekkjast hjá þeim þjóðum sem eru okkur næstar. Engin for- dæmi eru í hinum vestræna heimi fyrir sambærilegri útbreiðslu verð- tryggingar, hvað þá á neytendalán- um. Markmið íslenskrar efnahags- stjórnar á að vera stöðugleiki, sem mun endurspeglast í lágri verð- bólgu, stöðugra gengi og raunveru- legri verðmætasköpun. Allir Íslendingar verða að bera sameiginlega ábyrgð á því að draga úr verðbólgu. Enginn er undanskil- inn í því stríði. Ekki fjármagnseig- endur eða skuldarar, ekki lífeyris- sjóðir eða Íbúðalánasjóður, ekki stjórn eða stjórnarandstaða. Verð- tryggingin er hækja og við verðum að finna leiðina til að kasta henni. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin kjallari bókstaflega 18 umræða 23. júní 2010 miðvikudagur Afnám verðtryggingar „Verðtryggingin er hækja og við verðum að finna leiðina til að kasta henni.“ Eygló HArðArdóTTir þingmaður Framsóknarflokks skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.