Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Blaðsíða 21
Bjarni Benediktsson formaður SjálfStæðiSflokkSinS Bjarni Benediktsson verður að öll- um líkindum áfram formaður Sjálf- stæðisflokksins, eins og fram kom í ítarlegri úttekt á stöðu flokksins og helstu forystumanna hans í DV sl. mánudag. Landsfundur flokksins verður settur á föstudaginn. Starfsferill Bjarni fæddist í Reykjavík 26.1. 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1989, lögfræðiprófi frá HÍ 1995, stundaði nám í þýsku og lögfræði í Þýskalandi 1995-96, lauk LLM.- prófi frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum 1997, öðl- aðist hdl.-réttindi 1998 og er löggilt- ur verðbréfamiðlari frá 1998. Bjarni var fulltrúi sýslumanns í Keflavík 1995, lögfræðingur hjá Eimskip 1997-99, lögmaður með eigin rekstur á Lex lögmannsstofu frá 1999 og faglegur framkvæmda- stjóri Lex 2002-2003. Hann hefur verið alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2003. Bjarni sat í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garða- bæ 1991-1993, var formaður fé- lagsins 1993, framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators, félags laganema, 1994-95, varamaður í Íþrótta- og tómstundaráði Garða- bæjar 1994-98, sat í stjórn Heilsu- gæslu Garðabæjar 1998-2002, var stjórnarformaður N-1, sat í skipu- lagsnefnd Garðabæjar frá 2002, er varaformaður Flugráðs frá 2003 og er formaður knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ frá 2003. Bjarni var formaður allsherjar- nefndar Alþingis 2003-2007, sat í fjárlaganefnd 2003-2007, iðnaðar- nefnd 2003-2004 og 2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2007 og 2009 (fyrri), heilbrigðis- og trygg- inganefnd 2004-2005, í utanríkis- málanefnd 2005-2009, og formaður hennar 2007-2009, í kjörbréfanefnd frá 2005, efnahags- og skattanefnd frá 2007, var formaður Íslandsdeild- ar VES-þingsins 2003-2005 og situr í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA frá 2005. Fjölskylda Bjarni kvæntist 22.7. 1995, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, f. 1.3. 1971, flugfreyju. Hún er dóttir Bald- vins Jónssonar, f. 12.8. 1947, fram- kvæmdastjóra, og Margrétar S. Björnsdóttur, f. 24.12. 1946, hús- móður. Börn Bjarna og Þóru Margrétar eru Margrét, f. 19.7. 1991; Benedikt, f. 11.2. 1998; Helga Þóra, f. 18.8. 2004. Bræður Bjarna eru Sveinn, f. 16.1. 1962, tölvufræðingur í Garða- bæ en kona hans var Unnur Vil- helmsdóttir píanóleikari sem lést 2008; Jón, f. 16.10. 1964, rafmagns- verkfræðingur, kvæntur Ágústu Grétarsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Bjarna eru Benedikts Sveinsson, f. 31.7. 1938, hrl, og k.h., Guðríður Jónsdóttir, f. 19.9. 1938, húsmóðir. Ætt Benedikt er bróðir Ingimund- ar arkitekts, Guðrúnar hrl. og Ein- ars framkvæmdastjóra. Benedikt er sonur Sveins, framkvæmdastjóra í Reykjavík, bróður Péturs, banka- stjóra og alþm., föður Guðrúnar forstöðumanns og fyrrv. borgarfull- trúa, Ólafar heitinnar, dómstjóra , og Ragnhildar endurskoðanda. Annar bróðir Sveins var Bjarni, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, faðir Björns, alþm. og fyrrv. menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra, og Valgerðar alþm. Systir Sveins var Kristjana, móðir Halldórs, fyrrv. ráðherra, Benedikts, fyrrv. hæstarréttardóm- ara og Haraldar hrl. Önnur systir Sveins var Ólöf menntaskólakenn- ari sem lést á síðasta ári, móðir Guðrúnar heitinnar Guðjónsdóttur kennara, Önnu lyfjatæknis og Ragn- hildar kennara. Þriðja systir Sveins var Guðrún, móðir Guðrúnar Zoega verkfræðings og fyrrv. borgarfulltúa; Tómasar yfirlæknis og Benedikts Jó- hannessonar stærðfræðings hjá Talnakönnun, og Sigurðar hagfræð- ings. Sveinn var sonur Benedikts, alþingisforseta Sveinssonar, gest- gjafa á Húsavík, bróður Björns, afa Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Sveinn var son- ur Magnúsar, snikkara að Víkinga- vatni Gottskálkssonar, bróðir Guð- mundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins framkvæmdastjóra var Guð- rún Pétursdóttir, útvegsb. í Engey Kristinssonar, útvegsb. þar Magn- ússonar. Móðir Péturs var Guðrún Pétursdóttir af Engeyjarætt, systir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Móðir Benedikts hrl, var Helga, dóttir Ingimundar, b. í Kaldár- holti Benediktssonar, ráðsmanns á Breiðabólstað í Fljótshlíð Diðriks- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróð- ur Sveins, föður Benedikts, sýslu- manns og alþm., föður Einars Benediktssonar skálds. Diðrik var sonur Benedikts Sveinssonar, pr. í Hraungerði. Móðir Benedikts var Anna, systir Jóns Eiríkssonar kon- ferensráðs. Móðir Ingimundar var Kristín Þórðardóttir frá Sumar- liðabæ, af Víkingslækjarætt, systir Guðlaugar, móður Jóns Ólafssonar bankastjóra. Móðir Helgu var Ing- veldur Einarsdóttir, b. á Hæli, systir Gests, föður Steinþórs alþm., föður Gests skattstjóra. Móðir Ingveld- ar var Steinunn Vigfúsdóttir Thor- arensen, sýslum. á Borðeyri. Systir Steinunnar var Guðrún, langamma Ingibjargar, móður Davíðs Odds- sonar, fyrrv. forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Móðir Vigfúsar var Guðrún Vigfúsdóttir, sýslum. á Hlíðarenda Þórarinssonar og Steinunnar Bjarnadóttur, land- læknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfóg- eta Magnússonar. Guðríður er dóttir Jóns, verk- fræðings og fyrrv. forstjóra SH Gunnarssonar, b. á Ysta-Gili i Langadal í Húnavatnssýslu og á Blöndubakka Jónssonar, b. í Glaum bæ í Skagafirði Jónssonar. Móðir Jóns verkfræðings var Guð- ríður, systir Önnu, ömmu Brynleifs, læknis á Selfossi, og Sigursteins sem var forstöðumaður Tann- smíðaskóla Íslands Steingríms- sona. Önnur systir Guðríðar var Halldóra, móðir Gunnfríðar mynd- höggvara og Þóru, ömmu Inga Björns Albertssonar, fyrrv. alþm. Guðríður var dóttir Einars, skálds og galdramanns á Bólu Andrésson- ar, b. á Bakka í Viðvíkursveit Skúla- sonar. Móðir Guðríðar var Margrét Gísladóttir, b. á Hrauni í Tungu- sveit Jónssonar. Móðir Guðríðar var Hólmfríð- ur Sigurlína Björnsdóttir, skipstjóra og b. á Karlsstöðum í Ólafsfirði Jónssonar, b. á Vestara-Hóli í Fljót- um Ólafssonar. Móðir Björns var Soffía Björnsdóttir, b. á Róðhóli og ættföður Róðhólsættar Björnsson- ar, og Soffíu Erlendsdóttur. Móðir Hólmfríðar Sigurlínu var Guðríður Hjaltadóttir, b. á Rein og Ingveldar- stöðum Sigurðssonar, og Guðlaugar Guðvarðardóttur. 30 ára „„ Agnieszka Barbara Ragan Selbrekku 15, Kópavogi „„ Pawel Daniel Piwowarski Skólavegi 19, Vestmannaeyjum „„ Pawel Wiktor Paciorkowski Melbrekku 8, Reyðarfirði „„ Hólmfríður Björnsdóttir Þrastarhöfða 5, Mosfellsbæ „„ Sólrún Ósk Lárusdóttir Reykjavíkurvegi 29, Reykjavík „„ Stefanía Jónsdóttir Þambárvöllum 2, Sta𠄄 Jón Hafsteinn Guðmundsson Kötlufelli 9, Reykjavík „„ Anna María Þorsteinsdóttir Álfkonuhvarfi 25, Kópavogi „„ Helena Kolbeinsdóttir Starengi 26, Reykjavík „„ Linda Dagmar Hallfreðsdóttir Hólmaflöt 6, Akranesi „„ Martha Kristín Pálmadóttir Njálsgötu 34b, Reykjavík „„ Líney Úlfarsdóttir Fögrubrekku 16, Kópavogi „„ Sóley Sævarsdóttir Þorláksgeisla 10, Reykjavík „„ Vanessa Ósk Valencia Skógarseli 41, Reykjavík „„ Gunnar Helgi Gunnarsson Seljahlíð 13f, Akureyri „„ Jóna Árný Sigurðardóttir Grundargarði 5, Húsavík „„ Hörður Guðmundsson Klappakór 1b, Kópavogi „„ Signý Harðardóttir Bjarnarvöllum 18, Reykjanesbæ „„ Oskar Jan Grabowski Auðbrekku 8, Kópavogi 40 ára „„ Tanja Bettina Baechlein Birkimel 8a, Reykjavík „„ Gábor Jelenik Suðurhólum 20, Reykjavík „„ Áslaug Lind Guðmundsdóttir Háulind 23, Kópavogi „„ Jóhannes I. Donaldsson Gautavík 25, Reykjavík „„ Stefanía E. Hallbjörnsdóttir Borgarsíðu 2, Akureyri „„ Gísli Jóhannsson Fjallalind 81, Kópavogi „„ Ingimar Sigurðarson Blönduhlíð 1, Reykjavík „„ Helgi Grétar Kjartansson Fossi 1, Kirkjubæjarklaustri „„ Harpa Kristjánsdóttir Akurgerði 5, Akranesi 50 ára „„ Guðmundur Júlíusson Bjallavaði 3, Reykjavík „„ Ásdís Ósk Jóelsdóttir Álfaheiði 42, Kópavogi „„ Ásgeir Reynisson Skipholti 3, Reykjavík „„ Þórhildur J. Kjærnested Borgarhrauni 3, Grindavík „„ Hrafnhildur Sigurðardóttir Helgafellsbraut 27, Vestmannaeyjum „„ Gylfi Jónasson Geitastekk 4, Reykjavík „„ Ásgerður Jófr. Guðbrandsdóttir Skúlagötu 10, Reykjavík 60 ára „„ Þórdís Elín Gunnarsdóttir Sundstræti 34, Ísafirði „„ Rúna Birna Halldórsdóttir Víðastöðum, Egilsstöðum „„ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Tjarnarbóli 8, Seltjarnarnesi „„ Áslaug Stefánsdóttir Kaplaskjólsvegi 71, Reykjavík „„ Gylfi Jónsson Hásteinsvegi 16, Stokkseyri „„ Ólafur Eðvarð Morthens Langholtsvegi 108c, Reykjavík „„ Sigríður Böðvarsdóttir Kirkjulæk 1, Hvolsvelli „„ Þór Berndsen Hringbraut 68, Reykjanesbæ 70 ára „„ Guðjón Þórir Þorvaldsson Breiðvangi 79, Hafnarfirði „„ Kristján Frímann Tryggvason Þingási 13, Reykjavík „„ Geir Hauksson Sævangi 45, Hafnarfirði „„ Eymundur Þór Runólfsson Stuðlaseli 42, Reykjavík „„ Sigþór J. Sigurðsson Mávahrauni 18, Hafnarfirði „„ Guðrún Árnadóttir Suðurgötu 59, Siglufirði „„ Örn I S Isebarn Breiðuvík 85, Reykjavík 75 ára „„ Erling Garðar Jónasson Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði „„ Hrefna Magnúsdóttir Hraunási 1, Hellissandi „„ Lórens Rafn Kristvinsson Fjallalind 76, Kópavogi „„ Ósk Óskarsdóttir Núpasíðu 4d, Akureyri „„ Kristófer Magnússon Klausturhvammi 8, Hafnarfirði 80 ára „„ Hólmfríður Pálsdóttir Hólmagrund 11, Sauðárkróki „„ Björgvin Magnússon Melgerði 24, Kópavogi 85 ára „„ Jóna Jóhanna Mortensen Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði „„ Magnús Ásgeir Lárusson Silfurbraut 10, Höfn í Hornafirði „„ Elínborg Benediktsdóttir Álftahólum 6, Reykjavík „„ Anna Aðalsteinsdóttir Hlíðarhúsum 7, Reykjavík „„ Málfríður Hrólfsdóttir Miðvangi 22, Egilsstöðum 90 ára „„ Helga Fossberg Ásvallagötu 7, Reykjavík „„ Guðjón Bjarnason Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði til hamingju hamingju afmæli 24. júní miðvikudagur 23. júní 2010 ættfræði 21 fólk í fréttum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.