Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Síða 23
miðvikudagur 23. júní 2010 úttekt 23
19. Hugleiddu í fimm mínútur
Prófaðu að einbeita þér að núinu og minnka þannig stress og álag. Lokaðu augunum og einbeittu þér að
því að anda.
20. kynnstu andlegri hlið þinni
Rannsóknir sýna að líf þeirra sem iðka trú sína er lengra og betra og þeir eru ólíklegri til að fá
hjartaáfall.
21. vertu tengd/ur
Sterk tengsl milli fjölskyldumeðlima, vina og innan samfélagsins
minnka kvíða og þunglyndi en hvort tveggja eykur líkur á
hjartaáfalli. Skipulegðu hádegisstefnumót með vinkonu og taktu
eitt kvöld í viku frá fyrir fjölskylduna.
22. Taktu inn vítamín og lýsi
„Eina bætiefnið sem læknavísindin geta mælt með gegn
hjartaáföllum er fiskolía,“ segir Dariush Mozaffarian hjá Harvard-
læknaháskólanum.
23. gerðu góðverk
Hamingjuríkt hjónaband er frábær forvörn gegn hjartaáfalli.
Samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Annals of Behavioral
Medicine mælast einstaklingar sem sögðust eiga neikvæðan maka með
hærri blóðþrýsting en aðrir. Gerðu eitthvað fyrir makann, útkoman verður
frábær fyrir hjarta þitt.
24. gæddu þér á dökku súkkulaði
Dökkt súkkulaði sem er allavega 70% kakó er ríkt af andoxunar-
efnum. Í rannsókn þar sem þátttakendur voru látnir borða dökkt
súkkulaði var hægt að fylgjast með lækkun blóðþrýstings frá degi
til dags.
25. Haltu þig frá reykingum
Ef þú átt vini sem reykja skaltu ekki fara með þeim út þegar þörf-
in kallar á þá. Áhrif óbeinna reykinga á hjarta- og æðakerfið eru
mikil og í mörgum tilvikum 80-90% af áhrifum beinna reykinga.
26. minnkaðu sykurneyslu
Þeir sem drekka tvo til þrjá sykraða gosdrykki á dag eru 87% líklegri til
að þjást af of háum blóðþrýstingi en aðrir samkvæmt nýlegri rannsókn.
Forðastu gosdrykki og sætabrauð.
27. Hafðu húmor fyrir sjálfum þér
Vísindamenn í háskólanum í Maryland Medical Center í Baltimore fundu út að á meðal 300 þátttak-
enda voru þeir sem höfðu lítinn húmor fyrir sjálfum sér 40% líklegri til að þjást af hjartavandamálum.
„Hlátur kemur ekki í stað holls mataræðis, hreyfingar og í sumum tilfellum lyfja, en að skella upp úr
daglega skemmir ekki fyrir og samkvæmt okkar rannsóknum hefur húmor góð áhrif á hjartað,“ segir
Michael Miller höfundur rannsóknarinnar.